Morgunblaðið - 27.05.1978, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1978
ÁUÍAMÍl
„Skáldið er landnámsmaður hugans, það sér heiminn undir nýju sjónarhorni og
kann að koma oröum aö t>ví.“
eftir Hannes Hólmstein
Gissurarson
LJÓÐABÓK TÓMASAR
Fyrir skömmu kom út ljóðabókin Heim
til þín, ísland eftir Tómas Guðmundsson.
Ég las hana nýlega mér til mikillar
ánægju, því að Tómas er mikið skáld og
gott. Hvaða rök get ég leitt að þessu mati
mínu — og flestra annarra Islendinga —
á Tómasi Guðmundssyni? Sumir menn
telja, að ekki sé hægt að leggja
skynsamlegt mat á skáldskap, að ekki sé
um hann deilandi. Þeir hafa auðvitað
jafnrangt fyrir sér og aðrir menn, sem
telja, að gagnrýni skáldskapar sé vísinda-
grein, sem kenna beri og stunda í stofn-
unum einum. Ég ætla í þremur greinum
að gera örlitla tilraun til ritskýringar,
reyna að leiða rök að mati mínu á Tómasi
með því að gagnrýna ljóð hans, bæði í
hinni nýútkomnu bók og fyrri Ijóðabók-
um hans. Gott skáld er það, sem gegnir
vel hlutverki sínu. Og hlutverk skálds er
að kanna mannheiminn, bæta við
skilning okkar á manninum, við mann-
þekkinguna. Listin „er að leita
manneskjunnar í fólkinu", eins og Tómas
segir í bókinni Svo kvað Tómas,
skemmtilegu og fróðlegu viðtali
Matthíasar Jóhannessens við hann.
Skáldið er landnámsmaður hugans, það
sér heiminn undir nýju sjónarhorni og
kann að koma orðum að því. Að sögn
flestra ritskýrenda er Tómas gott skáld,
vegna þess að hann gegnir þessu
hlutverki vel, hann kvað borgina inn í
hjörtu íslendinga og endurnýjaði skálda-
málið með talmáli borgarinnar. Þessi
kenning er rétt, svo langt sem hún nær,
en þó ófullkomin. Tómas er skáldið, sem
yrkir ekki einungis Fögru veröld, heldur
einnig Fljótið helga og Heim til þín,
Island. Hann er ekki einungis borgar-
skáldið, heldur einnig þjóðskáldið. Léttu
gamni hans fylgir þung alvara. Það hefur
hlutverk listamannsins að færa út
sjóndeildarhring manna, mörk mann-
eðlisins, hins skiljanlega í mannlegri
tilveru. Taka má svo til orða, að
listamaðurinn hafi það starf að safna
aukinni lífsreynslu í sjóð mannvitsins.
Listin er sá lampi, sem lýsir manni inn
í heim annarra manna, gerir reynslu
þeirra að reynslu hans. Og menn vita
ekki, hvað þeir missa, ef þeir missa
listina, þeir kunna fæstir að meta hana
sem skyldi. Hvað hefur maðurinn við að
styðjast í lífinu annað en fátæklega
' einkareynslu sína ef listarinnar nýtur
ekki við? Við skiljum manninn með
listina að vopni, náttúruna með vísindin.
Listin auðgar mannheim þeim skynjun-
um, sem skáldin grípa og gera
ódauðlegar. Tómas yrkir í Fljótinu helga.
I>á fcstist himnesk þrá í jarðnesk minni.
Vér ortum hana í máim og stein og mál,
og mannkynið fékk ódauðlega sál.
Þá skildi listin leiðir manns og apa.
I>á lærðist oss af guði að fara að skapa.
Án listarinnar er maðurinn aðeins
greindur api, stigsmunur er á þeim. (Það
er athyglisvert, að málvenjan bannar að
orða aðra við sköpun en guð og
listamenn). Eðlismunur manns og apa er
vegna sköpunarmáttar mannsins, en
trúarleg skýring á honum er sú, að guð
skapaði manninn í sinni mynd. Tómas
yrkir enn í Fljótinu helga.
Og seg mér, Ijóð mitt, hvort er ekki
einmitt þetta
hin eina gleði, sem sálir og kvæði
varðar,
að mega f auðmýkt fara að dæmi
fuglsins,
sem flýgur í erindum guðs milli
himins og jarðar?
Þessi kenning Tómasar um skáldskap
er skynsamlegri en fræðimanna og
farísea Háskólans — mannanna, sem
kunna bókstafinn (illa að vísu), en hafa
ekki andann.
Tómas Guðmundsson
„baráttuvísindi", hann er hlutdrægur.
Listamaður getur ekki þjónað tveimur
herrum, Listinni og Baráttunni, fremur
en trúmaðurinn Guði og Mammoni.
LÝÐRÆÐI ÞARF Á
SKÁLDSKAP AÐ IIALDA
Hitt er annað mál, að sérhver lista-
maður er einstaklingur, og allir einstakl-
ingar hafa skoðanir, taka einhverja
afstöðu til staðreynda lífsins. Listamað-
urinn kemst ekki hjá því að hafa skoðun,
er aldrei veður til að skapa. Skáldið er
skrattinn í sauðarlegg miðstjórnarf ''°ins.
Listin er óvinur alræðisins og auæðið
óvinur listarinnar. Og stjórnmálin eiga
aðeins að gegna einu hlutverki í leik
listarinnar — að láta hana í friði. En þau
geta ekki gegnt því hlutverki nema í
frjálsræðisskipulagi.
DULARFULLA BLÓMIÐ
Tilgangur ljóðlistar er í henni sjálfri,
sköpunin er sköpunarinnar vegna. En
tæki skáldsins er málið, og tæki íslenzks
skálds er íslenzkan. Tómas Guðmundsson
er skálda vandvirkastur, kann að nota
þetta tæki. Málvöndun er tvenns konar.
Að vanda mál sitt er að nota blæbrigði
málsins, láta orðin ekki einungis vísa til
hluta í veruleikanum, heldur einnig til
hugtaka í vitundinni, þannig að þau opni
hugarheiminn. Tómas kann að velja þau
orð, sem eiga við tilfinninguna, ratar á
þau af öruggri eðlisávísun. Vísindamað-
urinn velur orð til sérgreiningar, reynir
að negla þau niður við staðreyndir,
bannfærir tvíræðni eða margræðni máls-
ins. En listamaðurinn velur orð til
samhæfingar, reynir að gefa það í skyn,
sem hann getur ekki sagt berum orðum.
Tveir skarpir ritskýrendur, Sigurður
Nordal og Kristján Karlsson, hafa báðir
tekið þessi vísuorð Tómasar til dæmis:
En systur mínar gangið þið
stillt um húsið hans,.
sem hjarta mitt saknar.
Ég er dularfulla blómið í
draumi hins unga manns,
og ég dey ef hann vaknar.
Getur vísindamaðurinn gefið skýringu
á töfrum þessara vísuorða, á hvítagaldri
Tómasar? Er nauðsynlegt fyrir mig að
taka fleiri vísuorð til dæmis?Þau eru
mörg alkunn. Að vanda mál sitt er einnig,
að nota aldrei tuggur, slitin orð, og að
fara aldrei fleiri orðum eða stærri um
efnið en nauðsynlegt er til að koma
HEIM TIL ÞÍN. ÍSLAND
farið fram hjá mörgum, að Tómas er
skáid, sem skilur lífið djúpum, heim-
spekilegum skilningi (og nokkrir róttækir
háskólakennarar í bókmenntum hafa
talið sig þess umkomna að fara um hann
óvirðingarorðum við nemendur sína).
Hann sættist við lífiö án þess að fórna
hugsjónum sínum, leysir sígildar þver-
sagnir lífs og dauða, þjóðar og veraldar,
fegurðar og réttlætis, sem flest íslenzk
skáld ganga frá óleystum. Hin nýja
ljóðabók hans, Ileim til þín. ísland, er
eins til marks um það og Fljótið helga.
Verið getur, að mesta afrek hans sé þessi
lausn. Vegna hennar er hann bæði gott
skáld og mikið skáld.
í ERINDUM GIJÐS
MILLI IIIMINS OG JARÐAR
Fleyg eru þau orð, að listin sé til þess,
að vísindin gangi ekki af manninum
dauðum. Þau ber svo að skilja, að heimur
listræns sannleika, heimur fegurðarinn-
ar, sé til eins og heimur rakanna og
staðreyndanna, að hjartað sé gangráður
mannsins eins og heilinn. Menn eiga um
tvo kosti að velja, ef þeir þola ekki
staðreyndir lífsins: annar er að fremja
sjálfsmorð, hinn er að skapa list eða njóta
hennar. Listin er huggun, friðþæging,
skemmtun. Hún hefur manninn sem veru
í heiminum að viðfangsefni, hún gerir
grein fyrir möguleikum hans. Maðurinn
afsalar sér öllu því, sem ga“ti verið satt,
ef hann tekur það aðeins gilt, sem er satt
— en það gerir hann, ef hann heldur, að
vísindin segi alla söguna, tæmi kosti
tilverunnar. Listin tekur til þess, sem er
hugverulegt. vísindin til þess, sem er
hlutverulegt. Maðurinn er íbúi tveggja
heima, náttúru og mannheims. Það er
SKÁLDSKAPURINN BÝR í
MANNINUM SJÁLFUM
Stundum er deilt á Tómas fyrir það, að
list hans sé „laus við siðræna alvöru og
mannúðarkennd" (eins og róttæklingur-
inn Kristinn E. Andrésson komst einu
sinni að orði). Þessari ádeilu, sem er
vegna grunnfærnislegs úrlesturs ljóða
hans eða annarlegra skoðana, svarar
hann ágætlega í viðtali Matthíasar við
hann: „Ljóð geta ekki tekið að sér þau
verkefni, sem stjórnmál, heimspeki og
þjóðfélagsfræði eiga að rækja. Þau geta
orðið öllu þessu samferða, unnið öllu
þessu gagrt, en þau geta aldrei gengið
skilyrðislaust . í þjónustu neins þessa,
vegna þess að frá þeim degi sem þau gera
það, eru þau hætt að vera skáldskapur —
þá eru þau sjálf orðin stjórnmál,
heimspeki eða þjóðféiagsfræði." Og hann
bætir þessari athugasemd við; „Skáld-
skapurinn býr í manninum sjálfum, en
ekki í þeim hlut, sem hann yrkir um.“ Því
fer fjarri, að hægt sé að sækja „sannanir"
fyrir einhverri siðaskoðun eða boð um
hana í listina. Þær eða þau geta
einstaklingarnir eingöngu sótt í samvizku
sína. Listin er siðlaus í líkum skilningi og
vísindin eru hlutlaus, hún er einn leikur
lífsins, óháður öðrum leikjum. Sérhver
’eikur á sinn mælikvarða, listin á
fegurðina. stjórnmálin eiga réttlætið,
vísindin þekkinguna. Og á listaverk á að
leggja mælikvarða listarinnar-einnar, öll
önnur gagnrýni er óviðeigandi, annarleg
í orðsins fyllstu merkingu. Sá listamaður,
sem sinnir kröfu róttæklinganna um
„baráttulist" — sem brúkist eftir þörfum
eins og bramalífselixírinn — bregzt,
brýtur leikreglur listarinnar, er listráða-
maður. Synd hans er söm og vísinda-
mannsins, sem sinnir kröfunni um
1. GREIIM
og hennar gætir í verkum hans. þó aö hún
skipti ekki máli, þegar þau eru metin.
Enn er það, að listin gegnir hlutverki í
leik stjórnmálanna og stjórnmálin gegna
hlutverki í leik listarinnar. Af þessum
ástæðum gera róttæklingarnir líklega
kröfuna um „baráttulist", þeir koma auga
á samband listar og stjórnmála, en eru
ekki nægilega glöggskyggnir. Hvert er
þetta samband? ‘Listin gegnir því hlut-
verki í leik stjórnmálanna að benda á ný
markmið og nýjar leiðir, því að hún bætir
við þekkingu okkar á manninum, skerpir
skilning okkar á honum. Lýðræðisskipu-
lagið er fyrir manninn. En hvaða mann?
Því svarar listin. „Þess vegna þarf
lýðræði á skáldskap að halda, en einræðið
héfur ekkert með hann að gera,“ segir
Tómas í viðtalsbókinni, en í henni kemur
hann stundum upp um skarpan skilning
sinn á vanda stjórnmálanna. Lýsing
Alexanders Solsjenitsyns í skáldsögum
hans á lífinu í vinnubúðum róttækling-
anna í austri bætir til dæmis nýjum kafla
við þá sögu mannlífsins, sem listin skráir.
Hún leggur okkur til forsendur, sem við
eigum að nota samvizkuna og skynsemina
til að draga af ályktanir. Listin hefur með
öðrum orðum áhrif á stjórnmál, þó að
gildismat hennar sé annað en þeirra, hún
eflir einstaklingsvitundina, dregur úr
hópsálarkenndinni. Allir þeir, sem stofna
f.vrirmyndarríki í hugum sínum, gera
skáldin útlæg úr þeim, því að fvrirmynd-
arríkin eru fullsköpuð: Frekari sköpun,
frekari útfærsla manneðlisins, er óleyfi-
leg í þeim. I fullsköpuðum alræðisríkjum
hugsuninni til skila, einu orði má ekki
vera ofaukið í góðu máli, hvort sem það
er bundið eða óbundið. Sá, sem agar ekki
mælsku sína, (og mælskan eða orðgnóttin
er vissulega ómissandi skáldi), fremur
málspjöll. Verðbólga í heimi málsins er
sams konar og verðbólga í heimi
peninganna: of margar ávísanir eru
gefnar út á innistæðuna, peningar á
þjóðarframleiðsluna, orð á hugsun. Listin
að skrifa er í vissum skilningi sú að
kunna að stytta mál sitt, velja réttu orðin
úr mergðinni, lýsa efninu, en skýra það
ekki, því að það á lesandinn að gera.
Þessa list kunnu höfundar íslendinga-
sagna og eddukvæða. Algengur er sá
ósiður nútímaskálda að fara ósparlega
með orð, einkum í ádeilukveðskap og
ádeiluræðum, slá hærri tóna en nauðsyn-
legt er, nota stóryrði. Líklega eiga
Ilalldór Laxness ungur (Halldór
Alþýðubókarinnar) og Þórbergur Þórð-
arson einhverja sök á þessum ósið, sem
verður í höndum minni spámannanna að
óskapnaði máls, mælgi, verðbólgu orða,
„þar sem megináherzla er lögð á að
þindarleysið á mælskusprettinum verði
sem stórkostlegast, að öll hin miklu
reiðinnar ósköp af flugbeittum skeytum
nái þeim geysingi, að ógerningur sé fyrir
almennan lesanda að átta sig á nokkurri
hugsun," eins og Kristján Albertsson
komst að orði í bók sinni, I gróandanum.
En um þennan leiða löst, óhóf í máli, er
Tómas ekki fremur sekur, en hinn, að
nota tuggur, sem hafa misst merkingu
sína vegna ofnotkunar eða misnotkunar.
Hann er í máli skáld hins gullna
meðalhófs, en í tveimur næstu greinum
sýni ég, að hann er einnig í hugsun skáld
hins gullna meðalhófs, og það veldur því,
að hann leysir þær þversagnir tilverunn-
ar, sem önnur skáld ganga frá óleystum.
» ( f ? tt »