Morgunblaðið - 20.05.1978, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MAI 1978
39
Bragi Michaelsson, bæjarfulltrúi:
Kópavogur er bær
æskunnar
Kópavogur
er bær æskunnar
Sunnudaginn 28. maí göngum
við að kjörborði til að velja nýja
bæjarstjórn, sem starfa mun
næsta kjörtímabil. Á slíkum tíma-
mótum er rétt að hugleiða hvað
áunnist hefur á því kjörtímabili,
sem er að ljúka. Við þurfum einnig
að athuga hvað framundan er og
hvaða frambjóðendur eru líkleg-
astir til að koma þeim málum
heilum í höfn á kjörtímabilinu.
íþrótta-
og æskulýðsmál
Allt frá þeim tíma, sem Sjálf-
stæðisflokkurinn gerðist aðili að
meirihluta í bæjarstjórn Kópa-
vogs, hefur verið gert stórt átak í
íþrótta- og æskulýðsraálum í
Kópavogi.
I upphafi þessa tímabils var
tekin ákvörðun um byggingu nýja
íþróttavallarins, sem í dag er bezti
völlur landsins. Framkvæmdir við
hann hófust 1972 og verður lokið
á þessu ári við þennan fyrsta
áfanga vallarins. Eins og Kópa-
vogsbúar vita er búið að byggja
fyrsta hluta stúkunnar með bún-
ingsaðstöðu. Þessi framkvæmd
hefur verið unnin á árunum 1976
til ‘78. I sumar er ráðgert að ljúka
við hlaupabrautir vallarins og
verður þá frjálsíþróttaaðstaðan að
mestu fullgerð.
í sumar er einnig ráðgert að
ljúka við Melaheiðarvöllinn, en
framkvæmdir við hann hófust á
síðasta ári. Þegar völlurinn verður
kominn í gagnið verða orðnir tveir
malarvellir til æfinga hér í
Kópavogi og er það mikil bót frá
fyrri tíð þegar vellirnir hér voru
ekki einu sinni keppnishæfir.
Nýja íþróttahúsið
við Digranesskóla
Árið 1977 hófust framkvæmdir
við nýtt íþróttahús við Digranes-
skólann. Hér er um að ræða stórt
íþróttahús með alhliða félagsað-
stöðu fyrir íþróttafélögin og einnig
mun þarna skapast aðstaða fyrir
unglinga hér í Kópavogi, sem
mikið veður hefur verið gert útaf
nú í kosningabaráttunni. Eg vil
aðvara alla verðandi bæjarfulltrúa
við því, að grípa ekki til bráða-
birgðalausnar í þessum efnum. Við
eigum einfaldlega að flýta frá-
gangi á þessari aðstöðu og inn-
rétta hana í samráði við ungling-
ana eins og þeim finnst hún
aðlaðandi. Eg er viss um að ef við
gerum þetta verður hér um
vinsælan og skemmtilegan stað að
ræða, og ef til vill má hugsa sér,
að gera tilraun með að hér rísi
fjölskyldu-skemmtistaður, sem
brúi að einhverju leyti kynslóðabil
það sem allir tala um. Með tilkomu
þessa húss skapast í fyrsta sinn
aðstaða til að keppa í innanhúss-
íþróttum hér í Kópavogi. Það er
líka tími til kominn að svo verði,
því nú er íþróttafólk okkar, sem
helgað hefur sig innanhússíþrótt-
um, sem óðast að vinna sér sess
meðal þeirra félaga sem bezt eru.
Eins og Kópavogsbúar vita er HK
nú búið að vinna sig upp í fyrstu
deild í handbolta og vil ég nota
þetta tækifæri til að óska þeim til
hamingju méð þennan árangur.
Hvað er framundan?
Á því kjörtímabili, sem nú fer í
hönd, veröur að ljúka við byggingu
íþróttahússins og taka það í
notkun. Einnig mun verða að bæta
aðstöðu fyrir skólabörnin úti í
hverfunum og setja þar upp fleiri
sparkvelli og leikaðstöðu fyrir þau
yngri. Á kjörtímabilinu viljum við
sjálfstæðismenn að byggð verði
sundlaug í tengslum við íþrótta-
húsið. Hér yrði um að ræða
Bragi Michaelsson
kennslulaug, sem þó væri mikil bót
frá því sem nú er. Einnig þarf að
taka ákvörðun um hvar framtíðar-
sundaðstaða okkar verður byggð.
Eins og flestir Kópavogsbúar vita
hefur verið gert ráö fyrir, að hún
komi á Rútstúninu, en þau Mar-
bakkahjón gáfu það land undir
slíka byggingu. Einnig kæmi til
greina að flytja hana niður að
íþróttavelli og nýta þannig betur
bílastæðin, sem þar verða byggð.
Ég tel að bæjarstjórn eigi á
þessu kjörtímabili að taka þessar
ákvarðanir og setja sér það
markmið að byggingu sundlaugar-
innar verði lokið fyrir 30 ára
afmæli bæjarins 1985.
Hvað gera
Kópavogsbúar 28. maí?
Kópavogur hefur oft verið
nefndur bær æskunnar, og er slíkt
ekki úr lausu lofti gripið. Hér áður
fyrr voru skólarnir svo þétt setnir
í Kópavogi að eitt haustið byrjuðu
fleiri börn í skólum í Kópavogi en
í allri Reykjavík. Enn eru líka
mörg börn í Kópavogi og íþrótta-
og æskulýðsmál því ofarlega á
baugi hjá mörgum. Við Kópavogs-
búar höfum búið við þá gæfu að
geta skipulagt okkar tómstunda-
störf með prýði. Sérstaklega má
nefna að Siglingaklúbburinn og
sumarstarf með skólabörnum er
til fyrirmyndar. Einnig er frjálst
félagastarf með miklum blóma,
enda hefur bæjarstjórn stutt þessa
starfsemi verulegu. Tómstundaráð
er skipað að meirihluta fulltrúum
frá þessum félögum og hefur sú
skipan tekist vel. Þess má geta
hér, að þessi skipan var upp tekin
með tilkomu félagsmálastofnunar
eftir að Sjálfstæðisflokkurinn
varð aðili að meirihluta bæjar-
Framhald á bls. 38
Stykkishólmur
ÚTSÝNARKVÖLD
í félagsheimilinu Stykkishólmi
laugardaginn 20. ágúst.
Húsið opnaö kl. 20.00
Myndasýning.
Ferðabingó
Dans.
Hinvinsæla hljómsveit
ísjá leikur fyrir dansi.
Ferðaskrifstofan Útsýn.
Tilboö óskast
6|E]E]E]E]E]B]E]B]EjE]E]G]ElG]E]G]E]B]B][gf
61
61
61
m
í nokkrar fólksbifreiðar, jeppabifreið, og nokkrar
ógangfærar bifreiöar, þar á meöal pick-up bifreiö meö
framhjóladrifi er veröa sýndar aö Grensásvegi 9
þriðjudaginn 23. maí kl. 12—3.
Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5.
Sala varnarliöseigna
Utankjörstaðakosning
U tank jörstaðaskrif stof a
Sjálfstæðisflokksins er Valhöll,
Háaleitisbraut 1 — Símar 84751, 84302, 84037.
Sjálfstæðisfólk! Vinsamlega látið skrifstofuna vita
um alla kjósendur, sem verða ekki heima á kjördegi.
Utankjörstaðakosning fer fram í Miðbæjarskólanum
alla virka daga kl. 10—12,14—18 og 20—22.
Sunnudaga kl. 14—18.
StffhH
61
61
61
61
E1 huu^jvr i%«- v i
61 Aðalvinningur vöruúttekt fyrir kr. 40.000.— 61
E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]61B]
| Bingó kí. 3 í dag.
Söngskglinn í Reykjavík
Tónleikar
Kór Söngskólans í Reykjavík ásamt Sinfóníu-
hljómsveitinni í Reykjavík flytja Pákumessuna
(Missa in tempori belli) eftir Haydn sunnudaginn
21. maí kl. 17.00 í Háteigskirkju.
Einsöngvarar:
Stjórnandi:
Olöf K. Haröardóttir
Magnús Jónsson
Guörún Á. Símonar
Kristinn Hallsson
Garöar Cortes
Kjörfundur
vegna borgarstjórnarkosninga í Reykjavík sunnu-
daginn 28. maí n.k., hefst kl. 9.00 og lýkur kl.
23. þann dag.
Yfirkjörstjórn mun á kjördegi hafa aðsetur í
Austurbæjarskólanum, og þar hefst talning
atkvæöa þegar aö loknum kjörfundi.
Yfirkjörstjórn vekur athygli kjósenda á eftirfar-
andi ákvæöi laga nr. 6/1966:
„Áöur en kjósandi fær afhentan kjörseöil, skal
hann, ef kjörstjórn óskar þess, sanna hver hann
er, meö því aö framvísa nafnskírteini eöa á annan
fullnægjandi hátt.“
Yfirkjörstjórnin í Reykjavík,
18. maí 1978.
Björgvin Sigurösson.
Ingi R. Helgason.
Guömundur Vignir Jósefsson.
ARATUNGA
Rockhátíð laugardagskvöld
Hinir sívinsælu
Lúdó og Stefán
Sætaferðir frá B.S.Í.
Morgunblaðið óskar
sftir blaðburðarfólki
Austurbær:
Sóleyjargata,
Ingólfsstræti.
Vesturbær
Lynghagi
Upplýsingar í síma 35408