Morgunblaðið - 24.06.1978, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1978
23
Gunnar Thoroddsen iðnaðarráðherra:
Þó að því gerningaveðri sé að
slota, sem gengið hefur yfir
undanfarin ár, þá heldur Al-
þýðuflokkurinn áfram sínu star-
blinda ofstæki og andstöðu við
Kröfluvirkjun. Rétt er að rekja
hér í stuttu máli höfuðþætti
Kröflumálsins.
1. Vorið 1974 flutti fyrrver-
andi ríkisstjórn frumvarp um
virkjun Kröflu. Það var sam-
þykkt einróma á Alþingi, meðal
annars af þingmönnum Alþýðu-
flokksins. A Alþingi var lögð á
það áhersla, að þessum fram-
kvæmdum yrði hraðað vegna
hins alvarlega orkuskorts á
Norðurlandi.
2. Þrír eru meginþættir
framkvæmdanna við Kröflu:
Stöðvarhús með vélum og raf-
búnaði, gufuöflun og háspennu-
lína til Akureyrar.
3. Stöðvarhúsið er nær full-
gert. Rafstöðin hefur verið
prófuð mánuðum saman og allt
virðist í góðu lagi. Samningar
um vélakaup voru hagkvæmir.
Stöðin með vélum og rafbúnaði
mundi nú kosta, miðað við
erlendan gjaldeyri, 30—50%
meira en raunverulegur kostn-
aður er. Þessar framkvæmdir
hafa verið á vegum Kröflu-
nefndar. Formaður hennar, Jón
G. Sólnes, hefur starfað að
þessum málum af atorku, hag-
sýni og kjarki. Aðrir nefndar-
menn eiga einnig þakkir skildar
fyrir ágæt störf og manndóm, en
þeir eru alþingismennirnir
Ingvar Gíslason og Ragnar
Arnalds og verkfræðingarnir
Bragi Þorsteinsson og Páll
Lúðvíksson.
4. Háspennulínu milli Kröflu
og Akureyrar var lokið fyrir
alllöngu. Sú framkvæmd var
falin Rafmagnsveitum ríkisins
og gekk að áætlun bæði um tíma
og kostnað. Hvað sem Kröflu-
virkjun líður kemur þessi lína
að fullu gagni sem liður í
tengingu um landið, en austur-
línu til Skriðdals verður lokið á
næsta hausti.
5. Öflun gufu hefur ekki
gengið að áætlun og valdið
vonbrigðum. Liggja til þess tvær
ástæður. Önnur er náttúruham-
farir, hin er ónóg reynsla og
þekking á háhitasvæðum.
6. Náttúruhamfarirnar hafa
valdið miklum töfum og truflun-
um, meðal annars er talið, að
efnasamsetning gufunnar hafi
breytzt í einhverjum holanna og
valdið útfellingu og stíflu. Þegar
umbrot urðu, leitaði iðnaðar-
raðuneyti jafnan álits Orku-
stofnunar á því, hvort rétt væri
að halda áfram verkinu. I hvert
sinn var farið að tillögum
Orkustofnunar.
7. íslendingar hafa meiri
þekkingu og reynslu en aðrar
þjóðir um nýtingu lághitasvæða
fyrir hitaveitur. Varðandi
háhitasvæði standa sumar aðr-
ar þjóðir okkur framar, t.d.
Nýsjálendingar. Til þeirra hefði
átt að leita fyrr. Nú hefur hins
vegar orðið breyting á. Islenskir
sérfræðingar hafa farið til Nýja
Sjálands. Iðnaðarráðuneytið
hefur að tillögu dr. Gunnars
Böðvarssonar boðið fremsta
sérfræðingi Nýsjálendinga,
Richard Bolton, hingað til lands.
Kemur hann hingað í júlí til að
kynna sér málin og gefa okkur
ráð.
8. íslenskir jarðvísindamenn
og aðrir sérfræðingar höfðu
undirbúið Kröfluvirkjun árum
saman. Það var samkvæmt
þeirra tillögum, að frumvarpið
um Kröfluvirkjun var flutt á
Alþingi og. lögfest. Áætlanir
þeirra bentu til þess, að hér væri
um sérlega hagkvæma virkjun
að ræða, orkuframleiðsla henn-
ar yrði ódýrari en nokkurrar
vatnsaflvirkjunar hér á landi.
Jarðvísindamenn völdu stöðvar-
húsinu stað, að undangenginni
rannsókn á fyrri eldgosum og
landskjálftum.
9. Borholur við Kröflu gáfu
ekki þá gufu, sem sérfræðingar
höfðu gert ráð fyrir og áætlan-
ir voru byggðar á. Áður en
ráðist yrði í það með ærnum
kostnaði að bora nýjar holur á
nýjum svæðum taldi iðnaðar-
ráðuneytið nauðsynlegt að rann-
saka þær holur, sem þegar höfðu
verið boraðar, kanna hvers-
vegna þær skiluðu ekki þeirri
orku sem áætlað var og reyna
endurvinnslu þeirra. Þetta var
gert í fyrrahaust. Þær aðgerðir
veittu mikilvægar upplýsingar
og aukna gufu, þannig að unnt
var að prófa stöðina, allar vélar
og búnað. Nú hefur aftur verið
ákveðið að hefjast handa um
slíka endurvinnslu og tengingu
samkvæmt tillögu yfirverkfræð-
ings og framkvæmdastjóra
Kröflunefndar, Einars Tjörva
Elíassonar. Er sá undirbúningur
þegar hafinn.
10. Enginn virðist nú efast um,
að á Kröflusvæðinu sé nægilega
gufu að fá. Það er aðeins
spurning um mánuði og misseri,
hvenær tekst að afla nægrar
gufu til virkjunarinnar.
11. Horfur eru á því, að
Kröfluvirkjun fari að fram-
leiða rafmagn í verulegum
mæli siðar á þessu ári og
einkum á næsta ári. Þess er líka
full þörf. Þrátt fyrir hjal fávísra
anna um að hér sé allt yfirfljót-
andi í rafmagni þá standa mál
þannig, að Sigölduvirkjun verð-
ur fullnýtt að afli veturinn
‘79—‘80. Þá verður Kröfluvirkj-
un að vera komin vel í gang, til
þess að ekki verði rafmagns-
skortur á íslandi.
12. Jarðgufan er einhver
mesta auðlind okkar íslend-
inga. Kröfluvirkjun er fyrsta
meiri háttar tilraun til þess að
virkja þá gufu. Ef fylgt hefði
verið ráðum skammsýnna
manna um að stöðva allar
framkvæmdir, þá hefði það þýtt
alvarlegan álitshnekki og töf í
þróun þessara mála um langt
skeið.
KröfLupunktar
Grikkland:
Tala látinna
hækkar í 46
Saloniki — 23. júní — AP.
SAMKVÆMT nýjustu fréttum
hefur tala látinna í jarðskjálftun-
um í Saloniki í Grikklandi
hækkað enn og hafa nú fundizt 45
lík í rústum íbúðablokkarinnar
sem hrundi á þriðjudaginn
skömmu eftir að jarðskjálftahrin-
an var liðin hjá.
Tveir skjálftar urðu í Saloniki
og nágrenni í dag, föstudag. Sá
snarpari mældist 4 stig á Richter-
kvarða en ekki varð af þcim neitt
frekara manntjón og eignatjón
ekki svo að umtalsvert þætti.
Stjórnin hefur hvatt almenning
til að reyna að sýna stillingu og
hugprýði, en á það hefur þótt
skorta að menn brygðust þannig
við að sögn fréttastofa. Ráðherra
sá, sem fer með mál er varða
opinbera starfsmenn og atvinnu-
mál, Zartiniudis, hótaði lögreglu-
aðgerðum eftir að eigendur rösk-
lega helmings allra verzlana og
fyrirtækja í borginni neituðu að
opna þau í morgun.
Lögreglan segir að mjög margir
af íbúunum í Saloniki, sem eru um
600 þúsund, hafi flúið heimili sín
og hafist við í tjöldum í almenn-
ingsgörðum og á opnum svæðum.
Sumir hafa leitað til nærliggjandi
bæja og þorpa. Mikil skelfing greip
um sig meðal íbúanna aðfararnótt
föstudags, er orðrómur fór sem
eldur í sinu að annar skjálfti væri
yfirvofandi. Fór sagan hratt yfir
vegna þess að hundar urðu hvikir
og upphófu mikið gelt um borgina
þvera og endilanga án þess að
sýnileg ástæða væri fyrir þeim
viðbrögðum. Rifjaðist þá upp fyrir
mönnum að hundgá mikil hafði
bergmálað um alla Saloniki fáein-
um sekúndum fyrir kippinn harða
á þriðjudaginn. Svo fór þó að gelt
hundanna boðaði í þetta skiptið
engin frekari tíðindi.
Átta sundmenn drukknuðu á
síðasta sólarhring í háum öldum
austurhluta Miðjarðarhafsins sem
til urðu vegna jarðskjálftans í
Grikklandi.
Veði ÞAÐ skal tekið rið fram vegna
fyrirspurna að birtur er hó-
markshiti dags á hverjum stað.
Amsterdam 17 skýjað
Apena 32 sól
Bertín 21 skýjað
Brtlssel 20 skýjað
Kaupm.höfn 21 sól
Frankfurt 19 skýjað
Genf 19 rigning
Helsinki 18 rigning
Jerusalem 30 sól
Jóh.borg 14 skýjað 1
Lissabon 22 skýjað |
London 16 skýjað
Los Angeles 31 skýjað
Madrid 26 sól
Miami 31 rigning
Montreal 22 skýjað
Moskva 18 skýjað
Nýja Delhi 37 skýjað
New York 28 bjart
Osló 21 skýjað
París 16 skýjað
Rómaborg 29 bjart
S Fransisco 17 skýjaö
Stokkh. 24 sól
Tel Aviv 27 sól
Tókíó 24 rigning
Toronto 24 skýjað
Vancouver 19 skýjað
Vínarb. 24 bjart
1969 — Eiturmengun í Rín
frá Sviss til Hollands.
1948 — Samgöngubann Rússa
á Berlín hefst.
1922 — Rathenau utanríkis-
ráðherra Þjóðverja veginn.
1920 — Grikkir hefja sókn
gegn Tyrkjum í Litlu-Asíu.
1917 — Svartahafsfloti Rússa
gerir uppreisn í Sevastopol.
1894 — ítalskur stjórnleys-
ingi mýrðir Sadi-Carnot forseta
Frakka.
1821 — Bólivar sigrar her
Spánverja við Carabobo og
tryggir sjálfstæði Venezuela.
1812 — Napoleon sækir yfir
Niemen og inn á rússneskt
ýfirráðasvæði.
1793 — Fyrsta lýðveldis-
stjórnarskráin í Frakklandi.
1529 — Borgarastríði íýkur í
Sviss með friðnum í Kappei.
1520 — Cortez sækir inn í
Mexíkóborg.
1497 — John Cabot finnur
meginland Norður-Ameríku
fyrstur manna.
Afmæli dagsinsi Kitchener
lávarður, brezkur hermaður
(1850—1916) — Jack Dempsey,
bandarískur hnefaleikakappi
(1895- ).
Innlenti Kristnitaka á Islandi
1000 — Bændaskóli á Hólum
stofnaður 1882 — Samningur
Breta og Dana um fiskveiðar á
hafinu umhverfis ísland (og
Færeyjar) 1901 — Framsóknar-
flokkur og Alþýðuflokkur fá
meirihluta í kosningum 1934 —
D. Órækja Snorrason 1245 —
Oddur Gottskálksson lögmaður
1556— Jón Jónsson lögmaður
1606 — Pétur Havsteen amt-
maður 1875 — Jón Stefánsson
(Þorgils gjallandi)1915.
Orð dagsinst Það eina sem þú
þarfnast í þessu lífi er fáfræði
og sjálfstraust og þá mun þér
farnast vel — Mark Twain
bandarískur rithöfundur
(1835-1910).
Soares sver
fyrir ósamlyndi
— og Neto og Eanes hittast í Gínea Bissá
Lissabon. 23. júní. Reuter. AP.
MARIO Soares forsætisráðherra
Portúgals neitaði þvi' í dag að
hann væri að búa sig undir að
endurskipuleggja rikisstjórnina
vegna ágreinings Sósíalista-
flokks síns og Miðdemókrata,
CDS. Hann sagði að samvinna
CDS og PS gengi mætavel, en
hins vegar þykir Ijóst að nokkur
ágreiningur sé milli flokkanna
einkum í landbúnaðarmálum.
Soares ræddi þennan skoðana-
mun við formann CDS, Freitos do
Amaral, í tvær klukkustundir í
dag áður en hann hélt síðan til
Briissel á fund evrópskra jafnað-
armannaleiðtoga. Freitos do Am-
aral, sem á ekki sæti í ríkisstjórn-
inni viðurkenndi, að skoðana-
munur væri milli flokkanna í
landhúnaðar- og heilbrigðismál-
um en báðir aðilar væru stað-
ráænir í að yfirvinna þau vanda-
mál.
Önnur frétt frá Portúgal vakti í
dag umtalsverða athygli er frá því
var greint að Eanes forseti lands-
ins væri á förum til Gínea-Bissá í
Afríku og myndi hitta þar Neto
forseta Angóla, sem kæmi þangað
sérstaklega til að hitta Portúgals-
forseta. Svo sem alkunna er hefur
verið mjög stirt samband milli
Portúgals og Angóla, sem er
fyrrverandi nýlenda Portúgala.
Búizt er við að rætt verði um aukin
viðskipti landanna, svo og að
Portúgalar veiti Angola tæknilega
aðstoð. Þá munu verða rædd ýmis
viðkvæm og vandmeðfarin atriði í
sambúð ríkjanna, svo sem örlög og
framtíð ýmissa Portúgala sem
sitja í fangelsi í Angóla.
ERLENT
Með Eanes í förinni mun vænt-
anlega verða Victor Sa Machado
utanríkisráðherra Portúgals, en
hann lýsti því yfir í viðtali við
Morgunblaðið fyrir nokkru að
hann liti á það sem eitt af
meginverkefnum sínum sem utan-
ríkisráðherra að ná eðlilegum
samskiptum við fyrrv. landsvæði
Portúgala í Afríku.
Dómar upp
kveðnir
í Tórínó
Tórínó — 23. júní. AP. Reuter.
KVEÐINN var upp síðdegis í dag
dómur yfir félögunum í Rauðu
herdeildunum en fræg réttarhöld
hafa staðið yfir þeim undanfarið
svo sem margsinnis hefur verið
rakið. Renato Curcio, einn stofn-
andi samtakanna, og Pietro Bassi
voru dæmdir í fimmtán ára
fangelsi. Alls voru fyrir rétti 46
sakborningar.
Þrír aðrir forystumenn samtak-
anna voru dæmdir í fangelsi allt
að þrettán ár.
Samtals voru 29 af 46 sekir
fundnir eftir þessi réttarhöld sem
hafa nú staðið í þrjá mánuði en
áður hafði þeim verið frestað
tvívegis vegna hótana frá félögum
í samtökunum sem léku lausum
hala utan fangelsisveggja. Örygg-
isvarzla hefur verið meiri við þessi
réttarhöld en nokkru sinni hefur
tíðkazt á Italíu.
Enginn sakborninga var í rétt-
arsalnum þegar Guido Barbaro
dómari las upp dómsorðið.
Curcio, sem er 36 ára, er nú að
afplána sjö ára fangelsisdóm fyrir
ákæruatriði sem eru í sambandi
við handtöku hans í Mílanó 1976.
Vinkona hans Nadia Mantovani,
sem var handtekin með honum
fyrir tveimur árum, fékk fimm ára
Framhald á bls. 26
* « i