Morgunblaðið - 10.06.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.06.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1978 13 IIENRY PEARSON (1914) „Mochiz- uki“ - blek á pappírs- kúlu 1966. 12306 HERBERT KATZMAN (1923) „Eric“, kolteikning 1967. svo ég vitni aftur í formála sýningarskrár þá „fylla þeir allir upp í ákveöna mynd af þróun veflistar og flestir líta þeir björtum augum til framtiðar- innar.“ Á sýningunni í Bogasal getur aö líta ýmsar tilraunir í veflist auk hefðbundinna vinnubragða svo sem hjá „Lurcat“. Á stundum koma vinnubrögðin okkur kunnug- lega fyrir sjónir, því að þau eru keimlík því sem við höfum séð hjá okkar eigin veflistarfólki. Grafíktæknina er óþarft að kynna, það hefur verið gert svo oft af mér og öðrum. Á sýningunni getur að líta ýmsar tækniaðferðir og gæti hún því skoðast sem framhald eða öllu heldur viðbót við ágæta slíka sýningu í bóka- safni franska sendiráðsins fyrir nokkrum mánuðum. — Það er aðlaðandi að litast um í Bogasalnum, hér er allt fágað og listrænt í sniðum og fram kemur lífræn og sterk menningarhef Bragi Ásgeirsson. Oddur Guðjónsson: Minnisstæðir hljóm- leikar í Moskvu í TILEFNI af komu cellósnill- ingsins Rostropovits hingað á listahátíð í Reykjavík rifjast upp eftirminnilegir tónleikar sem konan mín og ég sóttum í desembermánuði fyrir nokkuð mörgum árum í Moskvu. Svo sem alkunnugt er, er hljómlistarlíf í Moskvu á mjög háu stigi og er jafnan um margt að velja í þessum efnum, s.s. konserta, óperur, balletsýningar o.m.fl. og er það . flest með miklum glæsibrag. Erlent sendi- ráðsfólk nýtur. þar í borg sérstakrar forgangsfyrir- greiðslu við að sækja þessar samkomur fyrir milligöngu þjónustustofnunar fyrir hin erlendu sendiráð (U.p.D.K.) Var það óspart notað, því oft var erfitt um útvegun aðgöngumiða í milljónaborginni. Svo sem oftar höfðum við hjónin notið fyrirgreiðslu U.p.D.K. og fengið aðgöngumiða að konsert þar sem öndvegis- hljómlistarmenn áttu að leika. Var hér um heimsþekkta snill- inga að ræða, eða þá Rostropo- vits, David Oistrach, fiðlusnill- inginn heimsfræga og Jaroslav Richter píanósnilling og þekkt- an Beethoven-túlkara. Tilhlökkunin hjá okkur var eðlilega mikil. — En sama dag og tónleikarnir skyldu haldnir var, hringt til okkar og og tjáð að tónleikunum hefði verið aflýst — án þess að skýring væri gefin hvers vegna. Svo var þó fyrir að þakka, að þótt opinberar skýringar lægju ekki alltaf á lausu, þá kom oft til önnur fréttaþjónusta (sem að vísu var alltaf hundrað prósent áreiðanlegar upplýsingar) eða símhringingar kunningja úr hópi erlendra sendiráðsmanna. Þá fréttum við, að ástæðan fyrir því að hljómleikunum hafði verið aflýst væri sú að Rostro- povits hefði verið bannað að koma fram. En hinirtveir, „col- legar" hans, þá í mótmælaskyni einnig neitað að leika. En hér var ekki sagan öll. Skömmu fyrir hádegi daginn eftir er hringt frá U.p.D.K. og ökkur tjáð, að tónleikarnir verði haldnir þann sama dag kl. 14 (sem var að vísu óvenjulegur tími) og ef við hefðum áhuga á að nýta aðgöngumiða okkar, þá gætum við gert það. — Að sjálfsögðu var það þegið. Þessir hljómleikar eru okkur sérstaklega minnisstæðir. Ekki aðeins var leikur og túlkun snillinganna þriggja frábær og hrífandi, heldur vakti hið ann- arlega, alvöruþrungna andrúms- loft, sem ríkti á konsertinum, athygli okkar. Undirtektir áheyrenda voru að sjálfsögðu frábærar, en þó leyndi sér ekki að í þeim var fólgið rneira og annað en hrifningin ein. — Fólkið í salnum vildi jafnframt tjá samstöðu sína með þessum listamönnum og votta þeim virðingu og samfagna þeim með þann sigur, sem þeir höfðu unnið með einbeittri samheldni gegn sovézka kerfinu. I þessu sambandi kemur mér einnig í hug heimsókn sovézka píanósnillingsins Emil Gilels nýlega. Ekki fer á milli mála, að hann er að dómi flestra frábær lislamaður. — Þá bregður svo við að tónlistargagnrýnandi Mbl., Jón Ásgeirsson, sendir honum í grein, að mínum dómi, næsta ósmekklega kveðju. Með það í huga, sem hér hefur verið sagt urn drengilega fram- komu þeirra Oistrachs og Richt- ers í garð Rostropovits, sýnist mér, að Jón Ásgeirsson og e.t.v. fleiri mættu íhuga að varhuga- vert er að stimpla almennt sovézka hljómlistarmenn, sem heimsækja okkur og aðra, sem viljalaus verkfæri sovézka áróð- urskerfisins. Almennur kjósendafundur forsætisráðherra á Sauðárkráki Geir Hallgrímsson, fforsætisráðherra fflytur ræðu og svarar fyrirspurnum fundargesta. Fundarstaður: BIFRÖST, laugardaginn 10. júní kl. 15.00. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu mæta á fundinum. SJÁLFSTÆÐISFÓLK, FJÖLMENNUM Á FUND FORSÆTISRÁÐHERRA.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.