Morgunblaðið - 27.05.1978, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 27.05.1978, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1978 39 Verndun gamalla húsa Höfði friðlýstur VIÐ BORGARTÚN í Reykja- vík stendur hið glæsilega hús Höfði, sem borgarstjórn lét gera upp um 1965 og tekur þar á móti gestum sínum innlend- um og erlendum. Við viðgerð- ina voru litlar breytingar gerðar á húsinu, en snyrtingu komið fyrir í kjallara. Ber það því jafnt að innan sem utan þann höfðingsbrag, sem á því var frá upphafi. Nú hefur verið ákveðið að vernda þetta hús fyrir framtíðina með friðlýsingu. Höfði hefur staðið langt fyrir innan bæinn, þegar það var byggt 1909. Rauðarárvíkin skarst þá inn í landið m þess og borgarinnar og fj urnar ósnertar af uppfyllingu. Það var Franska spítalafélag- ið, sem keypti lóðina úr Félagstúni. En samþykkt var þegar byggingarleyfi var veitt, að bærinn héldi spildu með- fram sjónum, en kaupandi hefði full rétt til afnota og mætti setja þar bátabryggju. Fulltrúi spítalafélagsins, Brillouin konsúll, lét reisa húsið, sem var innflutt frá Noregi. Hann var kvæntur norskri konu og má sjá áhrif þessara fyrstu íbúa enn þann dag í dag, því stofurnar minna Ljós Pétur Árbæjarsafn Höfði við Borgartún á sér langa og litríka sögu. En þetta glæsilega gamla hús er nú risnuhús Reykjavíkurborgar. á hinn franska uppruna hús- bóndans með skjaldarmerki og stöfunum RF (Republique Francaise) yfir dyrum en anddyri, sem nær upp í gegn- um húsið, er í norskum stíl og með ómáluðum bitum. Húsið er timburhús með vatnsklæðn- ingu og helluþaki, ein hæð og ris með brotnu þaki og lokaðri verönd. Árið 1914 keypti Lands- bankinn „Konsúlshúsið", en tveimur árum síðar Einar Benediktsson og nefndi hann húsið Héðinshöfða eftir æsku- heimili sínu norður í Þingeyj- arsýslu. Matthías Einarsson læknir eignaðist húsið 1924. Á stríðsárunum komst það í hendur breska ríkisins, en 1958 keypti Reykjavíkurborg húsið. Hafði breski sendiherr- ann haft þau rök fyrir máli sínu, er hann sótti um það til breska utanríkisráðuneytisins að fá að selja húsið, að þar væri svo mikill draugagangur. Og var það leyft. Nú hefur húsið það hlutverk að vera hlýlegur móttökustað- ur fyrir gesti, sem sækja höfuðborgina heim. Björn G. Ólafsson: Smáríki og utanríkisstefna I þessari grein eru birtar skoðanir á því hvernig utanríkis- stefna smáríkja ætti að vera í ljósi sérstöðu þeirra. Síðan er hug- mundin um stofnun smáríkjá- ríkjasambands reifuð í örstuttu máli. Fámennustu ríki veraldar virð- ast hafa sérstöðu í samfélagi þjóðanna. Sérstaðan er efnahags- leg, stjórnmálaleg og félagsleg. Efnahagsleg sérstaða á einkum rætur að rekja til lítils heima- markaðar. Vegna þess takmarkast verkaskipting og framleiðsla verð- ur fábreytt (oft mestmegnis frum- vinnsla). Inn- og útflutningur er hátt hlutfall af þjóðarframleiðslu smáríkja. Aðgangur að stærri markaði gegnum utanríkisverslun er því undirstaða efnahagslegra framfara í smáríkjum, þótt ótrygg viðskiptakjör vegna fábreyttrar útflutningsfranrileiðslu, valdi stundum erfiðleikum.!) Stjórnmálaáhrif smáríkja tak- markast verulega af efnahagsleg- um og hernaðarlegum vanmætti. Sjálfstæði smáríkja stendur oft höllum fæti gagnvart menningar- legum og efnahagslegum þrýstingi stærri ríkja eða auðhringa. Á ófriðartímum verða þau leik- soppur stríðandi aðila. Félagsleg sérstaða kemur meðal annars frarn í persónulegri sam- skiptum innan þjóðfélagsins, með kostum sínum og göllum; mögu- leikar hvers einstaklings til áhrifa í þjóðlífi eru meiri en hjá fjöl- mennari þjóðum. Þá getur verið auðveldara að ná yfirsýn yfir ýmiss félagsleg vandamál og þar með leysa úr þeim. Sum þjónust; og stjórnsýsla er borin af fáum bökum og verður tiltölulega dýr einkum ef fámenn þjóð byggir stórt land. Hér var getið um ýmsa sérstöðu smáríkja sem hlýst af fámenni þeirra. Samt sem áður er ekki sjálfgefið hvernig skilgreina megi smáríki nákvæmlega. Hér verður ekki reynt að brjóta slíkt vanda- mál til mergjar; heldur má draga markalínu við kringum 3 milljónir íbúa til hægðarauka. Um 50 sjálfstæðar þjóðir teljast smáríki núna eftir þessa afmörkun (ótalin eru þá dvergríki líkt og Andorra).21 Spurning okkar er hver ætti að vera stefna smáríkja í utanríkis- málum ef tekið er mið af sérstöðu þeirra og ástandinu á jörðinni nú. Þessu er reyndar fljótsvarað í aðalatriðum. Friðarstefna er eina skynsamlega utanríkisstefna smá- ríkja. Friður er öllum þjóðum að sjálfsögðu mikilvægur, en vegna þess ástands sem ríkir nú er brýn þörf á öflugu frumkvæði smáríkja í friðarátt. Hverskonar hernaðar- brölt og takmörkuð átök eru þeim sérlega hættuleg vegna varnar- leysis þeirra og mikilvægis utan- landsviðskipta; en þau blómgast ekki í andrúmslofti spennu og tortryggni. Ástand alþjóðamála einkennist nú af gífurlegum lífskjaramun milli þjóða og tliveru hernaðar- kerfis sem stórveldin hafa byggt upp að mestu, þótt flestar þjóðir, ríkar sém fátækar, sói miklum fjármunum í heri sina. Blikur eru á lofti í alþjóðaviðskiptum meðal annars vegna óstöðugs gjaldeyris- kerfis og efnahagsvanda margra landa. Afleiðingin er vaxandi tortryggni gagnvart náunganum og ríkisstjórnir geta freistast til að „flytja út“ atvinnuleysi og önnur hagræn vandamál. Þetta gerist til dæmis með byggingu tollmúra eða með ríkisstyrkjum til útflutningsiðnaðar. Sæmilegur friður hefur ríkt sumsstaðar á jörðinni um nokkurt skeið. Friðurinn er þó greinilega ótryggur. Vígbúnaðarkapphlaupið heldur áfram og fólkið í þriðja heiminum svonefnda finnur æ meir fyrir lífskjaramuninum milli sín og þróaðra landa. Að vísu standa yfir viðræður um afvopnun og friðsamlega sambúð stórveld- anna. Árangur af þeim, sérstak- lega afvopnun, hefur orðið lítill og er líklegur til að verða lítill meðan Björn G. Ólafsson viðræðurnarn fara fram innan vítahrings hernaðarrökhyggj- unnar. Þungamiðja vítahringsins er hugmyndin um „öryggi ríkis- ins“. Afskipti af innanlandsdeil- um, hernám og tregða við fækkun í herliði er réttlætt í mörgum tilfellum með skírskotun til örygg- is ríkisins frekar en til dæmis hugmyndafræði um fyrirkomulag þjóðfélagsmála. Við þessar aðstæður standa tvær leiðir til boða; annað hvort að hafast ekkert að, sem í raun þýðir að fljóta sofandi að feigðarósi, eða menn ganga fram fyrir skjöldu og axla þær byrðar sem afdráttar- lausri friðarstefnu fylgja. Smáríkjum jarðar er bæði nauð- synlegt og eðlilegt að stíga þetta skref sem fyrst. Sérstaða þeirra auðveldar þessa ákvörðun á marg- an hátt. Mörg þeirra hafa til dæmis hvorki hergagnaiðnað né umtalsverðan her og afvopnun þeirra raskar ekki hernaðarjafn- væginu milli stórvelda. Nú gæti nokkur áhætta fylgt því að skipta um stefnu. Til dæmis er vafasamt að gana úr varnarbanda- lagi ef sterkar líkur eru á að erlent ríki hernemi landið þegar á eftir. Þessa áhættu má þó meta í mörgum tilvikum. Benda má á, að flest ríki veigra sér við árás eða ágangi á önnur ríki ef stríðandi fylkingar finnast ekki innanlands. Forsenda fyrir að ríki haldi sjálfstæði sínu við núverandi aðstæður er nefnilega sú að ástandið innanlands sé viðunandi. Þetta sést til dæmis á því að jafnvel þótt stórveldi hafi her- stöðvar í einhverju landi er það lítil trygging fyrir því að hópar, andstæðir hagsmunum þess stór- veldis, taki ekki völdin eftir innanlandsátök eða borgara- styrjöld (Kúba, Vietnam). Nú má spyrja hvernig smáríki geta tryggt árangur af sjálfstæðri utanríkisstefnu á alþjóðavett- vangi. Sameinuðu þjóðirnar virð- ast kjörinn vettvangur við fyrstu sýn. En þar sem Sameinuðu þjóðirnar eru samtök nær allra ríkja hljóta þær að endurspegla valdahlutföllin í heiminum að miklu leyti. Auk þess að hafa ýmsar stofnanir sameinuðu þjóð- anna sem gátu orðið bakhjarl smáríkja svo sem Alþjóðadóm- stóllinn í Haag ekki haft það brautargengi sem vonast var eftir. Stofnun Smáríkjasambands er vænleg leið fyrir smáríki að fara til þess að tryggja framgang friðarstefnu og annarra hags- munamála sinna. Innan slikra samtaka gætu smáríki unnið að lausn efnahagslegra og stjórn- málalegra vandamála sem leiða af sérstöðu þeirra. Samstarfið og umræður færu fram á meiri jafnréttisgrundvelli en ríkin eiga kost á núna. Komi ríkin fram sem heild vaxa áhrif þeirra á alþjóða- vettvangi. Meginstefna sambands- ins yrði að sjálfsögðu friðarstefna. Hún fælist meðal annars í for- dæmingu á allri hermennsku og vígbúnaði auk friðlýsingar á loft- og landhelgi-þeirra fyrir vígvélum annarra ríkja. Önnur mál sem sambandið léti til sín taka eru alþjóðleg gengis- og gjaldeyrismál, tollamál starfsemi auðhringa og samningsgerð við þá. Loks gætu smáríki miðlað hvert öðru af reynslu sinni við lausn félagslegra og stjórnarfarslegra vandamála. Hugmyndin um stofnun smá- ríkjasambands er ekki gallalaus. í fyrsta lagi geta einhverjir verið andvígir friðarstefnunni sem lá til grundvallar. Um rök þeirra hirð- um við ekki nú, framgangur málsins getur hins vegar tafist vegna ómálefnalegrar andstöðu gegn friðarstefnu sem byggðist á hagsmunum tengdum herliði. í öðru lagi hafa ýmsir hagfræðingar sagt31 að dregið getu úr hagvexti vanþróaðra landa og landsvæða ef frjáls viðskipti hefjast við þróaðri ríki. Ástæðan er áhrif vaxandi afraksturs og stærðarhagkvæmni í hagþróun. Hér skal bent á að mörg smáríki eru eyjar eða eyjaklasar og heimamarkaður nýtur oft fjarlægðarverndunar (meðal ann- ars vegna mikils flutningskostnað- ar). Þá er víst að stærðarhag- kvæmni finnst ekki í öllum fram- leiðslugreinum. Tækniframfarir nútímans hafa leitt fram á sjónar- sviðið fjölbreytta framleiðslu- möguleika sem standa smáríkjum opnir. Nýting þeirra virðist byggja meira á fjölbreyttri menntun heldur en vélrænum hagræðingar- reglum. Loks geta sum smáríki 'byggt utanríkisviðskipti sín á náttúruauðlindum sem veita nær algera yfirburði (absolute advamaKei41 hvað framleiðslukostnað varðar t.d. fiskveiðar íslendinga. I þriðja lagi eru smáríki sundur- leit á margan hátt. Þau hafa mismunandi menningu, stjórn- kerfi, landshætti og lífskjör. Nægileg samstaða gæti verið langt framundan og stofnun smáríkja- sambands óraunhæf. I þessu efni getur reynslan ein skorið úr um. Forsendur fyrir stofnun smáríkja- sambands liggja fyrir. Hefjist viðræður smáríkja og aukið sam- starf kemur í ljós hvort þessar forsendur eru nægur grundvöllur til áframhaldandi samvinnu. Langflest smáríki éru fátæk þróunarlönd. I starfi smáríkja- sambands hvíldi því sérstök ábyrgð á herðum velstæðra smá- ríkja eins og Islands. Til þess að Islendingar geti axlað þessa ábyrgð verða þeir að leysa betur eigin þjóðfélagsvanda- mál. Þau virðast einkum stafa af því að auði samfélagsins hefur ekki verið varið til aukinnar félagslegrar samhjálpar. Til dæm- is sitjum við aftarlega á merinni varðandi réttindi ýmissa hópa íslenska samfélagsins og varðandi aðstoð við þróunarlöndin. Vakni menn nú til umhugsunar er ekki of seint að styrkja íslenskt þjóðfélag og leggja jafnframt grunn að þróttmikilli utanríkis- stefnu. í maí 1978. Björn G. Ólafsson. 11 Frekari umrædu um efnahagslega sérstööu smáríkja má sjá til dæmi i bókinni: Economics conscqucncos of thc sizc of nations. Ritstjóri E.A.G. Robinson, útjráfuár 1960. 2) í áöur ncfndri liók (2. kafli) telur S. Kutznets hæfilejft að kalla ríki med 10 milljónir íbúa eða fa»rri smáríki. Siöan þaö var ritaö hefur sjálfstæöum ríkjum fjolnað mjög einkum hinum fámcnnari. Ef við miöuðum viö |>ennan fjölda nú yrðu til dæmis fullyrðinnar um efnaha^slc^an ojí hcrnaðarlcjian vanmátt vafasamar samanbcr Svíþjóö o^ ísracl. 3) Sjá til dæmis : N.Kaidor; Thc casc for rcKÍonal policics í:Thc Scottish Journal of Political Economv November 1970 og Gunnar Mýrdal, Economic Thcory and l'ndcrdcvclopcd RcKÍons 1957. 4) Talið er nój; að hlutfallsleiíir yfirburðir (comparative advantanc) í framleiðslukostnaði séu fyrir hcndi til að ^a^nkvæmur ávinninuur verði af milliríkjaverslun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.