Morgunblaðið - 10.06.1978, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.06.1978, Blaðsíða 33
I Vinsældalistar og fréttir ör poppheiminum.... Vinsœldalistar SMOKIE, sem leit inn á listahátíð um daginn, tók stórt stökk upp brezka vinsældalistann í vikunni. Lagið, sem hljómsveitin gerir það nú gott með, nefnist „Oh Carol“, en hljómsveitin flutti það á hljómleikunum hér í vikunni. Ekki getur það talist einkennandi fyrir Smokie og er byggt á ragtime-tónum. Til að gera langa sögu stutta þá eru breytingar annars staðar litlar og því birtum við vinsældalistana án frekari orða. London . 1. (1) Rivers of Babylon — Boney M. 2. (13) You’re the one that I want — John Travolta og Olivia Newton-John 3. (2) Boy from New York city — Darts 4. (3) If I can’t have you — Yvonne Elliman 5. (4) Night fever — Bee Gees 6. (8) What a waste — Ian Dury (7) Love is in the air — John Paul Young 8. (10) Ca plane pour moi — Plastic Bertrand 9. (21) Oh Carol — Smokie 10. (6) Because the night — Patti Smith Tvö lög jöfn í sjötta sæti. New York 1. (1) Shadow dancing — Andy Gibb 2. (2) Too much, too little, too late — Johnny Mathis og Deniece Williams 3. (3) You’re the one that I want — John Travolta og Olivia Newton-John 4. (9) Baker street — Gerry Rafferty 5. (5) Baby hold on Eddie Money 6. (6) Feels so good — Chuck Mangione (8) It’s a heartache — Bonnie Tyler 8. (4) With a little luck — Wings 9. (7) The closer I get to you — Roberta Flack og Donny Hathaway 10. (13) Love is like oxygen — Sweet Tvö lög jöfn í sjötta sæti. Amsterdam 1. (1) Rivers of Babylon — Boney M. 2. (2) Substitute — Clout 3. (3) Ca plane pour moi — Plastic Bertrand 4. (4) Night fever — Bee Gees 5. (6) Met de vlam in de pjip — Henk Wijngaard 6. (5) Lady McCorey — Band Zonder Naam (7) Eagle - ABBA 8. (8) Presence dear — Blondie 9. (—) Acht de Rhododendrons — Tol Hansse 10. (13) If you can’t give me love — Suzi Quatro Tvö lög jöfn í sjötta sæti. Bonn 1. (2) Rivers of Babylon — Boney M. 2. (1) Take a chance on me —. ABBA 3. (4) Stayin’ alive — Bee Gees 4. (5) For a few dollars more — Smokie 5. (9) Runaround Sue — Leif Garrett 6. (16) Night fever — Bee Gees (12) If paradise is half as nice — Rosetta Stone 8. (3) If you can’t give me love — Suzi Quatro Tvö lög jöfn í sjötta sæti. Hong Kong 1. (5) I was only joking — Rod Stewart 2. (4) You’re the one that I want — John Travolta og Olivia Newton-John 3. (6) Night fever — Bee Gees 4. (2) Dust in the wind — Kansas 5. (7) With a little luck — Wings 6. (1) Emotion — Samantha Sang (3) Fantasy — Earth, Wind and Fire 8. (9) Ego — Elton John 9. (8) Falling — Le Blanc og Carr 10. (12) It’s a heartache — Bonnie Tyler Boney M. Lestarrœningi með Sex Pistols Ný lítil plata með hljómsveit- inni Sex Pistols er væntanleg á markaðinn á næstunni en frekar hljótt hefur verið um hljóm- sveitina síðan söngvari hennar Johnny Rotten, hætti í henni fyrr í vetur. Þá kemur út seinna á árinu breiðskífa með ræfla- rokkurunum og eru lögin á henni úr kvikmynd um hljóm- sveitina sem frumsýnd verður í haust. Á litlu-plötunni eru lögin „God bless the Sex Pistols" og „My way“ og syngur lestarræn- inginn Ronnie Briggs fyrr- nefnda lagið. Briggs er þekktur fyrir hlut sinn í „lestarráninu mikia" í ágúst 1963 en þá var hann í hópi 11 ræningja sem rændu póstlestina London-Glas- gow skammt utan við London. Að undanförnu hefur Briggs dvalið í Brasilíu og þar kynntust meðlimir Sex Pistols honum. Síðarnefnda lagið syngur bassaleikari Sex Pistols, Sid Vicious. Bæði lögin eru af breiðskíf- unni og er búizt við að fleiri lög af henni verði gefin út á litlum plötum áður en skífan sjálf sér dagsins ljós. Lögin eru flest ný en þó eru nokkur eldri innan um og voru þau hljóðrituð á hljóm- leikum. Kvikmyndin um Sex Pistols mun vera nokkurs konar heim- ildarkvikmynd og er saga hljómsveitarinnar rakin í tali og tónum. Frá því Rotten hætti í hljóm- sveitinni hefur enginn söngvari verið í henni og hafa hljómsveit- armeðlimirnir þrír séð um sönginn. Nú mun eiga að bæta úr þ.ví og hefur. hljómsveitin auglýst eftir söngvara. Hafa nokkrir þegar verið reyndir en enginn hefur talizt nógu góður að mati þremenninganna. Frá Rotten er það hins vegar að segja að hann hefur stofnað nýja hljómsveit og er nú í þann mund að hefja hljóðritanir á nýrri hljómplötu. Bítlatónleikar á veðhlaupabraut JAPANSKUR auðkýfingur skýrði nýlega frá því að hann hefði mikinn hug á að reyna að fá Bítlana til áð koma saman og halda eina tónleika á veðreiða- braut í Liverpool. Er Japaninn reiðubúinn að borga Bítlunum sem svarar allt að 11,8 milljörð- um króna, ef þeir halda tón- leika. Japaninn heitir Rocky Aoki og er fyrrum olympíumeistari í fjölbragðaglímu. Kveðst Aoki þekkja Yoko Ono konu John Lennons vel, og ætti það að auðvelda honum allar samn- ingaviðræður við Lennon. Aoki þessi reyndi nýlega að kaupa frægasta veðhlaupahest Bretlands, Red Rum, og hauð hann 250 milljónir fyrir hestinn, en eigandinn vildi ekki selja. Nú er Japaninn að gera tilboð i veðreiðabraut í Liverpool og hefur hann boðið 2,3 'mlljarða króna i brautina. Að dómi Aoka gætu tekjur af hljómleikum Bítlanna og plötu- útgáfu numið allt að 7' .illjarði króna. Margoft áður hefur verið reynt að fá Bítlana til að halda tónleika, en þær tilrnunir hafa hingað til allar farið ut um þúfur. Eyðilögðu te-sjálfsala Ian Dury Hljómsveitin Sham 69 hélt nýlega tónleika í skóla einum í London. Mikil ólæti urðu á tónleikunum og áhorfendur skemmdu og eyðilögðu verðmæti inni í tónleikasalnum fyrir um 7.500 sterlingspund (3.6 milljónir króna). Það voru þó ekki nemendur skólans sem gengu berserksgang heldur utanaðkomandi lýð- ur. Tónlistin æsti þá svo upp að fyrr en varði logaði allt í slagsmálum og illind- um. Allt sem til náðist var eyðilagt, þar á meðal for- láta te-sjálfsali, sem nem- endur skólans mátu mikils. Einn kennara skólans við- urkenndi eftir tónleikana að tónlistin hefði haft svo mikil áhrif á hann að hann hefði verið að því kominn að mála slagorð á veggi skólans, með málningu sem hann hafði tekið af einum ólátaseggnum. MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1978

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.