Morgunblaðið - 10.06.1978, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1978
MU munur á knatt-
spymunni í 1. og 2. deild
MAGNÚS Guðmundsson KRing-
ur heíur staðið lengi í eldlínunni
með félagi sínu og ávallt sem
markvörður. Við fengum Magnús
til að spá um leiki helgarinnar og
jafnframt um það hvaða lið sigra
í deildakeppnunum.
— Það er alls ekki eins
skemmtilegt að leika í annarri
Spá Magnúsar
1. DEILD:
Þróttur — ÍBV
ÍA — Fram
KA — Víkingur
UBK — ÍBK
Vaiur — FH
2. DEILD:
ÍBÍ — KR
Völsungur — Reynir
Haukar — Austri
Þróttur — Þór
0—2
4— 1
2—3
1—1
5— 1
deild og þeirri fyrstu, en þó er það
skárra en ég átti von á. Ef leikið
er á grasvöllum, þá ná liðin að
sýna betri knattspyrnu, og leikirn-
ir geta orðið hinir skemmtileg-
ustu, sagði Magnús.
— Það er mikill munur á 1.
deild og 2. deild, knattspyrnan er
miklu lakari í annarri deild. Mér
finnst t.d. áberandi hve framlínan
er miklu bitlausari og hve leík-
menn annarrar deildar brjóta oft
klaufalega af sér í varnarleiknum.
Þegar Magnús var spurður um
hvaða lið yrðu KR erfiðust í 2.
deild og hver myndu sigra í
deildarkeppninni, sagði Magnús:
— Ármann, IBI og Þór verða öll
erfið, þá eiga Haukar gott lið og
eru til alls vísir. Það er samt trú
mín, að gamla góða KR sigri í 2.
deild. Valur sigrar í 1. deild því
þeir eru með besta liðið í dag,
sagði Magnús að lokum.
Þess má geta, að Magnús hefur
ekki fengið á sig mark í 2. deild í
sumar.
LEIKIR HELGARINNAR:
LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ
1. DEILD:
Laugardalsvöllur, Þróttur — ÍBV kl.
15.00 Dómari Arnar Einarsson.
Akranesvöllur, ÍA — Fram kl. 14.00.
Dómari Þorvarður Björnsson.
Akureyrarvöllur, KA — Víkingur kl.
14.30. Dómari Grétar Norðfjörð.
2. DEILD:
ísafjarðarvöllur, ÍBÍ — KR kl. 14.00.
Húsavíkurvöllur, Völsungur —
Reynir kl. 15.00.
Hvaleyrarholtsvöllur, Haukar —
Austri kl. 00.
SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ
1. DEILD:
Kópavogsvöllur, UBK — ÍBK kl.
20.00. Dómari Arnpór Oskarsson.
Laugardalsvöllur, Valur — FH kl.
20.00. Dómari Óli Olsen.
ÞRJU GOLFMOT
UM HELGINA
ÞAÐ VERÐUR nóg að gera hjá
kylfingum um helgina. Verða þrjú
opin golfmót og þar af eitt sem
gefur stig til landsiiðsins.
Dunlop-keppnin fer fram á
Hólmsvelli í Leiru í dag og á
morgun en það er 36 holu keppni
án forgjafar. Hjá golfklúbbnum
Keili í Hafnarfirði verða tvö mót.
Dunlop opin keppni fyrir drengi 16
ára og yngri. Þá fá konurnar sitt
mót er það Welia-keppnin sem
hefst í dag kl. 13.30 á Hvaleyri.
Leiknar verða 18 holur og í
verðlaun eru farandgripir og
snyrtivörur sem heildverslun
Halldórs Jónssonar gefur.
• Þessi undarlega staða kom upp f lelk KR og Völsunga fyrir
skömmu. Markvörður Völsunga Gunnar Straumland hefur handsamað
knöttinn. en KR-ingurinn Snæbjörn Guðmundsson situr á öxlum hans
eftir að hafa tapað haráttunni um knöttinn.
íslandsmótið 1. deild: Leikir 4.
umferðar fóru nánast eftir uppskrift-
inni, og leik Vestmannaeyinga og
Vals frestað. Lítil breyting varð því á
röð liðanna að öðru leyti en því, að
íslands- og Bikarmeistararnir skiptu
um sæti, en Valsmenn og ÍBV eiga
þó leik inni. Leikjum var frestað í
Eyjum og getur það sett strik í
reikninginn og veldur Mótanefnd
K.S.Í. og félögunum erfiðleikum.
Nokkrar umræður verða jafnan ár
hvert vegna erfiðleika með flug til
Vestmannaeyja, en ég sé ekki frekar
en aðrir neina „patentlausn" á að
leysa þetta mál. Hér er við veðurguð-
.ina að deila, og ennþá ekki í
mannlegu valdi að leysa nema leggja
nýja braut.. Menn ræða um að skylda
lið til að taka t.d. fyrsta flug að
morgni (kl. 8) eða skip frá Þorláks-
höfn og sitthvað fleira. Slíkar ráöstaf-
anir fá ekki staöist, menn hafa um
fleira að hugsa í þessu lífi en
knattspyrnu, hugsa verður um ein-
staklinga sem að þessum málum
standa og vinna, þannig að skynsemi
og fyrirhyggja verður að vera númer
eitt. Ákvarðanir Mótanefndar þurfa
þó að vera öllu skýrari og móta-
nefndarmenn í nánara sambandi við
viökomandi lið hverju sinni. Staöa
liða í deildinni er nokkuö óljós vegna
frestaðra leikja, en eftir stórsigur
Akurnesinga gegn F.H., stærsta
útisigur síðan 1959, tróna þeir nú á
toppi 1. deildar. Það má því segja að
Skagamenn hafi bætt um betur frá
því Hermann Gunnarsson lét þau orð
falla eftir stórsigur Vals yfir Akranesi
6—1 að það væri framlag Valsmanna
til Listahátíðar. Fimmta umferð
verður leikin um helgina, og hæst
mun bera leik Í.A. og Fram á
skipaskaga í dag.
2. deild virðist ætla að veröa
jafnari og skemmtilegri en spáð var
í byrjun. Fyrir utan markvissa sigur-
göngu K.R. er árangur Ármenninga
mun betri en undirritaöur gerði ráð
fyrir, og því rétt aö skoða hug sinn
betur. Leikir Ármenninga hafa verið
allgóöir, hvassir og kraftmiklir. Á þaö
ber að iíta að árangur liðsins s.l. 3
ár var góður og liðiö oft nálægt því
að komast í 1. deild. Árangur Austra
er þó hvað athyglisveröastur og
kemur mest á óvart. Liðið var nær
óskrifað blað í byrjun og menn
renndu þvf blint í sjóinn með alla
Hvert stefnir?
spádóma. Liðið viröist til alls líklegt
og hefur komið skemmtilega á óvart.
Slakur árangur Þróttar (Nes) veldur
nokkurri undrun miðað við leiki
liðsins s.l. ár. Önnur lið leika svipað
og spáð var enn sem komið er.
HVERT STEFNIR. Eftir tvær fyrstu
umferðir íslandsmótsins fylltust
menn bjartsýni um að áhorfendur
yrðu margir á leikjum sumarsins, þar
sem meðaltal áhorfenda var yfir
1000. í tveimur næstu datt aðsókn
niður fyrir 500 og því spyrja menn:
Hvað veldur og hvert stefnir? Margar
ástæöur kunna að liggja aö baki.
Breytt veðurfar?, e.t.v. rigning og
rok. Breyttur vinnutími fólks? Eru
leikirnir ekki á bezta tímanum?
Baldur Jónsson vallarstjóri í Reykja-
vík hefur margoft rætt við undirritað-
an o.fl. um að hafa leikina fyrr eða
strax um leið og vinna hættir. Eru
aðstæður fyrir-áhorfendur ekki nógu
góðar? Menn gera meiri og meiri
kröfur. Er miðaverð of hátt? Eru
leikirnir með of skömmu millibili?
Þarf að lengja eöa breyta skipulagi
íslandsmótsins? Þessar spurningar
og mrgar fleiri má hugleiða og e.t.v.
fá jafn mörg svör. Mig grunar þó að
aðalástæöan fyrir aðsókn að knatt-
spyrnuleikjum sé að sú knattspyrna
sem boöiö er uppá hverju sinni ráði
þar mestu um. Ég tel að áhorfendur
velji og hafni eftir gæðum þeirra liða
sem um er að velja og menn komi
á völlinn til aö sjá hvassa og beitta
sóknarknattspyrnu. Til að svo verði
þarf oftast einn eða fleiri einstaklinga
í hvert liö sem þorir aö rífa sig upp
úr viðjum leikkerfisins, þó ekki að
kostnað annarra, og reyni að gera
eitthvað upp á eigin spýtur stöku
sinnum.
Knattspyrna á íslandi hefur gengið
nokkuð í bylgjum s.l. 25—30 ár og
gerir það e.t.v. víðar og því ýmist um
feit eða mögur ár að ræða. Hér áður
fyrr á árunum 1951 — 1954 var
svonefnt Gullaldartímabil Skaga-
manna og menn fóru í þúsundum á
völlinn, algengt var 3000—7000
manns horfðu á leiki liðsins á þessum
árum.
Liðið lék mjög hraðan sóknarleik,
skoraði mikið af mörkum og fólk kom
í þúsundum til að horfa á Riksa, Þórð
og Donna. Síðan kom lægð. 1959 var
K.R. með mjög skemmtilegt lið
allfrábrugöiö Gullaldarliöi Skaga-
manna, liðiö lék léttan fljótandi
fótbolta og var nær allsráöandi
næstu þrjú árin. Þá komu menn til að
horfa á snillinga eins og Þórólf og
Garðar. Eftir þetta kom nokkuö langt
tímabil þar sem lítiö geröist skemmti-
legt, þó rúllaöi boltinn og meöal-
mennskan var allsráöandi og tæp-
lega það á stundum.
1969 tók Albert Guömundsson við
forystu í knattspyrnumálum, og kom
með ferskan blæ og nýjar hugmyndir
jafnt í knattspyrnumálum, bygginga-
málum og peningamálum. Aðalmun-
urinn í fyrstu var að tekið var við að
leika knattspyrnu nær allt árið og
vetrarmót voru sett á laggirnar.
Vetrarknattspyrnan varö ekki langlif,
en almennur áhugi á knattspyrnu tók
mikinn fjörkipp. 1973 hófst innflutn-
ingur á erlendum þjálfurum, eftir
margra ára hlé. Erlendar tungur voru
talaöar á æfingum og forráðamenn
knattspyrnudeilda, sem áður söfnuöu
krónum til starfseminnar, fóru a
stúfana og söfnuðu milljónum, sem
síðan var yfirfært í dollara og
sterlingspund. Þegar búið var að
ráöa þjálfara til fullra starfa kom aö
því að æfingum var fjölgaö og tímar
lengdir að mun frá því sem áður var.
Samkeppni innbyrðis milli þessara
erlendu þjálfara olli því að hver fyrir
sig reyndi að koma skoöunum sínum
á framfæri í fjölmiðlum og ýmsum
fullyrðingum um ágæti sitt. Blöð og
aðrir fjölmiðlar hrifust með straumn-
um og knattspyrna var á allra vörum.
Nokkrir erlendu þjálfaranna hugsuöu
lengra og hugöu gott til glóðarinnar
með að koma íslenzkum knatt-
spyrnumönnum á framfæri í atvinnu-
mennsku gegn þóknun. Allt þetta og
fleira hleypti nýjum straumum í
knattspyrnuna, margt af því til góðs.
Ráðinn var erlendur landliðsþjálfari í
fullt starf og umsvif landsliös aukin til
muna. Árangur landsliðsins varð
betri en áður og nokkrir athyglisverð-
ir sigrar unnust á stórþjóðum, en
síðan kom nokkur afturkippur aö
lokum, eöa viö endalok í undanrás-
um heimsmeistarakeppninnar 1977.
Á þessum árum, 1973—75, var
jefnan eitt félag sem skar sig nokkuð
úr og lék ágæta knattspyrnu, Kefla-
vík 1973, Akranes 1975 og Valur
1976. Við það að þessi liö skáru sig
BNA NJÁL8S0N
nokkuð úr komu áhorfendur í ríkara
mæli en áöur á þá leiki.
Þó enn sé fullsnemmt að spá um
árangur almennt fyrir árið í ár, óttast
ég nokkuö að meðalmennskan sé að
ná undirtökunum, nema spyrnt sé við
fæti. Þessu til stuðnings miða ég við
1) Sýnileg fækkun áhorfenda. 2)
Ummæli og ritdóma íþróttafréttarit-
ara síðustu vikur. 3) Einstakir leik-
menn ekki eins mikið í sviðsljósinu
og áður, jafnvel ekki þeir sem enn
eru í atvinnumennsku. 4) Sennilega
eru forystumenn, sem undanfarin ár
hafa borið hita og þunga viö öflun
fjár til reksturs knattspyrnudeilda,
orðnir þreyttir. Geta má þess, aö til
að reka meðalknattspyrnudeild í dag
þarf 12—16 milljónir, þar af eru um
10% opinberir styrkir, hitt þarf að fá
með aðgangseyri, en þó mest með
sníkjum. Ég veit stundum ekki hvort
ég á að hrósa eða vorkenna þeim
mönnum sem ráöast í það „þrekvirki“
að veita forstöðu knattspyrnudeild-
um á íslandi í dag. 5) Fyrir nokkrum
árum var keppikefli allra félaga aö
vinna sér rétt til þátttöku í Evrópu-
keppni, með smávon um aura í
staöinn. í dag er spurningin hins
vegar oftast. Hvað sleppum við með
mikið tap? en íþróttalega séð ér
jafnmikilvægt að vera í Evrópu-
keppni. 6) Nokkrir erlendu þjálfar-
anna eru búnir ð vera með sömu lið
í nokkur ár og framfarir hægfara. 7)
Leikkerfi of stíft leikin, aöallega
varnarkerfi, þannig aö einstaklingar
fá vart notið sín. 8) Nýjabrumið viö
aö taka á ný þátt í forkeppni
Heimsmeistarakeppninnar að mestu
búiö. Þegar þessir punktar eru
grannt skoðaðir, kemur margt til
greina og því einfalt að spyrja hvað
er til ráöa? Ekki má líta á þessa
hugrenningar sem svartsýni um
knattspyrnuna, síöur en svo. Stöön-
un má þó aldrei vera, því slíkt þýðir
afturför.
Vaxandi gróska er í knattspyrnunni
víða um land. Athygli manna beinist
þó jafnan að toppnum, þ.e. 1. deild
og landsliði og hvert stefnir þá á
næstunni? Er atvinnumennska í
einhverri mynd næsta skref? Tæp-
lega í náinni framtíð að mínu mati, en
hverju myndi slíkt þjóna? Að minni
hyggju myndi slíkt ekki þjóna ís-
lenzku iþróttalífi að svo komnu máli,
en um það ræðum viö st'ðar.
Árni Njálsson