Morgunblaðið - 10.06.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.06.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1978 11 Fjallálaika I (Lewisia) Lew.cotyledon — Stjörnublaðka. í fjallaklasa þeim hinum mikla sem teygir sig eftir endilöngum vestanverðum Bandaríkjum Norður-Ameríku og nefnist Coastal Range („Strandfjöll“)vaxa 16 tegundir sérkennilegra jurta sem hvergi er að finna annarsstaðar í heiminum. Þetta er ættkvíslin LEWISIA - FJALLABLAÐKA (eða „Lovísa" eins og sumir nefna hana í gamni sín á milli). Nafn sitt dregur ættkvíslin af M. Lewis, manni þeim sem fyrstur fann og lýsti þessum jurtum er hann var kapteinn í ameríska hernum og stjórnaði ásamt W. Clark leiðangri þeim þvert yfir meginland Norð- ur-Ameríku sem síðan er við þá kenndur. Var það um aldamótin 1800. Fjallablöðkurnar eru háfjallajurtir, hertar af and- stæðum ólíkra veðra, grimmdar- frosti á á vetrum en brennandi sólarhita og þurrki á sumrum. Hin þykku sígrænu blöð þeirra virðast þola frosthörkur vel en votviðri eru þeim lítt að skapi. Margar þeirra geta þó lifað hér veturinn úti, sumar óvarðar en öðrum þarf að skýla fyrir vatnsveðrum með því að leggja yfir þær glerplötu eða tréhlera sem vel loftar undir. Grýttur opinn jarðvegur, þar sem tryggt er að vatn sitji ekki við rætur þeirra, hentar þeim best. Oft er þeim plantað í grjóthleðslur. Mest eru þær þó ræktaðar í pottum í óupphituðum gróður- húsum eða gróðurskálum en þannig þrífast þær vel og blómstra stórkostlega ár eftir ár. Vetrargeymsla er auðveld sé þess gætt að moldin í pottunum sé ekki of blaut og þeir geymdir í kaldri geymslu eða þar sem ekki rignir ofan í þá. Best er að vökva á þann hátt að láta pottana standa í vatns- fati og taka til sín vætuna neðanfrá. I næstu grein verður fjallað um nokkrar af þeim fjalla- blöðkutegundum sem hér eru í 'ræktun. Baráttuþing í Kópavogi Matthías Hannes Pétur Laugardaginn 10. júní halda undir sjálfstæðismenn í Reykja- neskjördæmi baráttuþing í Sjálf- stæðishúsinu í Kópavogi að Hamraborg 1, 3. hæð. Þingið er haldið undir kjörorðinu: „Sjálf- stæði eða sósíalismi" — með því að valið verður aö mati ungra sjálf- stæðismanna um sjálfstæði ein- staklings og þjóðar. sem Sjálf- stæðisflokkurinn berst fyrir, og sósíalismann, sem hefur aldrei verið sterkari en eftir byggða- kosningarnar, í n.k. alþingis- kosningum. Framsöguræður á baráttuþinginu flytja Matthías A. Mathiesen fjármálaráðherra, Hannes H. Gissurarson háskóla- nemi og Pétur J. Eiríksson hag- fræðingur. Það hefst kl. 14.00 og starfar til kl. 18.00. Aðalumræðu- efnin eru: verðbólgan, byggða- stefnan og ríkisbúskapurinn. Allir ungir stuðningsmenn Sjálfstæðis- flokksins í Reykjaneskjördæmi eru hvattir til að sækja það, en aðrir eru einnig velkomnir. (Fréttatilkynning frá Kjör- dæmissamtökum ungra sjálf- stæðismanna á Reykjanesi.) Gisli Baldursson, kennari: Um hvað er kosið? Þegar reynt verður að svara því um hvað var kosið í sveitar- stjórnakosningunum og um hvað verður kosið 25. n.k. er ljóst að kosið var og kosið verður um landsmálin. I ljósi þessara stað- reynda svíður í sárin vegna þess að Reykjavík hafði verið vel stjórnað s.l. 4 ár. Sjálfstæðismenn háðu kosningabaráttuna í maí með hæfilegri bjartsýni og settu mark- ið við áttunda manninn. Engan snöggan blett var að finna í stefnumótuninni. Þetta gerðu kommúnistar sér vel ljóst og börðust ekki. Þeim tókst með vöggusöng sínum að svæfa stuðn- ingsmenn Sjálfstæðisflokksins og þar sem þeir mættu til rökræðna um borgarmálefni ræddu þeir um landsmálin. Nú þegar það hefur gerst að Reykjavík er undir vinstri stjórn verður að vona að kjósendur geri sér grein fyrir því að höggið varð þyngra og kom á rangan stað. Þó megum við sjálfstæðismenn ekki ganga út frá því vísu að skriðan hafi staðnæmst eða dregið úr henni. Oftar eykur hún hraðann er neðar dregur. Um hvað snýst þá baráttan sem framundan er? Hún snýst um eftirfarandi að mínu mati: Hvort Sjálfstæðisflokkurinn eða Alþýðubandalag verði forystu- flokkur í íslenskum stjórnmálum næstu 4 ár eða lengur. Hvort fjöreggi okkar, öryggis- málunum, verði hent milli Fram- sóknar og Alþýðubandalags. Hvort atvinnuöryggi haldist og skynsamlegur framkvæmdahraði haldinn Hvort raunveruleg láglauna- stefna verði ráðandi. Hvort áfram takist að draga úr verðbólgunni eða hvort metið frá 1974 verði jafnað. Hvort áfram verði dregið úr ríkisumsvifum eða Island gert að sósialísku ríki og allir settir á ríkisjötuna. Allt þetta er barátta um það hvort við sitjum uppi með næst stærsta kommúnistaflokk Evrópu hlutfallslega. Kommúnistar hafa talað um kaúpránslög og meir í þeim dúr. Þeir gerðu kröfu um það í borgarstjórnarkosningunum að borgarstarfsmenn fengju fullar vísitölubætur á laun. Nú er þeir hafa tekið við er þögn þeirra hrópandi. Við höfum einnig ástæðu til að halda að svo verði einnig takist þeim að komast til valda í landinu. Þeir eru nú þegar byrjaðir að endurhæfa borgar- starfsmenn með því að setja stjórnunarnefndir yfir stofnanir borgarinnar. Sama ætla þeir sér í landsstjórninni. Þess vegna verður að taka kröftulega undir vígorð ungra sjálfstæðismanna BÁKNIÐ BURT og GEGN VERÐBÓLGU. Einnig þurfa sjálfstæðismenn að fylgjast vel með því hvernig stjórnmálayfirlýsing okkar flokks verður. Þar verður að koma skýrt í ljós hver stefna okkar er í öryggis- og efnahagsmálum. Þar verður að koma fram að banda- ríski herinn er hér vegna óska okkar og öll ótímabær fækkun kemur ekki til greina. Einnig verður stefna okkar í efnahags- málum að vera töluð með þeim orðum að allir skilji hana. Margir sjálfstæðismenn sáu ekki Esjuna mánudaginn 29. s.l. Ljósastaurar í vesturbænum hafa verið málaðir rauðir. Og á vinnustað mínum ljóðaði hagmæltur vinstri maður á mig af einskærri gleði. Og þó ég sé ekki beint þekktur fyrir skáldskap frekar en Leir-Gísli forðum fannst mér stálið skerpast er ég gat hnoðað eftirfarandi: Eftir vetur kemur vor vissan eykur kraftinn. Þá verður skutum ýtt úr skor og skotið á kommaraftinn. Takist það er framtíð Islands borgið. Gísli Baldvinsson. Steiktar grísakótelettur m brúnuðum kartöflum, grænmeti, rauðkáli, anan- as og rauðvínssósu. Verð: 1980.-. VERIÐ VELKOMIN VEITINGAHÚSIÐ VEITINGAHUSIÐ K jy IE íiÍHÍt^Tfl rf^ Rjómasveppasúpa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.