Morgunblaðið - 10.06.1978, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 10.06.1978, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. JÚNI 1978 45 .11 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 K’,. 10— 11 FRÁ MÁNUDEGI ekki heföi Eftirlitsmaðurinn eftir Gogol komið á þrykk i Rússlandi í dag.. Mér kemur í huga gömul saga frá Tékkóslóvakíu. Þegar Lenin var dáinn þá kom Nikulás til að heilsa honum og fá fréttir af Rússum. Hann spurði Lenin hvort mikill væri munur á högum fólksins frá því á hans dögum. Já, það er mikill munur, það var búið að þynna vodkað um 10%. En hafið þið ekki fangabúðir og leynilögreglu? Lenin hélt nú það og K.G.B. væri líka miklu betri, því hann hefði nú lifað lengi. Þurfið þið þá að gera byltingu til þess eins að þynna vodkað? sagði þá Nikulás keisari. Húsmóðir.“ • Hvaladrápin „Nú eru hvaladrápin byrjuð, öllum íslendingum til skammar og andstyggðar. Og það eru íslenzk stjórnvöld, — bæði núverandi ráðherrar og eins ráðherrarnir í fyrrverandi stjórn, sem hafa ráðið þessari slátrun. — Hver eyrir er nauðsynlegur í þjóðarsukkið, hvernig sem hans er aflað með illu eða góðu. Við munum, hvernig fór með síldina, illt er útlitið með loðnuna og þorskinn, en verzt með hvalina, þessar merkustu skepnur jarðar- innar. Nú skipum við íslendingar bekk með Rússum og Japönum og höfum litla sæmd af því. Eruk hvalveiðarnar sönnun þess, að friðarhjal íslendinga á fiskimiðun- um sé ekki tekið alvarlega og fyrst og fremst vilji þeir sitja að krásinni sjálfir? Margir „Greenpeace" fylgjendur eru hér á landi en segja ekkert, ef til vill vegna „kerfisins, sem mylur allt undir sig.“ Ráðherrar og þingmenn núver- andi og komandi, hvar í flokki, sem þið standið: „Stöðvið þennan ósóma, þennan smánarblett á íslenzkri þjóð, svo að þetta verði síðasta hvaladráps- árið. Þá hafið þið sæmd af“. • Hve lengi á bótum? Öldruð kona skrifar og spyr hversu lengi fólk sé á örorkubótum eftir að það einu sinni fær þær. „Er ekkert eftirlit með því að fólkið þurfi á þessum bótum að halda?" spyr konan. „Og getur ekki verið að fólk misnoti bæturnar löngu eftir að það þarf þeirra við á kostnað okkar skattborgara?" Hún endar bréf sitt með hvatn- ingu um að fylgst sé vel með á þessum vettvangi, hún sé ekki að ásaka neinn, en benda á að misnotkun sé hugsanlega fyrir hendi. rodding hojskole 6630 roddiug Vetrarskóli nóv.-apríl Sumarskóli mai-sept. (e.t.v. ágúst) Sendum stundatöflu skoleplan sendes tll*.(V5*84 lof»8(8 12) Poul Bredsdorff Gúmmíþétti í rúllum meö strigainnleggi Gúmmí í plötum til iönaöar Gaskoid olíuþétti Bronze-Legumálmur Skúlagötu 63, sími 18560. Steypumót Seljum flekamót, kranamót, lofta undirslátt, stoðir, verkpalla og aðrar vörur til byggingaframkvæmda. Verðið er mjög hagstætt. Tæknisalan Sími 36103 og 42789. Þessir hringdu . . . • Þakkir til Sigríðar E.S.i Ég sá í blööum og sjónvarpi myndir og frásögn af Brúðuleik- húsi Jóns E. Guðmundssonar, sem ferðast á milli barnaleikvallanna hér í borginni, en þess var ekki getið hver hönum væri til aðstoð- ar. En það er engin önnur en hún Sigríður Hannesdóttir leikkona, hinn frábæri skemmtikraftur. Já, ég segi frábæri, því ég taka fyrir hönd margra. Hún er gædd þeim hæfileikum að geta skemmt öllum aldursflokkum — og ekki nóg með það — heldur tekst henni að draga og fá hlédrægar húsmæður til að sýna og sanna hvað þær geta gert þegar út á leikfjalirnar er stigið undir hennar handleiðslu, að ógleymdum Hvatarfundinum ný- lega. Þá hefur henni tekizt að draga fram gleði og kátínu hjá sjúkum sem verða að dvelja innan veggja sjúkrahúsanna og á elli- heimilunum og víðar. SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á skákmóti í Sovétríkjunum í fyrra kom þessi staða upp í skák þeirra Pukshanskys og Zidkovs. sem hafði svart og átti leik. 31.... Rxg3! (Svartur hótar nú 32. . . . Dxd4+ 33.Dxd4 — Re2+) 32. hxg3 (Eða 32. Bxg7 — De4 og svartur hótar 33. ... Re2+) Hxg3+ 33. KH (Eftir 33. Kh2 - Dg5 er hvítur óverjandi mát) Dhl+ 34. Ke2 — Hg2+ og hvítur gafst upp. • Lært af sjónvarpi? Nokkrir hafa hringt og bent á að síendurtekin afbrot af ýmsu tagi geti verið beint úr sjónvarps- myndum komin og hafa t.d. nefnt þætti Kojaks sem dæmi, þá er njtbyrjaðir eru. Finnst fólki það merkileg þróun ef rétt sé athugað, að fólk fái beinlínis fyrirmyndir afbrota sinna úr sjónvarpi og nánast kennslu í þeim og spyrja hvort þetta geti staðizt. Þá hefur einnig verið nefnt hvort nógu hart sé tekið á þeim sem hafa þvingað kvenfólk til kynmaka við.sig og spurt hefur verið hvort það geti átt sér stað að t.d. 12—14 ára stúlkur segi ekki alltaf til er slíkt á sér stað. HÖGNI HREKKVÍSI Mér virðist ég sé aufúsugestur hér? Viðskiptavinir athugið Hárgreiöslustofan Gígja, Suöurveri veröur opin í allt sumar. Linda og Þorgeröur. NÝR NORRÆNN LÝÐHÁSKÓLI í DANMÖRKU 6 mánaöa námskeiö, er hefst 1/11, veröur haldiö fyrir alla eldri en 18 ára. Venjulegar lýöhaskólanáms- greinar. Mikið úrval námsgreina í handmennt. Sundkennara- menntun. — Skrifiö eftir kennsluskrá. UGE Lýöháskólinn, Norrænn-evrópskur skóli. DK-6360 ^ Tinglev Danmörk. Myrna og Carl Vilbæk. U6E m FQLKElS H0JSKOIE N / Ungir Sjálfstæöismenn í Reykjanes- kjördæmi halda baráttuþing í Kópa- vogi laugardaginn 10. júní undir kjöroröinu: Sjálfstæði eða sósíalisma? • Hver er stefna Sjálfstæöisflokksins í efnahagsmálum og lausn hans á veröbólguvandanum? • Hvernig hefur samstarfiö viö Fram- sóknarflokkinn tekist? • Hvaö er framundan í stjórnmálum, öryggismálum og efnahagsmálum? Framsöguræður fflytja: ——^ wmmmm íchi' W* Matthias A. Mathiesen Hannes H. Pétur J. Eiríksson fjármálaráðherra Gissurarson hagfræðingur háskólanemi Dagskrá: 14.00—15.30 Ræöur framsögumanna og fyrirspurnir fundarmanna. 15.30—16.00 Kaffihlé. 16.00—17.00 Hópar starfa um drög aö ályktun um verðbólguna, byggöastefnuna og ríkis- búskapinn. 17.00—18.00 Umræður um ályktun þingsins og afgreiösla hennar. Þingið hefst kl. 14.00 í Sjálfstæðishús- inu í Kópavogi aö Hamraborg 1, 3. hæð. Þátttaka tilkynnist í síma 82900 og 40708.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.