Morgunblaðið - 20.05.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.05.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MAI 1978 Borgarstjóri svarar... Tt*kið t‘r á moti fyrirspurnum í síma 10100 kl. 10-12 mánudaga til föstudags Hver valdi turninum stað? Pétur Guðjónsson, Grundar- landi 10: Hver réð staðarvali turnsins á Lækjartorjíi? Hann skyggir á útsýni úr Austurstræti upp í Bankastrætið og öfugt og hefði að mínu mati átt að vera við Útvegsbankann og færa hefði mátt klukkuna nokkuð norðar. Hefur verið athugað hvort hafa má hann neðst í Bankastrætinu þar sem oft eru nú happdrættis- bílar? SVAR: Staðsetning söluturnsins á Lækjartorgi var samþykkt til reynslu af skipulagsnefnd og var bókun skipulagsnefndar staðfest í borgarráði. Ég tel ekki rétt að bre.vta staðsetningunni að svo stöddu, fyrst verði að fá nokkra reynslu á starfrækslu sölnturnsins á núverandi stað. Leiði reynslan hins vegar í ijós, að staðurinn teíst ekki rétt valinn, er ekkert áhorfsmál að taka aðra möguleika tii frekari athugunar, m.a. þann, sem fyrirspyrjandi bendir á. Ekki þótti rétt að færa hann lengra inn á torgið, þar sem turninn hefði þá takmarkað notagildi Lækjartorgs sem útifundarstað fyrir Re.vkvíkinga. Verkefni fyrir jarðýtur í Rvík? Ingvi Ingvason, Breiðvangi 55: Mig langar að fá álit borgar- stjóra á því hvort grundvöllur sé fyrir jarðýtufyrirtæki í Reykja- vík. Að undanförnu hef ég unnið í Hafnarfirði, en þar er lítið um verk og hef því hug á að færa mig til Reykjavíkur. Geta ein- staklingar fengið verkefni eða eru þau aðallega ætiuð fyrir- tækjum á þessu sviði? SVAR: Flestar byggingarfram- kvæmdir á vegum borgarinnar og mörg gatnagerðarverkefni eru boðin út. I þeim tilvikum ræður verktaki sjálfur oft undirverktaka til að annast einstaka verkþætti, t.d. jarðýtu- vinnu. Þegar Reykjavíkurborg stendur sjálf fyrir framkvæmd- um er að sjálfsögðu notaður vélakostur í eigu borgarinnar og stofnana hennar, en þegar sá vélakostur annar ekki eftir- spurn semur Vélamiðstöðin við eigendur vinnuvéla um leigu á þeim og hefur þá jafnan verið litið á allt höfuðborgarsvæðið sem eitt atvinnusvæði og að sjálfsögðu ekki gerður munur á, hvort vélar eru í eigu einstakl- inga eða fyrirtækja. Vatn frá Laugavegi Ingibjörg Daníelsdóttir. Há- túni 8: Á svæðinu frá Nóatúni að Kringlumýrarbraut lekur vatn frá Laugaveginum niður að húsum hér við Hátún. Veldur það því að við getum ekki haft fallegt á lóð okkar. Höfum við, íbúar í þessum 36 íbúðum, gengið frá lóðinni að norðan en vegna þessa vatnsaga er ófrá- gengið að sunnan. Nefna má einnig að stétt sem liggur að verzlunum á þessu svæði liggur jafnan undir svelli á vetrum þegar frost er. Hvenær verða sett niðurföll og kantur á þennan kafla Laugavegarins? SVAR: S.l. sumar var gengið frá niðurfallasvelg á svæðinu milli Laugavegar og lóðarinnar að Hátúni 8. Þessi svelgur mun hafa aflagazt í snjóunum í vetur en verður lagfærður nú alveg á næstunni. Reikna verður með, að Laugavegur verði síðan breikkaður til norðurs á um- ræddum kafla og verður því ekki gengið endanlega frá kanti og niðurföllum fyrr en samhliða þeirri framkvæmd. Flugbraut framlengd? Gunnar Gunnarsson. Lamb- hól við Starhaga: 1) Hvenær á að framlengja flugbrautina til norðvesturs yfir Suðurgötuna? Hefi ég heyrt að það stæði til og vil fá að vita hvort og þá hvenær það standi til. 2) Hvenær verður Bústaða- vegur framlengdur yfir Kringlu- mýrarbrautina eins og ráðgert var í skipulagi? SVAR. 1) Engin umsókn hefur kom- ið fram um lengingu flugbraut- arinnar yfir Suðurgötu og málið því ekkert rætt. Þótt endurskoð- að aðalskipulag sýni tæknilega útfærslu á þessum möguleika felst engin ákvörðun í því um framlengingu brautarinnar. 2) Framlenging Bústaðavegar yfir Kringlumýrarbraut hefur ekki verið tímasett. Fram- kvæmd þessi tengist m.a. ákvörðun um gerð Fossvogs- brautar, en eins og kunnugt er verður ákvörðun um Iagningu hennar ekki tekin fyrr en að undangenginni athugun og sam- þykki bæði borgaryfirvalda í Reykjavík og bæjaryfirvalda í Kópavogi. Tennisvöllur í Laugardal? Kristján Baldvinsson. Selja- braut 36: Rætt hefur verið um að gerður yrði tennisvöllur í Laug- ardalnum. Er hann enn á dagskrá og hvenær má búast við að hann verði tilbúitin? SVAR, Að svo stöddu er ekki á dagskrá að gera tennisvöll innan íþróttasvæðis borgarinn- ar í Laugardal. Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur áformar hins vegar að byggja tennisvelli við íþróttahús sitt í Laugardal við Álfheima. Stað- setning tennisvalla þar er talin mjög góð, enda búningsaðstaða og böð fyrir hendi. Iþróttaráð borgarinnar hefur samþykkt að styrkja kostnað við þessar framkvæmdir með 40% fram- lagi úr borgarsjóði og 40% láni, sem kemur til endurgreiðslu af væntanlegu framlagi íþrótta- sjóðs ríkisins. Jarðrask við bflastæði Smári Wium, Hraunbæ 164: Gerð voru bílastæði fyrir stóra bíla hér við Hraunbæ fyrir borgarstjórnarkosningarnar 1974. Við það varð nokkurt jarðrask og spurningin er hvenær verður gengið frá því? Fýkur úr þessum moldarhaug- um inn í allar íbúðir hér. SVAR. Þetta verður lagað í sumar. Blómabeð á götunni? Kristján Þorsteinsson, Selja- vegi 23: Hver ber ábyrgð á því að sett var niður blómabeð á gatnamót- um Klapparstígs og Sölvhóls- götu, rétt við hús Landsmiðj- unnar? SVAR, Blómabeð þetta er ekki á vegum Reykjavíkurborgar, sennilega gert af Landssmiðj- unni á lóð hennar. Framkvæmdir á róluvelli Margrét Albertsdóttir, Garðsenda 9: 1) Fyrir 8 árum var Sogaveg- urinn hækkaður, en ekki hefur enn verið lagfært neitt hér norðan megin eftir þessa breyt- ingu á götunni. Lekur niður á lóðir okkar mold og möl og veldur óþrifnaði, og spurt er hvenær lagfæringa sé von? 2) Hvenær verður lokið fram- kvæmdum við róluvöllinn hér í nágrenninu, sem byrjað var á í fyrrasumar? Börn geta ekki notast við hann sem stendur þar sem verkinu var ekki nærri lokið. SVAR. 1) Það er rétt hjá fyrirspyrj- anda, að ekki hefur verið gengið frá Sogaveginum norðanverðum eftir umrædda hækkun á hon- um. Hér er um nokkuð mikið og vandunnið verk að ræða (vænt- anlega hleðslu) og hef ég beðið gatnamálastjóra að taka þessa ábendingu til athugunar, en ekki er unnt að lofa fram- kvæmdum í ár. 2) Vinna við umræddan garð, sem er sambland af skrúðgarði og leikvelli, mun hefjast aftur næstu daga og ljúka á miðju sumri. Umrætt verk reyndist umfangsmeira en í fyrstu var áætlað m.a. vegna landhalla og vatnsaga og mun vera visst vandamál að gera frárennslis- lögn fyrir garðinn. Umferðarljós við Hljómskálann? Valdimar Guðmundsson, Óð- insgötu 16 b: Er ekki mál til komið að sett verði upp umferðarljós á mótum Skothúsvegar, h'ríkirkjuvegar og'Sóleyjargötu? Þar er mikii og hröð umferð og oft erfitt að komast leiðar sinnar og útsýni yfir gatnamótin ekki gott. SVAR. Mál þetta mun hafa verið rætt nokkuð í umferðar- nefnd, en að éísu ekki nýlega. Rétt er að umferð við þessi gatnamót er oft nokkuð mikil, en hafa verður í huga, að umferðarljós geta líka valdið hindrunum. Uppsetning umferð- arljósa við þessi gatnamót hefur því ekki verið talin tímabær til þessa, en umferðardeild mun fylgjast með málinu. Viðhald gamalla húsa Ásta Fjeldsted. Suðurgötu 18: 1) Mér og öðrum íbúum hér við götuna er til skapraunar hve húsinu nr. 8 við Suðurgötuna er illa viðhaldið þar sem séra Jóhann bjó fyrir 40 árum. Langar mig til að spyrja borgar- stjórann hvort ekki sé kominn tími til að þetta hús sé gert upp og málað og snyrt í kringum það? 2) Þá langar okkur hér að vita hvort ekki væri vegur að borgaryfirvöld sæju um að gerðar yrðu tröppur á milli Tjarnargötu nr. 18 og 20 upp í Suðurgötuna, því girðingin ofan við húsin er að niðurfalli komin vegna fólks sem styttir sér leið milli gatnanna. Myndu allir verða þakklátir fyrir slíka fram- kvæmd. SVAR. 1) Hús og lóð að Suðurgötu - 8 eru í eign einkaaðila. Það er rétt hjá fyrirspyrjanda, að viðhaldi hefur verið mjög ábóta- vant og að eignin er til lýta fyrir umhverfið. Það er því löngu orðið tímabært að koma þessu í betra horf, en því miður eru heimildir og ráð borgaryfir- valda til afskipta mjög tak- mörkuð. Byggingarnefnd getur þó skorað á húseiganda að bæta úr, ef útlit húss er talið mjög „ósmekklegt eða óviðunandi á annan hátt“, t.d. þannig að af stafi „hætta, óþrifnaður eða óþægindi". Birting þessarar fyrirspurnar verður vonandi til þess, að húseigendur lagfæri útlit hússins og umhverfi þess. 2) Gerð umræddra trappna milli húsanna nr. 18 og 20 við Tjarnargötu hefur ekki verið á dagskrá eða franikvæmda- áætlun hjá horginni og í skipu- lagi er ekki gert ráð fvrir göngustíg á þessum stað. Þarna er mjög mikill hæðarmunur milli gatna og því um allmikið og dýrt mannvirki að ræða. Gatnahreinsun Emil Als. Kirkjuteigi 27: I göturæsum Re.vkjavíkur, á stéttum hennar og strætum liggja hundruð ef ekki þúsundir smálesta af ieðju, sandi og möl. Til að fjarlægja þennan ófögnuð er um tvær meginleiðir að velja. í fyrsta lagi: Borgin ræður til verksins flokka manna með strákústa og skóflur, því vél- hreinsun er ófullnægjandi og óviðunandi. I öðru lagi: Skírskotað verði til þegnskapar borgarbúa og hver og einn hvattur til að hreinsa fyrir sínum dyrum. Báðar leiðirnar má fara jöfn- um höndum. Hvaða leið hyggst borgar- stjórnin í Reykjavík velja og hvenær ætlar hún að láta sjá högg á vatni? SVAR. Vegna veðurfars er gatnahreinsun iliframkvæman- leg svo vel fari í u.þ.b. 6 mánuði ársins. Vorhreingerningin er því að jafnaði umfangsmikið verk, sem tekur óhjákvæmilega nokk- urn tíma. Við hreinsun gatna og opinna svæða starfa 40 menn að staðaldri og verulega fleiri yfir sumarmánuðina. Notaðir eru nú 4 vélsópar, einn gangstéttarsóp- ur, ein götuþvottabifreið og ein holræsahreinsunarbifreið, sem annast einnig hreinsanir á niðurföllum. Rétt er að vorhreinsun þarf að miklu leyti að framkvæma með handafli og minnt er á að miðbærinn er handhreinsaður daglega allt árið. Vélsóparnir og þvottabifreiðin eru hins vegar á umferðargötum svo og í út- hverfum borgarinnar, þegar vorhreinsun er lokið. Borgarbúar hafa oftlega verið hvattir til að taka þátt í fegrun og snyrtingu borgarinnar, t.d. í sambandi við lóðahreinsun og þótt margir hreinsi einnig gang- stéttir utan við hús sín hefur það ekki verið lagt á herðar einstaklinga að hreinsa götur og torg. Á þessu ári er áætlað að verja úr borgarsjóði til hreinsunar gatna, þ.m.t. snjómoksturs, og hreinsunar á opnum svæðum og lóðum samtals rúmlega kr. 248 millj. Það kæmi mér vissulega á óvart, ef fyrirspyrjandi hefur ekki séð „högg á vatni" við hreinsun gatna í Reykjavík. Verkamönnum og öðrum, sem að þessum málum starfa, vil ég láta koma fram þeim til verðugs hróss, að mjög margir erlendir ferðamenn hafa einmitt látið þess getið við mig, að Reykjavík væri óvenju hrein borg. Takmörkun umferðar á Nesvegi? Jóhann Þórhallsson. Nesvegi: Er ekki hægt að draga á einhvern hátt úr umferð á Nesveginum? Má t.d. takmarka hana með því að banna vinstri beygju af Hringbraut inn á Hofsvallagötu því mikil umferð er um Hofsvallagötu og áfram vestur á Seltjarnarnes. Oft er ekið þarna mjög hratt og mætti e.t.v. setja upp gangbrautarljós, vegaþrengingar eða annað svip- að. I ráði mun að reisa við Nesveginn sameiginlega heilsu- gæzlustöð fyrir vesturbæ og Seltjarnarnes og þá mun umferð enn aukast og því nauðsynlegra að takmarka hana eitthvað. SVAR. Aðalaðkoma fyrir íbúa og aðra, sem erindi eiga í vestasta hluta Melahverfis og í Skjólin, er um Hofsvallagötu. Ekki er talið unnt að beina þeirri umferð annað með því að banna vinstri beygju af Hring- braut inn á Hofsvallagötu. Á Hofsvallagötu nálægt gatnamótum við Hagamel eru nú hnappstýrð gangbrautarljós, en áður voru þar blikkljós. I sambandi við byggingu heilsugæzlustöðvar á Seltjarn- arnesi er rétt að taka fram, að ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um sameiginlega heilsugæzlustöð fyrir Vesturbæ- inn og Seltjarnarnes. Ef sú yrði niðurstaðan, myndi sú stöð fyrst og fremst þjóna aðliggjandi hverfum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.