Morgunblaðið - 27.05.1978, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 27.05.1978, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MAI 1978 45 jj V ELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10 — 11 FRÁ MÁNUDEGI ^ujvnxK''utt'/j ir ekki yrðu allir jafn hrifnir af því að þurfa allt í einu að aka til vinnu með straetisvagni og margir þyrftu að bylta nokkuð um daglegum venjum. En hvað um það, þetta þarf fjöldi manna að gera og vill jafnvel frekar gera það en fara jafnan á bíl til vinnu, hafa e.t.v. reiknað út hvor leiðin sé þeim hagkvæmari fjárhagslega. • Ennn um rusl Allnokkuð hefur verið rætt um rusl og sóðaskap, sem bréfrit- arar hafa þótzt sjá í ýmsum hverfum Reykjavíkur og hér er einn enn sem heldur sig að einum sérstökum flokki: „Hvar sem gengið er um götur Reykjavíkur má sjá glerbrot. Ég get ekki gert mér grein fyrir því hvaðan allt þetta gler kemur, en þó eru þetta jafnan flöskubrot. Manni dettur helzt í hug að krakkar séu að leika sér með alls kyns skotæfingar og hirði lítið um hvar glerin lenda hvað þá að verið sé að taka þau og setja í þar til gerð ílát. Mér finnst að eitthvað þurfi að gera til að sporna við að Reykjavík verði sóðaleg, en ég held að hún stefni í þá átt ef við gætum okkar ekki. Borgaryfirvöld gera án efa allt sem þau geta til að halda borginni hreinni og þá megum við borgarar ekki gera þá viðleitni þeirra að engu. Borgari.“ • Islenzkan þjálfara „Ég ætla að skora á stjórn K.S.Í að ráða til sín íslenzkan þjálfara fyrir A-landsliðið í knatt- spyrnu strax á næsta ári, enda tími til þess kominn. Við eigum marga mjög góða þjálfara fyrir landsliðið okkar og tel ég að maður eins og t.d. Guðni Karlsson sé mjög hæfur til þess að þjálfa landsliðið. Þá ætla ég að minnast á það að yngja þarf landsliðið upp að mínu mati og fá unga og duglega leikmenn í það, eins og t.d. Pétur Pétursson og Sigurð Björgvinsson, en sá síðarnefndi er ákaflega mikill baráttumaður og duglegur leikmaður í vörninni hjá I.B.K. liðinu og svo mætti lengi telja áfram. E.K. 1730-6804“ Þessir hringdu . . . • Varðveitum fiskinn Náttúruverndarmaður vildi fá að tjá sig örlítið um fiskimál og þá einkum um Elliðaárnar: — Um daginn var deilt nokkuð um smábátahöfnina í Elliðavogin- um og skipt.ar voru skoðanir um það hvort hún hefði í för með sér eyðileggingu á fiskigengd í Elliða- árnar eða ekki. Eftir því sem mér hefur skilizt voru fengnir sérfræð- ingar til að kanna það rækilega hvernig háttað yrði göngu laxins með tilliti til athafnalífs í kringum höfnina og ýmislegt hefur sjálf- sagt verið kannað í þessu sam- bandi. Þó er eitt sem læðist að manni og það er hvort hægt sé að segja fyrir um hvort einhver nýr þáttur, eins og smábátahöfnin, kemur til með að hafa áhrif eða ekki. Er með öðrum orðum ekki verið að taka nokkra áhættu með því að leyfa hana þrátt fyrir allt? Þessu vil ég aðeins varpa fram, ég ætlast ekki endilega til að því verði svarað. Menn hafa talað um að laxinn í Elliðaánum verði að varðveita hvað sem það kosti, það sé eitt af séreinkennum Reykja- víkur að geta leyft borgarbúum SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á skákmóti í Bandaríkjunum í fyrra kom þessi staða upp í skák þeirra Soltis. sem hafði hvítt og átti leik, og Braunlichs. 32. Rf.r>+! - gxf5 (Eða 32. ... Kf8 33. Rh6! og hvítur vinnur) 33. Dg5+ - KI8 34. Dh6+ - Kg8 35. d7!! - I)xh6 (35. ... Hf8 dugöi ekki vegna 36. d8=D! — Hxd8 39. Dg5+ — Kf8 40. Dxd8+ og mátar) 36. dxc8=D+ - DI8 37. De6 - e4 38. Hc8 og svartur gafst upp. (sem efni hafa á því) að veiða í landi borgarinnar. Tel ég að við verðum að halda þessari sérstöðu Reykjavíkur, sem væntanlega á sér fáar hliðstæður í heiminum. Ekki er ég á móti smábátahöfn sem slíkri, en e.t.v. hefði mátt velja henni annan stað. HÖGNI HREKKVÍSI Hótel Húsavík: „Öhagkvæm lán hamla eðlilegum rekstri fyrirtækisins” IIÓTEL Ilúsavík er í dag næst stærsta almenningshlutafélagið hér á Ilúsavík með um 120 hluthafa. Það tók til starfa á miðju ári 1973 og yar þá byggt af miklum stórhug. í árslok hóf ég svo störf þar, sagði Einar Olgeirs- son hótelstjóri í samtali við Mbl. Rekstur fyrirtækisins hefur verið erfiður, en hefur staðið undir sér og rúmlega það, þegar frá er talinn fjármagnskostnaður. Það sem hefur valdið mestum erfiðleikum í rekstri hótelsins eru mjög óhagkvæm lán frá Ferða- málasjóði og er alveg öruggt að ekkert annað atvinnufyrirtæki á landinu býr við önnur eins lána- kjör. Við höfum í þessu sambandi allt frá því að ég hóf störf reynt að fá þessu láni breytt og okkur finnst við sjá fyrir endann á því nú. Sem dæmi um hversu slæm kjör eru á lánum Ferðamálasjóðs, get ég nefnt lán sem er 3 milljónir 1971 þegar við fáum það. Ef miðað er við 30% verðbólgu sem er nú frekar lítið yrði lánið komið í 70 milljónir 1986, þegar lánstímanum lýkur. Við teljum að stjórn Ferðamála- sjóðs hafi viðurkennt þessa afar- kosti þegar þeir á s.l. ári breyttu lánunum þannig að þau eru mun hagkvæmari en áður. í dag eru skilmálar þannig, að á hag- kvæmustu lánum er 55% lánsupp- hæðar verðtryggð miðað við vísi- tölu byggingarkostnaðar, láns- tíminn eftir sem áður 15 ár og 45% eru til 15 ára á hæstu vöxtum, þ.e. 26% nú. Hin seinni ár hefur vegur Hótels Húsavíkur farið vaxandi og með breyttum lánum Ferðamálasjóðs fengist viðráðanleg rekstrar- aðstaða fyrir fyrirtækið. Hótelið er að meirihluta í eigu Húsavíkur- bæjar, þess vegna skiptir afkoma þess bæjarsjóð og þar með bæjar- búa alla miklu máli. Á bæjar- stjórnarfundi 11. maí s.l. lagði Haukur Harðarson bæjarstjóri fram greinargerð um Hótel Húsa- vík sem síðan var send bæjarfull- trúum og var hún síðan rædd á bæjarstjórnarfundi 23. maí s.l. Þar var eftirfarandi tillaga samþykkt samhljóða eftir miklar umræður: „Bæjarstjórn Húsavíkur er sam- þykk hugmynd er fram kemur í greinargerð bæjarstjóra dags. í maí 1978, um að hlutafé í Hótel Húsavík verði aukið í allt að 65 m.kr. Samþykkir bæjarstjórnin að Húsavíkurbær standi að sínum hluta að hlutafjáraukningunni, enda geri aðrir stærstu hlut- hafarnir slíkt hið sama. Þar sem fjárhagsáætlun Húsa- víkurbæjar fyrir árið 1978 er þegar frágengin og hún veitir ekki svigrúm til fjárútláta til þessa verkefnis í ár, er hlutafjáraukning bæjarins í Hótel Húsavík bundin því skilyrði, að unnt reynist að útvega lánsfé fyrir henni allri.“ Því kemur það mér mjög á óvart að í útvarpsumræðum hér í fyrrakvöld voru gefnar upplýsing- ar um afkomu hótelsins á s.l. ári serp ég veit ekki hvaðan eru komnar. En samkvæmt þeim reikningum sem ég hef undir höndum endurskoðaða, en niður- stöður þeirra eru kynntar í skýrslu bæjarstjórans, er útkoman allt önnur. Því þykir mér furðuleg slík rangtúlkun í ljósi þess að allar upplýsingar varðandi málið höfðu verið sendar fulltrúum stjórn- málaflokkanna í bæjarstjórn. Ég gef því lítið fyrir málflutning þann er málsvari A-listans hafði hér í frammi í áðurnefndum útvarps- umræðum. Þá er það furðulegt að Framhald á bls. 30. Unglingadeild Svans: Kökubasar til styrktar söng- ferð til Kaupmannahafnar UNGLINGADEILD lúðrasveitarinnar Svans veröur fyrsti íslenzki hópur- inn, sem tekur pátt í „Copenhagen International Youth Festival“, alpjóölegri hátíð ungs fólks í Kaupmannahöfn í sumar, en hátíð pessi er haldin annað hvert ár, segir í frétt frá Foreldrafélagi unglinga- deildar Svans. Um þessar mundir stendur undir- búningur og fjáröflun sem hæst. Á morgun munu unglingarnir leika á Lækjartorgi klukkan 14—15 til að vekja athygli á kökubasar og lukku- happdrætti, sem haldið verður í æfingahúsnæði þeirra í Iðnaðar- mannafélagshúsinu við Vonarstræti. Hefst það klukkan 14.00 og mun allur ágóði af sölunni renna í sjóð vegna ferðarinnar. Tekið verður á móti kökum á sama stað í dag milli klukkan 16—19 í dag, segir enn- fremur. Að síðustu segir að unglingarnir hafi æft af kappi í vetur undir stjórn Sæbjarnar Jónssonar, sem verður stjórnandi í ferðinni. Stórdansleikur Brimkló í Stapa í kvöld Sætaferöir frá B.S.Í. Muniö nafnskírteinin. KD. UMFM.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.