Morgunblaðið - 10.06.1978, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.06.1978, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. JÚNt 1978 35 Magni Steinsson, Reykjanesi við Djúp: Opið bréf til tilvonandi þing- manna um z og samgöngur Fyrir ekki svo löngu fóru fram þinglausnir á alþingi. Þeir þing- menn, sem reyna að sitja áfram og aðrir nýir, sem hugsa sér gott til glóðarinnar, fara nú sem óðast að búa sig undir kosningaslaginn. Oft eru þingmenn, en hin almenni kjósandi sjaldnar, spurðir að því, hvað þeim sé minnisstætt frá liðnu þingi. í mínum huga ber hæst þá röggsemi, er forseti sameinaðs þings sýndi, þegar hann tók z út af dagskrá og sleit þingi. Það er grátbroslegt, að z skuli ávallt vera farin að tengjast þingslitum og enn grátlegra, að z-greifinn skuli ekki heldur beina hugarorku sinni að því, hvernig hann eigi að komast á bernskuslóðir sínar í Ögurvíkinni um miðjan vetur. Það gæti verið honum hollara en langur orðaflaumur um þennan makalausa bókstaf, sem ekki verður bæði sleppt og haldið. Ég leyfi mér að draga það stórlega í efa, að meðal þingmanna sé einn einasti, sem geti með öryggi notað þennan staf rétt í öllum tilvikum. Meginþorri almennings og skóla- æsku hefur svo tvístigið í nánast hvert skipti, sem skrifa átti z, þrátt fyrir mikla fræðslu um notkun hennar. Ef þingmenn hafa ekkert þarfara að gera en að vera í skollaleik með stafróið, þá er það dapurlegt og ýtir undir þá skoðun margra kjósenda, að vonlítið sé um árangur í hinum stærri málum. íslensk tunga stendur ekki né fellur með lagasetningu. Þegar horfið er frá z yfir í samgöngur, þá þarf að hafa á því smá formála. Því hefur oft verið haldið fram, að atkvæðisréttur Vestfirðinga væri margfaldur á við atkvæðisrétt íbúa á sumum öðrum svæðum. Það er rétt, ef miðað er við atkvæði á bak við hvern þingmann. En þegar fleiri þættir þessa máls eru athugaðir kemur gjarnan annað út úr dæminu frá okkar bæjardyrum séð, sem búum við innanvert Isafjarðardjúp. Þá sýnist okkur, sumum hverjum, að vægi atkvæða okkar nálgist núllið og það gildi nánast einu, hvort þingmenn okkar séu sex eða sextíu. Inndjúps- áætlun, sem búin er að vera í gangi nokkur ár, hefur þegar sannað ágæti sitt í því að gera búsetu hér eftirsóknarverðari, þótt sumir þættir hennar hefðu mátt haldast betur í hendur og má þar til dæmis nefna, að aukning ræktunar hefði mátt vera mun meiri. En þar með er ekki öll sagan sögð. Það ber þá fyrst að telja nöturlegar samgöngur þessa hér- aðs við umheiminn, ef svo má að orði komast. Ef við tökum fyrst til athugunar samgöngur á landi Kemur í ljós, að ef einhver vill bregða sér í kaupstað, þá er um tvær leiðir að velja. Fyrri leiðin liggur yfir Þorskafjarðarheiði í Króksfjarðarnes rúmlega 100 km frá velflestum bæjum hér. Hin leiðin iiggur um Djúpveg til Isafjarðar og frá ystu bæjum í Snæfjallahreppi geta menn allt eins ekið að Borgarfjarðarbrúnni, ef tekið er mið af vegalengdinni. Þetta væri nú gott og blessað, ef þessir akvegir væru færir allt árið, en því er nú ekki aldeilis að heilsa. Þorskafjarðarheiði er lokuð að meðaltali átta mánuði á ári. Hin leiðin er lokuð nokkuð skemur. Hér er því ekki um að ræða neinar virkar samgöngur á landi nema yfir sumartímann. Ráðamenn samgöngumála mega því gjarnan hafa það á bak við eyrað, að Djúpvegur er ekki fyllilega arðbær fjárfesting fyrr en ráð verða fundin til þess að halda leiðinni ísafjörður — Króksfjarðarnes opinni a.m.k. 8—10 mánuði á ári og jafnframt haldið opinni leið frá bæjum í Nauteyrar- og Snæfjalla- hreppi á aðalakveginn í Langadal. Höfum kaupendur að eftirtöldum verðbréfum: Verðtryggð spariskírteini ríkissjóðs: Yfirgengi miðað viö inn- Kaupgengi lausnarverð pr. kr. 100- Seðlabankans 1967 2. flokkur 2492.75 34.9% 1968 1. flokkur 2171.52 19.4% 1968 2. flokkur 2042.09 18.7% 1969 1. flokkur 1522.71 18.8% 1970 1. flokkur 1399.83 55.6% 1970 2. flokkur 1021.92 18.9% 1971 1. flokkur 962.60 54.5% 1972 1. flokkur 838.90 19.0% 1972 2. flokkur 718.07 54.5% 1973 1. flokkur A 552.00 1973 2. flokkur 510.19 1974 1. flokkur 354.36 1975 1. flokkur 289.72 1975 2. flokkur 221.10 1976 1. flokkur 209.29 1976 2. flokkur 169.95 1977 1. flokkur 158.15 1977 2. flokkur 132.22 1978 1. flokkur 100.00 VEÐSKULDABREF*: 1. ár Nafnvextir: 26% 2 ár Nafnvextir: 26% 3 ár Nafnvextir: 26% *) Miðað er við auðseljanlega fasteign. Höfum seljendur að eftírtöldum verðbréfum: HAPPDRÆTTISSKULDABRÉF RÍKISSJÓÐS: 1974-D 388,22 1974-E 274,73 1974- F 274,73 1975- G 171,57 HLUTABRÉF: Verslunarbankinn Kaupgengi pr. kr. 100.- 79- 70- 64- Sölugengi pr. kr. 100- (10% afföll) (10% afföll) (10% afföll) (19,3% afföll) Kauptilboð óskast piflRPcnincADPáiAG iunnDJ hp. VERÐBRÉFAMARKAÐUR Lækjargötu 12 — R (Iðnaðarbankahúsinu) Sími 20580. Opið frá kl. 1 3.00 til 1 6.00 alla virka daga. Skjótar úrbætur á Þorskafjarð- arheiði eru hagsmunamál allra íbúa við ísafjarðardjúp og eru þá þéttbýliskjarnarnir við utanvert Djúpið ekki undanskildir. Sam- göngum á sjó er þannig háttað, að Djúpbáturinn kemur frá Isafirði á hafnirnar tvisvar í viku yfir vetrarmánuðina og gerði það reyndar allt árið þar til fyrir 3—4 árum, að hann hætti að koma nema einu sinni í viku yfir sumarmánuðina bæði í Reykjanes og á fleiri staði. Þótt akstur hafi að nokkru leyti komið í stað þeirrar ferðar, sem felld var niður, þykir ýmsum þetta vera skref aftur á bak í samgöngumálum. Nú vita allir, að Djúpbáturinn er styrktur með fé úr ríkiskassan- um, sem talið er að sé minna í en ekki neitt og það má vera, að einhverjum hafi dottið í hug að bæta í kassann með því að fækka ferðun Djúpbátsins og um leið vafalaust talið, að þar sem Djúp- vegur væri opinn yfir sumartím- ann væri ekki full ástæða til að halda uppi óbreyttum samgöngum á sjó. Þeir sem kynnu að hafa slíkar hugmyndir þyrftu að búa hér í nokkurn tíma til að skilja, hve mikils virði þessi bátskel er okkur. Það er bara óvart ekki sama, hvað er sparað. Stjórnvöld geta vafalaust dregið saman seglin í óarðbærri milljarðafjárfestingu, ennfremur hlýtur að vera hægt að spara einhvers staðar í heilbrigð- is- og menntakerfinu og jafnvel tryggingakerfinu með betri skipu- lagningu og hagræðingu, án þess að það komi þó á nokkurn hátt niður á þeim, sem minnst mega sín, þ.e. öldruðu fólki og sjúku. Djúpbátinn er ekki hægt að reka hallalaust en þeim peningum væri vel varið, sem færu í það að gera þjónustu hans við íbúa héraðsind dálítið lipurlegri, sérstaklega á vetrum, þegar bændur eiga oft í erfiðleikum með að koma afurðum sínum á bryggjurnar sökum ófærðar. Allar umbætur á þessari þjónustu mundu verða vel þegnar og metnar, hvort sem þær umbæt- ur væru fólgnar í betri skipulagn- ingu á ferðum, lengri biðtíma á höfnum o.s. frv. Þá er komið að flugsamgöngum og á því sviði ber að lofa það, sem lofsvert er. Flugfélagið Ernir hefur haldið uppi ómetanlegri þjónustu við Inndjúpið, þótt á tímabili virtist, að ráðamenn bæru lítið skyn á nytsemi þess framtaks. Ef við hefðum ekki upp á þessa þjónustu að hlaupa væri nánast óbyggilegt hér, ef miðað er við þær kröfur, sem fólk gerir í nútíma- þjóðfélagi. Það þarf að hafa í huga, að héraðið er læknislaust og ef stórslys bæri að höndum má sjá hagræði þess að hafa slíka starf- semi staðsetta á Isafirði. Þar sem engar fastar flugferðir eru í Djúpið mætti gjarna styrkja félagið til að hafa eina fasta áætlun í viku t.d. ísafjörður — Melgraseyri — Arngerðareyri — Reykjanes — ísafjörður, en það ber að taka fram, að röð viðkomu- staða þarf ekki endilega að vera þessi og einnig, að flugbrautir eru á fleiri stöðum. Slíka áætlunarferð væri þá líka unnt að nota sem póstflug. Ef tilvonandi þingmenn þessa kjördæmis vilja sannprófa þetta allt saman, geta þeir gert það með því að taka sér ferð á hendur t.d. í desember eða janúar til þeirra kjósenda sinna, sem búa í Inndjúpi og síðan heim aftur og athugað, hver ferðakostnaðurinn yrði. Má reikna með því, að þar færi væn sneið af þingfararkaupinu enda þingmannaleiðirnar margar. Það getur kostað íbúa þessa héraðs hátt í vikutíma og tugi þúsunda í beinan ferðakostnað að reka eitt erindi í völundarhúsi kerfisins, nema svo ólíklega vilji til, að þeir hitti á beinar ferðir fram og til baka af tilviljun. Sumir telja, að það taki jafnvel skemmri tíma og sé auðveldara að fara frá Isafirði til Kanarí en frá Isafirði og innst inn i Djúp að vetri til. En það eru fleiri atriði en samgöngur, sem minna má á, þegar atkvæðisrétt ber á góma. Hér er félagslegi þátturinn smár í sniðum, fólk fer ekki í kvikmyndahús eða leikhús nema með ærnum tilkostnaði. Vöruverð er miklu mun hærra vegna mikils flutningskostnaðar auk þess sem nánast aldrei er hægt að sjá þær vörur, sem keyptar eru. Einhver myndi kalla það einokun. Símaþjónusta er erfiðari og dýrari en spurning kann nú að vakna, af hverju miklu fé skuli kastað í bættar samgöngur við fámennar byggðir. Því er til að svara, að það er hagur allra landsmanna, að fámennar byggðir fari ekki í eyði, og þótt ávinningur- inn verði ekki talinn í flotkrónum er hann sálarlega uppörvandi og þjóðfélagslega uppbyggjandi. Of- angreind lýsing á ástandi er ekki einsdæmi fyrir þetta hérað enda er hér ekki um héraðs- eða hreppa- pólitískt mál að ræða heldur er um það að ræða að auka skilning ráðamanna á því, að misrétti er til staðar, — misrétti, sem fer eftir því, hvar á landinu fólk á heima, hvað svo sem líöur orða- gjálfri um vægi nær einskisverðs atkvæðisréttar. Er það nema von. Það eru svo margar nýjar aðferðir, við bókhald, sem eru betri og hentugri. Okkar lausn tryggir t.d. þægilegri vinnubrögð, meiri hraða, auðveldar hvers konar sundurliðanir og eftirlit með gangi rekstrar og er í mörgum tilvikum ódýrari en gamla lausnin. Okkur væri mikil ánægja að heimsækja þig og sýna þér okkar lausnir á þínum bókhaldsmálum. HAGTALA HF. Tölvu- og götunarþjónusta Grensásvegi 13, Sími 81706

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.