Morgunblaðið - 20.05.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.05.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1978 23 HÉR FER á eftir greinargerð sú, sem Hrafn Bragason, umboðs- dómari í ávísanamálinu, lagði fram á blaöamannafundi í gær: „Þann 24. ágúst 1976 var ég undirritaður skipaður skv. sér- stakri umboösskrá til þess að fara með rannsókn vegna umfangsmik- illar notkunar á innstæðulausum tékkum. Rannsókn þessari er nú að Ijúka og verða málin send Ríkissaksóknara til ákvörðunar á næstu dögum. Guðmundur Guðmundsson, rannsóknarlög- reglumaður, hefur starfaö að þessari rannsókn ásamt mér frá upphafi og nú upp á síökastiö einnig rannsóknarlögreglumenn- irnir Þorsteinn Steingrímsson og Gunnlaugur Sigurösson. Þá hafa fleiri starfað að rannsókninni tímabundiö. Þegar ég tók við rannsókninni hafði verið unnið að henni í Sakadómi Reykjavíkur þó nokkurn tíma. Samkvæmt upplýsingum mars 1976 var allmörgum banka- stofnunum send beiðni um gögn varðandi nöfnin á listanum. Að gögnunum fengnum hófu starfs- menn Seölabankans athugun á þeim. Fljótlega þótti sýnt að mikið hagræði og vinnusparnaður væri af því aö mata tölvu Reiknistofa bankanna með upplýsingum sem fengust við þessa athugun. Úr- vinnsla Reiknistofu bankanna ásamt bréfi Seölabanka íslands barst svo Sakadómi Reykjavíkur þann 9. ágúst 1976. Seölabanki íslands hefur staö- fest aö af bankans hálfu sé litið á bréf hans frá 9. ágúst 1976 til Sakadóms Reykjavíkur sem kæru. Bankinn heldur fram að við könnun á ofangreindum tékka- reikningum hafi komið í Ijós að reikningshafar hafi notað þá aö verulegu leyti til þess að stofna til og viöhalda umfangsmikilli og flókinni tékkakeðju. Með tékka- keðju eða keöjusölu á tékkum sé Hrafn Bragason umboðsdómari við gögn málsins í g»r. Ljósm. Mbl.: Kristinn. Ávísanamálið: hegnt þessum reikningshöfum með töku vanskilavaxta og lokun reikninga þeirra sem töldust hafa brotið gegn reglum bankanna um meðferð tékka. Fyrir lá aö það höfðu flestir þeirra gert. Vegna eölis og umfangs rann- sóknarinnar þótti á þessu stigi rétt að senda málið til Ríkissaksóknara sbr. 74. gr. 1. nr. 74/1974 um meðferð opinberra mála og óska eftir umsögn hans um hvort rannsókninni skyldi fram haldið og þá hvaða stefnu skyldi taka um áframhaldandi rannsókn. Ríkis- saksóknari svaraði málaleitan minni upp úr áramótunum 1976/77. Gerði hann kröfu til að rannsókninni yrði fram haldið, en féllst ekki á að hún yrði takmörkuð frekar en þegar hafði verið gert. 56 menn yfirheyröir Að þessu svari fengnu var þegar tekið til við að marka rannsókninni farveg. Síðan hefur rannsóknin Rannsóknin beindist nær eingöngu að meintri keð jutékkastarf semi kærðra — og fyrirgreiðslu sem þeir nutu hjá viðskiptabönkum sínum Sakadóms Reykjavíkur var upphaf rannsóknar þessarar það, aö snemma ársins 1976 bárust dóm- inum kærur vegna innstæöulausra tékka sem útgefnir voru af tveimur aöilum hér í borg. Á svipuðum tíma voru reikningsyfirlit og tékkar fyrirtækis í Reykjavík skoðuð vegna rannsóknar annars máls. Vegna upplýsinga sem fram komu viö rannsókn vegna þeirra kæra er aö framan getur og viö athugun á framangreindu reikningsyfirliti og tékkum þessa fyrirtækis, vöknuöu grunsemdir um aö hér væri um svokallaða kveðjutékkastarfsemi aö ræöa. Seðlabanki íslands bauð aöstoö viö rannsóknina og var hún þegin. Að höfðu samráði við Seðlabanka íslands var saminn listi yfir reikningshafa, sem taldir voru þessu tengdir og þann 25. átt viö aö greindir reikningshafar hafi selt tékka á bankareikninga sína í öörum banka, enda þótti innstæöa væri ekki fyrir hendi, en síðan séð um, í flestum tilvikum, áður en tékkar komu fram í reikningsbanka, aö búiö væri að leggja inn á reikningana og þá, aö því er virðist, með öðrum tékka eða tékkum sem eins hafi verið ástatt um og þá fyrri. Reiknings- hafarnir hafi síðan viðhaldið tékka- keðjunni og á þennan hátt skaðað sér ótrúlega mikið fé sem þeir hafi ekkert átt í. Þetta megi Ijóslega sjá á töluvuútskriftum tékkareikning- anna. Fullyrðir bankinn að víxilvið- skipti með tékka, með notkun tveggja eða fleiri reikninga, hafi verið skipulögð til að ná með blekkingum fé úr bönkunum. Vísa þeir í því sambandi m.a. til 4. gr. tékkalaga frá 1933 og ákvseða hegningarlaga sem til þessa hefur verið beitt við tékkamisferli. 90.000 tékkahreyfingar Upphaflega beindist rannsóknin aö 26 tékkareikningum 15 aöila. Tveir menn að auki höfðu farið með suma þessara reikninga, þótt þeir kæmu ekki fram sem útgef- endur. Frumyfirheyrslum var lokið í byrjun október 1976. Eftir þær var sýnt að kanna þyrfti mun fleiri reikninga. í framhaldi af því voru fyrri hluta vetrar 1976/77 kannaöir um 58 reikningar og þar af teknir til nánari vinnslu um 44 reikningar. 20 menn voru skrifaðir fyrir þessum reikningum. Til nánari vinnslu fóru reikningar 17 manna. Könnunin náði yfir tímabilið frá 1. janúar 1974 til 1. júní 1976. Upplýsingar af tékkunum voru ritaðar niður á þar til gerö eyöublöö í Seðlabanka íslands og síðan tölvufæröar í Reiknistofu bankanna. I heildartölvulistum koma fyrir um 90.000 tékkahreyf- ingar en þá er átt við útgáfu tékka, framsal og bókun. Unnir tékkar eru um 30.000. Verkið hefur vaxið nær því um helming eftir að ég tók við því, en í fyrri vinnslu voru um 16.000 tékkar. Upphæö tékka í rannsókninni losar þrjá milljarða. Hér taldar upplýsingar segja sína sögu um umfang þessarar rann- sóknar en ekkert um annað. Um áramótin 1976/77, að lok- inni vinnslu Seölabanka íslands og bréfaskiptum við viðskiptabanka óg sparisjóði um viðskipti þeirra og viðkomandi reikningshafa, var Ijóst að peningastofnanirnar höfðu nær eingöngu beinst að meintri keöjutékkastarfsemi kæröra or því hverrar fyrirgreiöslu þeir nutu hjá viðskiptabönkum sínum um hlaupareiknings- og ávísanareikn- ingsviðskipti. Gengiö hefur verið eftir nákvæmri skilagrein um þessi viðskipti hjá viöskiptabönkunum, t.d. hvaöa yfirdráttarheimildir þeir hafa haft og tryggingar fyrir þeim. Þá hefur verið aflað gagna um hvernig viöskiptunum lauk og hvort viðskiptamaður skuldar bankanum enn vegna þessara viðskipta, beint eöa óbeint. Þá hefur verið gert yfirlit un greidda vexti af hlaupareikningum, bæði um vexti af skriflegum heimildum og dráttarvexti. Mesta verkið hefur þó verið að vinna úr allri tékkaveltu kæröra þá Framhald á bls. 27 * Arsfundur Rannsóknaráðs: Fluttu erindi um gildi hag- nýtra rannsókna á íslandi ARSFUNDUR Rannsóknaráðs ríkis- ins var haldinn í Hóskólabíói í gær og er þetta fyrsti fundur ráðsins af þessum toga. Að sögn Steingríms Hermannssonar, framkvæmda- stjóra Rannsóknaráðs, var hér um aö ræða eins konar kynningarfund par sem fólki var gefinn kostur á að kynnast nokkuð Því starfi sem unnið er á vegum Rannsóknaráðs og voru á fundinum fluttir fyrirlestr- ar til aö gefa nokkra mynd af Því hvaða gildi rannsóknir hafa í Þágu atvinnuveganna og Þjóðlífs. Vilhjálmur Hjálmarsson mennta- málaráðherra, formaður Rannsókna- ráðs, setti fundinn í upphafi, en til hans haföi verið boðið starfsmönnum rannsóknastofnana, ráðuneyta og fulltrúum frá ýmsum greinum at- vinnuveganna. Að loknu ávarpi ráöherra voru flutt 6 erindi og fjallaði híð fyrsta um starfsemi Rannsókna- ráðs ríkisins sem Steingrímur Her- mannsson flutti. Greindi hann frá helztu þáttum í starfsemi ráösins sem hann sagði, skiptst í þrjá megin- fiokka: Efllngu raunvísinda, Vvýtingu náttúruauðæfa, erlent samstarf. Erlent samstarf sagöi Steingrímur aö væri aöallega varðandi leyfisveitingar og eftirlit með erlendum vísinda- mönnum sem störfuðu hér á landi, um athuganir á nýtingu auöæfa landsins gat hann þess að fyrrum heföi þaö verið umfangsmikill þáttur í starfsemi ráðsins, en heföu farið minnkandi m.a. vegna þess að aðrar stofnanir hefðu aukið umsvif sín á því sviði og nauðsynlegra var talið að beina starfinu sem mest að eflingu raunvísinda almennt. Þessir þættir eru einkum athugaöir: Skipulag, aðstaöa, upplýsingaþjónusta, kynn- ing, vanrækt rannsóknasvið, fjár- magn til rannsókna og langtímaáætl- un. Steingrímur Hermannsson gat þess aö upplýsingaþjónustu yröi komiö á fót í haust. Um fjármagn sem veitt væri til vísinda sagði hann aö það heföi aukizt úr 05% af þjóðarframleiðslu árið 1973 í 0,77% árið 1975 og væri það um helmingur þess sem talið væri nauðsynlegt hjá nágrannalöndum. Steingrímur gerði einkum að umtalsefni langtímaáætl- un, sem Rannsóknaráð hefur nýlega gefið út. Sagöi hann markmið hennar vera þaö aö efla rannsóknastarfsemi í þágu atvinnuveganna meö því aö tengja rannsóknastarfsemina þörfum atvinnulífs og þróun atvinnulífs eins og hún er talin verða á næstu árum. Páll Theódórsson eðlisfræöingur, forstööumaður Eðlisfræðistofunnar Raunvísindadeildar Háskólans, ræddi um þróun og smíði rafeinda- tækja á íslandi. Fjallaði hann um möguleika rafeindaiðnaðar á íslandi og sagöi aö árlegt verömæti inn- fluttra rafeindatækja næmi 3—5 milljöröum króna. Vegna hinnar miklu vinnu er framundan væri við endurhönnun eldri tækja og hönnun nýrra biði rafeindatæknin uppá einstakt tækifæri til aö hefja tölu- verðan rafeindaiðnað hérlendis. „Við getum og eigum að taka virkan þátt í hönnun og smíði ýmissa þeirra rafeindatækja sem hér verða notuð á komandi árum og ef vel tekst til getur töluveröur útflutningur sh'kra tækje fylgt í kjölfarið“. Með erindi sínu sýndi Páll myndir og teikningar og lét hann þess getið að fyrir um 150 milljónir króna mætti koma upp myndarlegu rafeindafyrirtæki sem leyst gæti þýðingarmikil verkefni og skilað arði á við bezta fiskibát. Ingvi Þorsteinsson magister hjá Rannsóknarstofnun landbúnaðarins ræddi um rannsóknir á ástandi og beitarþoli íslenzkra gróðurlenda. Rakti hann hvernig stærö gróður- lendis hefði breytzt með búsetu landsmanna og sagöi að með nýjum gervitunglamyndum mætti gjöggt sjá hvernig gróðurfari væri háttaö hér- lendis og rannsóknir gæfu töluvert dökka mynd af gróðurlendi íslands. Sagði Ingvi að ofbeit væri upn að ræða í heild og um leið ætti sér stað fjölgun búfjár, og einu leiðina til aö endurheimta glötuð landgæði væri að draga úr sókn í beitilönd þar til þau næöu að nýju fullri afkastagetu. Dr. Ásbjörn Einarsson hjá Rannsóknastofnun iðnaðarins ræddi um iðntækjaþjónustu. Sagöi hann hahna einkum vera fólgna í ýmis konar aöstoö við fyrirtæki á sviði þróunar vörutegunda, og fram- leiðsluaðferöa, almennri tækniþjón- ustu, tilraunum, prófunum, upplýs- ingarleit og margvíslegri fræöslu- starfsemi. Ræddi hann nánar um helztu flokka þessarar þjónustu og síðan greindi hann frá tveimur verkefnum sem mikið hefði veriö unnið að á síöustu árum skipasmíöa- verkefni er miðaði að því að auka framleiðni fyrirtækja í skipasmíöum með nýrri tækni og hitt verkefnið var verkþjálfun í málmsuöu sem yfir 250 málmiðnðarmenn hefðu sótt. Freyr Þórarinsson ræddi jarðhita- rannsóknir á lághitasvæðum. Kom fram í máli hans að um 60% landsmanna njóta nú húshitunar með jarðvarma og sennilegt væri að í framtíðinni geti um 80% þjóöarinnar notið hennar. Sagði Freyr að mikil- vægi rannsókna ykist með aukinni jarðhitanýtingu, búið væri að virkja mörg aðgengilegustu jarðhitasvæðin og nýrri verkefni væru jafnan flóknari og krefðust ýtarlegri rannsókna. í lok erindis síns sagði Freyr Þórarinsson að arðsemi slíkra rannsókna væri aðalatriði, að væri erfitt að reikna hana í krónum en þjóðhagsleg hagkvæmni jaröhitanotkunar væri sá mælikvaröi sem horft skyldi á. Jakob Jakobsson fiskifræöingur hjá Hafrannsóknastofnun talaöi um aðferðir til aö meta stærð fiskistofna. Eru það einkum þrjár aðferðir sem notaöar eru: merkingar, aldursgrein- ing, þ.e. afli í hver'jum árangri mældur eða mæling með bergmálsdýptarmli. Jakób sagðist óttast aö engir útreikningar, hversu nákvæmir sem þeir kynnu að verða, muni breyta þeirri staðreynd að hér eftir sem hingað til yrðu þeir margir Tómasarn- ir á okkar dögum ekki síður en á dögum Krists sem ekki létu segjast fyrr en allir fiskar, jafnt merktir sem ómerktir væru á landi komnir. Sigmundur Guðbjarnason prófess- or formaður framkvæmdanefndar Rannsóknaráðs, sleit fundinum, en í fundarhléi voru bornar fram veitingar sem gerðar voru úr íslenzkum afurðum; mysa með ýmsum bætiefn- um, kolmunnaharöfiskur, kúfiska- kæfa á saltkexi og gulllaxboilur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.