Morgunblaðið - 10.06.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1978
31
Ólafur Ragnar Grímsson:
Tillögur Alþýðu-
bandalagsins
í efnahagsmálum
Ábending til leiðarahöfundar
í leiöara Morgunblaðsins í fyrra-
dag var með þó nokkrum þjósti sett
fram eftirfarandi krafa: „Stjórnar-
andstöðuflokkarnir Alþýðuflokkur
og Alþýðubandalag verða að svara
því í þessari kosningabaráttu hver
stefna þeirra í efnahagsmálum er.“
Til að undirstrika mikilvægi
kröfunnar var fyrirsögn leiðara-
hlutans: „Alþýðuflokkur og Alþýðu-
bandalag verða að svara“.
Það hefur stundum verið sagt, að
oft sé mikiö að gera á stóru heimili.
Sá aragrúi efnis sem að Morgun-
blaðinu berst kann stundum að fara
fyrir ofan garð og neðan, einkum og
sér í lagi þegar hitna tekur í
kolunum og mikið er í húfi. Því ber
að fyrirgefa leiðarahöfundi blaðsins
að hin ítarlega tillögugerð Alþýðu-
bandalagsins í efnahags- og atvinnu-
málum skuli hafa farið framhjá
honum, jafnvel þótt ágætur frétta-
maður Morgunblaðsins hafi sótt
blaðamannafund sem Alþýðubanda-
lagið hélt fyrir rúmum fjórum vikum
til að kynna hina umfangsmiklu
tillögugerð flokksins. Það er því ekki
nema sjálfsagt og eðlilegt að veita
enn á ný svar við þeirri spurningu
sem borin er fram í leiðaranum.
Hins vegar verður Alþýðuflokkurinn
látinn um að svara fyrir sig, en þess
má geta að fyrir nokkru síðan gaf
hann út tíu litla punkta um efna-
hagsmál sem í fólst nokkur vísir að
stefnu.
Tillögur Alþýðubandalagsins í
efnahags- og atvinnumálum skiptast
í tíu meginkafla og er þar að finna
samtals um 120 sérstök stefnuatriði.
Tillögurnar voru í maí gefnar út í
sérstöku aukablaði Þjóðviljans sem
prentað var í 60 þús. eintökum og
sent inn á hvert heimili í landinu. I
samfelldu máli taka tillögurnar
heilar fjórar síður í dagblaði og er
það hrein ofætlun, þótt kurteisi
Morgunblaðsins sé mikil, að ætlast
til þess að blaðið prenti þær allar.
Hér verða því aðeins helstu efnis-
þættir raktir og vikið sérstaklega að
rekstrargrundvelli undirstöðuat-
vinnuveganna, einkum sjávarút-
vegsins, sem vikið var að í leiðara
Morgunblaðsins.
í inngangi tillagnanna eru rakin
markmið þeirra og meginefni og
greint frá þeim þremur höfuðhlutum
sem þær skiptast í, þ.e. tillögur um
tafarlausar aðgerðir í efnahags-
málum sem kæmu til framkvæmda
á næstu sex mánuðum, tillögur um
nýja stefnu í efnahagsmálum sem
felur í sér fjárfestingarstjórn, áætl-
anagerð, niðurskurð á hinu marg-
falda þjónustu- og dreifingarkerfi í
einkarekstri og einföldun í ríkis-
kerfinu, breytta stefnu í orkumálum
og í stjórn ríkisfjármálanna._ Þriðji
og síðari hlutinn ber heitið íslensk
atvinnustefna og felur í sér
ítarlegar tillögur um þróun sjávarút-
vegs, iðnaðar og landbúnaðar. Skýrt
er tekið fram að framkvæmd tillagn-
anna þurfi að byggjast á nánu
samstarfi og samráði vinveitts
ríkisvalds við samtök launamanna,
sjómanna og bænda. Tillögurnar
mótast af ríkjandi aðstæðum og
miðast við stefnumótun sem fleiri en
alþýðubandalagsmenn eiga að geta
aðhyllst.
í tillögugerðinni er fjallað um
helstu orsakir vandans í efnahags-
málum og er þeirri greiningu skipt
í tiu áhersluatriði: 1) Látlaus
viðleitni ríkisvaldsins til að breyta
tekjuskiptingunni launafólki í óhag,
2) skipulagslaus fjárfesting, 3)
erlend eyðslulán, 4) stjórnleysi í
fjármálum ríkisins, 5) ranglátt
Hannes H. Gissurarson:
Hvers vegna svaraði
Benedikt Gröndal
ekki spumingunni?
Fyrir nokkru sátum við Bene-
dikt Gröndal ráðstefnu í Reykja-
vík, og var umræðuefnið „Hlutverk
varnarliðsins". Benedikt hélt
stutta tölu um það og tók undir þá
skoðun annarra ráðstefnugesta, að
mikilvægi varnarstöðvarinnar
hefði fremur aukizt en hitt síðustu
árin. Stuðningsmenn vestræns
lýðræðisskipulags og varna þess
eru allir þessarar skoðunar, því að
viðsjár hafa mjög aukizt á al-
þjóðavettvangi, vígbúnaður
Kremlverja, sem er miklu meiri en
varnir landa þeirra gefa tilefni til,
og íhlutun þeirra í málefni Afríku-
búa hafa valdið almennum áhyggj-
um síðasta árið. Þeir hafa einnig
þverbrotið mannréttindareglur
Helsinkisáttmálans og með því
sýnt í verki, að yfirlýsingar og
Benedikt Gröndal, formaður Al-
þýðuflokksins
undirskriftir valdhafa í alræðis-
ríkjum eru lítils virði. En er
Alþýðuflokknum treystandi í
varnarmálunum? Hann gerði til-
lögu um það á þingi árið 1973 að
„láta rannsaka hvort Island geti
verið óvopnuð eftirlitsstöð í sam-
bandi við það öryggisbandalag
sem landið er aðili að en síðar
meir á vegum Sameinuðu þjóð-
anna“. (En mikill meirihluti „Sam-
einuðu þjóðanna" og þeirra hlut-
lausu þjóða, sem sumir draumóra-
menn kjósa samvinnu við, býr við
einræðisskipulag.) Alþýðuflokkn-
um var að minnsta kosti ekki
treystandi í varnarmálum árið
1973. En árið 1978? Ég spurði því
Benedikt Gröndal þessarar spurn-
ingar að tölu hans lokinni:
Gerir Alþýðuflokkurinn það að
úrslitaskilyrði fyrir aðild að
vinstri stjórn, að varnarliðinu
verði ekki vísað úr landinu og
þjóðinni þannig ekki tryggðar
fullar varnir?
Þessari spurningu svaraði Bene-
dikt ekki beinum orðum, heldur
fór nokkrum almennum og merk-
ingarlitlum orðum um varnamálin
— og hafði þó sagt, að mikilvægi
varnarstöðvarinnar hefði fremur
aukizt en hitt! En allir stuðnings-
menn vestræns lýðræðisskipulags
og varna þess hljóta fyrir komandi
þingkosningar að spyrja sjálfa sig
— og Benedikt — þessarar spurn-
ingar og bæta við annarri: Hvers
vegna svaraði Benedikt Gröndal,
formaður Alþýðuflokksins, spurn-
ingunni ekki?
skattakerfi, 6) misheppnuð stjórn
peningamála, 7) haldlitið verðlags-
eftirlit, 8) röng beiting verðjöfunar-
sjóða, 9) dýr yfirbygging og 10)
misnotkun viðskiptafrelsis.
Að lokinni greiningu á orsökum
vandans koma tillögur um fyrstu
aðgerðir. Þær skiptast í þrjá megin-
hluta. í fyrsta lagi lækkun vöru-
verðs, m.a. með niðurfellingu sjö
söluskattsstiga, lækkun verslunar-
álagningar og lækkun vaxta á
afurða- og rekstrarlánum til út-
flutninggsatvinnuveganna. Annar
hlutinn fjallar um tekjuöflun ríkis-
sjóðs til að vega upp á móti 13
milljarða tekjumissi sem stafar af
lækkun söluskattsins. Þriðji hlutinn
fjallar um tolla- og gengismál.
Þessum fyrstu aðgerðum er hins
vegar aðeins ætlað að skapa svigrúm
til að taka upp gerbreytta stefnu í
efnahags- og atvinnumálum sem í
grundvallaratriðum fæli í sér eflingu
gjaldeyrisskapandi og gjaldeyris-
sparandi framleiðslugreina og niður-
skurð á þeirri óhóflegu yfirbyggingu
og milliliðastarfsemi sem hér hefur
þróast á fjölmörgum sviðum. Það
yrði of langt mál að gera grein fyrir
öllum hinum ítarlegu tillöguliðum,
en til að gefa yfirlit yfir efnisþætti
þeirra verður hér birt skrá yfir
kaflaheiti þessara þátta í tillögu-
gerðinni:
5. Ný efnahagsstefna. Markviss
framleiðslustfna 5.1. Fjárfestingar-
stjórn — lánamarkaður — sveiflu-
jöfnun 5-l.l.Áætlunargerð — fjár-
festingarstjórn 5.1.2. Lánastefna —
verðtrygging 5.1.3. Gengisskráning
— sveiflujöfnun 5.2. Gerbreytt
skattakerfi 5.2.1. Grundvallaratriði í
umsköpun skattakerfisins 5.2.2.
Breytingar á skattgreiðslum fyrir-
tækja og rekstraraðila 5.2.3. Skattar
á verðbólgugróða 5.3. Niðurskurður á
yfirbyggingu 5.3.1. Bankakerfið 5.3.2.
Milliliðastarfsemi 5.3.3. Inn-
flutningsverslun 5.3.4. Ríkisrekstur
5.4. Stjórn peningamála og verðlags-
eftirlit 5.4.1. Endurskoðun á hlut-
verki Seðlabankans 5.4.2. Virkara
verðlagseftirlit: Nýir starfshættir
5.5. Bætt lífskjör 5.5.1. Samnings-
frelsi — verðbætur á laun 5.5.2.
Félagslegar aðgerðir og samneysla 6.
íslensk atvinnustefna —
framleiðsluþróun 6.1. Grund-
vallaratriði íslenskrar atvinnustefnu
6.2. Sjávarútvegur og fiskvinnsla
6.2.1. Áætlunargerð og sölustarfsemi
6.2.2. Veiðar og verkun aflans 6.3.
Iðnaður 6.3.1. Skipulagning og
forysta 6.3.2. Almennur iðnaður
6.3.3. Orkufrekur iðnaður 6.4. Land-
búnaður 6.4.1. Stýring
framleiðslunnar 6.4.2. Sáttmáli
launamanna og bænda 6.4.3. Kjara-
samningar bænda 6.5. Nýting og
varðveisla íslenskra auðlinda 6.5.1.
Umhverfisvernd 6.5.2. Eignarréttur
að náttúruauðlindum 6.5.3. Nýting
orkulinda 6.5.4. Skipulag orkumála
Þeir sem vilja kynna sér þær
tillögur sem felast í framangreind-
um efnisflokkum geta aflað sér
sérrits Þjóðviljans um þetta efni eða
fengið hið sérstaka stefnurit sem
Alþýðubandalagið er nú að gefa út.
Þær tillögur sem snerta stöðu
undirstöðuatvinnuveganna eru bæði
margar og margvíslegar og fela í sér
Umferðar-
fræðsla 5 og
6 ára bama
í DAG, 7. júní, hefst í Reykjavík
umferðarfræðsla fimm og sex ára
barna og verður hún fyrst í Voga-
skóla og Fellaskóla. Eru það lögregl-
an og umferðarnefnd Reykjavíkur,
sem annast þessa fræðslu en sýnt er
brúðuleikhús, kvikmynd og fleira er
á dagskrá.
Fræðslan fer fram sem hér segir:
6 ára5 ára
börn börn
7.-8. júní Fellaskóli 09.3011.00
Vogaskóli 14.0016.00
9.-12. júní Melaskóli 09.3011.00
Austurbæjarsk. 14.00 16.00
13.-14. júní Hlíðaskóli 09.3011.00
Breiðagerðisssk 14.00 16 00
15.-16. júní Langholt 09.30 11.00
Arbæjarskóli 14 oo 16.00
19.—20. júní Álftamýrarsk. 09.30 11.00
Laugarnes.sk. 14.0016.00
21.-22. júní Fossvogsskóli 09.3011.00
Hóla-
brekkuskóli 14.0016.00
23.-26. júní Hvassaleitissk. 09.30 11.00
Breiðholtsskóli 14.00 16.00
27.-28. júní Ölduselsskóli 09.30 11.00
samfellt kerfi aðgerða sem miða að
grundvallarbreytingum á stöðu,
skipulagi og rekstrarformum á þessu
sviði efnahagslífsins. Má í því
sambandi benda á ýmsa þá liði sem
felast í tillögum um fyrstu aðgerðir,
tillögur um áætlunargerð og fjár-
festingarstjórn og verðjöfnunarsjóð
fiskiðnaðarins, tillögu um
stighækkandi fasteignaskatt sem
verði lagður á skrifstofu- og
verslunarhúsnæði og verði tekjum af
honum varið til framleiðslu- og
framleiðniskapandi aðgerða hjá út-
flutningsatvinnuvegunum, ítarlegar
tillögur um áætlunargerð og sölu-
starfsemi i sjávarútvegi og yfirlit
yfir möguleika á vinnslu síldar,
djúprækju, loðnu, kolmunna og
botnfisktegunda, uppbyggingu nýrra
framleiðslugreina svo sem byggingu
fiskréttaverksmiðja, framleiðslu á
manneldismjöli og fjölmörg önnur
atriði.
Það eru hins vegar grundvallar-
atriði þessarar tillögugerðar að
skapa um það sem víðtækasta
samstöðu að atvinnulíf á íslandi
verði í höndum innlendra aðila og
horfið verði af braut erlendrar
stóðiðju, að félagslegur rekstur verði
efldur og þannig stuðlað að forræði
fólksins sjálfs yfir framleiðslutækj-
um og vinnuskipulagi. Þar sem ljóst
er að verulegur vandi atvinnulífsins
stafar af gjaldþroti einkaframtaks-
ins og skipulagsleysi framleiðslunn-
ar, sbr. fjölda og rekstur fiskvinnslu-
fyrirtækja á Suðurnesjum, er mark-
viss áætlunargerð og fjárfestingar-
stjórn grundvallaratriði breytinga á
þessu sviði. Félagsleg eignaform,
samruni fyrirtækja og ný samvinnu-
form þurfa að vera meginþættir í
bættum rekstri atvinnuveganna.
Þótt þessi grein sé vafalaust orðin
of löng hefur hér aðeins verið unnt
að rekja tillögugerð Alþýðubanda-
lagsins í stórum dráttum. Svarið við
spurningu leiðarahöfundar liggur
ljóst fyrir. Hitt er svo annað mál að
enginn annar stjórnmálafjokkur á
Islandi hefur sent frá sér jafnítar-
legar tillögur. Athyglisverðast er þó
að Sjálfstæðisflokkurinn skuli í
þessum kosningum ekki hafa birt
neinar sjálfstæðar tillögur í efna-
hagsmálum heldur eingöngu flutt
boðskap sinn í samvinnu við Fram-
sóknarflokkinn. Þykir sumum það
heldur lágt ris.
Síðustu
sýning-
ar íIðnó
Seinustu sýningar Leikfélags
Reykjavíkur í Iðnó og Austur-
bæjarbíói á þessu leikári verða nú
um helgina. Skáld-Rósa éftir Birgi
Sigurðsson verður sýnd á sunnu-
dagskvöld, en verkið hefur verið
sýnt 55 sinnum frá áramótum.
Seinasta sýning á verki Jónasar
Árnasonar „Valmúinn springur út
á nóttunni" verður á laugardágs-
kvöld. Bæði þessi verk verða að
öllum líkindum tekinn til sýninga
aftur í haust. „Blessað barnalán"
eftir Kjartan Ragnarsson verður
sýnt í síðasta sinn í Austurbæjar-
bíói á laugardagskvöld, en síðan
verður farið í leikferð með verkið
um Austur- og Norðurland.
Sýningar Leikfélagsins í vetur
eru orðnar alls 130 og áhorfendur
um 80.000. — Þó leikári ljúki hér
í Reykjavík, verður sýningum
haldið áfram fram í júlímánuð í
leikferðum, auk „Blessaðs barna-
láns“ munu Skjaldhamrar eftir
Jónas Árnason fara á flakk og
verða sýndir á Akureyri vikuna
eftir Jónsmessu, en Leikfélag
Akureyrar kemur í heimsókn
suður og sýnir Hunangsilm eftir
Shelagh Delaney og barnaleikritið
Galdraland eftir Baldur Georgs í
Iðnó í næstu viku.
Unnur Svein-
bjarnardótt-
ir fær styrk
ÍSLENZKRI stúlku, Unni Svein-
bjarnardóttur, hefur verið veittur
námsstyrkur úr tónlistarsjóði
Leonie Sonnings. Unnur er ein af
fimm Norðurlandabúum sem fá
styrkinn að þessu sinni. Styrkur-
inn er milli 10.000 og 15.000
danskar krónur.
Unnur Sveinbjarnardóttir spilar
á lágfiðlu.
andharIsen: Ósannindi
Svövu Jakobs-
dóttur í sjónvarpi
I hinni svokölluðu flokkskynn-
ingu Alþýðubandalagsins nú fyrr í
vikunni viðhafði Svava Jakobs-
dóttir ósannindi og rangfærslur
um stefnumál ungra sjálfstæðis-
manna sem ástæðulaust er að láta
hana komast upþ með.
Frú Svava sagði eitthvað á þá
leið, að núna væri það eitt helsta
stefnumálið hjá sjálfstæðismönn-
um, er þeir ræddu um báknið burt,
að sjúklingar á sjúkrahúsum skuli
sjálfir kosta uppihald sitt. Um leið
minntist Svava á þaö, að það væri
yfirlýst stefna Sjálfstæðisflokks-
ins að gera hlut gamals fólks sem
minnstan, og að sjúklingar og eldri
borgarar yrðu verst úti ef takast
mætti að koma þeim stefnumálum
fram sem fram voru sett undir
kjörorðinu „Báknið burt“. Þetta er
vísvitandi fölsun og ósannindi hjá
frú Svövu.
Hið sanna í þessu máli er það,
að ungir Sjálfstæðismenn hafa
lagt það til, að efnaðir borgarar
greiddu sjálfir til dæmis fæðis-
kostnað, ef þeir þurfa að leggjast
inn á sjúkrahús til skammrar
dvalar. Ungir sjálfstæðismenn
hafa bent á það, að ástæðulaust sé
fyrir hátekjumenn að fá skyndi-
lega frítt að borða þó þeir láti
leggja sig inn á sjúkrahús til
rannsóknar í örfáa daga. Því
skyldi maður sem hefur yfir tíu
milljónir í árstekjur ekki greiða
sjálfur matinn sinn þann tíma sem
verið er að kanna í honum of háan
blóðþrýsting, svo dæmi sé nefnt?
Ætti frú Svava Jakobsdóttir að fá
frían mat á sjúkrahúsi ef hún fær
botnlangabólgu?
Sannleikurinn er sá, að spara
mætti milljónatugi á því að láta
hina efnameiri greiða sjálfa fyrir
skammar dvalir sínar á sjúkrahús-
um og heilsuhælum. Þeim sem
minni hafa tekjur verður að
sjálfsögðu áfram séð fyrir ókeypis
sjúkrahúsvist, og sama á að gilda
um alla langlegusjúklinga. Þetta
fólk mun engu tapa, en það eru ef
til vill þeir hæst launuðu sem
Alþýðubandalagið ber fyrir
brjósti?
Um málefni gamla fólksins, og
ummæli frú Svövu í garð Sjálf-
stæðisflokksins er óþarft að hafa
mörg orð. Henni væri nær að gera
samanburð á kjörum þess fólks nú
og á stjórnartíma vinstri stjórnar-
innar. Gamla fólkið þekkir þann
mismun, og þarf ekki á að halda
blekkingum frú Svövu Jakobsdótt-
ur til að þekkja kjör sín.
Hér er um vísvitandi blekking-
ar, falsanir og rangfærslur að
ræða seni þingmaðurinn ætti að
biðjast afsökunar á. Eða er það ef
til vill svo, að þessi óheiðarlegi
málflutningur lýsi einhverjum enn
óheiðarlegri málstað?