Morgunblaðið - 24.06.1978, Page 37

Morgunblaðið - 24.06.1978, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1978 37 Hver verður heimsmeistari? GÍFURLEGUR spenningur ríkir nú vegna úrslitaleiks Hollendinga og Argentínumanna í Heimsmeistarakeppninni á sunnudaginn. Um allan heim spá menn um úrslitin og leggja þá gjarnan undir stórfé. Talið er að um 1680 milljónir manna muni fylgjast með úrslitaleikn- um í beinni útsendingu. Hér á íslandi verða menn að bíða til mánudagskvölds eftir að leikurinn birtist í sjónvarpi. Mikill áhugi hefur verið á keppninni hér á landi. Morgunblaðsmenn fóru út á götu í gær og báðu vegfarendur að spá um úrslitin. Júlía Henningsdóttir, nemi. „Ég fylgist dálítiö meö í sjónvarp- inu þegar þaö hittist þannig á aö ég er heima, ég tel aö Holland veröi heimsmeistari og vinni Argentínu 3—2. Brasilía veröur í þriöja sæti, vinnur ítalíu 2—1, þaö er alveg örugg.“ Jóhannes Tryggvason, skrifstotu- maöur. „Ég horfi á þetta viö hvert tækifærl, enda spilaði maöur fótbolta sjálfur í gamla daga, mér finnst of lítiö sagt frá HM í fjölmiölunum, þaö mætti blása þetta út meira en gert er,“ sagöi Jóhann, „Ég hef trú á því aö Holland vinni titilinn og sigri 3—1. ítalir veröa í ööru sæti og leggja Brasilíumenn 1—0.“ Bragi Bragason, sjómaður. „Mér finnst síöur en svo of mikiö skrifaö um keppnina í fjölmiölum, ef þetta væri ekki væru þaö bara kosningar og aftur kosningar sem væru alla aö drep,“ sagöi Bragi, og hann hélt áfram: „Ég fylgist vel með keppninni og tel aö Hollendingar vinni Argentínu 4—1 og ftalir veröa í ööru sæti eftir 1—0 sigur gegn Brasilíumönnu." Steinn Halldórsson, formaður Fylkis. „Holland vinnur Argentínu 3—1 og ítalir veröa í öðru sæti er þeir sigra Brasiltumenn 2—1. Jú, jú ég fylgist meö keppninni af öllum kröftum og fjölmiölarnir mættu gera sér enn meiri mat úr HM en nú er gert,“ sagöi Steinn. Njáll Símonarson, vlnnur hjá Úlfari Jakobsen. „Jú, ég fylgist náiö meö keppninni og ég tel aö þaö sé síst of mikiö skrifað um keppnina í fjölmiölunum, ég hef oröiö var við mikinn áhuga og fylgist meö á skjánum eftir föngum." Ég spái því aö Hollendingar sigri Argentínu 2—1 og Brasilía hreppi þriöja sætið með 3—2 sigri gegn Italíu." Karl Emil Gunnarsson, kennsri. „Jú, ég fylgist mjög náiö meö HM og á skjánum eftir föngum, ég tippa á aö Holland vinni Argentínu 2—1 og ftalir vinni Brasilíumenn 1—0.“ Emilfa Björnsdóttir, Ijósmyndari. „Ég hef nú ekki fylgst mikiö meö HM, en engu aö síöur treysti ég mér til þess aö spá um úrslitin, Holland vinnur Argentínu 2—1 og í keppninni um þriöja sætiö vinnur Brasilía ítalíu 3—2 eftir framlengingu." Holiand og Argen- tína með óbreytt lið HOLLENDINGAR og Argentínumenn tefla fram að mestu óbreyttum liöum, er pau mætast í úrslitaleik Heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu, sem fram fer í Buenos Aires á sunnudaginn og hefst klukkan 18.00 að íslenskum tíma. Þaö er þó dálítill vafi meö Olguin, einn tengiliða Argentínu, en geti hann ekki leikiö vegna meiösla, mun Ómar Larrosa taka stööu hans, sem hann geröi reyndar í leiknum gegn Perú og stóö sig þá vel. Hjá Hollendingum verður Jan Jongbloed í markinu á ný eftir að Schrievers meiddist gegn ítölum. Liö Hollands verður því að öllum líkindum skipaö eftirtöldum leikmönnum: Jongbloed, Poortvlijet, Krol, Haan, Brandts, Jansen, Rene Van Der Kerkhov, Neeskens, Rep, Wylli Van Der Kerkhov og Rensen- brink. Sergio Gonella frá ítalíu mun dæma leikinn. í leiknum um þriöja sætiö munu ítalir leika án tveggja máttarstólpa, þeirra Romeo Benetti og Marco Tardelli, sem eru í leikbanni og Marco Mellugi er meiddur og mun ekki leika. Væntanlega mun Gian- carlo Antognioni koma aftur inn í liöið og Renato Zaccarelli byrja leikinn. Reiknaö er meö, aö Cuccur- eddu muni leika í staö Bellugi. Hjá Brasilíumönnum munu augu manna beinast að því hvort aö Roberto Rivelino veröi valinn í liðið, en hann hefur misst af flestum leikjanna vegna meiösla. Að ööru leyti stilla Brasilíumenn upp sínu sterkasta liöi. Abraham Klein frá ísrael mun dæma leik ítala og Brasilíumanna, en hann hefst á laugardaginn kl. 18.00 að íslenskum tíma. Berti Vogts hættir! EFTIR aó Vestur-Þjóðverjar höfðu steinlegið fyrir Austurríkí í peirra síðasta leik á HM, tilkynntu hvorki fleiri né færri en fjórir leikmenn Þýska liðsíns, að peir myndu ekki leika framar fyrir pjóð sína. Þetta voru peir Berti Vogts fyrirliði, Bernd Hölzenbein, Erich Beer og Georg Schwarzenbeck. í ummælum Þeirra kemur fram, að mikil ólga virðist ríkja í herbúðum fyrrum heimsmeistara. Vogts sagði, að aginn væri slíkur, aö farið væri með leikmennina sem smákrakka og t.d. ráöu Þeir vart hvernig Þeir klæddu sig og ýmsir forráðamenn í líðinu virtust hafa meiri áhyggjur af slíkum smáatriðum en mikilvægari hlutum eins og hvernig berja ætti á næsta andstæðingi. Marteinn að koma heim ÞAO virðist ekkert annaö liggja fyrir landsliösmiöveröinum, Marteini Geirssyni, en aö snúa heim á ný eftir aö hafa verið í atvinnumennsku í Belgíu um tveggja ára skeiö. Sölumarkaöurinn ( Belgíu og Hollandi lokaöi í gær og lágu engin tilboö fyrir Marteini. Union bauð honum nýjan samning, sem hann sagöist ekki hafa treyst sér til aö ganga aö. Kom þetta fram í stuttu spjalli viö Mbl. í gær. Þá taldi Marteinn, aö Union heföi ekki beinlínis verið sér innan handar og hafi hann veriö orðinn svo svekktur yfir allri biðinni og óvissunni, aö hann ákvaö aö snúa aftur heim. Þetta er m.a. skýringin á því aö Marteinn kom ekki heim í landsleikinn gegn Dönum, þ.e.a.s. hann var aö ganga frá málum sínum ytra. Aö öllum líkindum mun Marteinn ganga til liös viö sína gömlu félaga í Fram, en óvíst er hvort hann nær aö leika nokkuð í sumar. — 99- GLÆSTUM FERLIHEFÐIGETAÐ LOKIÐ MEÐ HEIMSMQSTARATIGN - ef Cruyff hefði gefið kost á sér í hollenska landsliðið Barcelona. Þaö hefur veriö reiknaö út að laun Cruyffs fyrir hvern einstakan leik fyrir félagiö hafi veriö 6,5 milljónir ísl. króna. Cruyff lék meö hollenzka liðinu Ajax á árunum 1965—‘73. Á þessum árum varö hann sex sinnum hollenzkur meistari meö Ajax, fjórum sinnum bikarmeistari, þrisvar Evrópumeistari félagsliöa og einu sinni heimsmeistari félags- liða. Á árunum 1973—78 lék hann með Barcelona og varð einu sinni spænskur meistari og einu sinni bikarmeistari, þ.e. nú í vor. Þrisvar hefur Cruyff veriö valinn Knatt- spyrnumaður Evrópu, árin 1971, ‘73 og ‘74. Á ferlinum hefur hann skorað 230 mörk. Þá er þess aöeins ógetiö, að Cruyff hlaut silfurverölaun í Heimsmeistara- keppninni í V-Þýzkalandi 1974 og ef hann heföi gefiö kost á sér í hollenzka landsliöiö núna, heföi hann ef til vill fengiö gullverölaunin á sunnudaginn kemur. „ÉG hef ákveðið að hætta og Það er allt og sumt sem ég hef aö segja,“ mælti knattspyrnusnill- ingurinn Johan Cruyff eftir síð- asta leik sinn með Barcelona í vor, pegar fréttamenn spurðu hvort enginn möguleiki væri á Því aö fá hann til aö skipta um skoðun og halda áfram að leika knattspyrnu. Ákvörðun Cruyffs var óhagganleg, jafnvel tilboð Barcelona um 325 milljóna króna laun fyrir aó leika eitt keppnis- tímabil í vióbót auk uppbótar fyrir unna leiki og skoruð mörk breytti hér engu um. Þegar Johan Cruyff tekur ákvöröun veröur henni ekki breytt. í fyrra tók hann líka þá ákvöröun aö leika ekki með hollenzka landsliöinu í Heimsmeistarakeppn- inni í Argentínu. Svo sem vænta mátti varö uppi fótur og fit í Hollandi, því Cruyff hefur veriö allt í öllu í hollenzka liöinu síðasta áratuginn. Málsmetandi menn reyndu hver eftir annan aö fá Cruyff til þess aö breyta ákvöröun sinni en svariö sem þeir fengu var blákalt nei. Jafnvel Júlíana Hollandsdrottning fékk sama svar- ið, þegar hún bar þessa bón upp viö Cruyff. Nú þegar Hollendingar eru komnir í úrslit er ekki ólíklegt aö Cruyff nagi sig í handarbökin. Það væri ekki ónýtt fyrir heims- stjörnu eins og hann aö Ijúka glæsilegum knattspyrnuferli sem heimsmeistari. En hann kaus aö sitja heima og þeirri ákvörðun var ekki breytt. Sérfræöingar segja aö Johan Cruyff sé nú á tindinum og þess vegna gæti hann leikið nokkur ár í viöþót. En hvers vegna dregur hann sig í hlé núna rétt liölega þrítugur maöurinn? Ástæöan er fyrst og fremst sú, aö Cruyff er orðinn þreyttur á öllu umstanginu, sem fylgir því aö vera bezti knattspyrnumaöur heimsins. Hann gat hvergi um frjálst höfuö strokiö og sífelld hætta var á aö honum eöa einhverjum fjölskyldu- meðlimi yröi rænt. Ekki þarf stjarnan aö óttast fjárskort, því hreinar tekjur hans s.l. 5 ár hjá spænska liöinu Barcelona hafa veriö 750 milljónir íslenzkra króna aö frádregnum sköttum. Þá hefur hann haft miklar tekjur af alls konar auglýsingastarfsemi og má áætla aö tekjur hans hafi veriö samtals um 1500 milljónir þau fimm ár, sem hann hefur veriö hjá • Þessi mynd var tekin fyrir síðasta leik Cruyff á Spáni. Þarna heilsar hann fyrirliða Valencia, Argentínumanninum Kempes, en stjarna hans hefur skinið skært á HM ( Argentínu í fjarveru snillingsins mikla, Johan Cruyff. Leiknum lauk með sigri Barcelona og auðvitað var Það Cruyff sem átti heiðurinn af sigurmarki liðs síns.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.