Morgunblaðið - 24.06.1978, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 24.06.1978, Qupperneq 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK 132. tbl. 65. árg. LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Ródesíumenn ráðast enn inn í Mósambik Maputo. 23. júní. Reuter. AP. STJÓRN Mósambik skýrði frá því í kvöld að hermenn frá Ródesíu hefðu drepið 17 flóttamenn frá Ródesíu og tvo Belga í atlögu á landamærasvæði vestan megin í landinu aðfararnótt föstudags. I tilkynningu, sem yfirmaður her- ráðs Mósambik gaf út, sagði að Ródesíuhermennirnir hefðu ráðizt að stöðinni Sussundenga í Manica-héraðinu sem er í um það bil 30 km fjarlægð frá landamær- unum við Ródesíu. Hefðu her- mennirnir myrt 17 flóttamenn sem þar hefðu hafzt við í bráðabirgða- búðum og tekið herfangi hóp kvenna og barna. í tilkynningunni sagði að Belgíumennirnir hefðu verið hjón, tæknifræðingar á vegum Matvæla- og landbúnaðar- stofnunar Sameinuðu þjóðanna. Þau láta eftir sig ungt barn, segir í orðsendingunni. Yfirmaður FAO hefur þegar lýst harmi vegna atburðarins og minnzt hjónanna. Þá segir að samtímis því að árásin hafi verið gerð á Manica- héraðið hafi hermenn í þyrlum, komnir frá Ródesíu, gert árás á Massangena og hafi orrustuvélar verið þeim til aðstoðar. I frétt Mósambikstjórnar sagði, að bar- dagar stæðu enn yfir en reynt yrði að hrekja innrásarliðið aftur inn í Ródesíu. Þá var sagt að ein árás hefði verið gerð frá Ródesíu á Machailahérað á mánudag, en þá hefði Mósambíkum tekizt að flæma innrásarmennina fljótlega aftur til síns heima. Mobuto: Zaire tók kúbanska fanga Franceville, Gabon, 23. júní. AP. MOBUTU forseti Zaire fullyrti í dag að Zaire héldi föngnum kúbönskum föngum sem hefðu verið handsamaðir í nýafstað- inni innrás í Shaba-héraði og bauð hann blaðamönnum að „koma til Kinshasa að sjá þá“. Mobuto sagði að Castro for- seti Kúbu væri lygalaupur að halda því fram að Kúba hefði hvergi komið nærri Shaba-inn- rásinni. Hann bætti því við að Kúbanir, Austur-Þjóðverjar og tvær norður-afrískar þjóðir sem hann myndi ekki nafn- greina hefðu sent liðsafla til að hjálpa uppreisnarmönnunum. Björgunarmenn sjást hér bera stórslasaðan mann út úr rústum fjölbýlishússins í Saloniki sem hrundi fyrr í vikunni, eftir að þar varð mjög harður jarðskjálfti. Nú er vitað að 46 manns létu lífið er þeir grófust undir húsinu. Ezer Weizman: Stefna Begins gæti leitt til styrjaldar Kairó. Jerúsalem. Washington. 23. júní. AP. Reuter. EZER Weizman varnarmálaráð- herra ísraels rauf í kvöld þá þögn sem verið hefur um ágreining hans og Begins forsætisráðherra. Hann sagði að hann myndi ekki segja af sér embætti heldur halda áfram að berjast fyrir framgangi hófsamrar stefnu innan stjórnar- innar. Hann sagði að unnt væri að taka upp á ný beinar viðræður við Egypta sakir þess að hann væri trúaður á einlægni Sadats í friðarvilja sínum. Tilmæli um afsögn Weizmans höfðu komið frá félögum hans innan Likudflokksins í kjölfar ágreinings sem upp hefur komið Framhald á bls. 26. Afstaða Alþýðubandalags og Alþýðuflokks til kjaramála: Krefjast fullra vísitölubóta í orði en eru 70—100% „kaupráns” flokkar á borði / kosningabaráttu þeirri, sem nú er að Ijúka hafa kjaramálin mjög verið til umrœðu. Alþýðusamband íslands, Bandalag starfsmanna rxkis og bæja, Verkamannasamband íslands og fleiri launþegasamtök hafa sett fram kröfuna: ,f>amningana í gildi“ — þ.e. fullar vísitölubætur á laun, Stjómarandstöðuflokkamir, Alþýðubandalag og Alþýðuflokkur, hafa tekið þessa kröfu upp á sína arma á undanfömum mánuði og gert hana að helzta baráttumáli sínu í kosningunum til borgar- og sveitarstjórna og til Alþingis. Morgunblaðinu þykir ástæða til nú degi fyrir kjördag að rifja upp eftirfarandi staðreyndir um afstöðu Alþýðubándalags og Alþýðuflokks til kjaramálanna. Afstaða AlÞýðubandalags • Alpýðubandalagið hefur verið í forystu fyrir kröfunni um „samningana í gildi“ — fullar vísitölubætur ó laun á vettvangi stjórnmálanna. • Alþýðubandalagið, sem forystuflokkur í vinstri meirihlutanum í borgarstjórn Reykjavíkur, ákvað að greiða takmarkaðar vísitölubætur í áföngum. • Ef Alpýðubandalagið hefði staðið viö gefin fyrírheit til kjósenda um fullar vísitölubætur hefði pað fyrirskipað greiðslu til starfsmanna Reykjavíkurborgar að upphæö 1050 millj. frá 1. marz sl. • Alpýðubandalagið ákvað aö greiða starfsmönnum borgarinnar 300 milljónir króna. • Vísitöluskerðingin, sem Alpýöubandalagið pannig stendur aö nemur 70%. • Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambands íslands, sem skipar 5. sæti á framboðslista Alpýðubandalagsins í Reykjavík lagði blessun sína yfir petta 70% „kauprán“ Alpýðubandalagsins í borgarstjórn Reykjavíkur (svo að notuö séu peirra eigin orð). Á þessar staðreyndir um afstöðu Alþýðubandalags og Alþýðuflokks til kjaramála og vísitöluskerðingar vill Morgunblaðið minna lesendur sína áður en kjörstaðir opna á sunnudagsmorgni. í öðrum bæjarfélögum, þar sem þessir flokkar hafi staðið að meirihlutamyndun, hafa vísitölubætur fram yfir bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar ekki verið greiddar, t.d. á Akureyri. Afstaða AlÞýðuflokks • Alþýðuflokkur viröist hafa a.m.k. prjár skoöanir á vísitölumálinu í pessari kosningabaráttu: • Alpýðuflokkur hefur lýst yfir pví, að greiða eigi fullar vísitölubætur strax. • Alpýðuflokkur hefur staðið aö pví að greiða einungis 30% vísitöluskerðingar í borgarstjórn Reykjavíkur. • Alpýðuflokkur hefur sagt, að krafan um „samningana í gildi“ væri táknræn mótmæli. Skoöun Alþýöuflokks nr. 1 Benedikt Gröndal, formaður Alpýðuflokks segir í Ásgarði, blaði BSRB: „Alpýðuflokkurinn hefur stutt og styður BSRB og önnur samtök launþega í baráttunni fyrir pví, að kjarasamningarnir taki aftur gildi og kjaraskerðingin verði bætt.“ Skoöun Alþýöuflokks nr. 2 Sem einn af meirihlutaflokkunum í borgarstjórn Reykjavikur tók Alpýðuflokkur ákvörðun um að greiða aöeins 30% af vísitöluskerðingunni eöa 300 milljónir af 1050 milljónum. Skoöun Alþýöuflokks nr. 3 I viðtali við Morgunblaðið hinn 15. júní sl. sagði Benedikt Gröndal: „Ég tel, að krafan um samningana í gildi hafi fyrst og fremst verið mótmæli gegn pví hvernig ríkisstjórnin og meirihluti Alpingis fóru með samningana, sem gerðir höfðu verið...“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.