Morgunblaðið - 27.05.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.05.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1978 13 Axel Jónsson alþingismaður skrifar: Seltjarnames og sundin fyrir 260 árum Rotary-klúbbur Seltjarnarness hefur gefið út takmarkað upplag af landakorti af Seltjarnarnesi frá árinu 1715, en það var teiknað af dönskum kaf- teini, Hoffgaard að nafni. Eftirprentunin, sem er í sömu litum og frumkortið, sýnir byggðina á Seltjarnarnesi, eins og ftún var í upphafi átjándu aldar, en samkvæmt jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín, voru 25 lögbýli í Seltjarnarneshreppi, sem náði frá Gróttu og upp að Hólmi. Kort Hoffgaards kafteins er talið elsta sérkort, sem ti er af Seltjarnarnesi, og þess má geta, að þetta er elsta heimild, sem til er um verzlun í Örfirisey. Á kápu kortsins er formáli, sem ritaður er af Heimi Þor- leifssyni, menntaskólakenn- ara, sem er einn af félögum Rótary-klúbbsins á Nesinu. Seltjarnarneskortið er eftirsóknarvert jafnt fyrir íbúa á Reykjavíkursvæðinu sem safnara og aðra, sem gaman hafa af sögulegum heimildum um ísland. }\tDuirufií> X-D í Kópa- vogi ÞAÐ VORU tímamót í Kópavogi, þegar Sjálfstæðisflokkurinn tók við stjórn bæjarins (í samstarfi við Framsóknarflokkinn) árið 1970. Lögð var að kröfu Sjálf- stæðismanna áherzla á vöxt at- vinnulífsins og bætta þjónustu við bæjarbúa. Þetta var framkvæmt þrátt fyrir andstöðu sumra. Til marks um það eru nokkrar stað- reyndir, sem ég ætla að minna á núna á síðasta degi kosningabar- áttunnar: • Hitaveita var lögð í Kópavog á árunum 1973—1975, og sparar hún Kópavogsbúum um 900 milljónir króna á þessu ári. • Varanlegt slitlag var iagt á 25% gatnakerfisins á árunum 1976—1977, og 6,5 km af gangstétt- um voru lagðir á síðasta kjörtíma- bili. • Árið 1970 voru atvinnutækifær- in í Kópavogi 800, en á þessu ári eru þau um 3000. Kópavogur hefur breytzt úr svefnbæ í iðnaðarbæ. • Eggert Steinsen, sem er í 2. sæti S—listans, sagði sig úr bæjar- stjórnarmeirihluta Sjálfstæðis- flokksins 1973, því að hann vildi ekki semja við Reykvíkinga um lagningu hitaveitunnar. Henni væri ’ líklega ekki lokið enn, ef Kópavogsbúar hefðu lagt hana einir. • Helga Sigurjónsdóttir, bæjar- fulltrúi Alþýðubandalagsins, sem er í 2. sæti G—listans, greiddi atkvæði gegn öllum fjárveitingum til gatnaframkvæmda, þegar fjár- hagsáætlunin 1977 var samþykkt. Alþýðubandalagið eða kommúnistaliðið er andvígt öllum hagnýtum framkvæmdum í bæn- um, því að það lifir í heimi draumóranna. • Dag\istunarrými var tvöfaldað á síðasta kjörtímabili, lagður var fullkomnasti íþróttavöllur lands- ins, hafin smíði glæsilegs íþrótta- húss og innréttaður íþróttasalur í húsnæði bæjarins. Við, sem sitjum í bæjarstjórn í Kópavogi fyrir Sjálfstæðisflokk- inn, erum óhræddir við að leggja verk okkar — og andstæðinga okkar — í dóm kjósenda. Við vitum, að flestir Kópavogsbúar kjósa hæfilegar og hagnýtar fram- kvæmdir án sóunar. I næstu bæjarstjórnarkosningum er kosið um það, hvort Sjálfstæðisflokkur- inn eða Alþýðubandalagið á að vera forystuaflið í bæjarmálunum í Kópavogi. Þess vegna segja flestir Kópavogsbúar: x® Síðumúli 39 Almennar tryggingar hafa flutt aðalskrifstofur sínar úr Pósthús- stræti9, ínýog rúmgóð húsakynni að Síðumúla 39, en afgreiðsla verður þó áfram á götuhæð í Pósthússtræti. í hinu nýja húsi mun fyrirtækið hafa betri aðstöðu til allrar þjónustu við viðskiptavini sína. Að Síðumúla 39, á horni Síðumúla og Fellsmúla, eru næg bílastæði og greið aðkeyrsla, hvort heldur þú kemur akandi Síðumúlann sjálfan eða Grensásveg og Fells- múla. Miðbæjarafgreiðsla áfram opin að Pósthússtræti 9 TRYGGINGAR Síóumúla 39 / Sími 82800 Pósthússtræti 9 / Sími 17700

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.