Morgunblaðið - 27.05.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.05.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1978 3 Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins: Skýrir valkostir — meirihiuti Sjálf- stædismanna eða sundrtmg og óvissa í borgarstjórnarkosningunum hafa kjdsendur ákveðnari og skýrari valkosti en í alþingiskosningum. Spurningin er um áframhaldandi meirihluta Sjálfstaéðismanna eða sundrung og óvissu, sagði Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, er Morgunblaðið ræddi við hann í gær um borgarstjórnarkosningarnar, sem fram fara á morgun. í upphafi var Geir Hallgrímsson spurður, hvað vakið hefði mesta athygli hans í þeirri kosningabaráttu, sem staðið hefur undanfarnar vikur. — Það sem vekur helzt athygli er, að andstœðingar Sjálfstœðis- flokksins hafa í raun verið í felum, gengið meðfram veggjum og ætla sér bersýnilega að komast inn um bakdymar í meirihluta- aðstöðu í borgarstjóm Reykjavík- ur. Þeir hafa ekki gagnrýnt málefnastöðu Sjálfstæðisflokksins i borgarmálum heldur treysta þeir á andvaraleysi kjósenda og vilja jafnvel. telja þeim trú um, að meirihluti sjálfstæöismanna sé öruggur, en í því felst viðurkenn- ing þeirra á því, að meirihluti borgarbúa vilji ekki skipta um stjóm borgarmála. í þessu felst vissulega mikið hrós um frammi- stöðu borgarstjómarmeirihlut- ans. — Það hefur komið fram í málflutningi fulltrúa minnihluta- flokkanna í Reykjavík, að þeir vilja fremur láta borgarstjómar- kosningarnar snúast um lands- mál en borgarmál. — Það er ekki í fyrsta skipti. Yfirleitt hafa andstæðingar Sjálf- stæðisflokksins flúið af hólmi í borgarmálaumræðum. Þessar starfsaðferðir þeirra bera því vitni, að þeir hafi i raun og veru ekki áhuga á velferðarmálum borgarbúa, þegar þeir telja þau a.m.k. ekki „einnar messu virði“. Það er m.a. óheppilegt, að svo skammt er milli borgarstjómar- kosninga og þingkosninga, að menn greina ekki sem skyldi á milli borgarmála og landsmála. Við höfum um margt að ræða og taka afstöðu til, Reykvíkingar, á vettvangi borgarmála og við eigum að gefa okkur tíma til þess og nota það tækifæri sem gefst í borgarstjómarkosningum. — Andstæðingar Sjálfstæðis- flokksins hafa haft uppi þann áróður að Reykvíkingar eigi ekki að kjósa þá flokka, sem þeir nefna ,jcaupránsflokkana“. Hvað viltu segja um þann áróður? — Ríkisstjómin hefur staðið að efnahagsaðgerðum til þess að tryggja kaupmátt launa og at- vinnuöryggi í landinu. Þessar efnahagsráðstafanir, eins og bráðabirgðalögin, sem gefin voru út í vikunni, tryggja hinum lœgstlaunuðu fullar verðbætur og er launajöfnunarstefna í fram- kvæmd. í þessu felst því ekki ,Jcauprán“ heldur trygging kaup- máttar. En á þessum lögum ber ríkisstjómin auðvitað ábyrgð, en ekki borgarstjórn Reykjavíkur, og dómur kjósenda um efnahagsráð- stafanir rikisstjórnarinnar fellur við alþingiskosningar og þær fjórar vikur, sem líða milli kosninga, verða notaðar til þess að takast á um þær. En hitt má strax segja, að þeir flokkar, sem gera sér ekki grein fyrir því, að ekki verður eytt meiru en aflað er og ráðast verður til atlögu við verðbólguna í verki en ekki aðeins í orði, eru hvorkifærir um að bera ábyrgð á stjóm borgar né lands. — Andstæðingamir segja einn- ig, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið of lengi við völcL í Reykja- vík. — Spumingin er ekki hve lengi flokkurinn hefur verið við völd í Reykjavík heldur hvemig honum hefur farizt sú stjórn úr hendi. Geir Hallgrímsson. Meðan Sjálfstæðisflokkurinn stendur vel í stöðu sinni sem meirihlutaflokkur í borgarstjórn Reykjavíkur á hann skilið að verða endurkosinn. Það á að dæma flokkinn af verkum hans á hverjum tíma. Flótti andstæðing- anna frá umræðunum um borg- armál Reykjavikur er staðfesting á því, að þeir finna ekki höggstað á Sjálfstæðisflokknum sem máli skiptir að þeirra eigin mati. — Hvað mundi gerast, ef minnihlutaflokkamir næðu völd- um í Reykjavík? — Það er ekki fráleitt að hugsa sér, að Reykjavík þyrfti að líða fyrir það með sama hætti og landsmenn allir þurftu að taka afleiðingunum af vinstri stjómar samvinnu á landsmálasviði 1956-58 og aftur 1971-71*. Ég veit, að enginn hugsandi Reykvíkingur óskar þess, að sú saga endurtaki sig og þá í borgarstjórn Reykja- vikur. — Hvað viltu segja að lokum um horfurnar i borgarstjórnar- kosningunum? — Á framboðslista Sjálfstœðis- flokksins við borgarstjórnarkosn- ingamar á morgun er valinn maður í hverju sæti listans og mér segir vel hugur til um þá baráttu, sem fram hefur farið undir forystu þessara forvigis- manna okkar, undir forystu Birgis ísl. Gunnarssonar, borgar- stjóra, sem hefur nú um nær 16 ára skeið starfað í borgarstjórn og rúm fimm ár sem borgarstjóri og getið sér slíkt orð, að til hans bera borgarbúar óskorað traust. Það traust nær vissulega út fyrir raðir okkarflokks og skiptir fylgi flokksins í heild miklu máli. En hann stendur ekki einn í barátt- unni, heldur er eins og ég sagði, valinn maður í hverju sæti listans. Við getum verið hreykin af þessum framboðslista, hann er sigurstranglegur, en því aðeins vinnur Sjálfstæðisflokkurinn sig- ur, að við stöndum fast að baki þeim, sem í forystu eiga að standa. Það er eftirtektarvert, að í borgarstjórnarkosningum hafa kjósendur ákveðnari og skýrari valkosti en i alþingiskosningum. Spumingin er um áframhaldandi meirihluta sjálfstæðismanna í borgarstjóm Reykjavíkur annars vegar eða sundmngu og óvissu hins vegar. Sjálfstæðismenn geta engum treyst, hvorki í kosningum til borgarstjómar né til landsstjórn- ar, nema sjálfum sér. Það er hlutverk Sjálfstæðisflokksins nú sem fyrr að segja kjósendum sannleikann, skírskota til skyn- semi þeirrafremur en óskhyggju, að það verður ekkert fyrir kjósendur gert, hvorki í borgar- eða landsmálum, sem kjósendur verða ekki sjálfir að borga með einum eða öðmm hætti, sagði Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins að lokum. Hringborðsumræð- ur um borgarmál í sjónvarpinu í dag SJÓNVARPAÐ verður í dag hringíiorðsumræðum um borgar- málcfni í sjónvarpssal. í umræð- unum taka þátt cfstu menn þeirra fjögurra lista, sem í kjöri eru í kosningunum á morgun. Dr. Gunnar G. Schram stýrir umræð- um. Umræðurnar hefjast í sjón- varpinu klukkan 16.30 í dag og munu væntanlega standa í einn og hálfan tíma. Þátttakendur í umræðunum eru auk stjórnandans Gunnars G. Schram þeir Birgir ísleifur Gunn- arsson borgarstjóri, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins, Björg- vin Guðmundsson borgarfulltrúi, efsti maður á lista Alþýðuflokks- ins, Kristján Benediktsson borgar- fulltrúi, efsti maður á lista Framsóknarflokksins, og Sigurjón Pétursson borgarfulltrúi, efsti maður á lista Alþýóubandalagsins. Hringborðsumræðurnar voru teknar upp í sjónvarpssal í gær og var þá þessi mynd tekin. Þátttak- endur eru talið frá vinstri, Birgir, Björgvin, Gunnar, Kristján og Sigurjón. Myndina tók Kristinn Ólafsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.