Morgunblaðið - 24.06.1978, Page 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1978
Leiðrétting
í Morgunblaðinu í gær urðu þau
mistök að í viðtölum við ungt fólk
rugluðust myndir. I stað myndar
af Stefaníu Gunnarsdóttur kom
mynd af Guðnýju Höskuldsdóttur
og öfugt og eru lesendur beðnir
velvirðingar á því.
— Framkvæmdir
við Kröflu
Framhald af bls. 32
áætlun um þessar viðgerðir," sagði
Einar Tjörvi. „Og samkvæmt
henni kostar um 350 milljónir
króna að gera við holurnar og
tengja holur 3 og 10.
Auk þessa þyrftum við að gera
við gufuveituna hjá okkur, byggja
yfir skiljustöð og vinna nokkra
tengivinnu og ég áætla lauslega að
þau verk muni kosta 130—140
milljónir króna.
Við höfum þegar hafið undir-
búning og á mánudaginn mun ég
eiga fund með framkvæmdaaðilum
í Reykjavík, en eins og dæmið
stendur nú tel ég að framkvæmdir
ættu að geta hafizt í fyrsta lagi 1.
júlí og þá verður þeim lokið
einhvern tímann í nóvember."
— Hvað gera
stuðningsmenn
Framhald af bls. 2
sú spurning vaknað hvaö stuön-
ingsmenn þeirra Eggerts G. Þor-
steinssonar og Jóns Ármanns
muni gera og þá ekki sízt stuðn-
ingsmenn Eggerts. Á lista Alþýöu-
flokksins í Reykjavík er enginn
áberandi forystumaöur í launþega-
samtökum, sem möguleika hefur á
að ná kosningu.
í 8. sæti framboöslista Sjálf-
stæöisflokksins er Pétur Sigurðs-
son einn af forystumönnum sjó-
mannasamtakanna um árabil og
samstarfsmaöur Eggerts G. Þor-
steinssonar innan verkalýössam-
takanna.
— Stefna
Begins
Framhald af hls. 1
innan stjórnarinnar vegna af-
stöðumunar til framtíðar vestur-
bakkans og Gazasvæðis. Weizman
sagði við fréttamenn að Moshe
Dayan utanríkisráðherra „drægi
þá á asnaeyrunum og að stefna
stjórnarinnar gæti leitt til nýrra
styrjaldarátaka í Miðausturlönd-
um. En aðspurður hvort hann
myndi segja af sér vegna þessa
alvarlega ágreinings svaraði hann
því til að það hefði aldrei verið
mikilvægara en nú að sitja um
kyrrt og reyna að beita áhrifum
sínum. Eins og kunnugt er virtist
sem skoðanir Weizmans ættu
meira fylgi innan stjórnar Begins
en harðlínustefna forsætisráð-
herrans, en síðan hefur komið í
ljós að Begin hefur styrkt stöðu
sína. Hann vísaði á bug því að
ágreiningur hans við Begin væri af
valdabaráttu sprottinn. „Þetta er
ekki barátta um völd, heldur
barátta fyrir hugmyndum," sagði
hann.
Talsmaður Begins forsætisráð-
herra hafði fyrr í dag verið mjög
harðorður í sambandi við afstöðu
Bandaríkjanna í Miðausturlanda-
málinu og gaf í skyn að það væri
skoðun Israelsstjórnar að Banda-
ríkjamenn gerðust nú einum of
hlynntir Aröbum og sýndu jafnvel
hlutdrægni í afstöðu sinni. Hann
sagði að öllu gæti verið stefnt í
voða ef Bandaríkin héldu til
streitu þeirri afstöðu sem þeir
hefðu látið í ljós. „Við spyrjum
okkur að því æ oftar," sagði
talsmaður Begins, „hvort Banda-
ríkjamenn séu færir um að vera
hlutlaus meðalgönguaðili í deil-
unni í Miðausturlöndum."
Þrátt fyrir þessa opinskáu yfir-
lýsingu Beginstjórnarinnar segja
Reuterfréttir að óspart sé unnið að
því að tjaldabaki að koma á fundi
á næstunni milli Cyrus Vance
utanríkisráðherra Bandaríkjanna
og starfsbræðra hans frá Israel og
Egyptalandi. Er trúlegt að fundur
sá verði í London í næsta mánuði.
I kvöld var svo tilkynnt að Walter
Mondale varaforseti Bandaríkj-
anna myndi fara til Kairó í byrjun
júlí að ræða við Sadat. Var búizt
við að' Israelar myndu ekki taka
því mjúklega nema því aðeins að
Mondale sýndi einhvern áhuga á
að koma einnig til Israels í þeirri
ferð. I fréttaskeytum er ekki á það
minnzt.
I Suður-Líbanon réðust skaéru-
liðar til atlögu skammt fyrir
norðan landamærin við Israel og
þorpið Metulla sem oft hefur verið
í fréttum undanfarið. Börðust
norskir gæzlusveitarhermenn
nokkra stund við Palestínuskæru-
liða og beitt var eldvörpum af
hálfu skæruliða. Norðmenn segja
að enginn úr þeirra hópi hafi
slasast.
— Brotið blað
í lífeyris-
málum...
Framhald af bls. 32
H. Garðarsson og Pétur
Sigurðsson 1 bréfi sínu: „Miðað
við almenna launataxta hafa
lífeyrisgreiðslur aldrei fyrr ver-
ið hagstæðari fyrir lífeyrisþega.
Við höfum staðið við fyrirheit
um viðunandi lífeyrisgreiðslur
til öryrkja og lífeyrisþega. En
við viljum vinna enn frekar að
þessum málum með það í huga:
að vernda verður áunnin rétt-
indi og styrkja þarf enn betur
grundvöll trygginganna."
— Smekklaus
heimska
h>amhald af bls. 2
ins í vegamálum ásamt Eyjólfi
Konráð Jónssyni og Ólafi Einars-
syni, en um það veit Morgunblaðið
auðvitað ekki.
Ég nenni nú ekki að nefna fleira
en til gamans má geta þess, að ég
fékk samþykkta tillögu, ásamt
Pétri Sigurðssyni, um útgáfu
fiskikorta, sem er mjög þýðingar-
mikið mál fyrir fiskiskipaflotann,
en Morgunblaðið rausar um tillögu
mína um kortabók Islands og
bætir því við að hún hafi ekki náð
fram að ganga sem rétt er, og er
það skemmtilegur endir á afreka-
skrá minni.
Af því ég nenni ekki einu sinni
að reiðast yfir svona fáránlegri
vitleysu, þá skal þess að lokum
getið til gamans og Morgunblaðinu
til fróðleiks að engar breytingar
hafa átt sér stað á kjördæmaskip-
an síðan 1959, þannig að Hólsfjöll
eru ennþá í Norðurlandskjördæmi
eystra."
Aths. ritstj.i
Morgunblaðinu er ljúft að birta
þessa athugasemd Sverris Her-
mannssonar. Gamansemi hans er
þjóðkunn. Hún er í anda sr.
Bjarna, þegar hann sagði að menn
ættu að segja alvarlega fyndni og
fyndna alvöru. Með þessum orðum
óskar Morgunblaðið kjósendum
Sverris Hermannssonar þess, að
þeir beri gæfu til að kjósa hann á
þing með glæsileik, því ekki veitir
af að Austurland hafi einn sjálf-
stæðisþingmann — en útsíður
Morgunblaðsins eru einungis fyrir
stórfréttir.
— Falla frá
kröfunni...
Framhald af bls. 32
flokkanna í hinni nýju vinstri
stjórn Kópavogs, yrði afgreiðslu
mála frestað um 6 mánuði, og
hefðu samstarfsflokkarnir komið
sér saman um það. Ennfremur
sagði Björn, að hann reiknaði með
20 ára valdaferli þessarar vinstri
stjórnar Kópavogs undir forystu
Alþýðubandalagsins.
Björgvin Sæmundsson var ráð-
inn bæjarstjóri næsta kjörtímabil
með 9 atkvæðum, Björn Óíafsson
fékk 1 atkv. og 1 seðill var auður.
Helga Sigurjónsdóttir var kosin
forseti bæjarstjórnar, en hún er
bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins.
Við nefndakosningar höfðu Sjálf-
stæðismenn í bæjarstjórn sam-
starf við Sigurjón Hilaríusson,
bæjarfulltrúa K-lista. í bæjarráð
voru kosmr Björn Ólafsson,
Guðmundur Oddsson (bæjarfull-
trúi Alþýðuflokksins), Jóhann Þ.
Jónsson (bæjarfulltrúi Fram-
sóknarflokksins) og Axel Jónsson
og Guðni Stefánsson frá sjálf-
stæðismönnum. Alþýðubandalagið
hefur 3 bæjarfulltrúa í Kópavogi,
Alþýðuflokkurinn 2, Framsóknar-
flokkurinn 2, sjálfstæðismenn eru
3, og 1 bæjarfulltrúi er frá
K-listanum.
Axel Jónsson tók til máls á
fundinum og óskaði Björgvini
Sæmundssyni til hamingju með
endurráðninguna og sagði, að vel
hefði tekizt þar til að sínu mati.
Hann sagði, að sjálfstæðismenn
myndu styðja meiri hlutann til
allra þeirra mála, sem horfðu til
heilla fyrir Kópavogsbúa, en lýsti
andstöðu þeirra við stefnu hans.
Axel sagði, að draumur Alþýðu-
bandalagsins um algert forystu-
hlutverk í Kópavogi hefði rætzt, og
væru núna vinstri stjórnir í
tveimur fjölmennustu sveitar-
félögum landsins, í Reykjavík og í
Kópavogi, og báðar undir forystu
Alþýðubandalagsins. Horfið hefði
verið frá vígorði kosningabarátt-
unnar: „Samningana í gildi",
kosningaloforðin ætti að efna um
30%, með öðrum orðum fremdu
Alþýðubandalagsmenn og Alþýðu-
flokksmenn 70% kosningasvik
með aðstoð Framsóknarmanna.
Einnig væri kynlegt ákvæðið um 6
mánaða fresti á afgreiðslu mála, ef
„ágreiningur yrði“ á milli sám-
starfsflokkanna. Vissi þetta ekki á
gott um samstarf þeirra og gæti
líka stórtafið framfaramál í Kópa-
vogi. Væri vinstristjórnarmyndun-
in í Kópavogi einungis fyrirboði
vinstristjórnarmyndunar í land-
inu, sem Alþýðubandalagið ætlaði
að hafa forystu um.
— Kaupmáttur
Framhald af bls. 3.
fékk síðan skerta vísitöluhækk-
un. Þetta hafa andstæðingar
ríkisstjórnarinnar nefnt
„kauprén". í samningum undan-
farinna ðra, hefur ASÍ reynzt
ófært um að semja um launa-
jöfnunarstefnu Þar sem hátekju-
fólkið innan ASÍ hefur ekki fallizt
á hana.
Það, sem sumir forystumenn
verkalýðssamtaka hafa nefnt
„kaupránið“ náði ekki til hinna
lægstlaunuöu, sem bezt sást á
Því að Þegar vinstri stjórnin í
Reykjavík fór að greiða vísitölu-
bætur í áföngum fram til 1.
nóvember, Þá hafði Það engin
áhrif á lægstu launin. Aðeins 104
starfsmenn innan Starfsmanna-
félags Reykjavíkurborgar eða
4,1% borgarstarfsmanna fá fullar
vísitölubætur hinn 1. júlí, svk.
ákvöröun meirihluta borgar-
stjórnar.
— Jóhann
Hjálmarsson
Framhald af bls. 21
frekar þeirrar skoöunar aö
Brodsky hafi fyrir löngu tekið
forystu, skáldskapur hans sé
framhald stórbrotinnar heföar í
Ijóölist sem telja megi til Osips
Mandelstams og Önnu
Akmatovu.
í skáldskap sínum er Jósef
Brodsky síst af öllu pólitískur og
skal ekki freistað að hefja hér
spjall um stjórnmálaátök, hugtök
út í bláinn eins og hægri og
vinstri, alræöi og frjálshyggju
eöa hvaö þaö nú heitir allt sem
menn skreyta tal sitt meö. En
minna má á aö Brodsy hefur líkt
og Solsénitsín lagt sitt af mörk-
um til baráttunnar fyrir mann-
réttindum, m.a. meö því aö rétta
sovéskum andófsmönnum
hjálparhönd og hvetja fólk til að
vera á veröi gegn fulltrúum
miskunnarlauss kerfis.
Jósef Brodsky er lært skáld og
Ijóðlist hans er full af tilvísunum
í gríska goðafræði og sækir
efniviö í hefðbundið andrúms-
loft. Hann dregur dám af gamalli
rússneskri Ijóölist, Ijóö hans eru
yfirleitt háttbundin, þótt undan-
tekningar megi finna. Heimur
skáldskapar hans er fremur
innhverfur og ekki auövelt aö
skilgreina Ijóö hans. Skáldskap
hans er stefnt gegn efnishyggju
og því sem kalla má opinbera
lygi; alltaf er Brodsky að reyna
að fá oröin til aö halda uppruna-
legri merkingu sinni. Þvt má ekki
gleyma aö trúarleg efni sækja á
hug hans og stundum er skáld-
skapur hans biblíulegur, há-
stemmdur og hljómmikill. Aftur á
móti er hann líka skáld einfald-
leikans. Líkt og Auden er hann
skáld sem hefur gaman af formi,
réttara sagt ýmsum afbrigöum í
túlkun. Rússneskufræöingurinn
David McDuff sem situr hér á
meðal okkar hefur tjáö mér að
síðasta Ijóöabók Brodskys sem
kalla megi Málshátt á íslensku sé
bók mikillar íþróttar í formi,
heföbundin og rímuö aö mestu,
en um leiö endurnýjun í rúss-
neskri Ijóölist. Eftir þessa bók,
segir McDuff, er þaö ekki lengur
vafamál aö Brodsky er fremstur
rússneskumælandi skálda sam-
tímans. Bókin kemur út á ensku
í Bandaríkjunum í vetur.
Jósef Brodsky kom hingað til
að hitta vin sinn David McDuff
sem fæst viö þýðingar á íslensk-
um bókmenntum og er sjálfur
prýöilegt skáld. Brodsky hefur
tjáö okkur aö tengslin viö Auden
hafi líka valdiö því aö hann kom
hingað. Hin heilaga jörö sem
Auden kallaði ísland vakti eftir-
væntingu hans. Noröurlönd eru
Brodsky ofarlega í huga.
Þegar Jósef Ðrodsky stóö
frammi fyrir sovéskum dómara í
Leníngrad voriö 1964 ásakaöi
dómarinn hann fyrir þaö aö hafa
ekki gert neitt til aö afla sér
menntunar í því skyni aö veröa
skáld. Brodsky svaraði: Ég hélt
að slíkt læröi maöur ekki í
skólum. Hvaö áttu viö? spuröi
dómarinn. Ég held aö skáld-
skapargáfan komi frá Guði,
svaraði Brodsky. Svariö olli því
aö þögn sló á salinn, síöan þurfti
ekki aö spyrja meira, hér var
komin sönnun sem nægöi til
þess aö dæma þennan unga
mann sem ekki vildi vera heiðar-
legur sovéskur þegn samkvæmt
opinberu mati.
Ég þarf ekki aö lýsa því hve
mikiö fagnaöarefni er aö Jósef
Brodsky skuli vera hér í kvöld og
ætla aö kynna okkur verk sín. Á
undanförnum vikum hefur verið
mikiö um list í Reykjavík, hvers
kyns túlkendur, en minna um þá
list sem skiptir verulegu máli,
skapandi listamenn sem tala til
okkar á upprunalegu máli. Jósef
Brodsky er aufúsugestur og ég
býö hann velkominn.
— Nú getum við
Framhald af bls. 21
boöa til nýrra kosninga, sem haldnar
veröa 30. júní. Öll frumvörp, sem á
þessum tíma lágu fyrir Alþingi,
veröur aö leggja fram aö nýju á
næsta þingi. Þessi þróun mála hefur
gert þaö aö verkum aö óhjákvæmi-
legt er aö fresta öllum frekari
framkvæmdum viö þetta sameigin-
lega verkefni okkar þar til eftir
kosningar.
Þaö væri ekki viö hæfi ef ég reyndi
aö svo komnu máli aö leiða líkum að
því hver afstaöa íslenzku ríkisstjórn-
arinnar yrði eftir kosningar. Á þessari
stundu veit enginn hvaö stjórnmála-
legu breytingar kosningarnar hafa í
för með sér eða hversu fljótt eftir
kosningarnar ný ríkisstjórn, eða
núverandi ríkisstjórn, ef hún veröur
endurkjörin, gæti tekiö upp viðræður
viö yöur aö nýju. Samt sem áöur tel
ég mig geta nefnt yöur nokkur atriöi,
sem gætu komiö yður aö gagni við
aö meta stööuna.
Fyrst og fremst get ég staðfest við
yöur, aö ríkisstjórnin og ég erum
þeirrar skoöunar aö ákvæöi þau og
skilmálar, sem ræddir voru við yður,
voru aögengilegir í öllum aöalatriö-
um, og aö viö höföum og höfum enn
endreginn áhuga á aö verkefnið komi
til framkvæmda sem fyrst. Þessi
afstaða hefur hlotiö fylgi í þingflokk-
um Framsóknarflokksins og Alþýöu-
flokksins. Minn eigin flokkur, hefur
þó enn sem komiö er ekki tekið
afstöðu til tillagnanna í meginatriö-
um, og Sjálfstæðisflokkurinn, um leið
og hann tjáöi sig fúsan til að greiöa
fyrir áfgr'eiöslu frumvarþsins ef þaö
yröi lagt fram fyrir þinghlé, hafði
ákveðinn fyrirvara varöandi afstööu
sína til ýmissa mikilvægra atriöa.
Mér þætti mjög miður ef þessi
dráttur kynni að veröa til þess aö
máliö í heild sinni kæmist i ógöngur,
en ég vona aö þér skiljið aö
núverandi ástand hefur orsakazt af
ófyrirsjáanlegum stjórnmálalegum
erfiöleikum, sem á engan hátt
tengjast þessu verðuga verkefni. Nú
getum viö aöeins gert okkur vonir
um aö þetta mál veröi tekið upp sem
fyrst eftir kosningar.
Með beztu kveöjum.
Yöar einlægur
Magnús Kjartansson (sign.)
iönaðarráöherra.
— Dómur
Framhald af bls. 23
dóm í dag, en dómari fyrirskipaði
að láta hana lausa nú vegna þess
tíma sem hún hafði þegar setið í
fangelsi.
Reuter-fréttastofan segir að
dómsorðið, sem sakborningar hafi
fengið, hafi í mörgum tilvikum
verið langtum vægara en krafizt
var af hendi sækjanda. Hann hafði
til dæmis krafizt fimmtán ára
fangelsisdóms yfir samtals sex
þeirra.
Curcio hefði til að mynda getað
fengið allt að 21 árs fangelsisdóm
og ýmsir sérfræðingar, sem fjallað
hafa um málið, segja að þetta sé
undarlega vægur dómur.
Meðal fimm þeirra, sem sak-
felldir voru fjarstaddir, voru tveir
menn sem eru fundnir sekir um
ránið á Aldo Moro. Þeir eru
Gallinari sem fékk tíu ára fangelsi
og Moretti sem fékk fimm ára
fangelsi.
Móðir eins fanganna, Arnaldo
Lintrami sem var dæmdur í
rösklega níu ára fangelsi, var hin
galvaskasta þrátt fyrir dóminn
yfir syni sínum og sagði við
fréttamenn að hann myndi losna
úr fangelsi löngu áður, vegna þess
að áður en sá tími væri runninn
myndi bylting hafa verið gerð og
allir kæmust þeir út.
— Hreppsnefnd-
arkosningar
Framhald af bls. 5.
hreppi V-Skaft. eru D-listi Sjálf-
stæöisflokksins og H-listi vinstri
manna, í Rangárvallahreppi eru
H-listi framboðslisti óháöra kjós-
enda, l-listi framboöslisti frjálslyndra
kjósenda, og S-listi framboöslisti
sjálfstæöismanna. í Hraungerðis-
hreppi eru D-listi Sjálfstæöismanna
og H-listi, framboöslisti Stefáns
Guömundssonar og fleiri. í Gríms-
neshreppi eru H-listi frjálslyndra
kjósenda og l-listi borinn fram af
kjósendafundi í hreppnum og í
Ölfushreppi eru D-listi Sjálfstæðisfé-
lagsins Ægis, H-listi óháöra kjós-
enda, K-listi óháöra og frjálslyndra
og Þ-listi vinstri manna.
Jafnhliöa hreppsnefndarkosning-
um verða kjörnir sýslunefndarmenn.
— Nægjanlegt
Framhald af bls. 20
9,3 milljarða króna til umráða.
Ef þessi áætlun yrði að raun-
veruleika yrði árlega um að
ræða stórkostlegar og mjög
gagnlegar framkvæmdir án þess
að skerða á nokkurn hátt
eðlilegt viðhald og uppbyggingu
þeirra vega, sem áætlunin nær
ekki þegar til. Og það sem meira
er að ég fæ ekki betur séð en í
öðrum áfanganum sé fjármögn-
unin umfram kostnað við þær
framkvæmdir, sem þessi áfangi
gerir ráð fyrir. Þarna gæfist því
tækifæri til að flýta fram-
kvæmdum við þau svæði, sem þá
verða eftir, eins og Vestfirði og
Norð-Austurland.
Ég get ekki gert annað en
fagna þessari áætlun fyrir hönd
bifreiðaeigenda og vona að þessi
framkvæmdaáætlun verði að
veruleika. Ef til vill hefur
áróður okkar FIB-manna fyrir
því að þetta sé hægt loks borið
árangur. Menn koma oft ekki
auga á að framkvæmdir sem
þessar gætu verið stór liður í
efnahagsaðgerðum, því að þarna
væri fjármagn nýtt á mjög
arðbæran hátt,“ sagði Tómas að
lokum.