Morgunblaðið - 27.05.1978, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 27.05.1978, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1978 41 félk í fréttum + Söngvarinn Donny Osmond gekk í það heilaga fyrr í þessum mánuði. Eiginkona hans heitir Debra og athöfnin fór fram í Mormónakirkjunni í Salt Lake City. Upphaflega átti brúðkaupið að fara fram í júní, en var flýtt vegna þess að Donny vildi að eiginkona hans færi með honum til Las Vegas, þar sem hann kom fram fyrir skömmu. + Erik Nilsen í Álaborg í Danmörku varð að henda 13 mánaða dóttur sinni út um gluKga á annarri ha-ð til að bjarga lífi hennar. Eldur hafði komið upp í biokkinni þar sem þau bjuggu og breiddist hratt út. Erik og kona hans voru iokuð inni í íbúð sinni og biðu eftir hjálp. En smám saman fylitist í'búðin af reyk og logarnir læstu sig um íbúðina. í fyrstu stóðu þau við opinn glugga og reyndu að fá hreint loft þannig. En svo kom að hann varð að henda dóttur sinni út til að bjarga henni frá því að deyja úr reykeitrun. Fyrir neðan gluggann stóð maður sem iofaði að grípa barnið. en skiljanlega var Erik hikandi. Litla stúlkan lenti heilu á höldnu í fangi mannsins. Og skömmu síðar var foreldrum hennar bjargað út. Erik Niisen segist vilja gleyma þessum degi sem fyrst, því það sé hræðilegt að þurfa að henda dóttur sinni út um glugga og vona að einhver ókunnugur grípi hana. Aðalfundur Þjóöræknifélags íslands veröur haldinn í safnaðarheimili Bústaöakirkju miövikudaginn 31. maí og hefst kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aöalfundarstörf. Kaffiveit- in9ar Stjórnin. Báta-sjómenn Ýsu- og Þorskanet: stærð S’A"—6'/4“—7“, garn. 0.48 og 0.50, dýpt 25 og 32 möskva. Japönsku INFI-netin sterku. Færa- og teinatog: 6—14mm. CARLMAX (Svíþjóð). Handfæra-girni: 1.1 — 1.8mm. DX HOPE (Japan) og BAYER (W-þýsk). Handfæra-sökkur: 1.5—2.4 kg. BLÝ, sérhannaðar (ísl.) Handfæra-krókar: no. 6—12. BULL (Noregur). Viö bjóöum beint frá lager, afgreiðsla samdægurs. Hringiö og fáiö upplýsingar. Við sendum um allt land. Jón Ásbjörnsson, heild. Tryggvag. 10 Rvk. Símar: 11747 og 11748. Heima 22838. Utankjörstaðakosning U tank jörstaöaskrif stof a Sjálfstæðisflokksins er Valhöll, Háaleitisbraut 1 - Símar 84751, 84302, 84037. Sjálfstæðisfólk! Vinsamlega látið skrifstofuna vita um alla kjósendur, sem verða ekki heima á kjördegi. Utankjörstaðakosning fer fram í Miðbæjarskólanum alla virka daga kl. 10—12,14—18 og 20—22. Sunnudaga kl. 14—18. Morgunblaðið óskar i«ftir blaðburðarf ólki Vesturbær Tjarnargata I. Tjarnargata II. Upplýsingar í síma 35408 [óvgiiwMitííiíit + Það er ekki oft sem Muhammad Ali sést slappa svona vel af. Venjulega er hann með opinn munninn, gasprandi um það hve frábær hann sé. En eftir myndinni að dæma virðist hann stundum geta þagað. Með honum á myndinni er kona hans, Veronica. + Jaek Lemmon var nokkuð hætt kominn fyrir skömmu. þegar hann var að skemmta með Walter Matthau. Stór brjóstsykursmoii hrökk ofan í hann og hann náði ekki andanum. Walter Matthau hélt að Jack væri að látast og tók lítið mark á honum. En loks skildist honum að hér var alvara á ferðum og sló hressilega í bakið á Jaek. Við það hrökk molinn upp úr Jack og lenti á sviðinu. Áhorfendur hcldu allan tímann að framkoma kappanna væri hluti af skcmmtuninni og hlógu dátt á meðan á þessu stóð. Bifreiðar á kjördag D-listann vantar fjölda bifreiöa til aksturs frá hinum ýmsu bifreiöastöövum D-listans á kjördag. Frambjóðendur heita á stuöningsmenn listans aö breögast vel viö og leggja listanum lið m.a. meö því aö skrá sig til aksturs á kjördag 28. maí næstkomandi. Vinsamlegast hringiö í síma: 86216—82900. Skráning bifreiöa og sjálfboöaliða fer einnig fram á skrifstofum hverfafélaganna. 11-listinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.