Morgunblaðið - 27.05.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.05.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1978 19 umræddrar lyftu ekki valda ágreiningi: Hvað veröur með leið 13? Bergmundur Guðlaugsson Kóngsbakka 12: Mér virðist eitthvað á reiki með hvað er fyrirhugað með leið 13, hraðferð sem nú fer bæði í Breiðholt I og Breiðholt III. Þetta er ein bezta samgöngubót sem við höfum fengið þar sem leið 11 þjónar ekki nógu vel tilgangi sínum. Er rétt að eigi að breyta leiðinni á þann veg að hún fari aðeins í Breiðholt III án viðkomu í Breiðholti I? SVARi Leið 13 mun áfram aka um Breiðholt I, en tenging við Breiðholt III verður færð yfir á sérstaka tengibraut milli hverf- anna, sem var gerð fyrir S.V.R. á s.l. hausti. Hættulegur leikvöllur? Þuríður Snorradóttir og Sesselía Einarsdóttir báðar búsettar við Miðtún báru fram hliðstæða spurningu: Leikvöllurinn við Miðtúnið er nánast hættulegur þar sem leiktækin liggja á hliðinni, óþrif og sóðaskapur viðgengst á hon- um. Þykir íbúum við Miðtún trassaskapur hvernig farið hef- ur um hann, en hér er orðið barnmargt og hefur fjölgað mjög síðustu eitt til tvö árin. Við erum þakklát fyrir að hér eigi að gera fallegt umhverfi, en verða ekki börnin sem nú búa hér og gætu haft not af leik- svæði vaxin úr grasi 1982? Er því ekki hægt að senda einn vinnuflokk til að hreinsa ofurlít- ið til og koma vellinum í það horf að hann verði nothæfur í sumar? SVARi Fyrr í vikunni voru gefin fyrirmæli um að lagfæra þetta leiksvæði og verður það því gert alveg á næstunni. Félagslegt skipulag? Geir Viðar Vilhjálmsson Selvogsgrunni 10: Hvernir verður við næstu endurskoðun aðalskipulags Reykjavíkur háttað endurskoð- un á hinum félagslegu og mannlegu þáttum? Verður tekið meira tillit til þessara þátta? SVAR. Til þessara þátta hefur verið tekið tillit við gerð aðalskipu- lags og verður svo framvegis. Hvað er að gerast? Sigurður Jónasson Maríubakka 30: 1) Hvað er að gerast með trjágróðurinn sem settur var niður meðfram Breiðholtsbraut- inni en er nú horfinn? 2) Svæðinu milli Jörfabakka og Maríubakka hefur ekki enn verið fulllokið, en nú hafa borgarstarfsmenn unnið þar mörg sumur. Samt sem áður er mikið eftir. Hvað hefur kostað vinna við svæðið fram að þessu og hvenær verður það tilbúið eins og það á að verða? 3) Er ekki hægt að breyta tilhögun með sumarleyfi á barnaheimilum að frí sé gefið á mismunandi tímum, en ekki alltaf í júlímánuði eins og nú er? Getur þetta komið sér illa fyrir atvinnurekendur ef allir verða að fara frá í júlí. SVÖR. 1) Þessari fyrirspurn hefur áður verið svarað, en tré, sem sett höfðu verið við niðurföll, voru fjarlægð, þar sem talið var að skolast myndi frá rótum þeirra. 2) Á umræddu svæði eru í byggingu tveir stórir leikvellir. Til þessa hefur kostnaðurinn numið um kr. 5.5 millj. Reiknað er með að verkinu ljúki á þessu sumri. 3) Lokunartíma leikskóla og dagheimila hefur verið skipt, þannig að u.þ.b. helmingur þeirra lokar vegna sumarleyfa í júlí en hinn hélmingurinn í ágúst. Að meginreglu er lokun- artímanum síðan víxlað milli ára, þannig að sama dagvistun- arstofnunin lokar ekki í sama mánuði ár eftir ár. Ef á þarf að halda hefur börnum verið útveg- að pláss á þeim dagcistarstofn- unum, sem opnar eru, meðan viðkomandi stofnun er lokað vegna sumarleyfa. Gangbraut vantar Guðbjörg Hákonardóttir Bakkaseli 7: Hvers vegna hefur ekki verið merkt gangbraut á Breiðholts- brautina, því það er margt fólk sem þarf að sækja frá Selja- hverfi niður í Breiðholt I eftir ýmiss konar þjónustu og ekki er vogandi að senda börnin yfir svo mikla umferðargötu þegar ekki er gangbraut fyrir hendi. SVAR. Umferðardeild hefur ekki tal- ið rétt að zebra-merkja gang- braat yfir Breiðholtsbraut, a.m.k. ekki fyrr en gerðir hafa verið göngustígar að götunni. Fyrir næsta haust er hins vegar ætlunin að bæta lýsingu þar sem gengið er yfir Breiðholts- brautina. Ætla má, að framtíð- arlausn verði gerð undirganga. Eru tímamörk lóðarfrágangs? Ingrid Björnsson, Eikjuvogi 2: Er ekki hægt að skylda fólk til að ganga frá lóðum sínum innan ákveðins tíma, á sama hátt og fólki er gert að byggja á lóðum sínum innan ákveðins tíma? Ég vil benda á lóðina á horni Langholtsvegar og Snekkjuvog- ar í þessu sambandi. SVAR, I alla nýrri lóðasamninga eru sett ákvæði, sem skylda lóðar- hafa til að ganga frá lóðum sínum innan tiltekins tíma. Reynt er að fylgjast með, að við þessa skilmála sé staðið, en augljóslega er mjög erfitt um vik fyrir borgaryfirvöld að taka að sér lóðarframkvæmdir í stórum stíl, þegar misbrestur verður á. Vantar ljósastaur Álfur Arason, Grensásvegi 47: Er ekki hægt að fá ljósastaur fyrir neðan sundið milli Hólm- garðs 4 og 6? SVAR, Venja er að setja ljósastaura við stíga þegar þeir eru endan- lega frágengnir með malbiki. Hvenær malbikað? Ólafur Vilbertsson, Iðufelli 12: Hvað líður malbikunarfram- kvæmdum á strætisvagna- hringnum í Iðufelli? Er ekki hægt að rykbinda hringinn þangað til malbikað verður? SVAR, Strætisvagnahringurinn verð- ur malbikaður í sumar. Endurbót og f jölgun leiktækja? Rannveig Egilsdóttir, Bugðulæk 11: Er ekki hægt að bæta við leiktækjum og endurbæta þau sem fyrir eru á útivistarsvæðinu milli Bugðulækjar og Rauða- lækjar? SVAR, Svæði þetta mun mest hafa verið notað sem sparkvöllur en fremur lítil aðsókn hefur verið að leiktækjunum. Eðlilegt er að taka ábendinguna til athugunar. Hvers vegna ekki malbikað? Guðbjörg Gísladóttir, Tómasarhaga 40: Hvers vegna hefur sundið á milli Tómasarhaga og Dunhaga ekki verið malbikað eins og sundið sem liggur niður á Ægissíðu. SVAR, I vesturborginni eru nokkrir fleiri stígar ófullgerðir og verð- ur framkvæmdum við þá vænt- anlega lokið innan fárra ára. Á að leggja gangstíg? Jón Magnússon, Álfheimum 34: Er nokkuð í bígerð að leggja gangstíg frá Breiðholti I. niður að Elliðaárbrú? Á hvaða forsendum var íbúum í fjölbýlishúsunum vestan meg- in við Álfheimana meinað að nýta bílskúrsréttindi sín? SVÖR. Samkvæmt áætlun um um- hverfi og útivist er ráðgert að leggja gangstíg frá Breiðholti I niður undir Elliðaárbrýr á árinu 1980. íbúum umræddra fjölbýlis- húsa hefur ekki verið meinað að nýta bílskúrsréttindi sín. Sam- kvæmt upphaflegu skipulagi hafa þeir bílskúrsréttindi fyrir u.þ.b. helming íbúðanna. Þessu hefur ekki verið breytt, aðeins gerð staðsetningarbreyting á bílskúrsrétti syðsta fjölbýlis- hússins. Mikil slysa- hætta við Hjarðarhaga Alda Ilalldórsdóttir, Hjarðarhaga 21: Hjarðarhagi er mikil slysa- gildra, þar hafa orðið ótal slys á börnum og auk þess tíðir árekstrar bíla. Ástæður fyrir því að svo hefur verið eru þrjár: Gatan er umferðaræð og þar er tnikill umferðarþungi, íbúafjöldi við götuna er mikill því við hana standa fjölbýlis- og þríbýlishús, leyft er að leggja bílum beggja vegna götunnar og þar með takmarkast yfirsýn barna mjög og engar göngubrautir eru við götuna. Hvað á að gera til að minnka slysahættuna við göt- una? Tillögur til úrbóta: leyfa aðeins einstefnuakstur um göt- una, banna að leggja bílum norðan megin götunnar og leggja göngubrautir. SVAR, Samkvæmt upplýsingum um- ferðaryfirvalda hafa sem betur fer aðeins orðið tvö slys á fólki (í bæði skiptin fótgangandi og fullorðnu) á Hjarðarhaga á s.l. áratug. Rétt er hins vegar að gatan er safngata fyrir hverfið og af þeirri ástæðu kemur tæpast til greina að setja á hana einstefnuakstur, sem auk þess að valda íbúum hverfisins veru- legum vandkvæðum gæti orðið til þess að auka aksturshraðann. Fremur væri til athugunar að skipuleggja bifreiðastæði við götuna betur en nú er. Vantar lögregluþjón Kristín Ingunnardóttir, Eyjabakka 4: Á hverjum morgni þurfa íbúar Breiðholts 1 og 3 að biða í löngum röðum við gatnamót Reykjanessbrautar og Álfa- bakka til að komast inn á Reykjanesbrautina. Væri ekki hægt að hafa einn lögregluþjón við umferðarstjórn þarna á þessum gatnamótum á morgn- ana til að bæta úr þessum vanda t.d. með því að beina umferð úr Breiðholti 2 og 3 inn á vinstri akrein fyrir ofan gatnamótin og rýma þar með hægri akreinina fyrir Breiðholt 1 og 3? SVAR, Þessari ábendingu verður komið á framfæri við umferðar- deild borgarinnar, sem mun athuga lausn á málinu í samráði við umferðarlögregluna. Vantar kantsteina Guðbjörg Birkis. Hátúni 8: Við íbúar við Hátún 8, sem er háhýsi, höfum mikil vátns- rennsli frá brekkunni upp að Skipholti. Er ekki mögulegt að setja kantstein við götuna frá Laugarnesvegi að Nóatúni? SVAR, Sömu fyrirspurn frá öðrum íbúa að Hátúni 8 var nýlega svarað, en reikna verður með því, að Laugavegur verði síðar breikkaður til norðurs á um- ræddum kafla og verður því ekki gengið endanlega frá kanti og niðurföllum fyrr en samhliða þeirri framkvæmd. S.l. sumar var hins vegar gengið frá niðurfallasvelgi á svæðinu milli Laugavegs og lóðarinnar nr. 8 við Hátún. Verður girt? Frjálsari opnunartími verzlana? Þórður Bergman, Seljabraut 40: Á að girða hæðina milli Seljabrautar og Breiðholts- brautar, með tilliti til þess að trjágróðurs sem þar er verið að rækta? Er fyrirhugað að veita mat- vörukaupmönnum frjálsari opn- unartíma verzlana sinna? SVÖR, t04 í athugun er að setja girðingu á hæðina en ekki endanlega ákveðið. Gróðursetn- ingin á þessum stað frá fyrra ári er mjög illa farin vegna umferðar gangandi fólks. Borgarstjórn hefur nýlega samþykkt að skipuð verði nefnd til að yfirfara og endur- skoða reglugerð um aígreiðslu- tíma verzlana í Reykjavík og hefur ýmsum hagsmunaaðilum verið gefinn kostur á að til- nefna fulltrúa í nefndina. Ekki verður nú sagt fyrir um hver niðurstaða þessarar endurskoð- unar verður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.