Morgunblaðið - 27.05.1978, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.05.1978, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1978 Ami Grétar Finnsson; Nokkrar staðreyndir um andstöðu Alþýðuflokksins við hitaveitu í Hafnarfirði Þann 18. þessa mánaðar skrifaði Stefán Gunnlaugsson fyrrverandi bæjarfuiltrúi og bæjarstjóri Alþýðuflokksins í Hafnarfirði grein í Morgunblaðið, þar sem hann gerir tilraun til að breiða yfir andstöðu foringja Alþýðu- flokksins við hitaveitumálið og samninga Hafnarfjarðarbæjar við Reykjavíkurborg um framgang þess. Enda þótt allir, sem fylgdust með gangi hitaveitumálsins á sínum tíma, viti hið sanna um andstöðu foringja Alþýðuflokksins við hitaveitumálið og þá sérstak- lega við að samið yrði við Reykja- víkurborg, tel ég rétt af þessu gefna tilefni að árétta hér nokkrar helztu staðreyndir málsins. Tilboð Reykjavíkur 1955 Lagning hitaveitu í Hafnarfjörð á sér langan aðdraganda og málið hefur verið til umræðu um ára- tugi. Ekkert varð hinsvegar úr framkvæmdum fyrr en á þessu kjörtímabili. bann 13. október 1955 ritaði þáverandi borgarstjóri Reykjavík- ur, Gunnar Thoroddsen, bæjar- stjóranum í Hafnarfirði svohljóð- andi bréf: , „Hér með vil ég leggja til við yður, herra bæjar.stjóri, að hafnar verði viðræður fulltrúa Ilafnarfjarðar og Iteykjavíkur um möguleika á samstarfi þessara bæjarfélaga um auknar jarðboranir og hagnýtingu gufuorku í Krísuvík, í þeim tilgangi fyrst og fremst. að þaðan verði lögð hitaveita til Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Gunnar Thoroddsen (sign)“ í framhaldi af þessu bréfi fóru bæjarráðsmennirnir Helgi S. Guðmundsson og Kristján Andrésson, ásamt þáverandi bæjarstjóra, Stefáni Gunnlaugs- syni, til fundar við borgarstjóra og stjórn Hitaveitu Reykjavíkur. A þessum tíma voru Alþýðuflokks- menn og kommúnistar í meiri- hlutasamstarfi í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem ég hef fengið hjá bæjarráðsmanninum Helga S. Guðmundssyni, þá varð þessi viðræðufundur mjög snubbóttur. Hann hófst með því, að bæjar- stjórinn í Hafnarfirði réðst á borgarstjórann í Reykjavík fyrir að fréttir af málinu hefðu verið birtar í blöðum. Borgarstjóri svaraði því til, að yfir störfum Re.vkjavíkurborgar hvíldi engin leynd og venja væri að skýra frá þeim í blöðum. Þegar Helgi S. Guðmundsson spurðist fyrir um, Víetnamar reka burtu Kínverja Peking, 24. maí. Reuter. KÍNVERJAR hafa sakað Víet- nama um að hafa rekið þúsundir Kínverja úr landi og staðið fyrir skipulögðum ofsóknum gegn Kín- verjum búsettum í Víetnam. Kínverjar vara stjórnina í Hanoi við því í yfirlýsingu að þeir verði að taka afleiðingunum ef þeir bindi ekki endi á þetta. I yfirlýsingunni segir að sums staðar hafi farið fram fjöldahand- tökur og alvarlegir atburðir sem hafi leitt til þess að kínverskir borgarar hafi verið drepnir eða særðir. Fréttir hafa borizt um bardaga á landamærum Kína og Víetnams. Þó hafa samskipti Kínverja og Víetnama verið kurteisleg fram til þessa en kuldaleg. hvort tilgangur fundarins hefði ekki verið sá, að ræða um hita- veitu, fékk hann enginn svör frá þeim Stefáni Gunnlaugssyni og Kristjáni Andréssyni. Varð ekkert frekar úr umræðum á milli Hafn- arfjarðar og Reykjavíkur um málið. Eftir þetta leystu Reykvík- ingar þörf sína fyrir aukið heitt vatn með borunum í eigin landi, en Hafnarfjörður sat uppi án hita- veitu næstu tvo áratugina. Hitaveitumálið tekið upp að nýju Arið 1969 var hitaveitumálið tekið upp að nýju í Hafnarfirði af fulltrúum Sjálfstæðisflokksins og óháðra borgara, sem þá störfuðu saman í meirihluta. Bæjarstjórn kaus sérstaka nefnd til að vinna að framgangi málsins og hófst hún þegar handa um áætlanagerð og annan undirbúning. Fulltrúi Alþýðuflokksins í nefndinni setti strax fram þá skoðun sína að vinna bæri að því að hita bæinn upp með rafmagni. Barðist hann fyrir því, að sú leið yrði valin allt þar til yfir lauk. Eftir bæjarstjórnarkosningarn- ar 1970 mynduðu Alþýðuflokkur- inn, framsókn og óháðir borgarar saman meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Þá þegar hófust miklar deilur innan bæjarstjórnar um hitaveitumálið, sem stóðu síðan samfellt í næstu þrjú ár. Þáverandi meirihluti, sem var undir forystu Alþýðuflokksmanna, felldi allar tillögur bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokkksins um fjár- veitingar til undirbúnings hita- veitunni. Innan hitaveitunefndar Hafnar- fjarðarbæjar náðist fljótlega sam- staða með fulltrúum Sjálfstæðis- flokksins, Framsóknarflokksins og óháðra borgara, um að stefnt skvldi að upphitum Hafnarfjarðar með jarðhita, og samþykktu þeir á fundi nefndarinnar 8. pktóber 1971 tillögu um það. Fulltrúi Alþýðuflokksins í nefndinni greiddi hinsvegar atkvæði gegn tillögunni. Eftir að hitaveitunefnd hafði gert þessa samþykkt, tókst fulltrú- um Alþýðuflokksins að koma í veg fyrir, að bæjarstjórn tæki ákvörð- un í málinu töluvert á annað ár. Á fundi bæjarstjórnar 3. júlí 1973 samþykkti bæjarstjórn loks tillögu frá bæjarfulltrúum Sjálf- stæðisflokksins um, að kosin skyldi nefnd til að taka upp samninga við yfirvöld Reykja- víkurborgar um lagningu hitaveitu í Hafnarfjörð. Foringjar Alþýðuflokksins voru þá algjör- lega orðnir einangraðir í málinu og höfðu aðrir bæjarfulltrúar þá gengið til samstarfs við Sjálf- stæðismenn um framgang máls- ins. Samningarnir við Reykjavíkurborg í samningaviðræðunum við Reykjavíkurborg, sem á eftir fylgdu, setti fulltrúi Alþýðuflokks- ins í samninganefnd Hafnarfjarð- arbæjar fram ýmiss skilyrði, sem vitað var að Reykjavík mundi aldrei ganga að, svo sem um, að Hafnarfjörður gæti einhliða sagt upp samningunum eftir nokkurn tíma frá því, að Reykjavík hefði kostað lagningu hitaveitu í Hafn- arfjörð. Á þessi skilyrði var ekki fallist og á milli annarra sam'n- ingarnefndarmanna ríkti gott samkomulag. Samningar um lagningu hita- veitunnar í Hafnarfjörð tókust og voru undirritaðir þann 4. október 1973 af öllum samninganefndar- mönnum Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, nema einum — fulltrúa Alþýðuflokksins. Hann var ekki tilbúinn. aö samþykkja samninginn og dróg í nokkra daga að undirrita hann, en gerði það loks og þá með fyrirvara. Þegar hitaveitusamningurinn við Reykjavíkurborg var lagður fram í bæjarráði Hafnarfjarðar 9. október 1973, lýsti fulltrúi Alþýðuflokksins yfir og lét færa til bókunar, að hann væri „mjög óánægður með ýmis atriði í samningnum." Loks þegar málið kom síðan til afgreiðslu í bæjar- stjórn, þá vék bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins, sem átt hafði sæti í samninganefndinni af fundi áður en til atkvæðagreiðslu kom, eftir að hafa gagnrýnt samning- inn, og kom hann sér þar með hjá því að greiða atkvæði um hann. Framkvæmdir við lagningu hitaveitunnar hófust svo ekki fyrr en á þessu kjörtímabili. Þær gengu mjög vel og var lokið ári á undan áætlun. Hafnfirðingar hafa því fengið sína hitaveitu, þrátt fyrir andstöðu foringja Alþýðuflokks- ins. Andstaða Alþýðuílokksins varð Hafnfirðingum dýr í dag þegar Hafnfirðingar eru farnir að njóta hitaveitunnar, þarf engan að undra, þótt foringjar Alþýðuflokksins reyni að breiða yfir fortíð sína í málinu. Það er hinsvegar ekki hægt, þar sem þær heimildir, sem hér skipta máli og ég hefi vitnað til, eru skjalfestar í bókum Hafnarfjarðarbæjar. Báðar þingræður Stefáns Gunn- laugssonar, sem hann vitnar til í Morgunblaðsgrein sinni, eru haldnar eftir að hitaveitusamn- ingurinn var undirritaður 4. októ- ber 1973, önnur ræðan 20. nóvem- ber 1973 og hin 18. apríl 1974. Þær afsanna því á engan hátt andstöðu Alþýðuflokksins við mál- ið, áður en samningar voru undir- ritaðir, en sýna aftur á móti vel, að eftir að málið hafði verið afgreitt og augljóst var að það naut almenns stuðnings, þá söðl- uðu foringjar Alþýðuflokksins yfir. Byrjuðu þeir þá fljótlega að reyna að eigna sér heiðurinn og þykjast baráttumenn fyrir fram- gangi málsins, enda þótt þeir hefðu allt frá árinu 1955 verið andvígir hitaveitusamningum við Reykjavíkurborg, af því sjálf- stæðismenn réðu þar í borgar- stjórn. Það er svo verðugt umhugsunar- efni fyrir foringja Alþýðuflokksins að hugleiða það gífurlega fjár- hagstjón, sem íbúar Hafnarfjarð- ar hafa orðið fyrir, vegna þess að foringjar Alþýðuflokksins og kommúnista vildu ekki ganga til samninga við Reykjavíkurborg um hitaveitumálið, þegar þeim stóð það til boða árið 1955. Þá var Stefán Gunnlaugsson bæjarstjóri og mætti hann gjarnan reikna út tjón Hafnfirðinga, mismuninn á olíukyndingarkostnaði og hita- veitu í þessi 20 ár,' næst þegar hann sezt niður til að skrifa um hitaveitumál Hafnarfjarðar. Söngflokkurinn Hljómeyki Tónleikar Hljómeykis í dag Næstkomandi laugardag 27. júní kl. 14.30 halda Hljómeiki og Jónas Ingimundarson tónleika í Norr- æna húsinu. , Á efnisskrá verða eftirtalin verk: Draumakvæði um brú, eftir Sigursvein D. Kristinsson við ljóð Olafs Jóhanns Sigurðsonar. Verk þetta er tileinkað alþjóða esper- anto-sambandinu í minningu Hall- gríms Jakobssonar. Hljómeyki og Jónas Ingimundarson frumfluttu það á alheimsþingi esperantista í Reykjavík s.l. haust og var þá sungið á esperanto en verður nú sungið á íslensku. Þá verða einnig flutt þrjú spönsk lög frá 16. öld og síðan Sígúnaljóð op. 103 eftir J. Brahms. J. Brahms samdi lagaflokkinn upphaflefea fyrir blandaðan kór og hefur verkið ekki verið flutt í þeirri gerð fyrr hérlendis. Þetta eru einu sjálfstæðu tón- leikar Hljómeykis á þessu starfs- ári en söngflokkurinn hefur komið fram við ýmis tækifæri í vetur, m.a. á tónleikum hjá Tónlistar- félaginu í Reykjavík þar sem frumflutt var tónverkið Litlar ferjur eftir Atla H. Sveinsson og á pólsku listavikunni á Kjarvals- stöðum þar, sem flutt var pólsk nútímatónlist. Næsta verkefni Hljómeykis verða í samvinnu við Þjóðdansa- félag Reykjavíkur. Hljómeyki skipa nú: Áslaug Ólafsdóttir, Elín Sigurvinsdóttir, Kristín Ólafsdóttir, Rut Magnús- son, Friðbjörn G. Jónsson, Guð- mundur Guðbrandsson, Halldór Vilhelmsson og Rúnar Einarsson. 16180-2803C Opið í dag frá 2—6. 4ra herb. íbúöir við Kóngsbakka, Asparfell, Hjarðarhaga, Bugðulæk, Álf- hólsveg, Rauðalæk. 5 herb. íbúö viö Krúmmahóla. 3ja herb. íbúðir við Blikahóla, Víðimel, Spítalastíg, Skerjabraut, Skálaheiöi. 2ja herb. íbúöir við Asparfell, Sogaveg. 3ja herb. íbúðir á Selfossi og í Keflavík. Einbýlishús Vogum, Vatnsleysuströnd og á Hvolsvelli. Húseign við Frakkastíg og Kleppsmýr- arveg. Hæö og ris við Blesugróf. Barnafataverslun á besta stað í bænum. Laugarásvegur Einbýlishús 5 herb. á stórri lóð. Jafnframt auglýsum viö eftir góðri 3ja herb. íbúð í sama hverfi. Upplýsingar að- eins á skrifstofunni ekki í síma. | Höfum kaupanda að lóö á Seltjarnarnesi Óskum eftir öllum tegundum íbúða á skrá. Aðstoðum við að verðmeta. SKÚLATÚNsf. Fasteigna- og skipasala Skúlatúni 6, 3. hæð Sölumenn: Esther Jónsdóttir og Guðmundur Þórðarson, kvold- og helgarsimi 351 30. Róbert Árni Hreiðarsson, lögfræðingur. ^mmmam^mmmJ Til sölu er húseignin Njálsgata 14, sem er kjallari og tvær hæöir (timbur á steyptum kjallara), á eignarlóð. í húsinu eru tvær íbúöir. Húsnæöiö selt í einu lagi eöa skipt. Tilboö óskast. Upplýsingar í síma 13958 eftir kl. 18:00 í kvöld og næstu kvöld. Iðnaðarhúsnæði Til leigu er 7—800 m2 iönaöarhúsnæöi viö Trönuhraun í Hafnarfirði. Húsnæöiö er laust nú þegar. Upplýsingar gefur Jóhann H. Níelsson hrl. Austurstræti 17, sími 23920.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.