Morgunblaðið - 20.05.1978, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1978
Að þessu sinni eru boðnir
fram tveir framboðsiistar af
hálfu sjálfstæðismanna í Kópa*
vogi, annar þeirra er S-listi,
framboðslisti sjálfstæðisfólks,
sem nú býður fram í fyrsta sinn
í Kópavogi. Efsti maður á lista
sjálfstæðisfólks er Guðni Stef-
ánsson járnsmíðameistari.
Morgunblaðið ræddi fyrir
stuttu við hann um viðhorfin í
bæjarmálunum, stefnumið og
baráttumál S-listamanna. Fer
samtalið hér á eftir.
Byggingarframkvæmdir við hið nýja íþróttahús við Digranesskóla.
og skuttogara, sem gætu þá landað
afla sínum beint hér í hús. Þessum
hafnarframkvæmdum er auðvitað
ekki að ljúka á einu kjörtímabili,
heldur er þetta langtímatakmark.
— Við teljum einnig æskilegt að
byggð verði smábátahöfn innar á
Kársnesinu, sem myndi bæta
aðstöðu siglingaklúbbanna hér í
Kópavogi verulega.
Segja má að allvel hafi verið
staðið að félagsmálum hér í
Kópavogi. Starfandi er Tóm-
stundaráð, sem skipað er þremur
pólitísktkjörnum fulltrúum og
fjórum fulltrúum hinum svoköll-
uðu frjálsu félagasamtaka,
íþróttafélaga, skáta og fleiri.
Tómstundaráð er síðan tengiliður
milli bæjarstjórnar og félaganna.
V
Breyta þarf því ófremdarástandi, sem
nú ríkir í gatnamálum Kópavogsfaæjar
Langstærsta verkefnið fram-
undan er að okkar mati að koma
gatnakerfi bæjarins í viðunandi
Á síðasta kjörtímabili var að
vísu margt gott gert, en það er
bara spurning um það hvort
verkefnaröðin hafi verið rétt. Að
okkar mati var það ekki. Ennþá
eru götur eins og Lyngbrekka,
Fagrabrekka, Auðbrekka, Hóf-
gerði og allar Heiðarnar óundir-
byggðar malargötur er eru jafn-
framt með allra elztu götum
bæjarins. Fólkinu sem þarna býr,
er alls ekki bjóðandi upp á þetta
lengur. Það er alveg furðulegt
hversu mikið langlundargerð þetta
fólk hefur sýnt bæjaryfirvöldum í
gegnum árin. — Sú lausn sem ég
sé á þessu máli er einfaldlega sú
að fresta varanlegri gatnagerð,
sem nú er í bígerð, og leggja
olíumöl á þessar götur til bráða-
birgða, þannig að blóm og annar
gróður geti þrifist í görðum hjá
íbúum þessara gatna.
Eitt þeirra stórverkefna sem
tengist gatnagerðarframkvæmd-
unum beint er holræsagerð. Til
stórvandræða horfir á svæðinu
sem liggur að Kópavogsdalnum.
Þar verður að hraða gerð nýs-
holræsis. Síðan mætti setja upp
svokaliaðar „grófsíur" og dæla
skolpinu með sterkum dælum yfir
ræsið í Fossvogi sem getur auð-
veldlega tekið við meiru. Annars
er öllum ófragengnum götum að
meira eða minna leyti frárennsli í
megnasta ólagi, sem verður að
ráða bráða bót á á næsta kjörtíma-
bili.
Gatnagerðamálin þarf að líta á
í víðu samhengi. Eins og ég sagði
þarf að iáta alla undirbyggingu
gatna bíða í a.m.k. tvö ár og
lagfæra þær götur sem enga
meðferð hafa fengið. Síðan þarf að
horfa lengra fram á við og fara aö
huga að gangstéttum og gatnalýs-
ingu. Þess má geta, að lítillega er
þegar byrjað á þessum þáttum.
Eitt mesta ánægjuefni okkar
Kópavogsbúa er hin mikla og góða
uppbygging iðnaðarhverfisins í
nágrenni við Smiðjuveginn. Við
teljum það algera forsendu fyrir
áframhaldandi uppbyggingu bæj-
arins að hafa gróskumikinn at-
vinnurekstur, því er nauðsynlegt
að halda þessari uppbyggingu
áfram. I því sambandi verður
nauðsynlegt fyrir bæinn að kaupa
mikið og dýrt land við Smára-
hvamm sunnanmegin í bænum,
þar sem byggingarsvæðið við
Smiðjuveg er nánast á þrotum.
Tilkoma þessa mikla atvinnu-
reksturs hefur fækkað því fólki,
sem sækja þarf vinnu út fyrir
bæinn. Og þá er stutt í að
Kópavogur verði orðinn einn mesti
iðnaðarbær landsins.
Það er því stefna okkar S-lista-
manna að halda áfram og auka
alla fyrirgreiðslu við atvinnu-
rekstur hér í bænum.
Hainarframkvæmdir
Bygging nýrrar og góðrar hafn-
ar við Kársnes hér í Kópavogi er
eitt af stærstu baráttumálum
okkar, þar á ég við bæði kaup-
skipahöfn og fiskiskipahöfn.
Kaupskipahöfnin yrði að vera það
stór aö stærri flutningaskip gætu
lagst þar að. Þá er og nægt
landrými til að byggja þar aðstöðu
fyrir móttöku, vöruskemmur og
fleira. í því sambandi findist mér
sjálfsagt að taka upp viðræður við
íslenzku skipafélögin um hvort
áhugi væri fyrir hendi hjá þeim að
byggja upp aðstöðu fyrir vörumót-
töku hér. — Yrði fiskiskipahöfn
gerð hér myndi í fyrsta sinn
skapast aöstaða til útgerðar frá
Kópavogi að einhverju marki. I
dag er að vísu eitt frystihús
starfandi, en það er til húsa við
Smárahvamm og fær allt sitt
hráefni aðflutt. Eg tel hiklaust að
stefna beri að útgerð stærri báta
Segja má að þetta fyrirkomulag
hafi reynst vel. Persónulega tel ég
þó að ítök íþróttafélaganna mættu
vera meiri, með tilliti til þess að
þau eru langfjölmennust af hinum
frjálsu félögum.
Aðstaða til íþróttaiðkana er hér
mjög misjöfn. — Kópavogsvöllur
er án efa bezti grasknattspyrnu-
völlur hérlendis, svo segja má að
aðstaöa til knattspyrnuiðkana sé
hér allgóð. Af framkvæmdum við
völlinn á að vísu eftir að steypa
nokkuð af áhorfendasvæðum og
snyrta lítillega til. — Aðstaða til
frjálsra íþrótta er ekki eins góð,
hlaupabrautirnar við Kópavogs-
völlinn eru ekki nógu góðar, en
með lítilli fyrirhöfn er hægt að
bæta úr því.
Hvað varðar aðstöðu til innan-
húsíþrótta, s.s. handbolta, blaks,
fimleika og fleira er ástandið
vægast sagt slæmt. Hér í bænum
er ekki nema eitt hús sem hægt er