Morgunblaðið - 20.05.1978, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1978
Magnús Sigurjónsson:
Orustan um
Reykjavík
„Haröslægur var Húsateigur í
dag,“ sagöi Víga Glúmur eftir
bardagann við Esphælinga forðum,
og voru það orð að sönnu, en í það
sinn tókst honum að hrinda árásinni,
þótt margir lægju óvígir í valnum.
Nú innan fárra daga verður önnur
orusta háð og þó ekki sé um iíf
manna að tefla þá verða örlög
borgarinnar ráðin að þeim leik
loknum.
Það lið sem nú sækir af höfuðvígi
sjálfstæðismanna, Reykjavík, er
harðsnúið og svífst einskis. Þarna
stendur hann þessi þríhöfða þurs,
grár fyrir járnum, albúinn að læsa
klónum í feitasta bitann, sem hann
hefir komist í færí við.
Það er trú mín, að mörgum
borgarbúum, sem nú eru á báðum
áttum muni þykja þröngt fyrir
dyrum, þegar þessi þrenning fer að
deilda völdunum, ef svo ógæfulega
fer, að þeir vinni borgina. Seinnilega
hafa þeir aldrei áður verið eins
nálægt því að ná þessu marki, því að
um skeið hafa nokkrir erfiðleikar
steðjað að í atvinnuuppbyggingu
borgarinnar, en þegar við erfiðleika
er að glíma, þá er jarðvegurinn
bestur fyrir yfirborð og lýðskrum, en
þær bardagaaðferðir eru vel þekktar.
Vígstaðan
Það er þægileg vígstaða að geta
talað, og sagt það sem allir vilja
heyra, og það er yfirburðastaða að
geta lofað því, sem allir vilja fá, og
engir möguleikar séu á því að geta
efnt það. En menn verða ekki
dæmdir af orðum sínum einum, og
þegar gagnrýnin dynur nú á stjórn-
endur borgarinnar fyrir það, sem
þeim hefir ekki tekist að fram-
kvæma, verður að taka það með
fyrirvara, því engum þessara manna
sem nú sjá ekkert annað en óunnin
verk, dettur í hug að minnast einu
orði á hið góða, sem gert hefir verið
og þá afgerandi og stórmerku
forystu, sem Reykjavikurborg undir
forystu sjálfstæðismanna hefir haft
um stærsu framfaramál íslenzku
þjóðarinnar.
Birta og ylur
Sjálfstæðismenn ruddu brautina
að rafvæðingu og hitaveitu borgar-
innar og í kjölfarið fylgdu virkjanir
um allt land. Raunar er Reykjavík
eina höfuðborg heims, sem hituð er
með vatni úr iðrum jarðar. Ekki ætla
ég í þessari grein að telja til allt það
góða, sem gert hefir verið hér í
borginni. Það er fyrir augum okkar
alla daga. En sitt sýnist hverjum og
spyrja mætti þá sem nú heimta
völdin, hvar í veröldinni sú stjarna
sé, sem allir eru sáttir við? Og eitt
er víst, að það verður ekki undir
stjörnu krata, framsóknarmanna og
kommúnista, eins og dæmin frá
vinstri stjórnar árunum sýna.
Fjármálum fyrirtækja borgarinn-
ar hefir verið stjórnað af svo mikilli
fyrirhyggju, að þar eru víða sjóðir,
sem notaðir hafa verið og verða til
markvissra framkvæmda, en hversu
lengi stendur það, ef þrenningin fær
tækifæri til að sýna sína margfrægu
fjármálasnilli og gætni.
Skoðanaskipti
Bæði ég og sumir aðrir sjálf-
stæðismenn sem stundum hafa
gagnrýnt framkvæmdir í borginni,
sem við erum ekki sáttir við, erum
ekki þar með að lýsa vantrausti á
stjórn borgarinnar almennt, heldur
er þar um að ræða einstök mál, sem
deildar meiningar eru um, því það er
jú háttur frjálsra manna að láta
skoðanir sínar í ljós, þó að þær fari
ekki alltaf saman við vilja ráða-
manna.
Það er enginn vafi á því, að
Reykvíkingar hvar í flokki sem þeir
annars eru, eru að miklum meiri-
hluta ánægðir með borgina sína. Hér
líður fólki vel og stöðugt er sótt fram
til betra mannlífs. Við vitum hvað
við höfum, og við vitum einnig að
þeir sem nú strá um sig loforðum og
segjast vilja gera allt fyrir alla, geta
aldrei efnt það.
Ég sagði í upphafi, að orustan yrði
hörð og óséð hver útslitin verða, en
hver sem afstaða manna annars er
í þjóðmálunum, munu Reykvíkingar
allir, sem bera hag sinnar heima-
byggðar fyrir brjósti, hefja sig yfir
sundrunguna, fylkja sér undir merki
Sjálfstæðisflokksins og tryggja
áframhaldandi örugga stjórn höfuð-
borgarinnar.
„VÆRI ég aðcins cinn af þessum fáu“ heitir ljóð eftir Jóhann Sigurjónsson. þar sem hann yrkir
um drauma ungs listamanns, sem á þá ósk heitasta að ná til hjarta annarra með list sinni.
Er ég fæ að hlusta á æfingu Emils Gilels á pianókonsert í a-moll op. 16 eftir Grieg verður
mér þegar í stað ljóst, að hann er einn af þessum fáu listamönnum sem hefur þetta allt sem
þeir stóru í listinni þurfa að hafa, kunnáttu, hæfileika, tilfinningu, dugnað.
Þegar ég heilsa þessum lágvaxna, samanrekna manni, þá heilsa ég ljúfum manni,
traustlegum, sem segir að sér leiðist blaðaviðtöl en hins vegar hafi hann gaman af að tala
við fólk. Og við ákveðum að hittast á föstudagsmorgun, og rabba saman.
— Það er best að byrja á
byrjuninni. Hvað er það fyrsta
sem þér munið?
Hann horfir fram fyrir sig og
þegir.
— Ég hef orðið vör við að það
fyrsta sem margt fólk man er
eitthvað sem hefur haft djúp
áhrif á tilfinningalíf í bernsku
þess.
Ég er að reyna að rifja þetta
upp, segir hann. Það er erfitt að
segja hvenær maður man fyrst
eftir sér, en ég man það eitt, að
frá fyrstu tíð ætlaði ég að verða
tónlistarmaður, leika á hljóðfæri
og ferðast mikið. Nú, þetta hef ég
gert.
Foreldrar mínir komu mér í
píanótíma, þegar ég var sex ára
gamall. Seinna fór ég á tónlistar-
skóla samhliða venjulegum
barnaskóla. Þaðan lá svo leiðin í
Tónlistarháskólann í Moskvu.
— Hafið þér alltaf verið ein-
leikari?
Nei, ég hef verið undirleikari,
leikið með tríóum, tekið þátt í
alls konar tónlistarflutningi.
— Ég er svona að velta því
fyrir mér hversu mörg tónverk
þér kunnið utanbókar.
Já — í rauninni er það ekkert
aðalatriði hversu mörg verk
maður kann, heldur hversu hæfur
maður er til þess að flytja þessi
verk.
— Þér hafið ferðast um allan
heim?
Já, við hjón búum í Moskvu og
eigum eina dóttur barna. Hún
heitir Helena og er píanóleikari
eins og ég. Við höfum leikið
l>ad er
enginn
sem segir
mér fyrir
verkum
Rætt við rússneska píanó-
sniUinginn EMIL GILELS
fjórhent á píanó bæði á tónleik-
um og eins inn á plötur. Dóttir
mín dvelur núna á Italíu.
Sem drengur átti ég þá ósk
heitasta að verða tónlistarmaður
og ferðast um heiminn og halda
tónleika. Ég hef unnið að því að
þessi ósk gæti ræst, og þessi ósk
hefur ræst.
Ég leik þau verk sem ég sjálfur
vil leika, ég ferðast eftir geð-
þótta, og þangað sem mér þókn-
ast að fara. Það er enginn sem
segir mér fyrir verkum.
— Þér hafið að sjálfsögðu
haldið tónleika um öll Sovétrík-
in?
Ég hef leikið víða um Sovétrík-
in en ekki nærri þvl alls staðar
ennþá, t.d. ekki í Síberíu. Ég hef
hins vegar leikið við alls konar
aðstæður, fyrir verksmiðjufólk,
fyrir nemendur, og verið einleik-
ari með hljómsveitum fólksins.
Þetta hefur verið óskaplega
skemmtilegt.
— Svo við víkjum talinu að
verkinu sem þér fluttuð í gær-
kveldi?
Þessi Píanókonsert talar til
allra, í þessu verki er viðkvæmni,
samúð, harka, kraftur, það hafa
allir eitthvað af þessu í sál sinni.
Þennan píanókonsert eftir
Grieg lærði ég ungur og lék hann
opinberlega. Núna skil ég og leik
þetta verk öðru vísi en ég gerði
þá. Bæði er, að ég hef verið í
Noregi, ferðast um þær slóðir
sem Grieg er vaxinn úr. Líka hef
ég heimsótt húsið sem var heimili
hans, en hús án heimilisfólksins
er ekki það sama og að heim-
sækja fólkið sjálft. Húsið þar sem
Grieg átti heima hafði engin
áhrif á mig. Hins vegar gerði
umhverfið það, þetta er alveg
undursamlegt, í nánd við Trold-
haugen, svo heillandi að það
lætur varla nokkurn ósnortinn.
Enda þótt ég hafi aldrei kynnst
Grieg öðru vísi en í gegn um
tónverk hans, en píanóverk hans
öll hef ég leikið inn á plötur, þá
finnst mér ég þekkja hann.
Annars er ég mjög hrifinn af
Norðurlöndum, og ekki hvað síst
nyrstu hlutum þeirra. Mikið
dálæti hef ég á Finnlandi, þangað
fer ég á hverju ári og held
tónleika. Núna í sumar kem ég til
með að leika á tónlistarhátíðinni
í Savonlinnan í Austur-Finn-
landi.
Ég er leiður yfir því að mér
skuli ekki hafa unnist tími til
þess að sjá meira af Islandi en ég
hef þegar séð, ef til vill kem ég
seinna, og þá í júní, og skoða mig
betur um.
Eftir tónleikana í Finnlandi fer
ég til Vínarborgar. En til Vínar-
borgar kom ég fyrst 1936. Það
hefur orðið mikil breyting á
þeirri borg síðan. Þá fannst mér
það ævintýri líkast að sjá hefðar-
frúr á gangi með hundana sína.
Karlmennirnir voru herralegir.
Maður skynjaði að fáguð fram-
koma var dygð.
Mér finnst lífið skemmtilegt.
Lífið sjálft er mér það sem bækur
eru öðrum.
Ég hitti fólk sem ég hef gaman
af að kynnast, sé lönd og kynnist
ólíkum lífsviðhorfum.
— Finnst yður ólíkt að leika
fyrir áheyrendur eftir þjóðerni?
Ja, — það er t.d. alveg óskap-
lega mikill munur á því að leika
fyrir Japani og ítali. Hafið þér
verið í Japan?
— Nei.
Þetta er dæmalaust land og
dæmalaus þjóð. Að hluta langt á
undan öðrum þjóðum, þar á ég
við alla verksmiðjuframleiðslu.
Að hluta aftur í miðöldum.
Þegar menn sem framleiða
hluti, sem önnur lönd hafa ekki
ennþá tækni til þess að búa til,
koma heim til sín að ioknum
vinnudegi, þá fara þeir í Kimono
og lifa látlausu lífi, svipuðu því
sem fólk lifði á 16. öld.
— Eruð þér taugaóstyrkur
fyrir tónleika?
Sá listamaður sem ekki segist
vera það er ekki listamaður. Hins
vegar lýsir þessi taugaspenna sér
á ýmsan hátt. Maður verður
æstur, ergilegur eða heitur
innvortis, svona eftir því hvernig
maður er fyrirkallaður.
— Mér sýnist þér ekki vera af
þeirri gerðinni sem lætur sjá á
sér æsingu?
Ef til vill ekki, en mér er ekki
rótt fyrir tónleika. Hins vegar
verður mér hlýtt innanbrjósts
þegar ég kem inn í salinn og finn
jákvætt viðmót fólksins.
Elín Guðjónsdóttir