Morgunblaðið - 27.05.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.05.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1978 Ekki var það nú ætlunin í fyrstu að leggja fyrir sig kennslustörfin, en atvikin höguðu þvi þannig samt sem áður. Upphaflega ætiaði ég að fara til Bandaríkjanna og ieggja þar stund á iðnaðarverkfræði, sérstaklega með ullariðnað í huga, en það fór á annan veg. Hér þreytir Ragnar laxinn í Elliðaánum, en hann er áhugamaður um laxveiði og segist renna fyrir lax þegar hann Ragnar Júlíusson skóla- stjóri Álftamýrarskóla hefur orðið en hann er í tiunda sæti á lista Sjálf- stæðisflokksins til borg- arstjórnarkjörs á sunnudag. Ragnar er fæddur 22. febrúar 1933 að Grund í Eyjafirði og ólst hann upp á Akureyri. Kona Ragnars er Jóna Ingibjörg Guðmundsdóttir ættuð frá Ólafsfirði og eiga þau 5 börn: Guðmund útvarps- virkja sem er kvæntur og fluttur að heiman, Jórunni, sem stundar nám í húsagerðarlist í Stuttgart, Magnús, sem lauk grunnskólaprófi nú í vor, Steinunni 10 ára og Rögnu Jónu 8 ára, báðar í Álftamýrarskóla. Ragnar skaut því inn að búi hann áfram á sama stað eiga þau hjón börn í Álftamýrarskóla fyrsta 21 starfsár skólans samfleytt. — Ég var í barnaskóla hjá Snorra Sigfússyni þeim merka skólamanni á Akureyri en ég slapp undan nýju fræðslulögunum árið 1946 þegar landsprófið kom og tók inntökupróf í M.A. og lauk gagnfræðaprófi í M.A. árið 1949 og stúdentsprófi þaðan 1952 og var því í 6 ár í menntaskóla. Þessi sex ár gegndu þrir mætir menn starfi skólameistara, þeir Sigurður Guðmundsson, Þórarinn Björnsson og Brynleifur Tóbíasson, sá síðastnefndi sat í eitt ár meðan Þórarinn var í Bandaríkjunum. Ragnar er beðinn að rekja nánar hvernig því var háttað að hann fór ekki út í að læra iðnaðarverkfræði: LÆKNIR Á BÍLAVERKSTÆÐI? — Það má kannski segja að lát eins manns hafi valdið þeim straumhvörf- um í lífi mínu sem ollu þessari stefnubreytingu, en ég hafði ráðið mig til verksmiðja SÍS á Akureyri í eitt ár til þess að kynnast eins og hægt væri öllu í sambandi við ullariðnað. Ætlaði ég síðan til Boston til að læra iðnaðarverkfræði með ullariðnaðinn sérstaklega í huga og hafði fengið skólavist og hvaðeina sem til þurfti. Á aðalfundi SÍS gerðist það að verk- smiðjustjórinn sem hafði ráðið mig til vinnunnar hné niður örendur og eftir þennan aðalfund tóku við gallharðir framsóknarmenn. Ég var samt sem áður ráðinn til vinnu í þrjá mánuði til reynslu, en þegar reynslutímabilinu lauk 30. nóvember 1952 hafði verið ákveðið að ég færi ekki til Boston heldur til Englands og væri þar í tvö ár til að kynna mér verksmiðjurekst- ur. Kæmi ég því heim nánast réttinda- laus og það vildi ég ekki. Ég sagðist ekki vita til þess að læknir væri sendur til náms á bílaverkstæði og lauk þar með dvöl minni hjá fram- sóknarmönnum á Akureyri og hef ég ekki litið til þeirra aftur. Hvað tók þá við? — Ég fór í kennslu og ók trukkum hjá Hamilton á vellinum en fer næsta haust í Kannaraskólann og lauk þar prófi eftir einn vetur. Ég var svo heppinn að fá kennslu hjá þeim merku sjálfstæðismönnum Gísla heitnum Jónassyni skólastjóra Langholtsskól- ans og Kristjáni J. Gunnarssyni núverandi fræðslustjóra sem þá var þar yfirkennari. fær tækifæri til. Heldurðu að þú hefðir orðið fram- sóknarmaður ef dvöl þín hefði verið lengri í verksmiðjunum á Akureyri? — Sjálfsagt hefði það endað þannig, enda á ég framsóknarmenn að lengst aftur í ættir eða svo lengi sem framsóknarstefnan hefur verið við lýði hérlendis, og var afi minn einn af stofnendum KEA. En hjá þeim Gísla og Kristjáni í Langholtsskólanum varð ég gallharður sjálfstæðismaður og hef verið það síðan. Varstu lengi undir þeirra hand- leiðslu? í ÞREMUR NÝJUM SKÓLUM — í Langholtsskólanum var ég í tvo vetur, en þegar Réttarholtsskólinn er settur á stofn árið 1956 fer ég þangað og var þá Ragnar Georgsson, núver- andi skólafulltrúi borgarinnar, skóla- stjóri, en ég gerist aðalreikningskenn- ari skólans. Þar var ég í þrjú ár eða þar til stofnaður var Vogaskóli, en þá varð ég yfirkennari og gegndi starfi skólastjóra í veikindaforföllum Helga Þorlákssonar hins gagnmerka skóla- manns. Frá Vogaskólanum hvarf ég svo árið 1964 og gerðist skólastjóri Álftamýrarskólans er hann var stofnaður og þar hef ég verið og er þar enn. Þá liggur beinast við að spyrja hvort sé ekki brátt mál að hverfa að enn nýjum skóla? — Ég hef nú þegar byrjað í þremur nýjum skólum, og hefi engar áætlanir, en ég verð a.m.k. ekki á klafa hjá neinum. Það kom í ljós að Ragnar er mikill áhugamaður um bíla og áður en hann skýrir frá því er hann spurður um hvað hann hafi lagt stund á á sumrin m.a. á menntaskólaárum: — Öll sumurinn sem ég var við menntaskólanám vann ég í síld á Dagverðareyri og í tvö skipti var ég háseti á Svalbak á vorvertíð áður en síldin byrjaði. Eftir að ég kom suður var ég m.a. yfirverkstjóri við Vinnu- skóla Reykjavíkur og tók við skóla- stjórn hans af Kristjáni J. Gunnars- syni og hefi ég nokkuð fylgt honum eftir, því ég kom í borgarstjórn 1974 en hann hætti árið 1973. Einnig fékkst Skólinn fyrir einstakl inginn en ekki einstakl- ingurinn fyrir skólann Rætt við Ragnar Júlíusson sem skipar 10. sæti f ramboðslista Sjálf- stæðisflokksins við borgarstjórnar- kosningarnar ég við akstur vörubíla o.fl. og hefi ég alla tíð haft gaman af bílum, og geri greinarmun á Saab og öðrum bilum. — I því sambandi nefni ég t.d. að við förum á hverju vori með ungling- ana að loknu unglingaprófi í Þórs- mörk. Fáum við bíla frá Guðmundi Jónassyni til að annast akstur og ek ég þá gjarnan einum bílnum, og finnst þeim jafnan undarlegt að sjá skóla- stjórann taka til við aksturinn. — Ég ók siðasta sumarið sem Kristján á BSA hafði sérleyfið Akur- eyri-Mývatn og hef þannig komist í nokkuð mikil kynni við bíla og hefi ég mjög gaman af að keyra. Ég hef eitt „mottó“ þegar ég ek, að hafa allt í fullkomnu lagi, sérstaklega hjólbarða því ökumanni er það nauðsynlegt að geta treyst bíl sínum fullkomlega, hver sem hraðinn kann að vera. En hvernig finnst þér þá umferðar- menning okkar? — Hún er ekki svo slæm, úti á þjóðvegum er það helzti galli að menn aka of innarlega á veginum og má e.t.v. segja að þeir sem voru vanir vinstri umferðinni færðu sig ekki nógu langt til hægri. Um umferðina í Reykjavík er það að segja að menn nota ekki rétt göturnar þar sem eru tvær akreinar, í stað þess að aka á hægri akrein og nota þá vinstri til framúraksturs, aka flestir jafnmikið á þeim báðum og þá gjarna samsíða. Hefurðu lengi haft afskipti af stjórnmálum? — Ég hef skipt mér af hverjum enustu kosningum eftir að ég kom hingað suður og var ég t.d. í 12. sæti á lista sjálfstæðismanna til Alþingis- kosninganna 1971, en það er í fyrsta sinn sem ég hef afskipti af stjórnmál- um af fullri alvöru. Formaður Varðar var ég 1973—1976 á tímum breytinga félagsins. EKKI FARINN — Eftir að Kristján Gunnarsson gerðist fræðslustjóri í nóvember 1973 ákvað ég að gefa kost á mér í prófkjör og varð ég í 7. sæti 1974. Nú í ár náði ég hins vegar ekki nema 10. sætinu en í öllum stríðum eru margar orrustur svo ég tel mínu pólitíska stríði ekki lokið og er ekkert farinn — hvorki í fýlu né í uppgjöf. Það skiptast á skin Fjölskyldan styttir sér stundir við spilamennsku. Magnús, Ragna Jóna, Ragnar. Jóna og Steinunn. Ljósm. Kristinn. og skúrir hjá stjórnmálamönnum, annað væri óeðlilegt og það hvarflar ekki að mér að hætta eða gefast upp. Það mörg verkefni eru enn óunnin í borgarstjórn að ég tel að það þurfi stóran og samhentan hóp til að vinna að hinum ýmsu málaflokkum. Ut frá þessum umræðum barst talið að þeim málaflokkum sem Ragnar hefur mest starfað að í borgarstjórn: — Mest hef ég starfað að fræðslu- málum og m.a. beitt mér fyrir því að grunnskólalögin frá 1974 næðu fram að ganga og það hefur orðið. Næsta verkefni er að endurskipuleggja fram- haldsskólann en lögin um hann hafa ekki enn verið staðfest, en Reykjavík reið á vaðið með stofnun Fjölbrauta- skólans í Breiðholti 1975 sem var sá fyrsti sinnar tegundár á íslandi. Nýlega var svo samþykkt að stofna við hann öldungadeild og þar verður Framhald á bls. 30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.