Morgunblaðið - 27.05.1978, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.05.1978, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1978 LOFTLEIDIR I sSol BÍLALEIGAI -E 2 n 90 2 n 88 mHADSTEN HOJSKOLE 8370 Hadsten, milli Árósa og Randers 20. vikna vetrarnámskeið okt.—febr. 18. vikna sumarnámskeið marz-júlí. Mörg valfög t.d. undirbúningur til umsóknar í lögreglu, hjúkrun, barna- gæzlu og umönnun. Atvinnuskipti og atvinnupekking o.fl Einnig lestrar- og reikningsnámskeiö. 45 valgreinar. Biöjið um skólaskýrslu. Forstander Erik Klausen, sími (06) 98 01 99. rodding hojskole 6630 rwldiiig Vetrarskóli nóv.-apríl Sumarskóli mai-sept. (e.t.v. ágúst) Sendum stundatöflu skoleplan sendes tl!‘.04<84i;>(;8<8i2) Poul Bredsdorff Mótmæla stöðu- veitingu Blaðinu heíur borizt eítirfar- andi frá Félagi íslenzkra íræðai í vikunni sem leið var Vilhjálmi Einarssyni veitt embætti skóla- meistara nýs menntaskóla á Egils- stöðum. Umsækjendur voru fimm: Séra Haukur Agústsson, Heimir Pálsson, cand.mag. í íslenskum fræðum og konrektor við Mennta- skólann í Hamrahlíð, Rafn Kjart- ansson, MA í ensku frá Bretlandi og kennari við menntaskólann á Akureyri, Vilhjálmur Einarsson, sem hefur tveggja ára BA-nám í listasögu frá Bandaríkjunum og er skólastjóri gagnfræðaskólans í Reykholti, og Þorsteinn Gunnars- son, BA frá Háskóla Islands í stærðfræði með tveggja ára fram- haldsnámi í Kaupmannahöfn og kennari við menntaskólann í Kópavogi. Skólameistari menntaskóla hlýtur fyrst af öllu að eiga að hafa fullgilda menntun til að kenna á sínu skólastigi, m.a. vegna kennsluskyldu skólastjóra, og þess vegna er það undarlegt að sá umsækjandi sem minnsta mennt- un hefur skuli hafa hlotið starfio (sjá 13. gr. laga um embættisgengi kennara og skólastjóra, 1978). Þar að auki er vísað frá tveim mönnum sem hafa mjög góða menntun til slíks starfa sem þessa, þeim Rafni og Heimi, sem hefur reynslu af að stjórna menntaskóla. Stjórn Félags íslenskra fræða lýsir furðu sinni á þessari veitingu og harmar að svo gáleysislega skuli gengið framhjá hæfu og velmenntuðu fólki. Virðingarfyllst, Stjórn Félags íslenskra fræða. Sannkallaður skemmtíþáttur Á eftir fréttum og aug- lýsingum í kvöld verður sýndur í sjónvarpi þáttur- inn „Til sæmdar Sir Lew“. Þátturinn var tekinn upp á skemmtun sem haldin var í New York til heiðurs Sir Lew Grade, en hann hefur starfað í skemmtana- iðnaðinum í hálfa öld. Margir kunnir kappar komu fram á skemmtun- inni, og má nefna þar á meðal írska háðfuglinn Dave Allen, Julie Andrews, sem flestir ættu að þekkja fyrir leik sinn í Walt Disney-myndunum, og brezka söngvarann Tom Jones, en fremur hljótt hefur verið um hann að undanförnu. Þá koma þeir John Lennon og Peter Sellers einnig fram í þættinum. Eins og sjá má af nafnaromsunni er hér um þekkt nöfn að ræða og engum ætti því að þurfa að leiðast fyrir framan sjón- varpið klukkan hálf níu í kvöld. KLUKKAN 21.20 í kvöld verður sýnd í sjónvarpi mynd um ferð sex ræðara niður Khosi-fljót, sem á upptök sín hátt uppi í Himalaja-fjöllum. Farvegur fljótsins er mjög brattur og því er þetta eitthvert straumharðasta vatnsfall heims. SÍÐAST á dagskrá sjón- varps í kvöld er brezka kvikmyndin „Sagan af Herra Polly“ (The history of Mr. Polly), sem gerð var árið 1949. Myndin er byggð á sam- nefndri sögu eftir H.G. Wells og segir frá manni sem vinnur í verzlun en er greinilega á rangri hillu. Kvik- myndahandbókin okkar segir mynd þessa vera meðalmynd og ráð- leggur þeim, sem ekkert annað hafa að gera, að horfa á kvikmyndina. Myndin er ekki í lit. Ufvarp Reykjavik L4UG4RD4GUR 27. maí MORGUNNIIMN_________________ 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 8.50. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00 Morgunbæn kl. 7.55. Tilkynningar kl. 9.00. Létt lög milli atriða. óskalög sjúklinga kl. 9.15» Kristín Sveinbjörnsdóttir kynnir. Það er sama, hvar frómur flækist kl. 11.20» Kristján Jónsson stjórnar þætti fyrir börn á aldrinum 12 til 14 ára. Efni þáttarins er m.a. leiða- og staðalýsingar. frá- sögubrot. upplýsingar alls konar, ýmist í gamni eða alvöru. Getraun í hverjum þætti. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. SIÐDEGIÐ 12.25 Vcðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 Vikan framundan Iljalti Jón Sveinsson kynnir dagskrá útvarps og sjón- varps. 15.00 Miðdegistónleikari Tón- list eftir Mendelssohn a. „Jónsmessunæturdraumur forleikur. Sinfóníuhljóm- sveit útvarpsins í Berlín leikuri Rolf Kleinert stj. b. Fagnaðarkantata von Humbolts. Karlaraddir syngja með útvarpshljóm- sveitinni í Berlín( Helmut Koch stjórnar. c. Konsert fyrir tvö píanó og hljómsveit í E-dúr. Dieter Zechin og Giinter Kootz leika með Gewand- haus-hljómsveitinni í Leip- zigt Franz Konwitschny stjórnar. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Vinsælustu popplögin Vignir Sveinsson kynnir. 17.00 Enskukennsla (On We Go) Leiðbeinandii Bjarni Gunn- arsson. 17.30 Barnalög KVÖLDIÐ _____________________ 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Hvernig leikföng? Ásta R. Jóhannesdóttir tek- ur saman þáttinn. 20.05 Hljómskálamúsík Guðmundur Gilsson kynnir. 20.40 Ljóðaþáttur Umsjóni Jóhann Hjálmars- son. 21.00 Einleikur á flautu Manuela Wicsler leikur tón- list eftir Kuhlau, Jean Fran- caix og Luciano Berio. 21.40 Teboð Rætt um sumarið, blómin og fuglana. Umsjón Sigmar B. Hauksson. 22.30 Vcðurfrcgnir. Fréttir. 22.45 Danslög 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. LAUGARDAGUR 27. maí 16.30 Hringborðsumræður um málefni Reykjavíkur (L) Framboðsfundur til borgar stjórnar Reykjavíkur. Umsjónarmaður Gunnar G. Schram. Stjórn upptöku örn Harð- arson. 18.00 On We Go Enskukennsla. 28. þáttur endursýndur. 18.15 Iþróttir Untsjónarmaður Bjarni Fel- ixson. ffié 20.00 Þréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Til sæmdar Sir Lew (L) Frá skemmtun. sem haldin var í New York til heiðurs Sir Lew Grade, en hann hefur starfað í skemmtana- iðnaðinum í hálfa öld. Meðal þeirra, sem koma fram, eru Davc AUcn, Julic Andrews, Tom Jones, John Lennon og Peter Sellers. Þýðandi Jón Thor Haralds- son. 21.20 f strengnum (L) Mynd um ferð sex ræðara niður Dudh Khosi-fljót, sem á upptök sín hátt uppi í Himalaja-fjöllum. ekki fjarri Everest. Leið fljótsins er mjög brött, og því er þetta eitthvert straumharð- asta vatnsfall heims og ekki fært nema harðsnúnustu fþróttamönnum. Þýðandi og þulur Björn Baldursson. 22.10 Sagan af herra Polly (The History of Mr. Polly) Bresk bfómynd frá árinu 1949, byggð á sögu eftir H.G. Wells. Aðalhlutverk John Mills. Alfred Polly er maður róm- antískur og óraunsær og hefur unun af lestri. Hann vinnur í verslun, en er greinilega á rangri hillu. Ilann missir starfið, en nokkru síðar hleypur á sna'rið hjá honum. Þýðandi Kristmann Eiðs- son. 23.45 Dagskrárlok

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.