Morgunblaðið - 10.06.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.06.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1978 Dubliners í Laugardalshöll: „Ég vissi að þeir voru góð- ir, en ekki svona frábœrir” Það er __ víst óhætt að segja að írarnir fjórir í Dubliners hafi unnið hug og hjörtu áhorfenda á hljómleikum þjóðlaga- flokksins í Laugardals- höll í fyrrakvöld. Hressi- leg og lífleg framkoma þeirra sá til þess að engum leiddist í Höllinni, þvert á móti var stemn- ingin góð og fögnuðu hinir fjölmörgu áheyr- endur þjóðlagaflokknum innilega í lok hljómleik- anna. Töluverður hópur beið fyr- ir utan Laugardalshöllina er húsið var opnað og ekki leið á löngu unz fremstu sæta- raðirnar voru þéttsettnar. Var stöðugur straumur áhorfenda inn í Höll klukku- tímann fyrir tónlelkana, enda var hvert sæti skipað í neðri sal er hljómleikarnir hófust og í efri sal var bekkurinn víða þröngt set- inn. Áhorfendur voru á öllum aldri þótt flestir hafi verið milli tvítugs og þrítugs. Þjóðlagaflokkurinn hóf leik sinn á litlu lagi, án söngs, en á eftir fylgdu kunn þjóðlög af ýmsum þjóðern- um. Það virtist há Dubliners nokkuð að fáir kunnu viðlög- in við þjóðlögin og því var lítið um að áhorfendur syngju með þeim. Þess í stað klöppuðu þeir undir hjá flokknum og smám saman leystist spennan sem legið hafði í loftinu fyrir hljóm- leikana og Dubliners urðu óþvingaðri og fjörlegri. Á eftir þjóðlögunum lék John Sheahan syrpu af írsk- um danslögum á tinflautu og vakti leikur hans mikla hrifningu áhorfenda. Síðan rak hvert lagið annað, en fyrri hluta hljómleikanna lauk með því að Dubliners léku lag sem þeir voru ekki vissir um hvort væri skozkt eða írskt. Hélt banjóleikar- inn Barney McKenna því fram að lagið væri skozkt og að það ætti að leika þaðáá banjó, en Sheahan fullyrti að það væri írskt og að fiðla væri einleikshljóðfærið í laginu. Lauk því þannig að í fyrri hluta lagsins lék fiðlan aðalhlutverkið, en banjóið var ráðandi í seinni hluta lagsins. Hvort heldur lagið var írskt eða skozkt hlaut það ágætar viðtökur, en að því loknu var gert 15 mín- útna hlé á tónleikunum. Fyrsta lagið sem Dublin- ers fluttu eftir hlé var hið góðkunna, ástralska lag „Wild Rover" og tileinkuðu Dubliners lagið forseta Is- lands, dr. Kristjáni Eldjárn. Lagið hlaut góðar undirtekt- ir, enda vel þekkt hérlendis og margir sem kunna viðlag- ið. „Við eigum sameiginlegan óvin,“ sagði Jim McCann, gítarleikari, „eini munurinn er sá að þið hafið losað ykkur við hann, en við ekki. Þið verðir samt að leyfa honum að veiða í landhelgi ykkar af og til annars rýkur verðið á „fish and ships“ upp úr öllu valdi á írlandi. Næsta lag er um baráttu íra gegn óvinin- um, Bretum, og nefnist „Rising for the moon“.“ Þannig kynnti Jim McCann næsta lag þjóðlagaflokksins og hlaut kynning hans góðan hljómgrunn hjá hinum fjöl- mörgu áhorfendum. Á eftir fylgdi söguljóðið um Paddy, sem fór ekki til vinnu sinnar og vakti flutn- ingur þess mikla kátínu í Höllinni. Enn var komið að danslögunum, en nú var það Barney McKenna sem lék þau á banjó og voru þau ýmist írsk eða skozk. Nú var tekið að síga á seinni hluta hljómleikanna og Dubliners tilkynntu að næsta lag væri þeirra síð- asta. En Hallargestirnir voru ekkert á því að sleppa þeim strax og klöppuðu þá tvívegis upp. Voru bæði aukalögin eingöngu sungin og kom þá vel í ljós hve samstilltur þjóðlagaflokkur- inn er. Vel má vera að réttara hefði verið að halda hljóm- leikana í smærri húsnæði, því stemningin hefði þá eflaust orðið mun bjórkráar- legri. Hitt er víst að það ríkti sannkölluð þjóðlagastemmn- ing' í Laugardalshöllinni í fyrrakvöld og þeim hefur ábyggilega mörgum verið svipað innanbrjósts og áhorfendanum sem sagði við vin sinn eftir hljómleikana: „Ég vissi að þeir voru góðir, en ekki svona frábærir." SA. Luke Kelly, til vinstri, stjórnaði lófaklappi óhorfenda cins og hjómsveitarstjórnandi stjórnar Sinfóníuhljómsveit, og fórst honum það verk vel úr hendi. Strokkvartett Kaupmannahafnar Strokkvartett Kaupmanna- hafnar er ágætur kvartett og yfir leik hans er þokki og snyrtimennska, en það vantar þó mjög á skerpu og glæsileik. Aðrir tónléikar kvartettsins voru haldnir í Norræna húsinu 8. júní s.l. fyrir fullu húsi. Þeir hófust á Lævirkjakvartettinum eftir Haydn, sem hljómaði þokkalega eða kammermúsik- lega, án þess þó að tærleiki verksins nyti sín, t.d. í síðasta kaflanum, sem þó, eins og sagt er, slapp í gegn. Tíðindin við þessa tónleika var frumflutn- ingur 15. kvartettsins eftir Vagn Holmboe. Hann er eitt af meiri háttar tónskáldum Norðurlanda og kunnur fyrir tónsmíðar sínar víða um heim. Eftir hann liggur fjöldi tónverka m.a. 10 sinfón- íur, mörg stærri hijómsveitar- verk og 16 strengjakvartettar. Kvartettinn, sem hér var frum- fluttur, er tileinkaður Listahá- tíðinni og Norræna húsinu og flutningur hans því merkur menningarviðburður. Verkið er fallega samið og hefði að ósekju mátt gefa hljómleikagestum, sem það hefðu viljað, kost á endurflutningi hans að tónleik- unum loknum. Það þarf að hyggja að og gaumgæfa vel tónlist Holmboes, eins og alla vandaða kammer- tónlist og væri ástæða til að Vagn Holmboe hvetja íslenzka kammertónlist- armenn að kynna sér verk hans. Síðasta verkið á efnisskránni var kvartett op. 131, eftir Beethoven. Fyrir smekk undir- ritaðs var flutningur verksins ekki meira en þokkalegur á köflum, þó skýr í formi og samspili. Þeir sem leika í kvartettinum eru; Tutter Giv- skov, Mogens Durholm, Mogens Bruun og Asger Lund Christian- sen. Jón Ásgeirsson. Perlman og Harell TÓNLEIKAR Sinfóníuhljóm- sveitar Islands í Laugardalshöll hófust á forleik að óperunni Euryanthe eftir Weber. Forleik- urinn er nokkuð erfiður á köflum og lítið skemmtilegur nema vel leikinn. Eftir þessa upphitun hófst fiðlukonsert í e-moll eftir Mendelssohn. Ein- leikari var Itzhak Perlman og lék hann konsertinn algerlega áreynslulaust en með töluverðri innlifun. Það var næstum óhugnanlegt hve tónverkið virt- ist honum auðvelt. Eftir hlé var svo fluttur tvíkonsert fyrir cello og fiðlu eftir Brahms. Með Perlman lék ungur cellisti að nafni Lynn Harell og var leikur þeirra tilþrifamikill og góður. Fyrir utan fiðlukonsertinn var hægi kaflinn í Brahms sérlega vel fluttur. Harell hefur unnið til margvíslegra verðlauna og væri fróðlegt að heyra hann leika eitthvað meira af góðri tónlist. Ekki voru þessir tónleik- ar vel sóttir miðað við popp- og þjóðlagatónleika og virðist þurfa sífellt nýjar stjörnur til Tðnllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON að draga að áheyrendur. Sætin í Laugardalshöllinni eru svo óþægileg, að það má vera mikið sem dregur fólk á tónleika þar. Þó er ekki eins slæmt að hlusta á tónlist þar og ætla mætti miðað við stærð og form húss- ins. Það sem einna mesta athygli vekur er hve hljómsveit- in hljómar þar illa og er varla hægt annað en að kenna stjórn- andanum Ashkenazy um, því bæði var hljómsveitinni illa stýrt og auðheyranlega ekkert gert til að stilla jafnvægið milli hljóðfæra, sem hlýtur að vera nauðsynlegt í nýju húsi. Jón Ásgeirsson. Otti við hryð ju- verk í Japan Tokyo. 9. júní. — AP. JAPANSKA stjórnin ákvað í dag að vara japanska sendiráðs- og kaupsýslumenn erlendis sérstak- lega við hugsanlegum árásum af háifu japönsku hryðjuverka- hreyfingarinnar, Rauða hersins. Ákvörðunin var tckin á sérstök- um fundi sem ríkisstjórnin hélt um hryðjuverkastarfsemi í land- inu. Háttsettur starfsmaður í jap- anska dómsmálaráðuneytinu skýrði frá því á fundinum að yfir hundrað bréf hefðu borizt til einstaklinga frá Rauða hernum sem hefur aðsetur í Líbanon þar sem lýst er yfir stríði við „hinar ráðandi stéttir í Japan". Flest voru bréfin send farþegum úr flugvél- inni sem 5 hryðjuverkamenn rændu í september s.l. yfir Ind- landi. Ennfremur hafa slík bréf verið send föngnum hryðjuverka- mönnum og öðrum föngum, t.d. dæmdum morðingjum. Fundur með Loftleiða- mönnum FULLTRÚAR Flugleiða og Loft- leiðaflugmanna komu saman til samningafundar kl. 14 í gær og stóð fundurinn til kl. 18. Eftir fundinn vörðust menn allra frétta og var Morgunblaðinu tjáð að næsti fundur hefði ekki verið ákveðinn enn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.