Morgunblaðið - 27.05.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.05.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1978 11 Dalur— dollar—$—mark Ameríku, voru slegnir þar að sjálfsögðu í milljónatali af Spánverjum er þeir komust yfir silfur Inkanna og Aztekanna. í Suður-Ameríku eru peningar af þessari stærð kallaðir peso, í Frakklandi écu og á Ítalíu og Spáni scudo. Á Englandi hafa menn kallað þá crown. Á Þýzkalandi notuðu menn dali til ársins 1871 er markið var tekið upp. Margir safnarar um allan heim hafa iagt sig eftir því að safna peningum af þessari stærð og á Myntsýningunni í Bogasalnum sem haldin var 1972 var ágætt safn peninga af sömu stærð og dalurinn, bæði dollarar og þýzkir dalir. Mættu fleiri safnarar taka upp svona söfnun. Nokkrar skýringar eru til á dollaramerkinu ameríska $ eða hvernig það er til komið. Ein þeirra er sú, að það eigi að tákna að verðmæti peningsins sé hið sama og 8 reales og finnst mér sú skýning afar sennileg enda var dollarinn hafður af sömu stærð og sú mynt, eins og að ofan greinir og það ekki að ástæðulausu því á 18. öldinni voru þessir 8 reales notaðir sem gangmynt., með annarri mynt, í Ameríku allri, og hafði svo verið Danskur eins marks pen- ingur sem Kristján 4. lét slá. Jóakimsdalur frá 1526 og enskur crown peningur frá 1551 Þessi fallegi silfurdalur er sleginn árid 1642 í Augsburg af Ferdinand 3. keisara. Heyrst hefir, að samfara myntbreytingunni fyrirhuguðu hjá Seðlabankanum, verði tekið upp nýtt heiti á myntinni og hún verði látin heita annað hvort dalur eða mark. Dalurinn er ekki ný mynt- eining. Fyrstu dalirnir eru kenndir við Jóakimsdalina svo- kölluðu sem fyrst voru slegnir í Bæheimi í Þýzkalandi árið 1518. Svo var mál með vexti, að það höfðu fundist afar góðar gull- og silfurnámur þar um slóðir seint á fimmtándu öldinni. Jóakims- dalurinn var sleginn úr góðu silfri, sem grafið var úr námum í Bæheimi. Var þetta, á þeirra tíma mælikvarða, afar stór peningur og markaði þáttaskil í stærð peninga. Breiddist þessi myntstærð út um allt Þýzkaland og síðar smám saman um allan heim. Eru til ótal afbrigði af dölunum þýzku og það hafa áreiðanlega verið svona peningar, sem þýzku Hansa- kaupmennirnir notuðu hér á landi í viðskiptum. Gæti vel verið að einhverjir þeirra væru til enn. Allavega hefi ég séð einn, á safninu að Skógum. Dalir urðu þekkt mynteining á Norðurlöndum og Spánverjar notuðu þessa myntstærð fyrir mynt sem þeir kölluðu 8 reales. Þessir 8 reales, eða „pieces of eight“, þekkja menn úr sjó- ræningjasögum og myndumm. 8 reales gengu líka undir nafninu pjastrar. Það er þessi mynt- eining, sem er fyrirmyndin að ameríska dollarnum. Orðið doll- ar er afbökun á þýzka orðinu taler eða thaler, sem þýðir dalur. Pjastrarnir gengu víða í í meir en 200 ár. Fyrstu doliarar ameríska sambandslýðveldisins, Bandaríkjanna, komu ekki fyrr en með lögum frá bandaríska þinginu 1792. Orðið mark miðar við ákveðinn þunga. Mörk sem peningar voru fyrst slegin á Norður-Þýzkalandi og á Norður- löndunum á 16. öld. Bæði þýzku ríkin nota nú mörk. Mörk sem þungaeining hefir þekkst hér á landi frá landnámstíð og er enn í dag notuð t.d. þegar nýfædd börn eru vegin. Þegar Seðlabankinn ætlar nú aö taká upp nýjar mynteiningar og kannski ný heiti á þeim væri rétt að hafa að því nokkurn undirbúning. Mér dettur í hug, að sem stendur er ein íslenzk króna sem næst því að vera jöfn einu japönsku yeni. Ef mynt- breytingin á að verða til þess að verðbólguhugsunarhátturinn hverfi, og það má hann gjarnan bölvaður, er ekki þá einmitt núna tækifærið til að æfa sig meðan svona falla saman krón- an og yenið? Er ekki rétt að æfa sig í ein 2 ár og sjá hvernig gengur aö halda hér í verðbólg- una miðað við Japani? Ef það gengur vel, nú þá er kannski ekki ástæða til að breyta um mynt, en ef gengur illa, verðum við þá ekki að taka þriðja núllið aftan af? eftir RAGNAR BORG Karl 3. Spánarkonungur lét slá pennan pening. Takið eftir að talan 8 er hægra megin viö skjaldarmerkið. Margar tegundir af Barock sófasettum, mismunandi mikiö útskorin. Skoöiö okkar fjölbreytta úrval af því bezta á heimsmarkaðnum. Lítið í gluggana sjón er sögu ríkari. Grensásvegi 12, sími 32035.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.