Morgunblaðið - 27.05.1978, Síða 2

Morgunblaðið - 27.05.1978, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1978 Hækkun lána til eldri íbúða: „Fagna mjög ákvördun félags- málaráðherra’ ’ —segir Birgir ísl. Gunnarsson borgarstjóri Morííunblaöið snóri sér í kíct til Birj{i>> ísleifs Gunnarssonar borgarstjóra og íékk umsögn hans um þá ákvöröun Gunnars Thoroddsen félagsmálaráöherra aö leggja til við húsna-ðismála- stjórn að hakka ián til eldri íhúða verulega. en borgarstjóri hefur eins og kunnugt er beitt sér fyrir því að það yrði gcrt. Borgarstjóri sagðii „Eg fagna mjög þessarri ákvörð- un félagsmálaráðherra að hækka lánin til kaupa á eldri íbúðum úr 1 milljón í 1,8 milljónir. Þetta er stórt spor í rétta átt og ég vonast til að þetta verði til að gera ungu fólki auðveldara en áður að festa kaup á íbúðum í eldri borgarhverf- um. , Ég tel æskilegt, að það mark verði sett í þessum efnum, að lán til kaupa á eldri íbúðum verði jafnhá lánum til nýbygginga, og þetta er vissulega góður áfangi á þeirri leið.“ 1976—1978: Hækkun ellilíf- Sjónvarp og útvarp: NÍU stúikur munu keppa um titilinn „Ungfrú íslandu á Sunnuhátid að Hótel Sögu annað kvöld. Sigurvegarinn hlýtur þátttökurétt í keppninni „Ungfrú heimur“ og auk þess mun hún hljóta ýmis verðiaun, ferðalög og annað. Ilingað til lands er komin „Ungfrú heimur 1977“, Janelle Commissiong, og mun hún krýna sigurvegarann. Myndin er af stúlkunum níu, sem keppa um titilinn „Ungfrú ísland“ annað kvöld. Þær eru, talið frá vinstrii Silja Allansdóttir, ungfrú Akranes, Rósa Ingvarsdóttir, ungfrú Suðurnes, Svava Kristinsdóttir, ungfrú Árnessýsla. Anna María Sigurðardóttir, ungfrú Barðastrandasýsla, Margrét Jónsdóttir, ungfrú ísafjarðarsýsla, Ásdís Loftsdóttir, Reykjavík, Jórunn Sigtryggsdóttir ungfrú Norð-Austurland, Halldóra Björk Jónsdóttir, Reykjavík, og Sigrún Björk Sveinsdóttir, Reykjavík. Ljósm. Mbl. RAX eyris og tekju- tryggingar 17 4% Kauptaxta 157% og verðlags 113% ELLILÍFEYRIR og full tekjutrygging hefur hækkað um 174% frá árinu 1976 á sama tíma og kauptaxtar hafa hækkað um 157% og verðlag um 113%. í ársbyrjun 1976 var ellilífeyrir og full tekju- trygging einstaklings samtals 30.684 kr. á mán- uði en verður í júní 1978 um kr. 84.100 á mánuði. Lögum samkvæmt á líf- eyrir almannatrygginga að hækka með kaupi, en undangengin ár hefur hann hækkað meira og þá sérstaklega tekjutrygg- ingin. Umfangsmikill undirbún- ingur fyrir kosninganóttina RÍKISFJÖLMIÐLARNIR, útvarp og sjónvarp, eru nú sem óðast að búa sig undir kosninganóttina. Sjónvarpið verður með rcikni- tölvu. sem mötuð verður á tölum. jafnóðum og þær birtast og reiknar hún út á svipstundu, hver fulltrúatala framboðslistanna verður og birtir jafnframt frávik frá fylgi miðað við síðustu sveitarstjórnarkosningar. Út- varpið hefur sem fyrr fengið o INNLENT Brynjólfur Bjamason, fyrrverandi mennta- málaráðherra, áttræður BRYNJÓLFUR Bjarnason, fyrrum menntamálaráðherra, og einn helzti forgöngumaður sósíal- ista hérlendis um árabil, varð áttræður í gær, föstudag. Brynjólfur fæddist á Hæli í Gnúpverjahreppi 26. maí 1898 og voru foreldrar hans hjónin Bjarni Stefánsson og Guðný Guðnadóttir. Brynjólfur varð stúdent 1918 en stundaði síðaa lífeðlisfræðinám við Hafnarháskóla frá 1918 til 1923, síðan eitt ár þar á eftir nám í heimspeki í Berlín. Eftir að hann kom heim frá námi sneri hann sér að kennslu en tók einnig fljótlega virkan þátt í starfi sósíalista, var ritstjóri Verkalýðsblaðsins ásamt Einari Olgeirssyni, stofnandi Kommúnistaflokks Íslands 1930 og aðalritari hans þar til flokkurinn var lagður niður og Sameiningar- flokkur alþýðu — sósíalistaflokk- urinn var stofnaður 1938 en Brynjólfur var formaður mið- stjórnar hans til 1951. Þegar Brynjólfur var kominn fram yfir miðjan aldur tók hann að draga Framhald á bls. 26. Reiknistofnun Háskólans í lið með sér og verður tölva stofn- unarinnar notuð, en hún mun gera spár um úrslit um leið og fyrstu tölur birtast. Verður sú spá byggð á úrslitum síðustu kosninga og tölunum, sem inn koma. Morgunblaðið ræddi í gær við þá aðila, sem hvað mest hafa undir- búið þetta kosningasjónvarp og útvarp, sem verður aðfararnótt mánudagsins. Maríanna Friðjóns- dóttir verður stjórnandi útsend- ingar og hafði hún þetta að segja um kosningasjónvarpið: Þeir Ómar Ragnarsson og Guð- jón Einarsson verða umsjónar- menn kosningasjónvarpsins og verður tekið jafnóöum við tölum úr kaupstöðum og úrslitatölum úr kauptúnahreppum. Verður það síðan matreitt með aðstoð tölvu á skerm fyrir áhorfendur. Stjórn- andi tölvunnar verður Helgi Sig- valdason, verkfræðingur, en hann hafði þann sama starfa árið 1974. Sjónvarpið hefur ekki notað Há- skólatölvuna síðan í kosningum 1971. Alls eru það um 50 manns, sem unnið hafa að undirbúningi kosn- ingasjónvarpsins á einn eða annan hátt. Eru það allir menn í tæknideild sjónvarpsins, frétta- og kvikmyndadeild og ýmsir fleiri. Talvan reiknar út miðað við talin atkvæði, hver fulltrúafjöldinn er og gefur jafnframt frávik frá síðustu kosningum, hvort um sé að ræða minnkun eða aukningu at- kvæða hjá hverjum lista. Aðal- tölvumyndin, sem unnt er að bregða á skerminn gefur beinar upplýsingar um talin atkvæði, fulltrúafjölda og prósentur. Síðan eru tvær aðrar tölvumyndir, sem er frekari útskýring á fulltrúafylg- inu og síðan eftir að úrslit eru Framhald á bls. 26. 80 millj. kr. í húsnæðislán A FUNDI Húsnæðismálastjórnar fyrir nokkrum dögum var sam- þykkt að frumlán (1. hluti) komi til greiðslu eftir 10. júlí n.k. Þeir sem áttu fullgildar og lánshæfar umsóknir hjá stofnuninni fyrir 1. apríl s.l. og höfðu jafnframt sent inn fokheldisvottorð fá þessi lán. I frétt frá Húsnæðismálastofnun- inni segir að gera megi ráð fyrir að þessi lánveiting nemi samtals um 80 tnillj.kr. 5^^6UNNf) OóWfr JÓN Brynjólfur Bjarnason. Ragnar H. Ragnar kjörinn heiðursborgari ísafjarðar RAGNAR II. Ragnar, skóla- stjóri Tónlistarskóla ísafjarð- ar, var í gær kosinn heiðurs- borgari ísafjarðar við skóla- slitarathöfn Tónlistarskól- ans. Guðmundur II. Ingólfsson, forseti bæjarstjórnar Isa- fjarðar, skýrði frá því við athöfnina. að í tilefni 30 ára afmælis Tónlistarskólans og brautryðjendastarfs Ragnars að tónlistar og menningar- malum hefði bæjarstjórn ísa- fjarðar ákveðið á fundi sínum s.l. fimmtudag að kjósa Ragn- ar II. Ragnar annan heiðurs- borgara ísafjarðar. Fyrsti heiðursborgari var Jónas Tómasson tónskáld, sem lengi starfaði að tónlistarmálum á Ragnar II. Ragnar. Isafirði og var forgöngumað- ur að stofnun Tónlistarskóla ísafjarðar og réð Ragnar fyrsta skólastjór skólans. Við skólaslitaathöfnina lék kammersveit Vestfjarða verk eftir Jónas Tómasson yngri. Ragnar H. Ragnar flutti ávarp og afhenti nemendum verðlaun og léku nokkrir nemendur á ýmis hljóðfæri. Eftir að Guð- mundur H. Ingólfsson hafði útnefnt Ragnar heiðursborgara lék hijómsveit Tónlistarskólans undir stjórn Sigurðar E. Garð- arssonar. Skólanum bárust margar kveðjur og gjafir, m.a. 500 þúsund krónur frá ónafn- greindum aðila og ein milljón króna frá íshúsfélagi ísfirðinga, er renna skal í húsbyggingar- sjóð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.