Morgunblaðið - 10.06.1978, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.06.1978, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1978 2B‘ Andrei Sakharov biður Karl Gústaf um hjálp Moskvu. 9. júní. AP. * SOVÉSKI andófsmaðurinn Andrei Sakharov hefur ritað Karli Gústaf Svíakonunjfi sem nú er í opinberri heimsókn í Sovét- ríkjunum bréf viðkomandi líf- frajðingi sem nú afplánar 10 ára fangelsisdóm fyrir andsovéskar aðgerðir. Konungurinn afhenti utanríkis- ráðherra Svía bréfið, þar sem hann sjálfur má ekki hafa afskipti af stjórnmálum. Sakharov skýrði vestrænum fréttamönnum frá því símleiðis að hann hefði sent konunginum bréfið eftir að hann fékk ávæning af því að Karl Gústaf myndi í heimsókn sinni sækja sýningu varðandi lífefna- fræði. Hann sagðist vona að konungurinn myndi vekja athygli á máli andófsmannsins Serfei Kovalyov á meðan á ferð hans stæði í landinu. Kovalyov hlaut dóminn í Litháen í desember árið 1975 fyrir aðild á útgáfu blaðs sem hélt uppi gagnrýni á Ráðstjórnar- ríkin. Ásgeir Lárus- son sýnir í SÚM Asgeir Lárusson opnaði sýn- ingu á 15 sýningargripum í Gallerí SÚM laugardaginn 10. júní. Þetta er fyrsta einkasýning Ásgeirs en hann tók þátt í sýningu FÍM á Kjarvalsstiiðum í fyrra. Ásgeir er sjálfmenntaður og hefur málað í þrjú ár. Nú sýnir hann einlitar vatnslitamyndir, hluti og tauskúlptur. Sýningin verður opin 4 — 9 e.h. alla daga, en henni lýkur 20. júní. Þörungavinnslan hef- ur nú nóg af heitu vatni MIKILL og góður árangur náðist í gærmorgun við borun eftir heitu vatni fyrir Þörungarvinnsluna á Reykhólum að því er segir í fréttatilkynningu sem Mbl. hefur borizt frá fyrirtækinu. Leit eftir heitu vatni hefur staðið yfir í nokkrar vikur. Snemma í fyrra- morgun hyrjaði hola sem dýpkuð Óánægð- ir með við- tökur í Hvalfirði UM ÞESSAR mundir eru staddir hér á landi sjónvarps- menn frá belgíska sjónvarpinu og er þeim falið að gera sérstaka þætti um hvalveiðar Islendinga og mikilvægi þeirra fyrir íslenzka þjóðarbú- ið. Einnig eiga Belgarnir að kynna afstöðu íslenzkra vís- indamanna til hvalvciðanna og að fylgjast með ferðum Greenpeace manna hér við land. í samtali við Morgun- blaðið í gær sögðust Belgarnir því miður ekki geta sagt að vel hafi verið tekið á móti þeim af forráðamönnum Ilvals h.í. Þeir heíðu ætlað sér að fá að taka einhverjar myndir í Ilval- firði og ennfremur að ná tali af forstjóra stöðvarinnar. Mót- tökurnar hefðu verið þær að þeim hefði verið hannað að taka myndir í hvalstöðinni og forstjórinn hefði tjáð þeim. að þeir gætu fengið viðtal við sig og aðra aðstoð ef þeir hefðu ekki hið minnsta samband við Greenpeace-menn. Sögðu Belgíumennirnir þegar þeir ræddu við Mbl. að þeir hefðu hvergi kynnzt svona viðtökum á Vesturlöndum áður. Þetta minnti þá helzt á austantjalds- löndin og vinnuaðstöðu þar. Morgunblaðið reyndi að ná í Kristján Loftsson forstjóra Hvals h.f. í gærkvöldi vegna þessa máls en til hans náðist ekki. Þá tjáðu starfsmenn í Hval- firði Mbl. í gærkvöldi að í gærmorgun hefðu þrír hvalbát- ar komið til hafnar með samtals 6 hvali og Green- peace-skipið hefði ekki haft hin 'minnstu áhrif á hvalveiðarnar. hafði verið úr 400 metrum í 930 metra að gjósa yfir 100 stiga heitu vatni og rennslið mældist 34 sekúndulítrar. Við dýpkun holunnar var notað- ur bor Orkustofnunar, Glaumur. Segir í fréttinni að sú aukning, sem nú hafi náðst, ætti að tryggja full afköst verksmiðjunnar, þegar borholan hafi verið tengd, og verða afköstin þá 8-9 tonn á klukku- stund, en í vor hafa afköstin aðeins verið 4 til 5 tonn á klst. Þangskurður hefur gengið vel í vor, en alls vinna 6 flokkar að skurði við Hvammsfjörð, í Stykk- ishólmi, á Skarðsströnd og á Reykjanesi. Aðalfundur Þörungavinnslunar verður haldinn kl. 15 í dag á Reykhólum. Fimm buðu í dreifikerfið í Garðinum TILBOÐ í dreifikerfi hitaveitu Suðurnesja í Garði voru opnuð í gærmorgun. Kostnaðaráætlun Fjarhitunar h.f. var upp á rúmar 74 millj. kr. Alls bárust 5 tilboð í verkið og voru öll undir kostnaðaráætlun. Tilboð bárust frá eftirtöldum aðilum: Ásberg h.f. Reykjavík 70.6 millj. kr. eða 95,3% af kostnaðar- áætlun, Garðasmiðjan s.f. Garða- bæ 64.9 millj. kr. gða 87,7%, Víkurverk h.f. Grindavík 54.0 millj. kr. eða 72.9%, Véltækni h.f. Reykjavík 63.1 millj. kr. eða 85,3% og frá Sverri og Höskuldi kr. 78.3 millj. kr. eða 94.9% af kostnaðar- áætlun. — Andófsmenn fyrir rétt Framhald af bls. 1 réttarhalda. Frétt Louis virðist staðfesta þá skoðun. Shcharansky er sakaður um njósnir í þágu CIA. Ginzburg er forstöðumaður sjóðs sem Alexand- er Solzhenitsyn stofnaði til styrkt- ar pólitískum föngum og fjölskyld- um þeirra og er sakaður um andsovézka starfsemi. Jafnframt var frá því skýrt í London í dag að andófsmaðurinn Alexander Podrabinek, sem var handtekinn 14. maí, kæmi væntan- ■l«ga- fyrk-ráU á- nsstiunnL **•.•*»« Kvartmíluklúbburinn mun standa fyrir sandspyrnukcppni á sunnudaginn að Hrauni í Ölfusi og hefst hún kl. 2. Keppt vcrður í fjórum flokkum. vélhjólaflokki. fólksbílaflokki. jeppaflokki og opnum flokki. Kvartmfluklúbburinn hefur áður staðið fyrir sams konar keppni og hafa þær tekist vel. Von er á spcnnandi keppni því mikið hcfur verið lagt í ökutæki til að gera þau sem best úr garði fyrir sunnudaginn. — Sáttatilögur Framhald af bls. 2 Hins vegar telur fundurinn rétt að ráða nú þegar verkstjóra í einn til tvo mánuði meðan fundin er lausn á málefnum Bæjarútgerðar- innar." Tillögu þessa undirrituðu 5 starfsmenn B.Ú.H. og var hún samþykkt með 74 atkvæðum gegn 28 og voru 7 seðlar auðir. — Það sem næst gerist, sagði Hallgrímur Pétursson, er að við greinum bæjarstjórninni frá þess- um niðurstöðum og nefndinni sem falið var að finna lausn á málinu, og hún tekur afstöðu til hennar. Samþykki hún þetta stendur ekki á okkur að hefja vinnu. r —Israelsmenn eyða flotavígi Framhald af bls. 1 30—40. Jihad neitaði því að vígið hefði verið flotabækistöð eða stöð sem væri notuð til árása á ísrael. Hann neitaði því líka að stöðin hefði verið mikilvæg. I Tel Aviv segjast Israelsmenn hafa sannanir fyrir því að strand- stöðin hafi verið notuð til undir- búnings árása á jsrael. Palestínu- menn telja að ísraelsmenn hafi gert árásina til að ögra skærulið- um þannig að þeir gripu til hefndaraðgerða svo að Isra- elsrpenn fengju átyllu ti! þess að vera um kyrrt í Suður-Líbanon. Palestínumenn segja að árásar- mennirnir hafi komið í þyrlum og gúmbátum. Aaqbiye er um 35 km fyrir norðan Litaniána og Israels- menn hafa ekki ráðizt eins langt inn í Líbanon síðan þeir gerðu innrásina 15. marz og lögðu undir sig svæðið sunnan Litaniárinnar. — Rannsóknir á setlögum Framhald aí bls. 48 sér þessi mál sem vandlegast í Noregi og skiluðu þeir ítarlegri skýrslu um það ferð. Síðan hefur verið unnið að undirbúningi skilmála, sem við vildum setja fyrir slíkum leyfis- veitingum og það varð niðurstaðan að greina leyfisveitingar í tvo megrnþætti; annars vegar leyfi til rannsókna á setlögum á land- grunni íslands og hins vegar leyfisveitingar til olíuleitar. Það er aðeins fyrri þátturinn sem til umræðu er nú og ég get ekkert sagt um það á þessu stigi, hvenær til þess kemur að rætt verður um leyfi til olíuleitar. Fyrsti áfangi þessara r%nn- sókna -er fruwkönnun ■# setlögan-••* um, sem felur í sér mælingar frá skipum, en engar boranir og því eiga þessar framkvæmdir sem um er að ræða ekki að geta haft nein áhrif á lífið í sjónum. Við samningu reglna um skil- mála fyrir slíkum leyfum var meðal annars ákveðið að engar boranir í hafsbotninn yrðu leyfðar. íslenzkur trúnaðarmaður skal jafnan vera um borð í rannsókna- skipum, leyfishafi skal skila iðnað- arráðuneytinu rannsóknaskýrslu og leyfishafi ber allan kostnað af rannsóknunum. Einnig verður rætt um hugsanleg gjöld fyrir leyfi. Leyfi til rannsókna sem þessara veita ekki einkarétt og gefa engin vilyrði fyrir frekari rannsóknaleyfum né rétti til vinnslu jarðefna síðar." Iðnaðarráðherra sagði að áhugi manna beindist að ákveðnum svæðum við ísland en of snemmt væri að segja hvaða svæði yrðu fyrst tekin til rannsókna. — Félags- hyggja og félagi Napóleon Framhald af bls. 16 gjaldeyrismálum með því að koma á innflutnings- og gjaldeyrishöftum, auk þess sem slíkt er freistandi vegna þeirrar valdaaðstöðu sem það skapar flokkum þeim sem ráða og gæðingum þeirra, en einmitt þetta síðastnefnda var ástæðan til þess hve miklu lífseigari höftin urðu hér eftir síðari heimsstyrjöld en í nágrannalöndunum. Það hefir réttilega verið á það bent, að sá hængur fylgdi gengisfell- ingum, að hefði almenningur grun um, að slíkt væri yfirvofandi, leiddi það til spákaupmennsku og óeðli- legra kaupa á innfluttum vörum. En eigi þetta við um gengisfellingar, i hve miklu ríkari mæli ætti það ekki við ef almenningur byggist við því að gripið yrði til innflutningshafta, þannig að ekki væri nóg með það, að von væri á verðhækkunum, heldur jafnvel því, að varan yrði ófáanleg um ófyrirsjáanlegan tíma? Slíkt myndi leiða til kaupæðis og stór- vandræða bæði fyrir stjórnvöld og almenning. Það verður að horfast í augu við félaga Napóleon íyrir kosningar en ekki fela hann sem ósýnilegan púka og láta hann sökkva ofan af fjósbitanum eftir kosningar. Ef þeir stjórnmálaflokkar, sem vonir gera sér um það, að koma mönnum á þing taka skýra afstöðu til þess að vandamálin verði leyst öðru vísi en með innflutningshöftum er engin hætt á kaupæði. En því fleiri sem það verða sem í þessu efni gefa Ioðin svör og því meira fylgi sem þeir hljóta, þeim mun meiri hætta er á ferðum í þessu efni. Það skal tekið fram, að hér er ekki verið að drótta neinu að einum eða .ne)OUm. vMér kíeipi.það, yl, .PlÍfigÁ óvart að stjórnarandstöðuflokkarnir, sem aukið hafa verulega fylgi sitt i sveitarstjórnarkosningunum vegna andstöðu sinnar við vísitöluskerðing- una sýndu svo þann fláttskap eftir kosningar ef annar hvor eða báðir kæmust í valdaaðstöðu, að koma þá aftan að almenningi og skerða kjörin • með höftum eða skömmtum, sem næmi margfaldri vísitöluskerðing- unni og færa lifskjör þjóðarinnar þannig aftur á bak um áratugi. Það væri vissulega kaldhæðni, ef í kjölfar allra hinna glæstu kosn- ingaloforða um að allt skuli gert fyrir alla kæmi það, sem líkja má við fangelsi hins almenna borgara upp á vatn og brauð. Hann yrði sviptur ferðafrelsinu og í stað allsnægtanna að undanförnu kæmu tómar búðir og staða í biðröðum. Mér koma þó staðreyndir efnahagslífsins svo fyrir sjónir, að fyrir þessari hættu megi ekki loka augunum. Það er þó á valdi stjórnmálaflokk- anna allra að bægja þessari hættu frá með því að marka skýra afstöðu til þess máls, er hér hefir verið rætt. - Ætla að svíkja Framhald af bls. 2 auðstéttarinnar. Þetta fólk spyr. hvort það kunni að eiga sér aðrar skýringar en svifa- seinlæti. Vissulega þýkir yfir- leitt ekki heppilegt að láta andstæðinginn velja vopnin eða hasla völlinn. En brottför hers- ins og Natóandstaða eru þó mál, sem verið hafa á stefnuskrá Alþýðubandalagsins og fyrir- rennara þess í hartnær 30 ár, svo að hér er ekki um neina óvænta uppákomu að ræða.“ Síðan gefur Árni Björnsson í skyn í grein sinni að einhverjir Alþýðubandalagsmenn telji önnur mál mikilvægari í stjórnarsamstarfi en „her- stöðvarmálið“ og segir: „Einhverjir munu ugglaust líta á „umbætur í efnahagsmálum", sem mál málanna og þá ábyrgðarleysi af Alþýðuhanda- laginu að gera önnur mál að skilyrði fyrir stjórnarsam- vinnu." Hann gerir síðan grein fyrir því, hvað jafnan gerist að hans dómi þegar sósíalistar hafi farið í stjórn til „að rétta efnahagslíf- ið við“.: „En síðan er sósíalistum ævinlega sparkað úr ríkisstjórn. Með einhverjum hætti er þeim gert ókleyft að starfa þar lengur en 2—3 ár eða þar til þeir eru búnir að framkvæma sínar fallegu lagfæringar og gróðar- brallararnir geta aftur byrjað að leika sér.“ Greininni lýkur á hvatningu til flokksbræðra um þátttöku í Keflavíkurgöngu m.a. til þess að sýna „valtinkollum styrk okk- ar" og er ekki ljóst, hvort greinarhöfundur notar þetta orð „valtinkollar" yfir einhverja flokksbræður sína eða forystu-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.