Morgunblaðið - 27.05.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.05.1978, Blaðsíða 1
48 SÍÐUROG LESBÓK 108. tbl. 65. árg. LAUGARDAGUR 27. MAI 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Birgir ísL Gunnarsson, borgarstjóri á f jölskylduhátíð D-listans: Óvíssa um úrslit kall- ar á þrotlaust starf STUÐNINGSMÖNNUM okkar Sjálfstæðismanna hefur vaxið kraftur og þróttur nú síðustu daga, en þrátt fyrir það er ég enn þeirrar skoðunar, að þessar kosningar séu tvísýnar, og þær ráðast nú á þessum tveimur dögum. Enginn veit um úrslitin fyrr en atkvæðin hafa verið talin upp úr kössunum, sagði Birgir ísl. Gunnarsson, borgar- stjóri, við lok fjölmennrar fjölskylduhátíðar D-listans í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Þessi fundur á að vera okkur hvatning til dáða, sagði borgarstjóri ennfremur. Hann gefur okkur óneitanlega byr undir báða vængi. Við skulum strengja þess heit, hver og einn, karlar sem konur, ungir sem gamlir, að hrinda þeirri atlögu, sem nú er gerð að Reykjavík. Til þess að okkur takist það, þarf meira en orðin tóm. Það þarf þrotlaust starf okkar allra allt til sunnudags- kvölds. Látum sunnudaginn kemur verða sigurdag fyrir áframhaldandi uppbyggingu og framfarir í Reykjavík. Reykvíkingar. Við skulum á sunnudaginn kemur standa vörð um borgina okkar, sagði Birgir ísl. Gunnarsson, borgarstjórí að lokum. f ræðu sinni á f jölskylduhátíð D-listans sagði borgarstjóri ennfremuri Sagan um þróun Reykjavíkur er undraverð. Hér hafa orðið meiri framfarir og meira verið fram- kvæmd en á nokkrum öðrum stað á landinu. En þrátt fyrir þá sögulegu staðreynd, þá er Reykja- vík fyrst og fremst borg nútíðar og framtiðar. Þótt hér hafi mikið verið gert, má sú staðreynd ekki verða til þess, að við setjumst með hendur í skauti og miklumst af því, sem gert hefur verið, enda blasa verkefni alls staðar við í vaxandi borg. Reykjavík þarf því áfram að fá styrka, samhenta og stórhuga stjórn, sem hefur afl til að framkvæma þau mörgu verkefni, sem vinna þarf að á næstu árum. Við höfum því markað stefnuna í borgarmálum í þeim anda fram- fara og stórhugs, sem einkennt hefur störfin undanfarin ár. Við viljum ekki lofa of miklu, en byggjiim okkar stefnu á traustum grunni. Við höfum áhuga á að vinna áfram að málefnum aldraða fólks- ins í borginni, — að bæta við stofnunum í þeirra þágu og reyna að tryggja hinum öldruðu gott ævikvöld. Við höfum áhuga á að halda áfram framkvæmdum samkvæmt áætluninni um umhverfi og útivist, — gæða útivistarsvæðin lifi og fegra og prýða borgina sem víðast. Við höfum áhuga á að koma í framkvæmd hinu nýja aðalskipu- lagi borgarinnar. Gera ný byggða- svæði byggingarhæf, endurnýja eldri hverfin í borginni með nýbyggingum, þar sem það á við, gera upp gömul hús, þar sem það á við, og vernda þau mannvirki, sem æskilegt er að standi af menningarsögulegum ástæðum eða til að viðhalda umhverfisáhrifum, sem við viljum ekki án vera. Við höfum áhuga á að greiða fyrir umferð um borgina með nýjum umferðarmannvirkjum í samræmi við áætlun hins nýja aðalskipulags. Við höfum áhuga á áframhald- andi uppbyggingu skóla í borginni og að beita okkur fyrir, að áfram verði unnið að ýmsum nýjungum í skólastarfinu. Jafnframt að örva félagsstarf æskufólks og skapa því aðstóðu til hollra tómstundaiðk- ana, en þó í sem ríkustum mæli að laða fram krafta unga fólksins sjálfs. Við höfum áhuga á að byggja. Framhald á bls. 2fi."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.