Morgunblaðið - 20.05.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.05.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1978 17 Umferðaskólinn Ungir veg- farendur hefur um þessar mundir starfað í 10 ár en hann er stærsti skóli landsins með um 18.500 nemendur á aldr- inum 3-7 ára. Ef aðeins eru taldir þeir sem eru á aldrinum 3-6 ára er nemendafjöldinn 14.500. í fyrstunni starfrækti Umferðarnefnd Reykjavíkur skólann, en þegar Umferðar- ráð var stofnað tók það við rekstrinum og ásamt því ann- ast 59 sveitarfélög reksturinn. Margrét Sæmundsdóttir fóstra er eini starfsmaður skólans og gegnir hún þar hálfu starfi, en auk hennar nýtur skólinn aðstoðar frá skrifstofustúlku Umferðar- ráðs og pökkun og útsendingar efnis annast aukastarfsfolk. — Hvert barn sem í Umferðarskólanum er fær nokkrar sendingar á hverju ári, þriggja ára börnin fá 4 sendingar, 4 og 5 ára börn 7 sendingar og 6 ára börnin 8 sendingar, sagði _ Margrét í samtali við Mbl. í fyrsta lagi er hér um að ræða foreldra- bréf þar sem gerð er grein fyrir því hvers má ætlast til af þessum aldursflokkum barna í umferðinni, ýmsar upplýsing- ar um uppeldisfræðileg atriði o.fl. Markmið Umferðarskól- ans er að veita fræðslu um vandamál barna í umferðinni og að aðstoða foreldra við að kenna börnum undirstöðuregl- ur í umferðinni og leggja þar með grundvöll að betri hegðun þeirra sem vegfarenda. Starfar þessi skóli svipað og aðrir skólar erlendis? — Það er mikil samvinna milli okkar og annarra Norð- urlanda. Við hittumst árlega og berum saman bækur okkar og mótum verkefni en segja má að t.d. efnið sé svipað hjá öllum, aðaláherzla er lögð á að börnin og umferð eiga ekki saman og að kenna verði barninu reglurnar og sýna því hvernig á að fara eftir þeim. í upphafi var skólinn að nokkru eftir brezkri hugmynd en síðan hefur hann meira líkst skólum Norðurlandaþjóð- anna. Er hægt að sjá einhvern áþreifanlegan árangur af starfinu í þessi 10 ár? — Tölur benda til þess að slysum á börnum í umferðinni hafi fækkað og það þrátt fyrir að mikil aukning hafi orðið á bílaeign landsmanna, en hvort það er eingöngu okkur að þakka eða annað kemur einnig til skal ég ekki segja um. En það hefur verið kannað í Noregi af sálfræðingi við Óslóarháskóla og komst hann að því að eftir að börn höfðu notið umferðarfræðslu í 5 ár urðu þau síður fyrir slysum en hin sem ekki höfðu notið þess konar fræðslu og það kom t.d. í ljós að með auknum skilningi barna á hættum umferðarinn- ar7 eykst öryggi þeirra sem vegfarenda. Ef litið er á tölur varðandi Umferðarskólinn ungir vegfarendur 10 ára: Hjólin eru sérstakt vandamál. segir Margrét, og telur að börn eigi ekki að fá að hjóla á almannafæri fyrr en 10 ára. „Markmiðið er að kenna undirstöðu- reglur í umferðinni” slys á gangandi börnum kern- ur í ljós að árið 1968 verða 65 börn á aldrinum 0-7 ára fyrir slysum ‘75 48 börn, ‘76 32 börn og ‘77 25 börn. Það sem af er árinu ‘78 hafa 11 börn orðið fyrir slysum. — Ástæðuna fyrir þessári fækkun slysa teljum við m.a. vera þá að fólki hefur skilizt það betur og betur að börnin geta ekki séð um sig sjálf í umferðinni og minna er um það að börn séu að leik úti á akbrautum, en þó verð ég að segja að mér finnst bera meira á því sums staðar úti á landi. Hvernig gengur að reka skólann fjárhagslega? — Hvert sveitarfélag sem á aðild að skólanum greiðir 540 krónur fyrir hvert barn sem fær sendingar, en það sem á vantar greiðir Umferðarráð. Það sem er mesta vandamál okkar eru póstburðargjöldin, en nú kostar 110 kr. að senda t.d. afmælissendingu sem hvert barn fær árlega og verðum við líklega að hætta því, en við höfum átt í viðræðum við póstyfirvöld um að fá þennan sendingarkostn- að lækkaðan, en hann er vægast sagt að sliga okkur alveg. Það kostar meira að senda út hverja sendingu »v íij 1 f f 1 * f —- ’ - 1 í sumuin tilvikum er beðið um að börnin sendi teikningar og ef foreldrarnir telja börnin kunna umferðarreglur og fara eftir þeim scndir Umferðar- skólinn þeim viðurkenningar. Með teikningum barnanna koma stundum athugasemdir og á einni teikningu var bent á að umferðarskóla þyrfti einnig fyrir fullorðna. Margrét Sa'mundsdóttir er hér með ýmiss konar efni sem Umferðarskólinn sendir nem- endum sínum. Ljósm. Kristján. heldur en það kostar að búa hana til. Það sem helzt er framundan og er í tengslum við umferðar- fræðslu barna eru námskeið er Umferðarráð og Umferðar- nefnd Reykjavíkur standa að og eru ætluð börnum á aldrin- um 5-6 ára og eru það fóstrur sem sjá um þau í samvinnu við lögregluna. Eru þau haldin í Reykjavík og nágrenni, Suður- nesjum, Selfossi, Eyrarbakka, Stokkseyri og víðar og sagði Margrét að þessi námskeið hefðu verið mjög vinsæl og það væri líka greinilegt að fóstrur vildu gera sitt til að stuðla að auknu öryggi barna í umferð. — Reiðhjólin eru sérstakt vandamál, sagði Margrét, í lögum er börnum undir 7 ára bannað að vera á hjóli í umferðinni, en það hefur verið athugað af sérfræðingum að börn ráða vart við sig al- mennilega í umferð á hjóli fyrr en þau hafa náð 10 ára aldri og við teljum að stefna beri að því að hækka þennan aldur. Þau taka ekki svo vel eftir því sem er að gerast í kringum þau og eiga það t.d. til að hjóla fyrirvaralaust út á akbraut í veg fyrir bíla. — Einnig má nefna það að það er ekki gert ráð fyrir því að hjólað sé í Reykjavík og ef einhverjum er annt um líf sitt tel ég að hann eigi ekki að ferðast um á hjóli. Verkefnin eru margvísleg og sniðin við hæfi hvers aldursflokks og þau þarf að klippa niður, raða saman og lita o.fl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.