Morgunblaðið - 10.06.1978, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.06.1978, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1978 37 Félagsmálastofnun Kópavogs: Vínnuskólinn heim sækir sveitabæi Á VEGUM Félagsmálastofnunar Kúpavogs er kominn út bækling- ur er fjallar um félagslíf í Kópavojíi. en þetta er í þriðja sinn sem slíkur bæklinKur er gefinn út. í bæklingnum. sem ber nafnið „Félagslíf í Kópavogi". eru upp- lýsingar um öll starfandi félög í Kúpavogi svo og stjórnmálafélög. Einnig eru þar upplýsingar um dagvistunarmál og sumarstörf 1978. í sumar verða í Kópavogi námskeið er kallast „íþróttir og útilíf" en þau eru ætluð börnum og unglingum á aldrinum 8 til 14 ára. Námskeiðin fara fram á Smára- hvammsvelli v/ Fífuhvammsveg, við Digranesskóla og við Snæ- landsskóla í austurbænum, en í vesturbænum fara þau fram við Kársnesskóla. ^____- Að sögn Kristjáns Guðmunds- sonar félagsmálastjóra Kópavogs er vinnuskólinn í Kópavogi rekinn á nokkuð annan hátt en tíðkast annars staðar. Þar eru t.d. greidd nokkru hærri laun en annars staðar en þau eru reiknuð sem hlutfall af gildandi Dagsbúnar- taxta. Einnig er skipulögð fræðslustarfsemi á vegum vinnu- skólans og fá t.d. allir að fara í róður og í heimsókn á sveitabæi og kynnast á þann hátt starfi til sjávar og sveita. Sumarbúðirnar í Kópaseli eru ætlaðar börnum á aldrinum 6—12 ára. I sumar verða þar fjögur námskeið. Margt annað er á dagskrá sumarstarfs Kópavogs og að sögn Kristjáns er mikill áhugi fyrir félagslífinu þar og þátttaba yftr- leitt íslandskynning í austurrískum bæ í BYRJUN þessa mánaðar var haldin fjölbreytt íslandskynning í bænum Klosterneuburg í Austurríki í tilefni af 60 ára fullveldi íslands. Það voru aðalræðismaður ís- lands í Austurríki og félag íslendinga í Austurríki sem stóðu fyrir kynningu þessari með að- stoð bæjaryfirvalda í Klosterneu- burg. Sýning á íslenzkum munum var opnuð í ráðhúsi bæjarins 2. þ.m. Þar voru m.a. sýnd málverk, grafík, ullarvörur, keramik, skart- gripir, steinsýnishorn, frímerki, mynt og bækur. Daginn eftir, laugardaginn 3. júní, voru haldnir tónleikar í ráðhúsinu. Á efnisskránni voru verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, W.A. Mozart, J.S. Bach, H. Neumann og dr. Victor Urbancic, auk íslenzkra þjóðlaga. Flytjendur voru íslenzkir tónlistarmenn í Austurríki ásamt austurrísku aðstoðarfólki. Auk þessa var efnt til kvik- myndasýningar sunnudaginn 4. júní. Þar voru sýndar tvær land- kynningarmyndir um ísland, „Það ætti ekki að kalla ísland ísland“ og „þrjú andlit íslands". Aðgangur að öllum kynningaratriðunum var ókeypis. Jóhanna Þórólfsdóttir, Jakob Úlfarsson héraðslæknir og Sigurborg Einarsdóttir héraðshjúkrunarkona er sjúkrabörurnar voru afhentar. Rauða kross-deildin á Eskifírði Heilsugæslustöðinni á Eskifirði hefur nýlega borist vegleg gjöf frá Rauða kross- deild Eskifjarðar en hún gaf sjúkrabörur til sjúkraflutn- inga. Sjúkrabörunum er hægt að breyta á marga vegu og geta þær því notast vel hvort sem er í sjúkrabíl eða á heilsugæslustöðinni. Jóhanna Þórólfsdóttir varaformaður Rauða kross-deildarinnar afhenti gefur gjöf héraðslækninum Jakobi Úlfarssyni gjöfina. Rauða kross-deildin á Eskifirði hefur nú hafið sölu á kosningagetraunaseðlum til söfnunar fyrir nýjum sjúkrabíl sem áformað er að kaupa til læknishéraðsins. Getraunaseðlarnir eru seldir hjá forráðamönnum Rauða kross-deildarinnar, en einnig á Hótel Öskju og á fleiri stöðum. ' L 3pi' k \ 1 '’&MÉÉLJr WSk*' i. Frá fulltrúaþingi Sambands íslenzkra barnaskólakennara Fulltrúaþingi S.Í.B. lokið Fulltrúaþing Sambands ís- lenzkra barnakennara var haldið dagana 1.—3. júní s.l. Þetta var 25. þing samtakanna en það sátu 75 fulltrúar frá 10 kennarafélögum sambandsins. Forseti þingsins var Kári Arnórsson. Menntamálaráðherra, form- aður BSRB og fulltrúar annarra kennarasamtaka ávörpuðu þing- ið auk framkvæmdastjóra Nor- rænu kennarasamtakanna er sat þingið í boði stjórnar S.Í.B. Erindi fluttu Dr. Wolfgang Edelstein og Sigurjón Björnsson prófessor er þeir nefndu „Nokkrar niðurstöður rann- sókna á börnum í Reykjavík og hugsanleg þýðing þeirra fyrir skólann". Á þinginu voru menntamál, kennaramenntun og launa- og kjaramál helzt rædd. Fulltrúa- þingið taldi að auka þyrfti fjárveitingu til þjónustustofn- ana skólanna svo þær gætu unnið þau störf sem þeim yæri ætlað. Bent var á nauðsyn þess að vinnudagur nemenda yrði samfelldur og skólar einsetnir. Þing SÍB lýsti stuðningi við frumvarp sem lagt var fram á Alþingi á síðastliðnu hausti um Kennaraháskóla íslands. Þar er sú stefna mörkuð að KHÍ skuli vera miðstöð vísindalegra rann- sókna í uppeldis- og kennslu- fræðum hér á landi og að hann skuli annast uppeldis- og kennslufræðilega menntun allra kennara á grunnskólastigi og í öllum skólum á framhaldsskóla- stigi. Með þessum ákvæðum telur S.Í.B. að stuðlað sé að auknum tengslum milli kennara á hinum ýmsu skólastigum. Einnig vill sambandið að kenn- arar eigi kost á endurmenntun í öllum þeim greinum sem mestum breytingum taka hverju sinni. I kjaramálum kennarastétt- arinnar bar hæst launajöfnum kennaraprófanna. Bent var á á blaðamannafundi sem SÍB hélt að þinginu loknu að aðeins í kennarastétt réði aldur embætt- isprófs nokkru um byrjenda- laun. Líta kennarasamtökin á það sem mikið réttlætismál að kennarapróf verði metin jafn- gild til launa án tillits til þess á hvaða tíma þau séu tekin, Þingið skoraði á félaga S.Í.B. að ráða sig ekki sem æfingakenn- ara í grunnskóla landsins né taka kennaranema til æfinga- kennslu fyrr en ákvæðum þeim sem vitnað er til hefur verið fullnægt. Nokkrar breytingar voru gerðar á lögum sambandsins og var nafni þess breytt, heitir það nú Samband grunnskólakenn- ara, skammstafað S.G.K. Skrif- stofa sambandsins er í húsa- kynnum BSRB að Grettisgötu 89. Aðalstjórn sambandsins var endurkjörin á fulltrúaþinginu. Hana skipa: Valgeir Gestsson formaður, Bjarni Ansnes, Elín Olafsdóttir, Guðjón B. Jónsson, Kristín H. Tryggvadóttir, Páll Guðmundsson og Ragna Ólafs- dóttir. Skólaslit Vélskóla íslands: Um 350 vélstjórar útskrif- uðust, þar af fyrsti kven- vélstjórinn með lokapróf Vélskóla íslands var slitið 27. maí síðastliðinn. Um 420 nemend- ur voru í skólanum á liðnum vetri, þar af um 380 í Reykjavík, en vélskóladeildir eru auk þess reknar á Akureyri, í Vestmanna- eyjum, á ísafirði, í Keflavík og á Akranesi. Um 350 vélstjórar eru útskrifaðir á þessu vori með mismiklum vélstjóraréttindum. en 66 nemendur gengu undir lokapróf skólans, 4. stigs vél- stjórapróf, og stóðust allir. Um 180 nýnemar hófu nám við skólann síðast liðið haust, en um 25 nemendum varð að vísa frá vegna húsnæðisskorts. Líklegt er að slíkt endurtaki sig næsta haust. Nú var útskrifaður fyrsti kven- vélstjórinn með lokapróf frá skól- anum. Hún heitir Guðný Lára Petersen. Síðast liðið haust var gerð sú breyting á skólanum að tekið var upp svokallað annakerfi, og er náminu nú skipt í haustönn og vorönn. Fyrir vikið hefur prófum fækkað, en í tilteknum greinum er námi og prófi lokið á hálfum vetri, einni önn. Nýmæli er það einnig, að nú hefur skólinn úrbóta- námskeið og úrbótapróf strax að loknum aðalprófum. Árlegur kynningardagur skól- ans, „Skrúfudagurinn," var hald- inn að vanda og var mjög gest- kvæmt. Einnig var efnt til svokall- aðrar starfsviku, sem nú er orðinn fastur liður í skólastarfinu. Þá fara nemendur í náms- og kynnis- ferðir, undir leiðsögn kennara, til ýmissa fyrirtækja og stofnana. Þá fóru einnig fram námskeið í skyndihjálp á vegum Rauða Kross Islands, námskeið í eldvörnum og annarra björgunartækja á vegum Slysavarnafélags íslands. Nem- endur 4. stigs fóru í náms- og kynnisferð til Danmerkur, Sví- þjóðar, Þýskalands og Bretlands. Bestum árangri i sérgreinum skólans sl. vetur náðu eftirtaldir nemendur: Eggert Atli Benónýs- son á 1. stigsprófi náði besta árangri á þessu prófi í sögu skólans; Magnús Jón Ingvason á 2. stigs prófi, Ómar Grétar Ingvar- son á 3. stigs prófi og Þorsteinn Sverrisson á 4. stigs prófi. Spari- sjóður vélstjóra veitti þeim verð- laun. Fyrir bestan árangur í vélfræði- greinum 2. stigs hlaut Hörður Kristjónsson verðlaun frá Lands- sambandi íslenskra útvegsmanna. Fýrir bestan árangur í vélfræði- greinum hlaut Örn Ingólfsson silfurbikar (farandbikar) sem gef- inn var af vélasölufyrirtækinu Fjalari h.f. Var bikarinn afhentur á sjómannadaginn. Skólanum bárust gjafir f^á afmælisárgöngum vélstjóra,' en auk þess hafa sKólanúm borist tvær vélar að gjöf, Cummins-vél frá Vélayefkstæði Björns og Hall- dórs og Caterpillar-vél frá Heklu h.f., en vegna fjárskorts hefur ekki reynst kleift að taka þær í notkun ennþá. Auk fulltrúa afmælisárganga tók til máls frú Sigríður Thor- lacius, formaður Kvenfélagasam- bands íslands, óskaði fyrsta kven- vélstjóranum til hamingju með prófið og afhenti henni merki sambandsins. Að því loknu sleit skólastjóri Vélskólanum. Stórstúku- þing stendur yfir STÓRSTUKUÞING Góðtemplara- reglunnar IOGT var sett í fyrra- dag klukkan 17. Samþykkt voru kjörbréf 53ja fulltrúa og í gær voru þingfundir allan daginn. Samkvæmt upplýsingum Hall- dórs Kristjánssonar mun þingið samþykkja ýmsar ályktanir. í dag munu þingfulltrúar fara austur að Galtalæk, þar sem góðtemplarar eiga sumardvalarheimili. Á morg- un, sunnudag, mun svo þingfund- um haldið áfram og munu fulltrú- ar jafnframt hlýða á messu hjá séra Karli Sigurbjörnssyni sókn- arpresti í Hallgrímskirkju. Þá fara og fram kosningar og þingslit.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.