Morgunblaðið - 10.06.1978, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.06.1978, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1978 Leiðin til ánauðar Fyrir nokkrum dögum var Kefin út bókin Leiðin til ánauðar í íslenzkum útdrætti Olafs Björns- sonar prófessors. Hún er 2. útsáfa bókarútdráttarins á íslenzku, en Leiðin til ánauðar er eftir austur- ríska hagfræðinginn Friedrich A. von Hayek, sem fékk nóbelsverð- Friedrich A. von Ilayek launin í ha>;fræði árið 1974. Bók Hayeks var f.vrst >;efin út í Bretlandi árið 1944 („The Road to Serfdom“), en í útdrætti Ólafs á íslenzku árið 1946. „í bók sinni færir Hayek skýr og haldgóð rök fyrir því, að séreignarréttur á framleiðslutækjunum sé forsenda almennra mannréttinda og að allsherjar skipulaftninj; efnaha>;s- oíí atvinnulífsins, hvort sem hún er framkvæmd af fasistum, nasist- um eða kommúnistum, hljóti að leiða tii þess ástands að einstakl- in>;arnir tapi frelsi sínu. Þótt nokkuð sé nú um liðið síðan Hayek festi þessar hu>;myndir sínar á blað, ei>;a þær enn erindi til allra frjáisborinna manna, og boðskap- ur hans í þessum efnum er hverjum manni holi lesning — ekki síst nú á tímum aukinna ríkisumsvifa," se>;ir í formála bókarinnar eftir Svein Guðjónsson ' þjóðfélaf;sfræðinf;, en Samband un>;ra Sjálfstæðismanna gefur bókina út. Henni verður dreift til allra aðildarsamtaka S.U.S., en einnif; er hæj;t að fá hana á skrifstofu S.U.S. í Sjálfstæðishús- inu í Reykjavík, Háaleitisbraut 1, síma 82900. U ngmennafélagid Brúin 70 ára Ungmennafélaf;ið Brúin í Hálsa- sveit ok Hvítársíðu í Bor>;arfirði átti 70 ára afmæli 7. júní s.l. Félafþð mun minnast afmælisins með kaffisamsæti í félagsheimil- inu að Stóra-Ási lauj;ardaf;inn 17. júní n.k. ok hefst samsætið kl. 15. Þar verður rifjuð upp saga félags- ins úr rituðum heimildum þess og gamlir og nýir félagar hittast. Allir félagar Brúarinnar, fyrr- verandi og núverandi, eru vel- komnir á þessa samkomu ásamt mökum sínum, og er þess vænst að sem allra flestir geti þegið það boð. Stjórn félagsins hefur sent þeim fyrri félögum, sem hún veit um, bréflegt boð á afmælissamsætið, en hafi einhverjir ekki fengið boðsbréf eru þeir einnig boðnir velkomnir og væntir stjórnin þess að þeir láti það ekki hefta för sína á afmælisfagnaðinn, þótt þeir hafi ekki fengið bréflegt boð vegna vöntunar í nákvæmum uppiýsing- um um aðsetursstað eða að boðs- bréf hafi misfarist. (Frá Ungmennafélaginu Brúin) Úr einu atriði í sýningu sumarleikhússins. Sumarleikhúsinu vel tekið í Bandaríkjunum Islenska sumarleikhúsið fór nýlega í leikfiir um miðvestur ríki Bandarikjanna. Ferðin tók fimmtán daga og. voru sýningarn- ar tíu talsins. „Light Nights“ sýningar leikflokksins vöktu hvarvetna mikla hrifningu áhorf- enda. I sumar mun leikflokkurinn vera með sýningar á Hótel Loft- leiðum og eru þær einkum ætlaðar ferðamönnum. Þetta er níunda sumarið sem leikflokkurinn starf- ar á þennan hátt. Aðalleikarinn í leikflokknum er Kristín Magnús Guðbjartsdóttir og hefur hún á skemmtilegan hátt tekið saman og sett á svið ýmis atriði sem sýna hvernig Islendingar styttu sér stundir hér áður fyrr. Kristín lærði leiklist í London en hefur síðan aðallega starfað á Islandi. Eiginmaður hennar Hall- dór Snorrason leikur eiginlega ekki hlutverk á sviðinu en á þó ríkan þátt í sýningunni. Hann sér um sviðsetninguna og lýsingu en þau atriði hafa mikið að segja til að ná fram réttum áhrifum í leiksýningunni. Sýningarnar í Bandaríkjunum voru að mestu byggðar upp á þjóðsögum og þjóðsöngvum, upp- lestri á ijóðum og rímum á hefðbundinn hátt. Undirleík á gítar og langspil önnuðust þeir Sverrir Guðjónsson og Þóroddur Þóroddsson, en eins og áður segir var sýningunum í Bandaríkjunum mjög vel tekið í alla staði. i ii Markús Þorgeirsson í nýja sjóminjasaíninu. Nýtt sjóminjasafn: Saga togaraútgerðar 1906—1946 í myndum NÝ SJÓBÚÐ og sjóminjasafn var opnað þann 10. maí s.l. að Hvaleyrarbraut 7 í Hafnarfirði. Ber hún nafnið Sjóbúð Markús- ar skipstjóra — íslandi allt. Að sögn Markúsar Þorgeirs- sonar forsvarsmanns hinnar nýju sjóbúðar getur þarna að líta sögu togaraútgerðar á Is- landi í myndum frá árunum 1906—1946. Þar eru einnig myndir af fyrstu skipum Eim- skipafélags Islands, sem komu til lands þegar Eimskipafélagið var stofnað fyrir röskri hálfri öld. Ennfremur er þarna í myndum saga Slysavarnafélags íslands, samtals 27 myndir er Slysavarnafélagið gaf. Á safn- inu eru samtals hátt í 300 myndir, sem allar tengjast hafinu og ýmissi starfsemi sem því tengist. Margt góðra manna hefur komið og skoðað sjóminjasafnið að sögn Markúsar, en það er opið eftir samkomulagi. Markús vinnur nú aðallega að hönnun og gerð ýmiss konar björgunartækja. Nú er hann að vinna að gerð bjargmottu sem ætluð er til að ná fólki úr sjó eða vatni. Hefur mottan gefið nokk- uð góða raun að sögn Markúsar, en hans aðaláhugamál er að skapa öryggi til sjós og iands. Slysavarnafélagi Islands og Landhelgisgæslunni vill Markús færa sérstakar þakkir fyrir veitta hjálp, en þau félög hafa bjargað honum fjórum sinnum úr lífsháska þau 34 ár sem Markús starfaði á sjó. Kirkjudagur í Kálfatjamarkirkju Á MORGUN, sunnudaginn 11. júní verður hinn árlegi kirkjudagur í Kálfatjarnarkirkju og hefst með hátíðarguðsþjónustu kl. 14 í kirkj- unni. Ræðumaður Þór Magnússon, þjóðminjavörður. Einnig eru á morgun nákvæmlega 85 ár frá vígslu hennar, því kirkjan var vígð 11. júní 1893. Kirkjan þótti í upphafi og er enn hið fegursta hús, en ýmsar endur- bætur hafa þó verið gerðar á henni. Árið 1935 var ný forkirkja og turn gerður við kirkjuhúsið, þar eð þessi hluti var þá illa kominn af fúa. Árið 1949 og 1950 var lagt rafmagn í kirkjuna til ijósa og hitunar og árið 1968 voru smíðaðir nýir bekkir í alla kirkjuna. Hin síðari ár hefur svo kirkjan öll verið endurnýjuð að utan sem innan. Það verk hefur verið unnið í nánu samráði við þjóðminjavörð, sem taldi nauðsynlegt að varðveita kirkjuna sem allra best sökum fegurðar hennar og smíði allrar. Þessu verki er nú senn að fullu lokið. Kirkjudagur, þessi árlegi þáttur í safnaðarstarfi Kálfatjarnarsafn- aðar, hefur gefið góða raun, því ávallt hefur verið dfjölmennt til kirkjudagsins og velunnarar kirkj- unnar sýnt henni margvíslega velvild sína, sem hefur verið ómetanlega hvatning í öllu safn- aðarstarfi. Flugleiðir í nýtt hús- næði í Dússeldorf FLUGLfiIÐIR hafa opnað nýja Þýzkalandi. Skrifstofan cr í söluskrifstofu í Diisseldorf í Graf-Adolf-Strasse 12 í rúmgóðu Starfsfólk skrifstofu Flugleiða í Diisseldorf. húsnæði þar sem möguleikar eru á að færa út kvíarnar en starf- semi skrifstofunnar hefur aukizt undanfarið. Eftir stofnun Flugleiða var ákveðið að hefja flug til Dússel- dorf yfir sumarmánuðina en Loft- leiðir hafa haft skrifstofu þar síðan 1971. Fyrsta beina flugið var farið 17. júlí 1976. Margir gestir voru viðstaddir opnun hinnar nýju skrifstofu, þar á meðal sendiherra Islands í Þýzkalandi, Níels P. Sigurðsson og Sveinn Börnsson sendiráðsritari, auk ferðaskrifstofumanna og blaðamanna. Veggur, hlaðinn hrauni frá Vestmannaeyjum og Hafnarfirði, við inngang söluskrif- stofunnar vakti sérstaka athygli gestanna. Nú vinna 11 manns á skrifstofu Flugleiða í Dússeldorf. Yfirmaður hennar er Lothar Bartholoniaeus.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.