Morgunblaðið - 27.05.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1978
21
160 dansk-
ar konur
yfir hundr-
að ára
SAMKVÆMT könnun Mann-
talsstofnunar Danmerkur
kemur í ljós að þann 1. apríl
sl. voru í Danmörku eitt
hundrað og sextíu konur
hundrað ára og eldri. Aftur á
móti voru karlar langtum
færri, aðeins 62 voru 100 ára
og þar yfir. Svo virðist því að
sögn danskra blaða að meðal
aldur kvenna lengist nú hrað-
ar en áður og höfðu þær þó
drjúgt forskot yfir karla.
Skakki tum-
inn mót-
mælastöð
Pisa. Italíu. 26. maí. Reuter
TVÖ hundruð manns hreiðruðu
um sig í skakka turninum í Pisa
á Ítalíu í dag og sögðu aðgerð-
ina framkvæmda til að leggja
áherzlur á kröfur þeirra um að
fá að vinna. Voru þetta allt
verkamenn. Um gjallarhorn
sögðu talsmenn þeirra síðan
ferðamönnum sem framhjá
fóru á ýmsum tungumálum, að
þeir hefðu verið sviptir atvinnu
sinni, hefðu síðan fengið fyrir-
heit um að fá að reisa nýtt
fyrirtæki en bankar hefðu
neitað allri lánafyrirgreiðslu.
Carter kvart-
arundanskrif-
stofubákninu
ChicaKo. 26. maí. Reuter. AP
CARTER Bandaríkjaforseti
kvartaði í dag sáran undan því
í ræðu í Chicago, að þrýstihóp-
ar í Washington og skrif-
finnskubákn alríkisstjórnar-
innar hefðu komið í veg fyrir
að hann hefði getað komið öllu
því í framkvæmd, sem hann
hefði heitið í kosningabarátt-
unni 1976.
Sagði Carter, að tregðan
innan opinbera kerfisins væri
slík, að mjög erfitt væri fyrir
hann að fá fyrirmælum sínum
framfylgt á lægri stigum ráðu-
neyta og stofnana og kvaðst
forsetinn vera mjög hvekktur á
þessu ástandi. Carter hefur
undanfarna daga verið á ferða-
lagi og heldur ræður í ýmsum
ríkjum Bandaríkjanna til að
endurvekja traust almennings á
honum, en það hefur farið
minnkandi að undanförnu eins
og skoðanakannanir benda til.
Kosníngum
frestað í Perú
Lima, 26. maí. Reutcr. AP.
STJÓRN Perú ákvað í dag að
fresta allsherjarkosningum, sem
fram áttu að fara í landinu í
næsta mánuði sakir hinna miklu
óeirða sem geisað hafa í landinu
í kjölfar útbreiddra verkfalla tii
að mótmæla verðhækkunum.
Nú er talið að 26 manns hafi
beðið bana í óeirðunum undan-
farna daga. Stjórnin ákvað í dag
að senda úr landi 13 stjórnmála-
menn, verkalýðsleiðtoga og
blaðamenn, sem taldir voru hafa
hvatt til óeirða.
Jón Sigurbjörnsson sem Keob í aðalhlutverki Valmúans, Liija
Guðrún í hlutverki Fidelu og Margrét Ólafsdóttir í hlutverki
grasafræðidoktorsins.
miðuð atriði, samanber sjónvarps-
viðtöl við ýmsa framámenn. En
þegar kemur að þungamiðju
verksins, rómantískum og eigum
við að segja alþýðlegum skýring-
um á iífshlaupi manna, glutrar
höfundurinn þræðinum niður og
viðbrögðin verða langur geispi.
Hér er komið að svo margtuggnu
efni um son fólksins sem verður
fyrir barðinu á hinum ríku og
gerir árangurslausa uppreisn að
það þarf meira en venjulegan
Leiklist
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
hæfileikamann til aö vekja áhuga
áhorfenda. Keops sem er sá sami
og Gassi í leiknum er fígúra af því
tagi sem við þekkjum úr skringi-
myndasafni Halldórs Laxness o'g
fleiri höfunda, taóisti með tiigang
þrátt fyrir allt. Uppátæki hans
eru með þeim hætti að hann
hrífur fólk eða hneykslar. Hann er
einfeldningur með sál vitrings.
Samanborið við hann verða
menntamenn hégómlegir, einkum
þegar þeir eru eins og Jónas
Árnason sér þá. Það vakir ekki
heldur fyrir fyrir Jónasi að búa til
trúverðugar persónur heldur vill
hann fá fólk til að taka afstööu.
Verk hans er eins konar hólm-
gönguáskorun, en því ntiður okki
nógu sannfærandi til að kalla ;>
rétt viðbrögð.
I leikskrá kallar Vigdts Ktr.r.
Franthald á bts '2tv
Ian Smith
hættir stjóm-
málaafskipt-
umumáramót
llöföahorK. 26. maí. Rcuter. AP.
ÍAN Smith, leiðtogi hvítra manna
í Rhódesíu, sagði í dag að hann
mundi ekki gefa kost á sér í
kosningum til nýs þings í Rhódes-
íu og draga sig í hlc frá opinberu
lífi þegar blökkumenn ta»kju
alfarið við stjórn landsins, sem
vamtanlcga verður fyrir næstu
áramót.
Smith er nú í fríi í S-Afríku.
Hann sagói íréttamönnum í
Höfðaborg í dag, að hann hefði
fulla trú á hví að hráðahirgða-
stjórninni í Rhódesíu tækist að
stýra landinu á friðsamlegan hátt
þar til meirihlutastjórn blökku-
manna tæki við og hann teldi að
skæruliðahreyfingar Nkomos og
Mugabes mundu leysast upp af
sjálfu sér þegar séð yrði að
blökkumenn tækju við völdum í
landinu.
í Salisbury gerðist það í dag, að
gerð var skotárás á hús Jeremiah
Chiraus ættarhöföingja, en hann
er einn þriggja blökkumannaleið-
toga„ sem standa að bráðabirgða-
stjórninni í landinu ásamt Smith.
Chirau var ekki heima við þegar
árásin var gerð og sakaði engan.
Enn mótmælir
Irina McClellan
Fyrir
Leikfélag Reykjavíkur>
Valmúinn springur út á
nóttunnii
Leikrit eftir Jónas Árnason.
-Leikstjórn. Þorsteinn Gunnars-
son.
Leikmynd. Steinþór Sigurðsson.
Leikmunir. Þorleikur Karlsson.
Lýsing. Daníel Williamsson.
Hugmynd Jónasar Árnasonar
að þessu leikriti er að mörgu leyti
sniðug, en gallinn er sá að
útfærslan verður æ þyngri í vöfum
þegar líður á verkið og höfundur:
inn gerist langdreginn um of. í
leikritinu tekur Jónas sig til og
ræðst gegn hvers kyns sýndar-
mennsku, einkum pólitískum lodd-
araskap, og heppnast sæmilega á
köflum, en oftar skýtur hann yfir
markið. Það er einkum veikleiki
bóðskapai Iiáns ao téogjá saniáii
hugsjónamennsku ungrar
menntakynslóðar og eiturlyfja-
neyslu. Á áhorfanda sem stendur
utan við átök vinstrisinna verkar
umræða leikritsins eins og
hreppapólitík; það er eins og hinn
sósíalíski höfundur sem komið
hefur sér fyrir í „réttri baráttu-
stöðu" sé að ná sér niðri á þeim
sem geta ekki aðhyllst flokksvél-
ina. Þó má segja um pólitískar
tilvísanir Jónasar Árnasonar að
þær eru ekki eins einhliða og
halda mætti eftir lestur viðtala
við hann í blöðum, þingmaðurinn
ræður ekki alveg för rithöfundar-
ins.
Kostir leikritsins eru nokkur
skemmtileg samtöl og fáein hnit-
að í staðinn fyrir að hengja upp
fána, hefði ég átt að hengja mig“
sagði hún.
Frúin hefur gert margar til-
raunir til að komast úr landi til
manns síns, Woodford McClellan,
sem er prófessor við Virginíuhá-
skóla. Hefur hún m.a. ritað opið
bréf til Jimmy Carters Banda-
ríkjaforseta. I gær fór hún eina
ferðina enn á vegabréfsskrifstof-
una í hverfi sínu, að hennar sögn,
og var tekið þar af fuilkomnu
fálæti. Sagði hún það hefði verið
engu líkara en enginn hefði
nokkru sinni heyrt á mál sitt
minnzt.
Liðssafnað-
ur á landa-
mærum Kína
og Víetnam?
Washingon. 26. maí. Reuter. AP.
DAGBLAÐIÐ Washington
Post skýrir frá því í dag, að
haft sé eftir öruggum heim-
ildum að Kínverjar hafi
mjög eflt liðsstyrk sinn á
landamærum Kína og Víet-
nam. Jafnframt hafi Kín-
verjar ákveðið að hætta allri
efnahagsaðstoð við Víet-
nama í kjölfar ókyrrðar á
landamærum landanna og
aukins fjölda Kínverja, sem
flúið hafa frá Víetnam til
Kína. Talið er, að 30 Víet-
namar hafi fallið í landa-
mæraróstum í febrúar.
Fréttastofan Nýja Kína sakaði
Víetnama í dag um illa meðferð á
Kínverjum í landinu og sagði að
um 70 þúsund Kínverjar hefðu
verið ýmist reknir úr landinu eða
handteknir og sumir jafnvel
drepnir.
kosningar
Zambía studdi ekki
innrásina í Shaba
— segir Kaunda forseti
Lusaka. Kinshasa. 26. maí.
Reuter. AP.
KENNETH Kaunda, forseti
Zambíu, bar í dag til baka
orðróm um að stjórn Zambíu
hefði stutt innrásarmenn-
ina, sem réðust inn í Zaire
fyrir tveim vikum frá Ang-
óla. Sagðist Kaunda á blaða-
mannafundi ætla að láta
rannsaka ferðir innrásar-
mannanna um norðvestur-
hluta Zambíu, er hann
kvaðst ekki hafa heyrt um.
Vestrænir diplómatar telja,
að um 1000 innrásarmann-
anna hafi snúið til baka til
bækistöðva sinna í Angóla
og farið um Zambíu.
Leit er enn haldið áfram í
námabænum Kolwesi að líkum
Evrópumanna, sem uröu fórnar-
lömb innrásarmannanna frá Ang-
óla. 73 lík hafa þegar fundizt, en
289 manna er saknað, þótt ekki sé
talið víst að þeir hafi allir verið
drepnir eða teknir til fanga. Þvkir
sýnt, að fyrstu fréttir af morðun-
um í Kolwezi hafi verið nokkuð
orðum auknar. Ekki er vitað hve
margir úr röðum Zaire-manna
Framhald á bls. 26.
Fyrsta opinbera myndin af Hussein Jórdaníukonungi
og heitmeyju hans, Lisu Halaby, bandarískri stúlku af
arabískum ættum. Myndin var tekin í Konungshöllinni
í Amman.
Moskva 26. maí. Reuter. AP.
IRINA McClellan, sovézka
konan sem hefur beðið eftir
leyfi til að hverfa úr landi á
fund bandarísks eiginmanns
síns í nær því fjögur ár og
haft ýmis mótmæli í frammi
vegna tregðu stjórnvalda,
hengdi í morgun mótmæla-
fána úti fyrir íbúð sinni, sem
er við mjög fjölfarna götu í
Moskvu.
Lögregla kom fljótlega á vett-
vang og var frúin flutt til yfir-
heyrslu, sem stóð í þrjár klukku-
stundir. í sl. mánuði hlekkjaði
Irina McClellan sig við grindverk
hjá bandaríska sendiráðinu þegar
Cyrus Vance utanríkisráðherra
var þar í heimsókn.
Á mótmælaborðanum, sem hún
strengdi upp fyrir utan íbúð sína
í dag, stóð „I fjögur ár hef ég beðið
eftir vegabréfsáritun. Leyfið mér
að fara til mannsins míns. Hættið
píningunum.“
Eftir að henni var sleppt úr
haldi ræddi frúiri við vestræna
fréttamenn. Hún sagði að lögregl-
an hefði verið í fyrstu mjög
ruddaleg í framkomu. „Þeir sögðu