Morgunblaðið - 20.05.1978, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MAI 1978
Meðal þess sem fjölskyldan
að Hagamel 6 skemmtir se'r
við þegar svo ber undir er
tafl. Hilmar, 12 ára, er he'r
að ráðgast við möður sína,
Jo'hönnu Jórunni, um næsta
leik.
stæðan fyrir því að menn fara út í pólitík? Áreiðanlega er það fyrst
Aog fremst áhugi á þjóðmálum, en einnig persónulegur metnaður. Það
er ósköp auðvelt að segja að maður sækist ekki eftir vegtyllum heldur
geri þetta af eintómri manngæzku, fórnarlund og löngun til að þjóna
samborgurum si'num. En málið er bara ekki svona einfalt. Auðvitað
þarf skilningur á sameiginlegum þörfum borgaranna og vilji til að
verða að liði að vera fyrir hendi, en sá sem fer í framboð gerir það
vafalaust líka af því að hann vill láta tfl sín taka, vill hafa áhrif á ákvarðanir,
sem teknar eru í umhverfi hans, og af því að hann vill eiga sinn þátt í mótun
þessa umhverfis. Ég hef mikla persónulega ánægju af af því að sjá árangur af
störfum mínum. Það er náttúrlega langt í frá að árangurinn verði alltaf eins og
til var stofnað, en það er mikið lán að eiga hlut að máli þegar vel tekst til, sagði
Ólafur B. Thors, forscti borgarstjórnar og annar maður á lista Sjálfstæðisflokksins
til borgarstjórnarkosninganna, sem nú standa fyrir dyrum.
Rætt við Olaf B.
Thors forseta
borgarstjórnar
tundum hef ég haft á orði að
það sé í senn nýtur skóli fyrir
hvern mann að sitja í borgar-
stjórn og borgaraleg skylda að
taka þar sæti, en jafnframt að
menn eigi hvorki að sitja þar
um aldur og ævi né líta á
borgarstjórnarsætið sem stökkpall í
eitthvað annað og meira. I samræmi við
þessa kenningu hefði ég ef til vill átta að
láta staðar numið og hætta í borgarstjórn
eftir það kjörtímabil sem nú er senn á
enda. Að vissu leyti má segja, að hér sé
hægara um að tala en úr að komast, því
að það er erfitt að slíta sig frá því sem
maður er byrjaður á, og enn er áhugi
minn á borgarmálum slíkur að ég tel mig
eiga mikið ógert á þessum vettvangi.
— En nú áttu ýmsir von á því að þú
tækir að þessu sinni þátt í prófkjöri til
alþingiskosninga. Hvers vegna varð
ekki af því?
— Þetta kom til orða, en ég held ég
verði að svara spurningunni þannig að
mig hafi einfaldlega ekki langað nógu
mikið til að verða alþingismaður, hvað
sem síðar kann að verða. Og þessi löngun,
áhugi og vilji er nokkuð, sem verður að
vera fyrir hendi hjá þeim, sem sækjast
eftir kosningu í trúnaðarstörf á opinber-
um vettvangi. Þú verður að trúa á það,
sem þú ætlar að gera, vera sannfærður
um að þú eigir erindi á þeim vettvangi
sem um er að ræða, og vera tilbúinn að
berjast fyrir þínum málstað. Til þess að
líða virkilega vel í svona störfum þurfa
menn að hafa slíkan áhuga og metnað, en
svo er það aftur einstaklingsbundið hvort
áhuginn beinist að sveitarstjórnarmálum
eða löggjafarstörfum á Alþingi.
— Ilver er afstaða þín til prófkjörs,
sem margt er fundið til foráttu?
— Prófkjör á tvímælalaust rétt á sér,
en það hefur samt sem áður mikla
annmarka. Einn helzti ókosturinn er að
mínum dómi sá, að þessi tilhögun við val
á frambjóðendum býður hreinlega upp á
það, eins og dæmin sanna, að halda þeim
einstaklingum áfram á lista, sem þar
voru fyrir, en þeir nýliðar eiga aftur á
móti mesta möguleika, sem annaðhvort
hafa á bak við sig skipulagðar fjölda-
hreyfingar eða hafa vakið á sér sérstaka
athygli á öðrum vettvangi, til dæmis í
fjölmiðlum. Þetta verður svo til þess að
margir mætir einstaklingar, sem eiga
mikið erindi á þessum vettvangi, hafa
litla möguleika á að ná tilætluðum
árangri í prófkjöri, meðal annars af því
að þeir fella sig ekki við þær baráttuað-
ferðir, sem virðast vænlegastar til
árangurs. En gallarnir við prófkjör eru
kannski í hnotskurn hinir sömu og gallar
lýðræðisins yfirleitt, og þá verður ekki
hjá því komizt að hafa í huga að þrátt
fyrir allt er lýðræðið skásta stjórnunar-
„Myndi hika við að ráða
borgarfulltrúa í vinnu...!“
aðferðin, sem við þekkjum. Því verðum
við að beita meðan við eigum ekki kost
á öðru betra, og prófkjör hefur tvímæla-
laust verið breyting í lýðræðisátt.
— Nú er það Ijóst, að borgarstjórnar-
störf taka mikinn tíma, ekki sízt þau,
sem óhjákvæmilega tengjast forsæti og
formennsku í fjölmörgum nefndum.
Áttu nokkurn tíma frístund?
— Reglulegar frístundir eru ekki
margar. Auðvitað hef ég umráð yfir
mínum tíma eins og aðrir. Ég hef valið
að verja honum til þessara starfa og sé
ekki eftir því. Það verður einfaldlega ekki
hjá því komizt að nota frístundirnar í
þetta þegar menn eru í starfi annars
staðar, því að um annan tíma er ekki að
ræða. Þetta kemur auðvitað niður á
fjölskyldunni og án hennar stuðnings
væri þetta ekki hægt. Hitt er líka ljóst,
að ég hefði aldrei getað annað öllum þeim
störfum, sem ég hef gegnt í sambandi við
borgarStjórn, hefði ekki komið til mikill
og góður skilningur bæði ráðamanna og
samstarfsmanna minna hjá Almennum
tryggingum. Og svo mikið er víst að ég
myndi hika við að ráða borgarfulltrúá í
vinnu.
— En þetta þýðir samt sem áður ekki
að ég eigi mér ekki áhugamál utan
daglegs annríkis eins og aðrir menn,
heldur Ólafur áfram. — Ég er ákaflega
heimakær maður og mér líður hvergi
betur en heima hjá mér. Ég hef mikla
ánægju af því að lesa og hlusta á tónlist
og geri það jafnan þegar færi gefst. Frá
fyrstu tíð hef ég haft mikið yndi af
sígildri tónlist, en í seinni tíð hef ég æ
meira gaman af því að hlusta á jazz.
Gerry Mulligan, Oscar Peterson og Count
Basie eru mínir menn, en við popptónlist
hef ég á hinn bóginn aldrei náð
jarðsambandi.
— Eftirlætishöfundar? Ef satt skal
segja þá er ég nú eiginlega alæta á bækur,
en ef ég ætti að nefna höfund, sem ég hef
sérstakt dálæti á þessa stundina þá er til
ágætismaður, sem skrifar reyfara og
heitir Robert Ludlum.
— Ef þú gætir ráðið þínum morgun-
degi, hvað mundirðu þá helzt taka þér
fyrir hendur?
— Þá færi ég út úr bænum. Ég sakna
þess nefnilega mjög mikið að hafa ekki
átt þess kost að ferðast að ráði hér
innanlands, og þess vegna er á dagskrá
að fara hringveginn með fjölskylduna á
næstunni. Við erum mikið á Þingvöllum
um helgar á sumrin og líður þar ákaflega
vel, en það er auðvitað allt annað en það
að ferðast og skoða landið vítt og breitt.
Reykjavík er góð borg og þar eru skilýrði
til þess að fólki geti liðið vel, en ég held
að þéttbýlisfólk hafi samt sem áður ríka
þörf fyrir að komast stöku sinni af
mölinni í svigrúmið utan borgarmark-
anna. — Á.R.
Að dreyma um geitur
Re.vkvíkjngar mega ekki missa
af því gamni (þótt'þvi fylgi sem
endranær nokkur alvara) að kynna
sér nýja frambjóðandann í bar-
áttusæti Alþýðubandalagsins í
'•orgarstjórnarkosningunum.
Iann heitir Þór Vigfússon og er í
I. sæti á lista kommanna. Svo er
Þór og Þjóðviljanum fyrir að
þakka, að ekki skortir upplýsingar
um helztu baráttumál frambjóð-
andans. I a.m.k. tveim viðtölum,
öðru með lengra móti, hefur Þór
rætt við Þjóðviljann um það, sem
honum liggur þyngst á hjarta. Hér
verða sýnishorn að nægja til að
vekja athygli kjósenda á þessum
nýja foringja í borgarmálum.
„Mesti sveitamaðurinn"
I fyrra viðtalinu segir Þór að
hann hafi verið valinn sem „mesti
sveitamaðurinn" í Alþýðubanda-
laginu til að fara í borgarstjórn.
Það var svo sem tími til kominn,
að sveitamenn tækju við stjórn
borgarmálanna, þótt ,hann komi
úr nokkuð óvæntri átt þessi.
„Það er draumur
minn að fá
tvær geitur“
Svo segir í fyrirsögn í síðara
viðtalinu í Þjóðviljanum og Þór
bætir því við að hann vilji fá að
hafa geiturnar heima í skúr hjá
sér í Vesturbænum.
„Þór á hafra tvo“, segir í Snorra
Eddu. Drógu geithafrar þessir
farartæki hans og því var hann
kallaður Öku-Þór. Hinn nýi Þór
ekur ekki um borgina í bíl eða
strætó eins og flestir aðrir og er
ferðalögum hans (innanbæjar)
íýst í löngu máli í Þjóðviljanum.
Er ekki að efa að í borgarstjórn
mun Þór Vigfússon beita sér fyrir
byltingu í umferðarmáluin m.a. á
þá leið, að þegar geitum hans fer
að leiðast í skúrnum, megi hann
beita þeim fyrir farartæki sitt og
þeysa um borgina.
Annað baráttumál
Eftir að hafa lesið viðtöl Þjóð-
viljans við Þór Vigfússon, var
vissulega ávinningur að fá að sjá
hann í sjónvarpinu. Má um það
segja eins og stóð í gamalli
auglýsingu: „Útlitið svíkur engan“.
Mörgum hefur sjálfsagt létt,
þegar Þór lofaði því í sjónvarpinu
að koma í veg fyrir, að Hljóm-
skálagarðurinn yrði malbikaður.
Ekki er að efa að þar hefur Þór í
huga hagsmuni borgarbúa
almennt, auk þess sem honum er
vitaskuld ljóst, að í svo stórum
garði má hafa margár geitur.
Á erindi í
borgarstjórn
Misjafnt er af hvaða ástæðum
menn vilja taka að sér að stjórna
málum annarra. Þór Vigfússon
hefur auðvitað sínar ástæður fyrir
því að vilja komast í borgarstjórn
og liggur ekki á þeim. Um það efni
segir hann:
„ ... ég hef aldrei skilið
hvernig svona margt fólk lifir í
borgum og hefur hvorki kýr né
kindur né heyjar. Það er ágætt að
komast í borgarstjórn til að átta
sig á hvernig fólk fer að þessu."
Allt er þetta gott og blessað hjá
Þór Vigfússyni og mjög á hreinu,
hvar hann stendur.
Eftir er aðeins
að vita, hve margir Reykvíkingar
fara í geitarhús að leita sér ullar,
þegar þeir velja næstu borgar-
stjórn.
Öskar Magnússon