Morgunblaðið - 10.06.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.06.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 10. JUNI 1978 23 Korchnoi er við- búinn truflunum Manila. Filippseyjum. 9. júní. AP. Reuter. ANATOLY Karpov og Viktor Korchnoi eru væntanlegir til Filippseyja til keppni um heimsmeistaratitilinn í byrjun næsta mánaðar. Mótið hefst 17. júlí í Baguio-fjallabænum og er talið að það muni standa lengur en tvo mánuði. Sigurlaunin eru 350 þúsund dollarar en sá sem tapar fær 200 þúsund dollara í sinn hlut. Miklar ráðstafanir hafa verið gerðar á mótsstaðnum til að draga úr grunsemdum um notkun trufl- andi geisla á skákmennina en Korchnoi kvartaði yfir því í miðri skák í keppni sinni við Boris Spassky í Belgrad í nóvember s.l. að hann grunaði KGB-leyniþjón- ustumenn um að beina slíkum geislum að sér í þeim tilgangi að veikja hann. Aðspurður hvort hann myndi bera slíka kvörtun fram á bessu móti svaraði Korchn- Veður víða um heim Amsterdam Apena Berlín BrOssel Chicago Frankfurt Genf Helsinki Jóhannesarborg 13 sólskin 20 sólskin 9 skýjað 12 skýjaó 7 heióskírt 13 rigning 13 mistur 6 heióskírt 2 sólskin Kaupmannahöfn 11 rigning Lissabon 14 skýjaó London Los Angeles Madríd Malaga Miami Moskva New York Ósló Palma París Róm Stokkhólmur Tel Aviv Tokyo Vancouver Vínarborg 12 sólakin 17 heiðskírt 16 heióskirt óvitaó 27 skýjaó 16 skýjaó 20 heióskírt 9 skýjaó óvitaó 14 rigning 16 sólskin 11 skýjaó 18 heiðskírt 20 heióskírt 11 skýjaó 15 heióskírt oi að hann vonaði að leikirnir yrðu leiknir á skákborðinu en ekki utan þess. Korchnoi sagði síðar í viðtali að hann tryði því ekki að nokkur hefði notað slíka geisla á Bel- grad-mótinu en hann sagði þetta vísindalega mögulegt og að hann myndi því vera undir slíkt búinn í keppninni við Karpov. Slíkir geislar komu fyrst til úmræðu á mótinu í Reykjavík 1972, þegar Rússar héldu því fram að Banda- ríkjamenn beindu þeim að Spassky. Á heimsmeistaramótinu verða þrír leikir leiknir á dag og alger hvíld tekin á sunnudögum. Aðstoðarmenn Korchnois verða Michael Stean og Raymond Keene frá Englandi, Israelsmaðurinn Yasha Murey og e.t.v. mun Willi- am Lombardy frá Bandaríkjunum eða Oscar Panno frá Argentínu bætast þar í hópinn. Aðstoðar- menn Karpovs verða Migail Tal, Yuri Halashov og Ivgenij Vasiu- kov, allir Sovétmenn. New York fær fjárstuðning Washington, 9. júní. Reuter. YFIRGNÆFANDI meirihluti full- trúadeildar Bandaríkjaþings styð- ur framkomnar tillögur um fjár- veitingu til New York-borgar til að forða borginni frá gjaldþroti. Áætlunin, sem stjórn Carters lagði fram, gerir ráð fyrir tveggja milljarða dollara fjárveitingu til borgarinnar. Atkvæðafjöldinn með tillögunni er talinn vera mikill sigur fyrir Edward Koch borgarstjóra. Eigna skatts lækkunar sinnar fagna sigrinum á mánudag Eignaskattur lækk- aður í Kaliforníu KALIFORNÍUBCAR, sem eru orðnir langþreyttir á að greiða stórfé í eignaskatt, samþykktu á mánudag með miklum meirihluta atkvæða lagasetningu, þar sem kveðið er á um mikla lækkun eignaskatts í Kaliforníu-fylki. Er gert ráð fyrir að ríkið tapi sem svarar 1799 milljörðum króna á lagasetningunni á ári. Lagasetningin felur í sér að eignaskattur megi að meðaltali aðeins nema einu prósenti, en er nú um 2,3%. Þýðir þetta í raun að fjölskylda sem nú greiðir 360.000 krónur í eignaskatt á ári, mun í framtíðinni aðeins greiða 154.000 krónur. Þá er einnig kveðið á um að fasteignamatið eigi að verða það sama og það var 1975 og eignaskattshækkun á ári er tak- mörkuð við tvö prósent, nema í því tilfelli þegar eign er seld. Óvenju góð kjörsókn var í Kaliforníu-fylki eða um 70%, og liggur nærri að tveir af hverjum þremur kjósendum hafi verið nýju eignaskattslögunum fylgjandi. Þegar lokið var við að telja 91% atkvæða höfðu 3.872.228 kjósendur veitt nýju lögunum fylgi sitt, en aðeins 2.125.740 voru á móti þeim. Atkvæðagreiðslan var til komin vegna undirskriftalista, sem ein milljón Kaliforníubúa skrifaði undir, þar sem þess var krafist að eignaskattur yrði lækkaður, og nýju tillögurnar settar fram. ForSprakki eignaskattslækkunar- sinna var hinn 75 ára gamli Howard Jarvis, en hann hefur í mörg ár barizt fyrir því að eignaskattur ýrði lækkaður. Áhrifa eignaskattslækkunar- innar mun innan skamms fara að gæta í Kaliforníu, en fylkisstjór- inn Edmund Brown sagði að engir nýir starfsmenn yrðu ráðnir og engir í stað þeirra sem kynnu að hætta. Þá sagði Brown að fylkis- stjórnin yrði að endurskipuleggja fjárhagsáætlun sína og reyna að spara sem mest fé. Búist er við að áhrifa atkvæða- greiðslunnar muni senn gæta í öðrum fylkjum Bandaríkjanna, er fylgismenn lægri eignaskatts fari að krefjast þess að eignaskattur verði lækkaður. Því má ljóst vera að atkvæðagreiðslan getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir fjár- hag fylkisstjórna um öll Banda- ríkin. I nóvember næstkomandi verða fylkisstjórakosningar í Kaliforníu og þá gæti afstaða Browns fylkis- stjóra tíl nýju eignaskattslöggjaf- arinnar reynst afdrifarík. Brown var alla tíð á móti löggjöfinni, en studdi aðra tillögu, sem einnig var greitt atkvæði um, þar sem gert var ráð fyrir minni eignaskatts- lækkun eða 30% á móti 57% í hinni. Mótframbjóðandi Browns í Framhald á bls. 27 „Lausnar- gjald” greitt Varsjá, 9. júní — Reuter. PÓLVERJAR skepptu í dag v-pýzka fiskibátnum, sem peir héldu fram að hefði verið innan pólskrar fiskveiðilandhelgi, gegn greiðslu upphæðar sem jafngildir rúmlega 6 milljónum íslenskra króna. Talsmaöur v-þýzku stjórnarinnar sagði aö báturinn Capella og þriggja manna áhöfn hennar mætti nú yfirgefa pólsku hafnarborgina Kolo- brzeg, þar sem þeim hefur veriö haldiö, en v-þýzka sendiráðið í Varsjá innti fésektina af hendi. Skipiö var tekið að veiöum á svæði þar sem Danir og Pólverjar hafa ekki getaö komið sér saman um mörkin á yfirráöasvæöi hvors um sig. Pólverjar hafa lýst því yfir að áður en sá ágreiningur verður leystur muni þeir ekki þola veiöar annðrra þjóöa á þessu svæöi en Dana, þrátt fyrir þaö aö Danir láti sér á sama standa um veiöar annarra. Brezhnev er harð- ur gagnvart Hess Bonn, 9. júní — Reuter. SKÝRT var írá því í Bonn í dag að Leonid Brezhnev leiðtogi Sovétríkjanna hefði hafnað beiðni Walter Scheel forseta V-Þýzkalands um að nasistaforingjanum Rodolf Hess yrði sleppt úr haldi. Rudolf Hess er nú 84 ára að aldri og afplánar lífstíðardóm í Spandau-fangelsinu í V-Ber- lín þar sem hann hefur verið eini fanginn s.l. 10 ár. Forset- inn bar fram þessa ósk í heimsókn Brezhnevs í V-Þýzkalandi í síðasta mánuði og höfðaði til mannúðar- sjónarmiða. Brezhnev svaraði þá strax að sovéska þjóðin myndi ekki þola sakaruppgjöf Hess til handa. Oft áður hafa Bretar, Frakkar og Banda- ríkjamenn farið fram á þvð við Ráðstjórnarríkin að Hess yrði sleppt eftir öll þessi ár, en Sovétmenn hafa stöðugt hafn- að þeirri málaleitan. Ljósmyndin hér að ofan er .tekin frá bandarískum veðurathugunar- hnetti 29. maí s.l. af Bretlandseyjum og hluta af N-Evrópu. Himinninn var heiðskír yíir öllu þessu svæði en það er mjög sjaldgæft að slík mynd náist. Fréttamynd AP. Þetta gerðist 1977 — James Earl Ray sleppur úr fangelsi sem hann var dæmdur í fyrir morðið á Martin Luther King. 1971 — Bandaríkin aflétta 21 Skylab beint í átt til sólar Ilouston. 9. júní. Reutcr. AP. BANDARÍSKIR geimvísinda- menn beindu Skylab-geimstöð- inni í átt til sólar i dag, en það er þáttur í tilraunum þeirra til að fyrirbyggja fall stöðvarinnar til jarðar. Ef vísindamönnunum tekst að breyta sporbaug Skylab á næstu tveim dögum mundi það auka möguleikana á því að björgunar- leiðangur nái til stöðvarinnar til viðgerða. Með því að beina henni ’ í átt til Sólar er tryggt að orka þess sé næg. Á morgun verður reynt að stýra stöðinni á sporbaug þar sem aðdráttarkrafturinn er minnstur. Ef þær tilraunir takast ekki verður ekkert hægt að gera til bjargar Skylab að sögn talsmanns NASA-stofnunarinnar. Hann sagðist jafnframt að vegna stærð- ar Skylab mundi hún þola komuna inn í gufuhvolfið en á því svæði sem hún gæti komið til með að lenda á jörðunni er nokkurt þéttbýli. Síðasta áhöfnin um borð í stöðinni yfirgaf farið á árinu 1974, en ætlun vísindamanna var sú að hún héldist á braut til ársins 1984 í 320 km fjarlægð frá jörðu. Ef tilraunir takast við að fyrirbyggja fallið verður mögulegt að senda út leiðangur til viðgerða einhvern tímann á árinu 1980. Sovéski geimhnötturinn, hinn kjarnorkuknúni Cosmos 954, fór af sporbraut sinni í janúar s.l. og splundraðist á einangruðu svæði í Kanada. Ekkert tjón varð þar af, en sá hnöttur var mun minni en Skylab. árs gömiu viðskiptabanni á Kína. 1968 — Mikill meirihluti aðild- arlanda Sameinuðu þjóðanna samþykkir drög að samningi Bandaríkjánna og Sovétríkj- anna um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna. 1%7 — ísrael felist á vopnahlé í stríðinu við Egypta. 1942 — Gestapo tekur af lífi alla karlmenn í Lidice í hefndar- sk.vni við morðið á Heydrich. 1940 — ítalir segja Frökkum og Bretum stríð á hendur. 1924 — ítalski sósíaiistaleiðtog- inn Matteotti myrtur. 1903 — Alexander I Serbakon- ungur og Draga drottning myrt. 1898 — Bandarískir Iandgöngu- liðar ráðast í land á Kúbu. 1868 — Mikael III Serbakon- ungur myrtur. 1719 — Karl VI keisari Hins heilaga rómverska ríkis rekur Spánverja frá Sikiley. 1610 — Fyrstu holienzku land- nemarnir i Norður-Ameríku stíga á iand á Manhattaney (New York). Afmæli dagsinsi Gustave Courbet franskur listmálari (1819 - 1817) - Sir Henry Morton Stanley, brezkur land- könnuður (1840 — 1904) — Filippus prins af Bretlandi (1921 — ) — James McDivvitt bandarískur geimfari (1939—). Orð dagsinsi Hið heilaga róm- verska ríki var hvorki heilagt, rómverskt né ríki. — Voltaire, franskur heimspekingur (1694-1778).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.