Morgunblaðið - 10.06.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.06.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1978 3 Eyfirzkir hesta- menn halda mót á melgerðismel- um um helgina HESTAMENN í Eyjafiröi gangast um helgina fyrir móti á Melgeröismel- um og er mótið kennt við staðinn. Hefst dagskró mótsins í dag, laugardag, kl. 10 með héraðssýn- ingu kynbótahrossa og forskoðun kynbótahrossa fyrir komandi lands- mót hestamanna. Þá fara fram undanrásir kappreiða. Á sunnudag hefst dagskráin kl.41 með fyrrihluta gæðingadóma, eftir hádegi eða 13.30 fara hestamenn í hópreið um svæðið, lýst verður dómum kyn- bótahrossa og seinnihluti gæðinga- dóma fer fram. Að síðustu fara fram úrslit kappreiða. Á annaö hundrað hross eru skráó til keppni á mótinu og óvenjumörg hross í skeiði. Að sögn forráðamanna mótsins er aöstaöa fyrir áhorfendur hin ákjósanlegasta á mótssvæöinu og næg tjaldstæði eru til staðar, ef fjölskyldur kjósa að verja helginni til útilegu. Svæöiö á Melgeröismeium er í eigu þriggja hestamannafélaga í Eyjafirði, Léttis, Funa og Þráins. Birgir ísleifur Gunnarsson: Hinir nýju valdhafar taka við blómlegu búi Vonandi tekst þeim að varðveita það Við þá breytingu sem verður á stjórn Reykjavíkurborgar með nýjum meirihluta í borgarstjórn vaknar sú spurning hver fjárhagsstaða borgarinnar var þegar sjálfstæðismenn létu af stjórn hinn 29. maí sl. Til þess að fá svar við þeirri spurningu hefur Morgunblaðið snúið sér til Birgis ísl. Gunnarssonar og átt við hann stutt samtal um f járhagsstöðu borgarinnar við þessi þáttaskil og fara ummæli hans hér á eftir. — Þegar meta á fjárhagsstöðu borgarinnar er rétt að huga aðallega að þremur atriðum, segir Birgir Isl. Gunnarsson. — I fyrsta lagi eru það reikningar borgarsjóðs fyrir árið 1977, í öðru lagi hvernig líklegt er að fjár- hagsáætlun þessa árs standist og í þriðja lagi hvernig greiðslu- staða borgarsjóðs verður á þessu ári. Reikningar fyrir árið 1977 — Reikningar borgarinnar og fyrirtækja hennar eru senn til- búnir og fylgdist ég að sjálfsögðu með gerð reikningsins allt til þess tíma ér ég lét af störfum sem borgarstjóri. Þetta er reikningur fyrir síðasta heila árið sem ég gegndi borgarstjórastarfi. í heild má segja að hér sé um hagstæðar niðurstöður að ræða. Nefna má að heildartekjur borgarsjóðs árið 1977 fóru um 3,8% fram úr áætlun og heildar rekstrargjöld borgarinnar 4,8% fram úr áætl- un. Verður það að teljast góð útkoma þegar höfð er í huga sú mikla verðbólga sém var á árinu 1977. Það ber vott um aðhald í rekstri. Þá er og rétt að benda á að greiðslufjárstaða borgarinnar batnaði á árinu, aukning varð á eigin veltufé um 800 millj. kr. og hlutfall á milli veltufjármuna og skammtímalána er rúmlega 3 sem verður að teljast mjög gott miðað við það sem gerist í rekstri almennt hér á landi. Verið er að leggja síðustu hönd á reikninginn og verður hann væntanlega lagð- ur fyrir fund borgarstjórnar í byrjun júlímánaðar. Fjárhagsáætlun fyrir árið 1978 — Ljóst er, segir Birgir Isl. Gunnarsson, — að breytingar hljóta að verða á fjárhagsáætlun þeirri sem samþykkt var í upp- hafi áss 1978. Þrátt fyrir við- námsaðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn verðbólgu er ljóst að útgjöld vegna verðhækkana verða meiri en gert var ráð fyrir. Að vísu varaði ég við því í ræðu sem ég hélt við framlagningu áætlunar- innar að svo kynni að fara. Samkvæmt því sem nú liggur fyrir verða launahækkanir um- fram það sem fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 247 millj. kr. I áætlun ársins var gert ráð fyrir verðhækkunum að upphæð 349,2 millj. kr. Hér er um að ræða hækkun á rekstri en auk þess mun kostnaður við framkvæmdir hækka allverulega. A móti þess- um hækkunum kemur einhver tekjuhækkun og þá má benda á að ýmis verk eru ekki enn komin af stað. Ég gætti þess alltaf að hafa þann hátt á að setja ekki öll verk í gang í byrjun árs þannig að svigrúm væri til að draga úr framkvæmdum síðar á árinu ef nauðsynlegt væri vegna verð- hækkana. Ég fæ ekki betur séð, en nauðsynlegt sé að taka fjárhags- áætlunina upp til endurskoðunar, segir Birgir Isl. Gunnarsson, — eins og gert var á síðasta ári og var reyndar ekki dregin dul á það í kosningabaráttunni. Greiðslustaðan — Ég vil fyrst geta þess, að meðan ég var í starfi fylgdist ég með gerð greiðsluáætlunar, en það verk er nú á lokastigi. Greiðsluáætlun fjallar um lausa- fjárstöðu borgarinnar frá mánuði til mánaðar. í henni er spá um það hvernig áætlað er að tekjur Framhald á bls. 27 • Litsjónvarpskynning t Tæknimenn verða yður til aðstoðar. • Sölumenn til leiðbeiningar. • Allir sem koma a sjonvarps- kynninguna, fá aðgangskort, sem jafnframt gildir sem happdrættismiöi. í verðlaun eru: 1. Litasjónvarp frá N0RDMENDE 2. Tölvuúr 3. Hljómplötur 1, Viðskiptavtnurinn er mikilvægastur«öltum viðskiptum. 2. Viðskiptavinurinn er ekki háður okkur. Við erum háð honum. 3. Viðskiptavinurinn truflar ekki vinnu okkar, hann er tilgangur hennar. 4. Viðskiptavinurinn gerir okkur greiða að líta inn. Viö gerum honum engan greiða að bíða eftir honum. 5. Viöskiptavinurinn er hluti af verzluninni, ekki boðflenna. 6. Viðskiptavinurinn er ekki bara peningar í kassann. Hann er mannleg vera meö tilfinning- ar eins og okkar. 7. Viöskiptavinurinn er manneskja sem kemur til okkar með óskir sínar og þarfir, það er starf okkar aö uppfylia þær. 8. Viðskiptavtnurinn á ekki annaö skilið en alla þá kurteisi, sem við getum sýnt honum. Hann er lífæð þessa og allra fyrirtækja. rn BUÐIN er sérverzlun meö sjónvörp og hljómtæki. Radíóbúðin er sérverzlun allra Skipholti 19, Reykjavík, sími 29800.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.