Morgunblaðið - 10.06.1978, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.06.1978, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1978 Minning: SigurðurJón Ingimundarson Fæddur 3. febrúar 1944 Dáinn 11. maí 1978 Það var kl. 7—8 að morgni, fimmtudafíinn 11. maí s.l., að Júlíus Árnason á m/b Bryndísi kom Ofí tilkynnti formanni Slysa- varnardeildarinnar á Höfnum að hann hefði á leið í róður fundið belf? ofí hluta af stýrishúsi m/b Hákons, triliubáts héðan frá Höfnum. Það var brufiðið hart við Ofí flestir karlmenn í þorpinu voru komnir til leitar innan fárra mínútna á þau svæði sem mestar ií'Kur voru á að reka væri að finna. Það leið ekki á löngu þar til leitarmenn fundu hluta bátsins. Hér var því ekki um neitt að viliast. Leit var haldið áfram af landi, af sjó og úr lofti án þess árangurs sem allir vonuðust eftir í lengstu lög að eiganda bátsins, sem einn hafði verið um borð, kynni að hafa tekist að bjarga sér í gegnum brimgarðinn. Sú von varð að láta í minni pokann frammi fyrir valdi haföldunnar sem brotnaði á flúðum og útnesj- um. Sigurður Jón Ingimundarson 34 ára að aldri var með öllu talinn af og fannst lík hans rekið sunnudaginn 4. júní s.l., sjómanna- daginn. Það var á árinu 1973 að kynni okkar Sigga Jóns, en svo var hann ávallt nefndur á meðal þeirra sem þekktu hann vel, hófust hér í Höfnum. Siggi Jón. vann hjá mér við ýmisskonar störf, þó aðallega við fiskvinnslu og byggingarstörf. Það er dálítið*.stórt orð snillingur en þó held ég að Siggi Jón hafi borið það með sóma hvað varðaði flökun á fiski. Mönnum er ávallt margt misvel gefið, svo var það einnig um Sigga Jón, en ég minnist þess ekki að Siggi Jón hafi orðið að gefast upp við þau verkefni sem hann á annað borð tók að sér og hægt var að vinna með höndum og iágmarksverkfærum. Um Sigga Jón má segja með sanni að allt hafi leikið í höndum hans. Verk- lagni hans er bara einn af mörgum eiginleikum sem koma upp í huga minn nú er ég fer nokkrum orðum um látinn samferðamann. Þar koma fram ýmsar minningar og atvik sem gáfu mér tækifæri til þess að kynnast manninum, hans raunverulega innri manni. Þrátt fvrir hrjúft yfirborð á stundum þá gafst mér oft tækifæri til að sjá hve t.d. börn áttu auðvelt með að nálgast hann, mér gáfust oft tækifæri til þess að kynnast viðhorfum hans til þeirra sem minna máttu sín, já, mér gáfust oft tækifæri til þess, á þessum stutta spotta sem við áttum samleið, að sjá og finna að þar fór maður sem ekki bara var með fimar hendur, heldur einnig gott hjarta. í góðra vina hópi var Siggi Jón með afbrigðum skemmtilegur og oft á tíðum orðheppinn svo af bar. í fáum orðum sagt var Siggi Jón Ijúfmenni og góður drengur, aðeins ef hann hefði verið eins góður við sjálfan sig eins og hann var við aðra. Siggi var um margt afar sér- stæður maður. Atvikin höguðu því þannig að hann fór sinn síðasta róður á lokadaginn 11. maí og jarðneskar leifar hans fundust á Sjómannadaginn. Ekki veit ég frekar en aðrir hvað gerðist, en það vita allir sem hann þekktu að þar hefur ekki verið um að kenna vettlingatökum eða vankunnáttu á sjó. Hann var alltaf velkominn inn á mitt heimili, hvernig sem á stóð, og ávallt fór hann svo héðan að hafa skotið styrkari stoðum undir þá skoðun mína og fjölskyldu minnar að þar fór ljúfur og góður drengur. Sigurður Jón Ingimundarson var fæddur í Junkaragerði í Hafnahreppi 3. febrúar 1944. Á unglingsárum fluttist hann með móður sinni Helgu Maríu Sigurðardóttur hingað í þorpið og bjuggu þau lengst af í Garðbæ. Móðir hans lést 7. júní 1972. Eftir það bjó Sigurður Jón einn í Garðbæ til dauðadags. Faðir hans, Ingimundur Loftsson, býr á Drangsnesi. Oft er skammt stórra högga á milli, sonur hans hálf- bróöir Sigga Jóns, Loftur, fórst á Húnaflóa ásamt öðrum manni þann 17. des. 1977. Jarðarför Sigga Jóns fer fram í dag frá Hafnakirkju. Eg sem þessi orð skrifa svo og fjölskylda mín sendum öllum ættingjum hans okkar innilegustu samúðarkveðjur. Höfnum 10. júní 1978. Þórarinn St. Sigurðsson. Haraldur Ólafsson skipstjóri — Kveðja • 1895-1978 Haraldur Olafsson fyrrverandi skipstjóri, sem starfaði hjá Eim- skipafélagi íslands í rúm 40 ár, er látinn. Hann átti eina dóttur og son, sem er látinn, auk þess ættleiddi hann son, sem nam járnsmíði, en missti heilsuna á besta aldri. Eftirlifandi kona hans, Ásta Ólafsson, er fædd í Ósló 1899 og er nú vistkona í Hrafhistu í + Móöir okkar, tengdamóöir og amma, GUÐRÚN HELGA SVEINSDÓTTIR, Vallargötu 10, Keflavík, lézt 3. júní. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 10. júní kl. 14. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Móöir okkar, tengdamóöir og amma, MARGRÉT JÓHANNSDÓTTIR, Suöurgötu 51, Siglufiröi, lézt 9. júní í Sjúkrahúsi Sigiufjarðar. Börn, tengdabörn og barnabörn. + Hjartkær sonur okkar og bróöir, ÓLAFUR PÁLL HJALTASON, Heiöargeröi 10, andaöist aðfararnótt 8. júní á Hammersmith Hospital, London. Halldóra Sveinbjörnsdóttir, Hjalli Óli Jónsson og börn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, MAGNÚSAR MAGNÚSSONAR, húsasmíðameistara, frá Vesturhúsum. Sérstakar þakkir færum viö læknum og hjúkrunarfólki á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja fyrir góöa umönnun. Kristín Margrét Ásmundsdóttir, Helgi J. Magnússon, Unnur Tómasdóttir, Asa E. Magnúsdóttir, Guömundur Loftsson, Petra Magnúsdóttir, Þorkell Þorkelsson og barnabörn. + Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og útför, KATRÍNAR GUÐMUNDU EINARSDÓTTUR fri Flatey á Breióafirói. Sérstaklega þökkum viö starfsfólki á hjúkrunardeild G, Hrafnistu fyrir ómetanlega hjálp og umönnun undanfarin ár. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Viö sendum innilegar þakkir til allra sem vottuöu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför, ODDNÝJAR S. EIRÍKSOÓTTUR, Álftamýri 14. Guö blessi ykkur öll. Steinar Viggósson, Eiríkur Steinarsson, Eiríkur Þorgrímsson, Guðlaug Kristjánsdóttir. Jöfn keppni á Vetrarmóti Mjölnis VETRARMÓTI Skákíélagsins Mjölnis, hinu þriðja í röðinni, lauk fyrir nokkru eítir jafna og spennandi keppni. Hið eiginlega vetrarmót fór reyndar fram fyrir jól, en þá urðu f jórir þátttakenda jafnir og efstir og varð því að halda annað mót til þess að fá fram úrslit. bá voru samt enn tveir þátttakenda efstir og jaínir, þeir Bragi Halldórsson og Kristján Guðmundsson. Þar sem Kristján er ckki íélagi í Mjölni var Bragi úrskurðaður Skákmeistari féiagsins 1978. Bragi hefur áður verið mjög nálægt því að hljóta titilinn. í fyrra tapaði hann t.d. naumlega einvígi við Jónas Þorvaldsson og þar áður var hann skæðasti keppinautur Björgvins Víglundssonar sem sigraði þá. Úrslit í mótunum tveimur urðu á þessa leið> Aðalmótiði 1—4. Bragi Halldórsson, Kristján Guðmundsson, Jónas Þorvaldsson og Magnús Gíslason 5‘/2 v. af 8 mögulegum; 5. Þórir Ólafsson 4'/z v., 6. Jóhann Hjartarson 3'/2 v.,7.—8. Haraldur Haraldsson og Sævar Bjarnason 3 v„ 9. Gísli Jónsson 0 v. Björgvin Víglundsson hætti keppni eftir þrjár umferðir og hafði hann þá hlotið einn vinning. Úrslitin. 1.—2. Bragi Ilalldórsson og Kristján Guðmundsson 3‘/2 v. af 6 mögulegum. 3. Magnús Gíslason 3 v., 4. Jónas Þorvaldsson 2 v. Mótið fór fram í Fellahelli í Breiðholtshverfi. í sumar gengst Mjölnir þar fyrir vikulegum æfingum á mánudagskvöldum og hefjast þær kl. 20. Við skulum nú líta á eina skemmtilega skák frá vetrar- mótinu á milli sigurvegaranna, þeirra Braga og Kristjáns. Kristján hefur haft lítinn tíma til þess að taka þátt í skák- mótum að undanförnu vegna náms og í þessari skák háir æfingarleysi honum greinilega: Hvítt. Bragi Halldórsson Svart. Kristján Guðmundsson Ben-Oni byrjun 1. d4 - Rf6, 2. c4 - c5, (Óvenjulegt er að sjá Kristján beita öðru en Kóngsindverskri vörn gegn 1. d4, því að Kristján hafði Fischer lengi sér til fyrirmyndar í byrjanavali) 3. d5 — e5, („Tékkneska leikaðferöin", sem hefur reyndar aldrei notið sérstakra vinsælda) Skák eftir MARGEÍR PÉTURSSON 4. Rc3 - d6, 5. Dc2!?, (Venjulega er hér leikið 5. e4. Með hinum gerða leik tekst Braga hins vegar að rugla Kristján töluvert í ríminu) Be7 6. e3 - 0-0, 7. Bd3 - Rbd7, (Svartur býst greinilega við að hvítur hróki stutt og hyggst flytja lið sitt yfir a-skóngsvæng. Með hliðsjón af uppbyggingu hvits virðist 7. ... Ra6! vera bezti leikurinn í stöðunni. Hvít- ur verður að leika 8. a3, sem svartur myndi svara með 8. ... Rc7 og síðar a6 og b5) 8. Rge2 - g6, 9. Bd2 - Rh5, 10. g4 - Rg7,11. Rg3 - Bh4, 12.0-0-0! — Rf6,13. h3 — Kh8?! (Áætlun svarts er of hægfara. Svartur varð að þreifa fyrir sér á drottningarvæng með 13. ... a6 ) 14. Ildgl - Rg8, 15. f4! Hafnarfirði. Sendum við henni samúðarkveðju. 4. júní 1978 Kristján Röðuls. (Hvítur lætur að sjálfsögðu hendur standa fram úr ermum á meðan svartur undirbýr hatramma vörn) exf4 16. exf4 — f5 (Annars leikur hvítur sjálfur f5) 17. g5 - Bxg3, (Hvítur hótaði 18. Rge2 og biskupinn er illa innlyksa á h4) 18. Hxg3 - Re7,19. h4 - Bd7? (Svartur hefði getað gert hvítum mun erfiðara fyrir með því að leika hér 19. ... Rh5! Hvítur grípur nú tækifærið og opnar h-línuna:) 20. h5o—Rxh5, 21. Hgh3-Be8, 22. Be2—a6, 23. Bxh5—gxh5, 24. Re2-b5, 25. Rg3-b4 , 26. Rxh5—Bxh5, 27. Hxh5-Hf7, 28. Kbl (Hvítur hefur gjörsamlega yfirspilað svartan og úrvinnslan er nú aðeins tæknilegt atriði) Rg6, 29. - b3! (Flutningur biskupsins yfir á al—h8 skáklínuna gerir út um olf Haa7, 30. Hh6-Kg8, 31. Bcl- De8, 32. Bd2—Hf8, 33. Dh2- Df7, 34. Bal—He7, 35. Bf6! (Peð svarts á f5 er nú dæmt til þess að falla og þar með er hann búinn að vera) Ha7, 36. Dh3—Deo, 37. Dxf5- He7 38. Dxg6+!—Dxg6, 39. Hxg6- hxg6, 40. IIh8+—Kf7, 41. Hh7+— og svartur gafnt upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.