Morgunblaðið - 27.05.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.05.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐÍi), LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1978 15 Markús Örn Antonsson: Eigið húsnæði — leiguhúsnæði Það verða mikil þáttaskil í lífi ungs fólks, þegar það flyzt úr foreldrahúsum og hefur búskap af eigin rammleik. Margs konar verkefni bíða þá úrlausnar, og það reynir skrambi mikið á þolrifin meðan verið er að ná eðlilegri fótfestu við þessar breyttu aðstæð- ur. • Flestir þurfa um skeið að sætta sig við önnur og lakari kjör, en þegar þeir voru heima hjá pabba og mömmu og þurftu lítið sem ekkert fyrir lífinu að hafa. Þessu sama unga fólki finnst það oft óyfirstíganlegur þröskuld- ur að komast í eigið húsnæði, þegar það fer að stofna eigið heimili. Og það er alveg rétt, að þær eru svosem ekkert sérlega uppörvandi fjárhagsáætlanirnar, sem maður gerir, þegar verið er að kaupa fyrstu íbúðina. Lán eru slegin hér og þar og víxiltilkynn- ingarnar hrúgast upp í póstkass- anum. Þegar þannig stendur á hefur örugglega margan manninn dreymt um að fljúga áhyggjulaust inn í leiguhúsnæði og hreiðra um sig þar. Frambjóðendur kommúnistanna og hinna minnihlutaflokkanna í borgarstjórnarkosningunum hafa patentlausn á þessum vanda eins og öllu öðru, þegar sá stóri dagur er i uppsiglingu. Það á nefnilega að gefa „fólkinu frjálst val um hvort það vill eignast eigið hús- næði eða leigja“ og leyfa því að eyða peningunum sínum í eitthvað meira krassandi en að koma sér upo þaki yfir höfuðið. Svona ljúflegur boðskapur lætur ábyggi- lega vel í eyrum þeirra, sem eru með víxil á síðasta degi á mánudag vegna íbúðarinnar sinnar. En þegar málin eru sjíoðuð niður í kjölinn af einhverju raunsæi mótmælir því enginn að eignar- hald einstaklinga og fjölskyldn- anna sjálfra á íbúðarhúsnæði sínu er langbezti kosturinn í bráð og í lengd. Leiguhúsnæði á hinum almenna markaði er ótrygg lausn, sem enginn unir til lengdar og í leiguhúsnæði á vegum opinberra aðila skapast aldrei sú umhyggja fyrir verðmætum og næsta um- hverfi, sem er nauðsynleg forsenda fyrir því að fólki líði þokkalega vel. Þegar á reynir verður mönnum það ávallt ljóst, að í leiguhúsnæði eru þeir ekki sjálfs síns herrar og eru öðrum háðir í veigamiklum atriðum, sem snerta almenna velferð eða lífsstíl hvers og eins. Opinberar aðgerðir í húsnæðis- málum Islendinga hafa fyrst og fremst miðað að því að gera fólki kleift að eignast eigið húsnæði. Lánakerfi rikisins hefur stuðlað að þessu, sömuleiðis lífeyrissjóðir launþegasamtakanna, og bæjarfé- lögum er lögð sú skylda á herðar að sjá byggingaraðilum fyrir nægilegum lóðum svo hægt sé að koma sem bezt til móts við þarfirnar á húsnæðismarkaðinum. Því skyldum við nú söðla um og dæma þetta óhæfu? Afhverju á ekki í grundvallaratriðum að ganga út frá því að ungt fólk komi sér upp eigin húsnæði? Er ósann- gjarnt að ætlast til þess að fólk á bezta aldri reyni verulega á sig til að ná þeim mikilsverða áfanga að verða öðrum óháð í húsnæðismál- um? Athugasemd til við- bótar við gagnrýni í umræðum, sem undirritaður hefur verið þátttakandi í, vegna skrifa um Emil Gilels, hefur það iðulega komið fram, að ekki liggur ljóst fyrir hver munur er á starfsaðstöðu listamanna fyrir vestan eða austan tiltekin mörk. Fyrir austan mörkin eru allir listamenn starfsmenn ríkisins og upptroðslur, t.d. hljómlistar- manna, skipulagðar af sérstök- um skrifstofum. Þeir sem þekkja eitthvað til starfshátta fyrir austan, vita að hvorki listamenn né aðrir borgarar geta eftir geðþótta ferðast úr landi. Þeir sem njóta ferðafrels- is eru m.a. listamenn, sem bæði eru búnir að sanna tryggð sína við föðurlandið og flokkinn og eru í sér gæðaflokki. Aðrir koma ekki til greina, hver svo sem löngun þeirra gæti verið. Rostropóvits og kona hans, Wisenskaja, voru í flokki þeirra er nutu þessa frelsis, en hafa verið svipt því a.m.k. einu sinni og nú síðast rússneskum borgararétti, fyrir að mótmæla dómsmálastússi í heimalandi sinu. Sovéskir listamenn eru starfsmenn ríkisins og aðeins sendir til Vesturlanda ef tryggt er, að af hljótist ekki vandræði og eru þeir því að nokkru leyti opinberir sendifulltrúar. Póli tísk afstaða þeirra eru verulega þung á metunum, varðandi val þeirra í það starf. Það er ekki nema von að fólk gleymi slíku og tali um að listamenn á Vestur- löndum, eins og Gilels, ættu að vera ábyrgir fyrir öllu ranglæti heima fyrir. Það vill nú svo til að listamenn, sem og aðrir borgarar, eiga sinn þátt í ranglætinu í heiminum, með þögn og afskiptaleysi, þó segja megi margar sögur, þar sem listamenn einir höfðu hugrekki og vilja til að gagnrýna. Kjarni þessa máls er sá að listamcnn fyrir austan mörkin oru hálaunaðir opinbcrir starfs- mcnn og fá því aðeins að fara Tðnllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON vcstur fyrir að mannorð þeirra sc flckklaust að mati stjórnvalda. Listamenn fyrir vestan mörkin eru í flestum tilfellum fyrirba'ri, sem ekki eiga bót' fyrir rassinn á sér og öllum er sama hvar veltast. Eigi þeir eitthvað fyrir sig og sína að leggja, er það oftast vegna starfa á almennum vinnu- markaði. Emil Gilels er einn mesti listamaður heimsins og því eðlilegt að hann sem opin- bcr starfsmaður rússncska ríkisins. mcð scrstakan passa, verði fyrir valinu þegar mót- mæla á ranglátri meðferð á starfsbræðrum hans og almenn- um borgurum í Sovét. Þegar mótmælt er dómunum í Rúss- landi, skal það haft í huga, að dómarnir eru skjalfestir og það jafngildir opinberri yfirlýsingu stjórnvalda um að mannréttindi séu háð takmörkunum, sem ekki eru viðurkennd á Vesturlöndum. Mótmælin eru ekki aðeins glamuryrði framan í rússneska björninn, heldur og viðvörun til að skerpa athygli okkar á mannréttindum heima fyrir. Þögn og afskiptaleysi bjóða hættunni heim og hvernig svo sem sú heimsókn ber að, er víst að þröngt mun þá mörgum þykja fyrir dyrum_ úti. Jón Ásgeirsson. P.S. Væri ekki ráð að fá Gilels og Rostropóvits til að leika saman á tónleikum næstu Lista- hátíðar, árið 1980. Markús Örn Antonsson. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn Reykjavíkur hafa mætavel gert sér ljóst, að það geta ekki allir séð fyrir þörfum sínum á þessu sviði algjörlega upp á eigin spýtur. Reykjavíkurborg hefur fyrr og nú verið reiðubúin að veita liðsinni sitt þar sem herzlumuninn vant- aði. Það má í því sambandi nefna byggingaráfanga eins og raðhúsin við Ásgarð, Bústaðahverfið og Smáíbúðahverfi. I þessum tilfell- um var fólki gert mögulegt að komast í eigið húsnæði með mjög viðráðanlegum kjörum, af því að það hafði ekki aðstöðu til að leysa mál sín með öðrum hætti. En það var heilladrjúgt spor að fólki skyldi þannig gefinn kostur á að eignast eigin íbúðir og bera þar með ábyrgð á ástandi þeirra og viðhaldi í stað þess að gera það að leigjendum borgarinnar. Sjálfstæðismenn vita ennfremur að margir geta ekki leyst húsnæð- ismál sín með neinum öðrum hætti en að fá leigt hjá borginni. Miðað við almennt ástand i þjóðfélaginu verður hins vegar ekki litið á þau mál öðruvísi en sem sérstök félagsleg viðfangsefni. Borgin hef- ur á áttunda hundrað leiguíbúðir sem notaðar eru til að leysa vandamál hinna verst stöddu. Að undanförnu hefur bætzt við álit- legur fjöldileiguíbúða fyrir aldr- aða og byggingu þeirra verður haldið áfram. Eftir þeirri meginreglu er þó enn starfað í þeim aðgerðum í húsnæðismálum, sem borgin er aðili að, og fram fara nú á vegum stjórnar vérkamannabústaða, að fólki sé gert kleift að eignast húsnæði í stað þess að leigja. Reykjavíkurhorg hefur fremur kosið að verja því fjármagni, sem hún getur ráðstafað til húsnæðis- mála á hverjum tíma, í byggingu verkamannabústaða en til leigu- íbúðabygginga. Þannig er framkvæmdin á stefnu Sjálfstæðismanna varðandi lausn húsnæðismála á svokölluð- um „félagslegum grundvelli“. Við gerum okkur fullljóst, að opinbers frumkvæðis er þörf á þessu sviði. Hins vegar gefur auga leið að það væri algjört fráhvarf frá stefnu Sjálfstæðismanna ef hinn „félags- legi grundvöllur" í húsnæðismál- um ætti að verða undirstaða allrar framtíðaruppbyggingar íbúðar- húsnæðis í borginni eins og frambjóðendur minnihlutaflokk- anna stefna að. Þeir vilja koma öllum Reykvíkingum beinustu leið í leiguíbúðir borgarinnar. Popeta losar í Hafnar- firdi EINS og kunnugt er af fréttum hefir staðið styr um hvort rúss- neska olíuskipið Popeta, sem kom til Hafnarfjarðar 9. þ.m., fengi að losa farm sinn, sem skráður var að hluta til Hafnarfjarðar og að hluta til Reykjavíkur. Á fundi trúnaðarmannaráðs Hlífar í Hafnarfriði s.l. þriðjudag var fellt að leyfa losun í Hafnar- firði. En sama dag samþykkti Dagsbrún í Reykjavík að heimila losun þar og því sigldi skipið til Reykjavíkur. Þegar þessar niðurstöður lágu fyrir og ljóst var að hafnarsjóður Hafnarfjarðar myndi verða af milljóna tekjum í hafnargjöld af farmi skipsins, á sama tíma sem það losaði í Reykjavíkurhöfn, þá taldi ég það skyldu mína sem formaður hafnarstjórnar að ræða málið við formann Hlífar. Strax að morgni s.l. miðvikudag hafði ég samband við formann Hlífar, Hallgrím Pétursson, og spurði hann hvort ekki væri möguleiki á að trúnaðarmannaráð Einar Þ. Mathiescn Hlífar breytti afstöðu sinni eftir að ljóst vár að Dagsbrún leyfði losun. Formaður Hlífar tjáði mér að það mundi trúnaðarmannaráð Hlíf- ar ekki gera því það samþykkti ekki eitt í dag og annað á morgun. Ég benti þá formanni Hlífar á að mín skoðun væri sú að þar sem Dagsbrún hefði samþykkt losun hefði neitun Hlífar engin áhrif önnur en að hafnarsjóður Hafnar- fjarðar yrði fyrir því tjóni að missa af hafnargjöldum vegna farmsins. Jafnframt tjáði ég formanninum að ég harmaði þessa afstöðu Hlifar. í fyrradag eða s.l. fimmtudag ggerðist það svo að Hlíf breytir afstöðu sinni og samþykkir losun og fagna ég þeirri breyttu afstöðu. Skipið losaði síðan um 5000 tonn í Hafnarfirði og hafnarsjóður fékk sín hafnargjöld. Svo að breyting hefir orðið frá því að frétt um þetta mál, sem birtist í Hamri í gær, var skrifuð og blaðið prentað. Einar Þ. Mathíesen YFulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík Áríðandi fundur í Sigtúni í dag kl. 13.00. i \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.