Morgunblaðið - 27.05.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.05.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1978 Borgarstjóri svarar... Kortagerð Saemundur Kr. Jónsson, Nökkvavogi 9: Mér finnst vanta mjög tilfinn- anlega kort af Reykjavík, það er orðið erfitt að átta sig á hvar hinir og þessir hólar og fell eru t.d. í Breiðholtinu. Finnst mér að borgarstjórn ætti að gangast fyrir því að nýtt kort verði gert af borginni. Kortið í síma- skránni er ágætt svo langt sem það nær, en ef gert verður almennilegt kort má selja það svo ekki ætti fyrirtækið að verða baggi á borginni. SVARi Á s.l. ári gaf einkaaðili út kort af Reykjavík ásamt nágranná- bæjum. Kort þetta sýnir nokkuð vel m.a. götur í Breiðholtshverf- um og strætisvagnaleiðir. Kort- ið er til sölu í bókabúðum. Auk þess gefa fleiri en einn aðili árlega út kort og upplýsinga- bæklinga fyrir erlenda ferða- menn, en Reykjavíkurborg hefur sjálf gefið út kort fyrir gönguleiðir í borginni. Hagnaðarvon sleppt? Eiríkur Víkingsson, Miðtúni 54: 1) Af hverju ætlar borgar- stjórn að leigja út verzlunarað- stöðu við Hlemmtorg þegar fyrirsjáanlegt er að mikill gróði verður af verzlunarrekstri á svo fjölförnum stað? Væri ekki gáfulegra að láta SVR reka þjónustuna til að vega á móti rekstrarhalla sínum? 2) Hvenær má búast við að opna svæðið sem afmarkast af Miðtúni, Nóatúni, Sigtúni og Laugarnesvegi verði gert aðlað- andi með trjágróðri og girt af? 3) Getur borgarstjórn „skikk- að“ húseigendur til að ganga sómasamlega frá húseignum sínum og lóðum þegar hús hafa til langs tíma verið til mikilla lýta t.d. Hátún 6 og húsnæðið við Sigtún sem bílaþvottastöðin er til húsa? SVÖRi 1) í áningarstaðnum á Hlemmi verður leigð út aðstaða fyrir m.a. verzlun með snyrti- og hreinlætisvörur, ljúfmeti, blóm- og gjafavörur, leikföng, bíöð og bækur, ljósmyndavörur, sæl- gæti, tóbak, ís og veitingaað- staða. Það hefur ekki verið stefna borgaryfirvalda að reka verzlun eða þjónustu af því tagi, sem hér var upp talið. Leiguað- staðan hefur verið boðin út og má ætla, að því meiri sem hagnaðarvonin er, því hærri leiga verði boðin. Auk þess fær borgin skatta af þeim rekstri, sem þarna verður. 2) Á umræddu svæði eru allmargar lóðir atvinnufyrir- tækja, svo og íþróttafélags, og er frágangur þessara lóða og viðhald þeirra á vegum viðkom- andi lóðarhafa. I tilefni af annarri fyrirspurn hef ég hins vegar skýrt frá því, að á horni Miðtúns og Nóatúns hefur verið skipulagt leiksvæði fyrir börn og fullorðna með trjábeðum og blómareitum svo og malbikuð- um tennisvöllum. Samkvæmt áætlun um umhverfi og útivist verður svæðið frágengið á árinu 1981. 3) Vegna annarrar fyrir- spurnar hef ég áður skýrt frá því, að heimildir eða ráð borgar- yfirvalda til afskipta af frá- gangi eða viðhaldi húseigna eru afar takmörkuð. Byggingar- nefnd getur þó skorað á húseig- anda að bæta úr, ef útlit húss er talið mjög „ósmekklegt eða óviðunandi á annan hátt“, t.d. þannig að af stafi „hætta; óþrifnaður eða óþægindi". I lóðarsamninga er einnig oftast sett ákvæði, sem skylda lóðar- hafa til að hafa lokið frágangi fyrir tilsettan tíma. Eigandi Hátúnseignarinnar hefur t.d. oftlega verið beðinn að ganga frá húsi sínu og lóð. Ákveðið fyrirfram? Ólafur bór Friðriksson, Austurbrún 4: 1) I vetur var auglýst til úthlutunar fyrir byggingameist- ara svæði til byggingar fjölbýl- ishúsa í Vesturbænum. Var það þegar mjög margir þeirra voru erlendis í kynnisferð þannig að þeir höfðu ekki tækifæri til að sækja um. Er réttur sá grunur sem læðist að manni að þessu sé ráðstafað fyrirfram? 2) Er ekki hægt að hafa sundstaði borgarinnar opna nokkru lengur t.d. á sólardögum og má ekki veita þar meiri þjónustu t.d. er fólk dvelur þar lengi dags? 3) Hyggst borgarstjóri beita sér fyrir því að koma á fót í Reykjavík tívolí í einhverri mynd, er til skemmtunar væri fyrir börnin? 4) Er ekki hægt að hafa skemmtun 17. júní veigameiri en verið hefur eða eiga ungling- ar að stjórna því hvernig henni er háttað? SVÖRi 1) Allir þeir, sem eitthvað fylgjast með úthlutun lóða í Reykjavík vita, að auglýsing um lóðaumsóknir er jafnan birt í janúarmánuði. Lóðum er ekki ráðstafað fyrirfram, enda væru þær þá ekki auglýstar til um- sókna. I vetur var umsóknar- frestur framlengdur frá áður auglýstum tíma samkvæmt beiðni Meistarasambands bygg- ingarmanna, þar eð allmargir byggingarmenn voru þá erlend- is. Erfitt er fyrir borgina að fylgjast með utanferðum manna. 2) Á sumrin eru sundstaðir borgarinnar opnir virka daga frá kl. 7.20 til kl. 21.00. Opnun- artími að morgni er miðaður við, að starfsfólk sundstaðanna geti komizt á vinnustað með strætisvögnum. Á laugardögum er opið frá kl. 7.20 til kl. 18.00 og á sunnudögum frá kl. 8.00 til kl. 18.00 í Laugardalnum, en til kl. 15.00 í öðrum sundstöðúm. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um frekari þjónustú en nú er veitt. 3) Borgarstjórn hefur ný- lega samþykkt, að Reykjavíkur- borg skuli hafa forgöngu um frumkönnun á möguleikum til starfrækslu skemmtigarðs í Reykjavík. 4) í ár er ráðgerð barna- skemmtun um eftirmiðdaginn á Arnarhóli, en auk þess fjöl- skylduskemmtun kl. 20.30 til kl. 22.00, sem er viðbót við það, sem verið hefur undanfarin ár. Lengri opnunartíma? Guðbjörg Björnsdóttir, Skaftahlíð 5: Er ekki ástæða til að hafa sundstaði borgarinnar lengur opna en til kl. 14:30 á sunnudög- um? Þetta er rétt eins og ef lokað væri baðströnd í útlöndum á þessum tíma. SVARi Eins og fram kemur í svari við annarri fyrirspurn er Laugar- dalslaugin opin til kl. 18.00 á sunnudögum, en hinir sundstað- irnir til kl. 15.00. Gangbrautar- ljós? Anna Jónsdóttir, Sogavegi 40: , Er ekki í hyggju að setja gangbrautarljós á Grensásveg á móts við Sogaveg við verzlanirn- ar Borgarkjör o.fl.? Þarna er stórhættulegt að fara yfir vegna mjög mikillar og hraðrar um- ferðar. SVARi Gangbrautarljós á þessum stað eru ekki fyrirhuguð, en stutt er til umferðarljósanna á gatnamótunum við Miklubraut. Bókasafnið í Breiðholt Bryndís Sigfúsdóttir, Þórufelli 10: Hvenær reiknar borgarstjóri með því að starfsemi hefjist í hinu fyrirhugaða útibúi Borgar- bókasafns Reykjavíkur í Breið- holti III? SVAR. Menningarmiðstöðin við Gerðuberg verður reist af Fram- kvæmdanefnd byggingaráætl- unar og með aðild Reykjavíkur- borgar. Reiknað er með að framkvæmdir hefjist í sumar og að þær taki tvö til þrjú ár. Hver eru réttindin? Starfsmenn Breiðholtsútibús Félagsmálastofnunar Reykja- víkur. Hver eru réttindi leigutaka í leiguhúsnæði Reykjavíkurborg- ar varðandi endurnýjun og viðhald á íbúðum? Er borgar- stjóra kunnugt um 1) að í fjölbýlishúsinu við Yrsufell eru svo miklir byggingargallar að í rigningum er ekki verandi í sumum herbergjum vegna flóða; 2) að það geti tekið marga mánuði að fá framkvæmdar sjálfsögðustu viðgerðir á t.d. krönum og hurðum; 3) að t.d. húsnæðið við írabakka hefur ekki verið málað að utan síðan „guð veit hvað“ og er til stórrar skammar fyrir húseigendur og svívirðing við hin annars góðu einkunnarorð: hrein torg — fögur borg. Ekki er látið hjá líða að minna íbúana á skyldur sínar með innheimtu húsaleigu, — en hver eru réttindi þessa fólks? SVÖR. Réttindi og skyldur leigutaka í • leiguhúsnæði Reykjavíkur- borgar eru hin sömu og almennt eru í gildi og í samræmi við gerða húsaleigusamninga í hverju einstöku tilfelli. Varðandi einstakar athuga- semdir skal þetta upplýst: 1. Fjölbýlishús við Yrsufell eru byggð af Framkvæmda- nefnd byggingaráætiunar. í ljós hafa komið byggingagallar, sem að mestu hafa verið lagfærðir. 2. Sjálfsagðar viðgerðir hafa verið framkvæmdar eins greið- lega og efni standa til, t.d. er nú nýlega lokið viðhaldsyfirferð á íbúðum við Yrsufell, fram- kvæmd á vegum byggingadeild- ar borgarverkfræðings. 3. Stefnt er að því að mála íbúðarhús við Irabakka að utan nú í sumar. Fer völlurinn burtu? Kristín Ingvarsdóttir, Jöldugróf 20: Hér við húsið er fótboltavöll- ur, áfastur leikvelli og er óviðunandi að búa við þann mikla ófrið sem stafar af honum, Verður hann færður? SVAR. Sparkvöllurinn var gerður vegna óska sem fram komu frá íbúum í hverfinu. Hann er girtur og hefur ekki verið fyrirhugað að leggja hann niður eða færa hann, enda ekki vitað fyrr um kvartanir vegna stað- setningar hans. Ófrágenginræma Sigurður Sigurjónsson, Blöndubakka 6: Hvenær er fyrirhugað að ganga ftá ræmunni meðfram Arnarbakka frá dagheimilinu við Blöndubakka að bílastæðun- um við Breiðholtskjör? Undan- farin ár hefur verið spurt og svarað því að ganga ætti frá svæðinu hvert sumar. SVAR. Svarið er óbreytt, fram- kvæmdin er á fjárhagsáætlun þessa árs og mun ég sjá um að við það verði staðið. Ný bílastæði? Gunnar Jónsson, Hæðargarði 6: Við hitaveitustokkinn með- fram hæðargarði er grasspilda eða ræma og heyrzt hefur að hana eigi að taka burt og setja þar bílastæði. Er það rétt? Er það einnig rétt að þau bílastæði eigi að vera fyrir íbúa við Hæðargarð 1 eingöngu, en ekki fyrir húsin t.d. 2—10 við Hæðar- garð og að það eigi að merkja stæðin sérstaklega fyrir nr. 1? Okkur var eitt sinn sagt er við sóttum um bílastæði þarna að þetta væri í eigu Hitaveitunnar og synjað um þá málaleitan. SVÁR. Samkvæmt skipulagi hefur lóðarhafi að Hæðargarði 1 fengið úthlutað spildu af um- ræddu svæði sunnan við hita- veitustokkinn til að gera þar bílastæði. Ef íbúar handan götunnar óska eftir frekari bílastæðum er möguleiki á að þeir fái hluta af framangreindu svæði til afnota. Niðurföll lagfærð? Húsfélagið Álfheimum 60, Hafsteinn ólafsson. Vestan við fjölbýlishúsin hér eru klóakrör sem standa upp úr umhverfinu þar sem sennilega á að fylla að þeim og hækka jarðveginn. Er ekki hægt að taka af rörunum, lækka þau, a.m.k. meðan ekki verður úr öðrum aðgerðum SVAR. Hér mun annars vegar vera um hitaveitubrunn að ræða, sem er nokkurn veginn í réttri hæð og hins vegar brunn frá gamalli rotþró, sem hætt er að nota. Verður hann fjarlægður fljót- lega. Orðið við áskorun? Þorsteinn Haraldsson, Melbæ við Sogaveg: Hefur ítrekuð áskorun íbúa við Sogaveg, Rauðagerði og Borgargerði um framkvæmdir á opnu svæði er afmarkast af ofangreindum götum verið tekin til nokkurrar ákvörðunar? SVAR. Að hluta til er umrætt svæði á byggingarstigi en að hluta til er þarna opið svæði sem plantað verður trjálundum í og er það á framkvæmdaáætlun umhverfis og útivistar árið 1979. Stólalyfta í Bláf jöllum Úlfur Sigurmundsson Giljalandi 23. Um leið og ég þakka Birgi ísleifi Gunnarssyni fyrir ötult starf og alveg sérstaklega fyrir að leggja á sig að svara spurn- ingum kjósenda með stuttum fyrirvara í Morgunblaðinu fyrir kjördag, langar mig að biðja um svör við eftirfarandi spurning- um, sem ég veit, að aðra fýsir líka að vita um. 1) Er það rétt a) að Bláfjalla- nefnd eða borgin hafi gert bindandi kaupsamning um kaup á stólalyftu, sem reisa á í Bláfjöllum, eða hluta af stóla- lyftu b) að lyfta þessi eða hluti hennar sé komin til landsins c) að þegar hafi verið greitt fyrir að öllu leyti eða að hluta og þá hve ikið? 2) Er það rétt, að Bláfjalla- nefnd haei enn ekki fyrir sitt leyti fallist á, að Skíðadeild Ármanns megi byggja skíða- lyftu þá, sem Skíðadeild Ár- manns sótti um til Náttúru- verndarráðs og Bláfjallanefndar á árinu 1977. SVAR. 1) Innkaupastofnun Reykja- víkurborgar, f.h. þeirra 7 sveit- arfélaga, sem standa að rekstri fólkvangs í Bláfjöllum, hefur gert samning um kaup á stóla- lyftu. Áætlað er að uppsetningu lyftunnar verði lokið í septem- ber n.k., en undirstöður hennar og möstur munu nú vera á leið til landsins. Samkvæmt kaup- samningi voru greidd 10% af fob-verði við samningsgerð, 10% eiga að greiðast við afhendingu lyftunnar og eftirstöðvar á árinu 1979. 2) Bláfjallanefnd hefur viljað ná heildarsamningi um aðstöðu Ármanns í Bláfjöllum. Út af fyrir sig mun þá staðsetning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.