Morgunblaðið - 27.05.1978, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.05.1978, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1978 37 Eggert Steinsen: Hitaveita í Kópavogi í hávamálum segir: Lítilla sanda lítilla sæva lítil eru geð guma Þessum orðum skýtur upp í huga mér þegar ég les blaðagrein- ar talsmanna Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi um málefni bæjarins. Greinar þeirra einkennast af raupi, ósannindum og persónuleg- um ádeilum. Ætla mætti að þeir héldu að þeir væru einir í heimin- um eða að þeir héldu að kjósendur hefðu ekkert fylgst með málefnum bæjarins síðastliðin fjögur ár. Afskipti mín af hitaveitumálum hér í bæ fyrir rúmum sex árum virðast ætla að verða þeim óþrjót- andi umræðuefni en í því máli sem öðrum gengur þeim erfiðlega að þræða hinn þrönga veg sannleik- ans. Það er ætíð heppilegast að hafa það sem sannara reynist. I blaðinu Nesið 1. tbl. 1. árgangs, október 1973 er birt viðtal við þáverandi bæjarfulltrúa Axel Jónsson og Sigurð Helgason. I þessu viðtali stendur eftirfarandi: Sp. „Þótt menn líti almennt svo á, að þetta séu hagstæðir samning- ar sem bæjarstjórnin hefur gert, mun samt hafa gætt einhvers ágreinings innan hennar. Hvert var álit minnihlutans á samning- unum? Sv. „Það er nú yfirleitt svo, að mönnum sýnist sitt hvað um allt, sem gert er, og það einnig um smærri mál eða afdrifaminni en þetta er. Þarf þessvegna engan að undra þótt einhvers skoðanamun- ar gætti, en hér var ekki um það að ræða, að bæjarstjórnin skiptist í meiri eða minnihluta, heldur var það aðeins einn bæjarfulltrúi, sem var á öndverðum meiði um það atriði, að Hitaveita Reykjavíkur legði og ætti leiðslukerfið hjá okkur. Hann var hins vegar sammála því að hér ætti að leggja hitaveitu, og að við nýttum þennan möguleika til að koma upp hita- veitu í bænum, en hann taldi á hinn bóginn, að við ættum sjálfir að framkvæma verkið og eiga allt kerfið. Það var því engin andstaða gegn hitaveitu sem slíkri. Eggert Steinsen. Varla trúir nokkur maður því að þessir menn hafi reynt að fegra minn málstað eins og- málum var þá háttað. Hitt er annað mál að ég greiddi atkvæði gegn þeim samningi sem gerður var við Borgarstjórn Reykjavíkur um hitaveitulögn í Kópavogi. Ég taldi þá og ég tel enn að hagsmuna Kópavogskaupstaðar hafi ekki verið nægilega vel gætt við þessa samningagerð. Hagsmuna Reykjavíkurborgar var aftur á móti mjög vel gætt. Helstu atriðin sem ég hafði út á að setja voru: 1. Afsal hitaréttinda í landi Kópavogs, endurgjaidsiaust. 2. Borgarstjórn Reykjavíkur ákveður einhliða gjöld fyrir heitt vatn. Bæjarstjórn Kópavogs ræður þar engu um. 3. Hitaveita Reykjavíkur er undanþegin öllum gjöldum nema fasteignagjöldum í bæjarsjóð Kópavogs. Hún greiðir sín gjöld í Borgarsjóð Reykjavíkur. 4. Samningurinn er óuppsegjan- legur af hálfu Kópavogs nema með leyfi Borgarstjórnar Reykjavíkur. Borgarstjórn Reykjavíkur getur sagt samningnum upp, einhliða, ef að hennar dómi er ástæða til þess. 5. Enginn fyrirvari er af hálfu Bæjarstjórnar Kópavogs um neitt atriði þar sem af hálfu Borgar- sljórnar Reykjavíkur er nánast fyrirvari í hverri grein. Ýmis fleiri atriði eru ótalin. Ég vil endurtaka það hér sem ég hefi áður sagt að þetta er í lagi meðan ábyrg stjórn er við völd í Reykjavík en ef það siys henti að Sjálfstæðisflokkurinn missti meirihluta í Borgarstjórn og glundroðaöflin kæmust til valda, myndu þau leggja fjárhag borgar- innar í rúst á skömmum tíma og þá megum við, sem búum í nágrannabyggðum Reykjavíkur fara að biðja fyrir okkur. Hætt er við að verðlag á allri þeirri þjónustu sem við fáum hjá borg- inni myndi snarhækka. Nefndar hafa verið tölur um hinn gífurlega sparnað sem er samfara því að hafa hitaveitu. Trúað gæti ég því að þær séu síst of háar. Hitt er svo annað mál að þeir sem þær tölur nefna mættu gjarnan bera sig líka saman við Seltirninga sem eiga og reka sína eigin hitaveitu. Þar kæmi nefnilega í ljós að þá myndu tölur um sparnað af hitaveitunni verða enn þá hærri en þær sem þeir nefna. Um þetta mál er ekki kosið í þessum bæjarstjórnarkosn- ingum, það var afgreitt fyrir rúmum sex árum síðan. Talsmenn Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hafa dregið þetta mál inn í kosningabaráttuna, rangfært það og notað til persónulegra ádeilna á mig. Slíkum málflutn- ingi beita menn gjarnan þegar rök þrýtur. Ég vil biðja bæjarbúa að kynna sér sannleikan í þessu máli en minnast þess jafnframt að það eru mörg þýðingarmikil málefni sem nú bíða úrlausnar. Ég vil hvetja kjósendur til þess að kynna sér vel þau málefni sem nú er kosið um, koma á kjörstað og neyta atkvæðisréttar síns þannig að úrslit kosninganna gefi sem rétt- asta mynd af vilja fólksins, en það hlýtur ætíð að vera takmarkið í lýðræðis þjóðfélagi. Ég vil að endingu minna kjós- endur á að listi sjálfstæðisfólks í Kópavogi er S listinn. Sumarsýnmg opn- uð í Asgrímssafni A MORGUN veröur hin árlega sumar- sýning Ásgrímssafns opnuð, og er hún 45. sýning safnsins frá opnun pess áriö 1960. Eins og á hinum fyrri sumarsýning- um er leitast viö aö velja sem fjölþaettust verk er sýna listþróun Asgríms Jónssonar frá aldamótum og fram á síöustu æviár hans. Eru þá m.a. hafðir í huga erlendir gestir sem safnið skoöa á sumrin. Skýringartexti á íslenzku og ensku fylgir hverri mynd. í heimili listamannsins er sýning á vatnslitamyndum, m.a. myndir frá Reykjavík, úr Njálu og Sturlungu, málaðar áriö 1909 og 1916. Einnig nokkrar þjóðsagnateikningar. í vinnustofu Asgríms Jónssonar eru olíumyndir og einnig nokkrar vatnslita- myndir. Meginuppistaöa þeirra verka eru landslagsmyndir frá ýmsum stöö- um á landinu, m.a. frá Fljótsdalshér- aði, Skagaströnd, Hornafiröi, Borgar- firöi og Þingvöllum. Ásgrímssafn hefur látiö prenta kynningarrit é ensku, dönsku og þýzku um Asgrím Jónsson og safn hans, og er það látið gestum í té án endur- gjalds. Einnig kort í litum af nokkrum landslagsmyndum í eigu safnsins, sem seld eru þar. Ásgrímssafn, Bergstaöastræti 74, er opið alla daga, nema laugardaga, í júní, júlí og ágúst frá kl. 1.30—4. Aögangur er ókeypis. ..............• : Myndin er tekin í vinnustofu Ásgríms Jónssonar. Hverfaskrifstofa sjálfstæðismanna í Vestur- og Miðbæjarhverfi heimsótt: „Stuðningsmenn hafa skilað sér mjög vel í starf 99 „Allt starf hér hefur gengið mjög vel óg eðlilega fyrir sig þessa daga sem við höfum verið starfandi. Okkar fólk hefur skilað sér mjög vel í ýmis störf sem nauðsynlegt er að vinna á kjördegi," sagði Brynhildur K. Andersen, starfsmaður hverfa- skrifstofu sjálfstæðismanna ■ í Vestur- og Miðbæjarhverfi, í samtali við Mbl. Brynhildur kvað það nokkuð algengt að fólk liti við til að ræða málin og spyrja ýmissa spurninga varðandi kosningarn- ar n.k. sunnudag. Hafður hefði verið sami háttur á við að virkja fólk hverfisins eins og hjá öðrum skrifstofum flokksins, þ.e. að hverfinu hefði verið skipt niður í umdæmi með sérstaka fulltrúa sem síðan hefðu sam- band við einstaka stuðnings- menn, og almennt hefði verið mjög þægilegt að hafa sambandi við fólk. Mjög vel hefði gefist sú þjónusta að hafa borgarfulltrúa til viðtals einn klukkutíma á dag og hefði tíminn oft á tíðum ekki verið nægilega langur. Brynhildur er einnig formað- ur Hverfafélags sjálfstæðis- manna í Vestur- og Miðbæjar- hverfi svo við inntum hana eftir starfi félagsins almennt. — Brynhildur kvað félagið hafa verið mjög virkt á undanförnum árum og bæri sérstaklega að geta þess hversu stjórn félags- ins hefði verið samhent. — Vinsælasta verkefni félagsins meðal bæjarbúa væri efalaust kynnisferðir þær sem félagið efndi árlega til fyrir aldraða Reykvíkinga um borgina og hefði einmitt ein slík ferð verið farin s.l. laugardag. Ferðin tókst með afbrigðum vel og varð fjöldi manns frá að hverfa, sagði Brynhildur. Að síðustu kvaðst Brynhildur vera mjög bjartsýn á úrslit kosninganna fram undan. Kosningaskrifstofa sjálfstæðismanna í Austurbæ og Norðurmýri heimsótt: „Höfum þegar feng- ið alla þá sjálfboða- liða sem þörf er á” „Starfið hefur gengið alveg ljómandi vel til þessa hjá okkur. Við höfum þegar fengið alla þá sjálfboðaliða sem þörf er á fyrir vinnu á kjördegi" sagði Bryndís Hilmarsdóttir starfsmaður hverfaskrifstofu sjálfstæðis- manna í Austurbæ- og Norður- mýri í samtali við Mbl. í gær. Þá sagði Bryndís að mjög margir stuðningsmenn hefðu mætt óbeðnir til að starfa að undirbúningi kosninganna, sem er töluverður. Nú þegar er lokið dreifingu „Bláu bókarinnar“ og gekk það starf mjög vel. Borgarfulltrúar hafa verið til viðtals hjá okkur einu sinni á dag, þar sem þeir eru tilbúnir að veita svör við spurningum íbúa herfisins um hin ýmsu borgar- málefni. Ekki hefur fólk í hverfinu verið nógu duglegt við að nýta þess þjónustu, þar sem þarna gefst kostur á því að spyrja borgarfulltrúana í eigin persónu um málefni borgarinn- ar í stað þess að spyrja ein- hverja embættismenn sem ekki eru eins vel til þess fallnir, sagði Bryndís ennfremur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.