Morgunblaðið - 27.05.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.05.1978, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1978 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MAl 1978 25 fHínrg* Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjórí Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthfas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fróttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og afgreiðsla Aöalstræti 6, sími 10Í00. Auglýsingar Aóalstræti 6, sími 22480. Askriftargjald 2000.00 kr. i mánuöi innanlands. 1 lausasölu 100 kr. eintakið. Hvatningarorð ^Ragnars í Smára IMorgunblaðinu í gær birtust hvatningarorð til Reykvíkinga frá Ragnari Jónssyni í Smára, sem ástæða er til að vekja athygli á. Ragnar Jónsson, segir: „Ég er bjartsýnn á úrslit borgarstjórnar- kosninganna. Síðustu viðbrögð stjórnar Geirs Hallgrímssonar eru spor í rétta átt og það þarf að fylgja þeim eftir með festu og sanngirni. Hér er rétt af stað farið, að leyfa þjóðinni að ræða sjálfan rauða þráðinn í verðbólguaðgerðunum, en þær eru hið eina raunhæfa um margra ára skeið, sem komið hefur fram hjá stjórnvöldum í þessari voðalegu dýrtíðarþróun, sem við höfum þurft að takast á við. Stjórn Reykjavíkurborgar orkar ekki tvímælis hjá borgurunum. Hvar sem maður hittir fólk er einhugur um, að borginni sé vel stjórnað og ekki hafðar blekkingar í frammi. Sannleikurinn er sá, að undanfarin ár hefur Reykjavíkurborg orðið að leggja grundvöllinn að nágrannasveitarfélögunum, sem eru á Stór-Reykja- víkursvæðinu og þannig átt ómetanlegan þátt í því menningarsam- félagi, sem hér er. Það hefur sýnt sig, að Reykjavíkurborg er í góðum höndum ungs og dugmikils borgarstjóra, Birgis Isl. Gunnarssonar, sem hefur haft forystu um ótrúlega uppbyggingu og glæsilega í borginni á síðustu árum. Glöggt er gests augað. Það fór ekki fram hjá mér, að Erró hafði orð á því þegar hann kom til Reykjavíkur eftir nokkuð langa útivist, hvað allt hefði breytzt ‘til hins betra og nefndi í því sambandi umhverfi Miklatúns og Kjarvalsstaði — þó að honum hafi aftur á móti blöskrað verðbólgan. En með síðustu aðgerðum ríkisstjórnar Geirs Hallgrímssonar hefur verið snúizt til varnar með þeim hætti, að það er mér að skapi. Ég trúi ekki öðru, en íslendingar meti enn sem fyrr það sem vel er gert og þá ekki sízt kjósendur í Reykjavík." Þessi hvatningarorð Ragnars í Smára eiga erindi til allra Reykvíkinga nú, sólarhring áður en kjörstaðir verða opnaðir vegna borgarstjórnarkosninga í Reykjavík. Þau verða áreiðanlega umhugsunarefni þeim fjölmörgu, sem að jafnaði styðja ekki Sjálfstæðisflokkinn í landsmálum, en hafa viljað stuðla að meirihlutastjórn eins sterks flokks í höfuðborginni, en stuðningur þessara kjósenda þarf til að koma, ef svo á að verða áfram. Hvatningarorð Ragnars í Smára verða einnig til þess að örva starf þess stóra hóps óbreyttra borgara, sem í dag og á morgun munu leggja af mörkum mikla, óeigingjarna vinnu til þess að stuðla að áframhaldandi meirihlutastjórn í Reykjavík, ekki vegna Sjálfstæðis- flokksins, heldur vegna Reykjavíkur og Reykvíkinga. Til þeirra sem hafa hugleitt að sitja heima eða skila auðu Þegar líður að kjördegi eru margir kjósendur búnir að gera upp sinn hug um það, hvernig þeir hyggjast verja atkvæði sínu, en aðrir eru enn óákveðnir og hneigjast jafnvel til þess að sitja heima eða skila auðu. Til þessara kjósenda vill Morgunblaðið beina þessum orðum. I kosningunum á morgun er ekki fyrst og fremst tekizt á um það, hvort Sjálfstæðisflokkurinn sem slíkur heldur meirihluta sínum í borgarstjórn Reykjavíkur. I kosningunum á morgun er tekizt á um það, hvort áfram verður í Reykjavík meirihlutastjórn eins flokks undir styrkri forystu núverandi borgarstjóra. Meirihlutastjórn eins flokks hefur gefizt Reykjavík vel. Um það munu langflestir borgarbúar sammála, að borginni sé vel stjórnað, og að ótrúlega lítið sé um gagnrýnisefni á hendur borgaryfirvöldum, þótt auðvitað fari ýmislegt úrskeiðis eins og alltaf er og alltaf hlýtur að verða. Meirihlutastjórn eins flokks hefur verið gæfa Reykjavíkur. Hún hefur komið í veg fyrir sundurlyndi og hrossakaup í borgarstjórn eins og verið hefur of oft í landsmáium. Þess vegna er meirihlutastjórn eins flokks ekki fyrst og fremst hagsmunamál Sjálfstæðisflokksins, sem hefur farið með þessa meirihlutaaðstöðu, heldur hagsmunamál höfuðborgarinnar og hagsmunamál Reyk- víkinga sjálfra. Þeir kjósendur, sem e.t.v. hafa hugsað sér, nú degi fyrir kjördag, að sitja heima eða skila auðu þurfa að hugleiða það, að með þeirri afstöðu geta þeir átt þátt í því að fella meirihlutastjórn Reykjavíkur, svo litlu sem munar. Aðeins nokkur hundruð atkvæði geta ráðið úrslitum. Tii þess að tryggja áfram meirihluta sjálfstæðismanna í borgarstjórn þurfa margfalt fleiri kjósendur til að koma en þeir sem að jafnaði styðja Sjálfstæðisflokkinn í landsmálum. Þeir sem e.t.v. hafa hugsað sér að sitja heima eða skila auðu þurfa að leggja sitt af mörkum til þess að tryggja þetta stjórnarfar í Reykjavík. Með því að greiða Sjálfstæðisflokknum atkvæði sitt í borgarstjórn vita þeir að hverju þeir ganga. Þeir vita hvaða stjórn þeir kjósa yfir sig og þeir vita, hvaða borgarstjóra þeir eru að kjósa. En með því að skila auðu eða sitja heima eru þeir í raun að stuðla að sigri minnihlutaflokkanna í borgarstjórnarkosningunum á morgun og þá ■ ru þeir um leið að kjósa yfir sig, samborgara sína og höfuðþorg ndsins, óvissu, öryggisleysi og öngþveiti, sem fylgir hrossakaupum ggja flokka, sem þá mundu taka við völdum. Þeir eru að kjósa Reykjavík vinstri stjórn af því tagi, sem kjósendur afþökkuðu •:ð svo eftirminnilegum hætti í alþingiskosningunum fyrir fjórum .rum. Þessi atriði þurfa þeir kjósendur að hugleiða, sem e.t.v. hafa . þessari stundu hugsað sér að sitja heima eða skila auðu. FjöbkyUuhátíð D-Hstans í Laugardalshöll í gærkveldi Kjósið áður en farið er úr bænum ATHYGLI þeirra, sem ekki verða heima á kjördag er vakin á því, að kjörfundur á morgun stendur frá klukkan 09 til klukkan 23 og eftir það verður ekki hægt að kjósa. Þeir sem ekki verða eima á kjördag geta hins vegar kosið utan kjörstaðar og í Reykjavík fer utankjör- staðakosningin fram í Mið- bæjarskólanum, gengið inn að norðan. Verður utankjörstaðar- kosningin opin í dag frá kl. 10 til 12,14 til 16 og frá klukkan 20 til 22. I Kópavogi fer utankjörstaða- kosning fram í Lögrelustöðinni að Auðbrekku 57, 1. hæð og verður kjörstaðurinn opinn í dag frá kl. 10 til 12, 13 til 15 og frá 18 til 20. Á Akureyri fer utankjörstaða- kosning fram að Hafnarstræti 107, 2. hæð og verður opið þar í allan dag til kl. 22 nema hvað lokað verður á tímanum 15.30 til 16.30 og milli kl. 19 og 20. Utankjörstaðarkosning fyrir Hafnarfjörð og Garðabæ fer fram að Strandgötu 31 í Hafnar- firði og verður opin í dag frá kl. 10 til 20. Á Seltjarnarnesi fer utankjörstaðarkosning fram á skrifstofu bæjarfógeta í Mýrar- húsaskóla og verður opið þar milli kl. 17 til 20. Annars staðar á landinu geta þeir, sem ekki eru heima á kjördag, kosið hjá sýslumönnum, bæjarfógetum og hreppsstjór- um. Bifreiðar á kjördag D—LISTANN, lista Sjálfstæðis- flokksins, vantar bifreiðar til aksturs á kjördag frá hinum ýmsu bifreiðastöðvum D-listans. Heita frambjóðendur á stuðningsfólk listans að bregðast vel við og leggja listanum lið, m.a. með því að skrá sig til aksturs á kjördag. Mjög áríðandi er að þeir, sem ætla að annast akstur fyrir D-listann á morgun, kj21ödag, láti skrá sig í dag í símum 86216 og 82900. Sjálfboða- liða vantar á kjördag D—LISTANN vantar fólk til margvíslegra sjálfboðastarfa á kjördag. Þeir, sem vilja leggja D—listanum lið með starfskröft- •um sínum á kjördag, eru vinsam- lega beðnir um að hafa samband við skrifstofur Sjálfstæðisflokks- ins, en skráning sjálfboðaliða fer fram í símum 86216 og 82900. Á kjördag geta sjálfboðaliðar einnig komið til starfa í starfsstöð sjálfboðaliða í Skeifunni 11 (að sunnanverðu). .* \ m. 1 1 : 1 Hátíðinni lauk með fjöldasöng —undir stjórn Þuríöar Pálsdóttur FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ D-listans, lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, var haldin í Laugar- dalshöllinni í gærkvöldi. Dagskrá hátíðarinnar var fjölbreytt og var góður rómur gerður að flutningi skemmtiatriða og ávörpum. Aðal- ræðu kvöldsins flutti borgarstjór- inn í Reykjavík, Birgir ísleifur Gunnarsson. Hátíðin hófst með leik „big band“-hljómsveitar Björns R. Ein- arssonar, sem flutti dagskrána „Ragtime í Reykjavík", en áður hafði Lúðrasveit Reykjavíkur leik- ið um stund úti fyrir Laugardals- höllinni. Þessu næst fluttu ávörp Sigurjón Á. Fjeldsted, Elín Pálma- dóttir og Davíð Oddsson. Hljómsveitin Brimkló og Björg- vin Halldórsson söngvari fluttu nokkur lög, en að því loknu tók Albert Guðmundsson, til máls og ávarpaði viðstadda. Þá fluttu þau Rúrik Haraldsson leikari og Krist- ín Jóhannsdóttir söngkona dag- skrá úr ljóðum Tómasar Guð- mundssonar ásamt hljómsveitinni Melchior. Sem fyrr sagði flutti Birgir Isleifur Gunnarsson, borg- arstjóri aðalræðu kvöldsins og var máli hans fagnað með dynjandi lófataki. Að síðustu steig Þuríður Páls- dóttir, í ræðustól og flutti ávarp. Að loknu ávarpi sínu bað Þuríður frambjóðendur á D-listanum að koma upp á sviðið og stjórnaði söng þeirra í laginu „Ég vil elska mitt land“. Þá sungu frambjóðend- ur og hátíðargestir sameiginlega „Ó fögur er vor fósturjörð" og tóku viðstaddir vel og hraustlega undir í söngnum. Markús Örn Antonsson, var kynnir á hátíðinni í veikindafor- föllum Ólafs B. Thors. Sleit Markús hátíðinni með ávarpi og minnti á að sigur D-listans í komandi borgarstjórnar- kosningum ynnist ekki nema allt stuðningsfólk listans legðist á eitt — sigur D-listans væri sigur Reykjavíkur. Fjölskylduhátíð D-listans í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Ljósm. Mbl. ól. K. Magn. í anddyri Laugardalshallarinnar var barnagæzla og þar gátu yngstu gestir hátíðarinnar leikið sér að margvíslegum leiktækjum. Rúrik Haraldsson leikari flutti dagskrá úr ljóðum Tómasar Guðmundssonar ásamt söngkonúnni Kristínu Jóhannsdóttur og hljómsveitinni Melchior. Ljósm. RAX. Frambjóðendur D-listans leiða fjöldasöng undir stjórn Þuríðar Pálsdóttur söngkonu. Ljósm. Mbl. RAX.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.