Morgunblaðið - 10.06.1978, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 10.06.1978, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. JUNI 1978 39 UmHORF Umsjón. TRVGGVI GUNNARSSON OG ANDERS HANSEN. Ungur sósíalisti sagði við mig fyrir skömmu, að Kúba væri eitt af hinum frjálsu ríkjum heimsins. Þar væri hægt að stunda menntun í háskóla, með miklum ágæt- um, þar sem hinir sósíalísku stjórnendur litu slíkt jákvæðum augum og hvettu menn til gagnrýninnar hugsunar, eins og vera bæri. Það virðist ansi útbreiddur misskilningur manna á með- al að ástandið á Kúbu sé eins og hér að ofan er lýst. Sósialistar vitna gjarnan til þeirrar uppbyggingar sem fram hafi farið þarna til merkis um yfirburði sósíal- ísks þjóðfélags og heilu krossferðirnar eru farnar til þess að verða vitni að krafta- verkunum, sem manni skilst, að eigi sér stað þar dag hvern undir handarjaðri félaga Castrós. Skemmst er að minnast ferða af þessu tagi, sem Islendingar hafa farið og fengið hafa dágott rúm í umfjöllun íslenskra blaða. Svona til þess að staðfesta formlega aðdáunina hafa nokkrir einstaklingar tekið sig til og stofnað „Kúbanskt íslenskt vináttufélag“ og verður að vona að sú vinátta sé sem einlægust. í ljósi þess sem raunverulega hefur ver- ið að gerast á Kúbu i tíð alræðisstjórnar Castrós, finnst undirrituðum að held- ur séu þeir íslendingar lítt vandlátir að vinum, sem velja til lags við sig þá menn, er traðka á réttindum ann- arra bæði heima hjá sér og að heiman. Ekki sósíalísk í upphafi Sósíalísk stjórn hefur brátt verið við lýði á Kúbu í tuttugu ár. Bylting undir forystu Castrós var gerð árið 1959 og einræðisherranum Batista steypt af stóli. Ljóst er, að í upphafi var sósíal- ismi alls ekki yfirlýst stefna byltingarmanna, þó svo að eflaust hafi marxistar verið á meðal þeirra. En í áranna rás breyttist eðli byltingar- innar og 1. maí árið 1961 lýstu stjórnvöld því yfir að ætlunin væri að koma á sósíalisma á Kúbu. Ekki er það hugmynd mín að rekja nákvæmlega þjóðfélags- þróunina í landinu á þeim tíma sem nú er um liðinn, heldur aðeins tæpa á nokkr- um atriðum. Jóhann Páll Arnason segir í bók sinni „Þættir úr sögu sósialismans", að í upphafi hafi kúbanir fylgt nákvæm- lega áætlunarkerfi Austur Evrópuríkjanna, en eftir 1963 hafi þeir lagt meiri áherslu á landbúnað. Stefn- una í efnahagsmálum, nefnir Jóhann Páll þó „reikula". Úrkynjun og kynbætur Hlutverk kommúnista- flokksins sjálfs í þjóðfélags- þróuninni á Kúbu er nokkuð sérstakt, miðað við önnur kommúnísk ríki. Castró hef- ur ætíð viljað hafa skipulag flokksins losaralegt og að sögn reynt að koma í veg fyrir að hann myndaði sjálf- stæða stofnun. Þetta segir Jóhann Páll Árnason, að sé táknrænt fyrir hugmyndir Kúbumanna, þar sem „þeir vilja berjast gegn úrkynjun hins sósíalíska þjóðfélags", eins og hann orðar það. Þetta úrkynjunartal, sem er vinsælt mjög meðal sósíal- ista hefur alla tíð minnt mig á þýsku nasistabelgina, sem einnig höfðu mörg orð um að þjóðfélagið væri úrkynjað. Og eftirtektarvert er að bæði nasistar og sósíalistar hafa beitt sömu aðferðum í viðleitni sinni við að kyn- bæta þjóðfélagið, nefnilega fangelsunum pólitískra and- stæðinga sinna. Tiltölulega flestir póli- tískir fangar Castró viðurkenndi fyrir skömmu í viðtali við banda- riskt blað að á Kúbu væru um það bil tuttugu þúsund pólitískir fangar. Hlutfalls- lega eru hvergi í heiminum jafn margir pólitískir fangar og á Kúbu. Raunar hefur það alla tíð verið afar erfitt að meta hversu margir pólitískir fangar væru á Kúbu. Amnesty International hafði giskað á fimm þúsund en í ljósi yfirlýsinga Castrós er ljóst, að sú tala er of lág. Kúba er lokað land og alþjóð- legar stofnanir sem hafa með höndum rannsóknir á ástandi mannréttindamála í heiminum, hafa ekki fengið leyfi til að starfa á Kúbu. Einu upplýsingarnar sem fengist hafa, koma frá fyrr- Fidel Castro skoðar drápstæki af nýjustu gerð ásamt viríi sínum. Boumediene, forseta Alsír. Að sögn Castros sjálfs sitja um 20 þúsund manns í fangeisum á Kúbu af stjórnmáialegum ástæðum. Margir þeirra sæta kerfisbundnum pyntingum daglega. Einar K. Guðfinnsson: Pyntingar í fangelsum Castros á manni í nýlegri grein í „The Times“. Það er Huber Matös, sem var einn af hershöfð- ingjum Castros og einlægur fylgismaður. Þegar hann að lokinni byltingunni skrifaði Castro bréf þar sem hann sagði af sér störfum og gagnrýndi um leið stjórnar- hættina, lét einræðisherrann handtaka hann og varpa honum í fangelsi að loknum skríparéttarhöldum að hætti Kremlverja. Síðan hefur Matos lifað við hinar hræði- legustu aðstæður. Bernard Levin segir í grein sinni að honum hafi tekist að smygla út bréfi árið 1975, þar sem hann sagði: „Þó að ég haldi andlegum þrótti mínum, er ekki hægt að segja að líkam- legt ástand mitt sé á sama hátt gott. Eg er orðinn gamall og sjúkur. Ég er eins og skugginn af þeim manni sem var varpað í fangelsi í október árið 1959. Ég er aö missa hárið og það sem enn er eftir er hærugrátt. Andlit mitt er markað djúpum hrukkum. Hinar þykku auga- brýr sem ég hafði hafa horfið gjörsamlega. Þó ég sé einungis 56 ára er ég í útliti eins og öldungur. Á síðustu mánuðum hefur vinstri handleggur minn orði máttlaus... þetta er ólækn- andi.“ „Byltingin etur börnin sín“ Að lokinni þessari frásögn kemur manni í hug spakmæl- ið: byltingin étur börnin sín. Það á vel við um ástand mála Kúbu eru daglegt brauð verandi kúbönskum föngum, sem einhverra hluta vegna hafa komist úr landi. Samtök Ameríkuríkja sendu frá sér greinargerð um ástand mannréttindamála á Kúbu, og þær frásagnir sem hér fara á eftir byggjast á henni. „Steve Biko már á hverj- um degi I skýrslunni er meðal annars að finna lýsingu á einangrunarklefa fyrir póli- tíska kvenfanga: „í klefanum er ekkert ljós og nær ekkert vatn að finna. Fangarnir eru hafðir naktir og í klefanum er rými afar takmarkað. Þess er gætt að þeim sé færður matur á mismunandi tíma, svo þeir missi allt tímaskyn. Þeir fá hvorki heimsóknir né bréf.“ Flestum er líklega í fersku minni sá hrottaskapur, sem frelsishetjan Steve Biko, var beittur af fangelsisyfirvöld- um i Suður Afríku. En slíkt framferði viðgengst ekki einungis í landi Vorsters. I fangabúðum félaga Castrós á Kúbu er þetta daglegt brauð. Frásögn konu nokkurrar sem haldið var í fangelsi af pólitískum ástæðum lýsir vel aðbúnaðinum: „í október árið 1969 átti einn fanganna afmæli", hóf hún frásögn sína. „Við vild- um gera henni og okkur dagamun með því að syngja og dansa fyrir hana. Fangels- isverðirnir ruddust þá skyndilega inn í klefann til okkar. Þeir brutu hvað sem á vegi þeirra varð og börðu okkur með prikum og svip- um. Þrjár konur og fjóra menn úr hópi fangelsisvarð- anna sá ég fleygja einni konunni í gólfið og þegar ég reyndi að hjálpa henni börðu þau mig með staf þrisvar sinnum í bakið, svo hrotta- Einar K. Guðfinnsson. lega að ég ber þess ennþá merki. Þegar barsmíðunum var loksins hætt voru þó nokkrir fanganna handleggs- brotnir, einn þurfti að sauma með 14 sporum vegna þess að hann hafði fengið gat á höfuðið, þrír fangar voru rifbeinsbrotnir og allir höfðu fengið einhvers konar sár af völdum barsmíðanna." Og konan endaði frásögn sína þannig. „Allar þær konur sem enn eru í nauðungarbúð- unum búa við hin verstú skilyrði, án fata eða læknis- hjálpar og fá hvorki bréf né heimsóknir." Morandi af músum og skor- kvikindum Til frekari lýsingar á að- búnaðinum má vitna til lýsingar fanga eins í kúbönsku fangelsi: „Klefinn sem ég var í, var tuttugu fermetrar. Síðustu sex ár hafa að jafnaði verið í honum sjö til sextán menn, núna eru þeir sjö. Algjört myrkur er í klefanum. Segldúkur var strengdur fyrir. gluggana til þess að engin birta kæmist inn, en nú er búið að koma þar fyrir járnplötum. Mönn- um er einungis leyft að koma út undir bert loft þrisvar sinnum í viku, tvær klukku- stundir í senn. Fangelsin eru morandi í rottum, músum og allskonar skorkvikindum." Og lokaorð þessa fanga i skýrslunni voru:„Fangarnir skýra frá því að aðstæður fari sífellt versnandi." Þegnarnir meðhöndlaðir sem skepnur Það er augljóst mál að stjórnvöld, sem meðhöndla fanga á jafn ógeðslegan hátt og hér hefur verið lýst með dæmum, eru lítt vönd að meðulum við þá þegna sína, sem eru utan fangelsismúr- anna. Að sjálfsögðu ríkir ritskoðun á talað mál og skrifað, réttur einstaklings- ins er fótum troðinn og hugmyndafræði marxismans er troðið í skólabörn. Trúar- hópar fá ekki að starfa, rithöfundar eru miskunn- arlaust látnir finna til te- vatnsins ef þeir skrifa eitt- hvað sem stjórnvöldum er á móti skapi, andkommúnistar eru meðhöndlaðir eins og skepnur og jafnvel komm- únistar sem ekki falla stjórn- völdum í geð fá að finna fyrir því. Eins og skugginn af sjálfum mér Hinn þekkti dálkahöfund- ur Bernard Levin tekur einmitt dæmi af slíkum á Kúbu, sem og flestum einræðisríkjum. Fréttir hafa síðan borist um að heilsu Hubert Matos hafi enn hrakað. Hann hefur misst allar tennurnar og er nú nánast orðinn blindur. Og Matos er einungis eitt dæma um tuttugu þúsund einstakl- inga sem þjást nú í kúbönsk- um Gestapó búðum, vegna þess að þeim hefur orðið á sú hræðilega synd að hugsa öðruvísi en stjórnendur landsins. Þess er ennfremur vert að minnast að á því skeiði, sem Castró hefur haft alræðis- vald á Kúbu, og það er nú brátt að fylla tvo tugi ára, hefur hann aldrei nokkurn tíma náðað pólitískan fanga. Og meðal allra þeirra alræðisherra sem eru við völd i heiminum eru ekki margir sem geta „státað“ af því. Jafnvel Franco og grísku hershöfðingjarnir riáðuðu pólitíska fanga. Tító náðaði nokkra pólitíska fanga ný- lega og Pinochet fanturinn í Chile sleppti lausum pólitísk- um föngum ekki alls fyrir löngu. „Hvers vegna er þetta ekki opinberað“ Þegar kúbanskir stjórnar- hættir eru skoðaðir í ljósi þessara staðreynda um ástand mannréttindamála á Kúbu, reynist næsta erfitt að taka undir orð sósíalistans, sem ég vitnaði til i upphafi greinarinnar, er sagði að Kúba væri „frjálst land“. Ástæðan fyrir því að alltof margir virðast álíta að svo sé, er líklegast sú að neyðar- óp þeirra þúsunda, sem þjáðst hafa í þrælabúðum þarlendra stjórnvalda, hafa ekki náð eyrum þeirra sem FmmhaW á bls. 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.