Morgunblaðið - 09.07.1978, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.07.1978, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1978 Dægradvöl kl. 9: Spjallað um hestamennsku í þættinum Dægradvöl, sem er á dagskrá útvarpsins kl. 9.00 árdegis í dag verður fjallað um hestamennsku. í þættinum verður meðal annars rætt við formann Hestamannafélagsins Fáks í Reykjavík, Guðmund Ólafsson, Friðþjóf Þorkelsson, Skúla Kristjónsson í Svignaskarði, Arna Þórarinsson og Pétur J. Eiríksson. Þess má geta að um næstu helgi verður haldið í Skógarhólum í Þingvallasveit landsmót hestamanna. Umsjónarmaður þáttarins Dægradvalar er Ólafur Sigurðsson fréttamaður. SÍKurfinnur Þorsteinsson situr hér Núp en hann stóð efstur aihiiða gæðinga á Landsmóti hestamanna á Vindheimamel- um 1974. Útvarp mánudag kl. 22:05: Úrval úr hréfum Jakob- sens til Heinesens Á morgun, mánudag. hyrjar Hjálmar Olafsson lestur þýðing- ar sinnar á bréfum Jörgens Frantz Jakobsens, sem William Ileinesen tók saman. Nefnist þýðingin „Dýrmæta líf“, og að sögn Hjálmars var þetta nafn valið vegna þess að þrátt fyrir allar þær raunir sem Jakobsen þurfti að ganga í gegn um hélt hann ætíð bjartsýni sinni og lífsgleði, og bar ávallt lof á lífið. Höfundurinn, Jörgen Frantz Jakobsen, fæddist árið 1900 og var hann Færeyingur. Fór hann til náms til Danmerkur og skrifaði hann ætíð á dönsku. Jakobsen varð fljótlega berklaveikur og barðist iengi við þann sjúkdóm, en hann lést aðeins 38 ára að aldri. Jakobsen skrifaði eina stóra Iljálmar Ólafsson skáldsögu og nefnist hún „Barbara". Var hún þýdd yfir á íslensku á 5. áratugnum og hét fyrst „Far veröld þinn veg“ en í síðari útgáfu breyttist nafnið í „Barbara". Fjallar sagan um Barböru sem var tálfögur prests- frú og síðar ekkja í Færeyjum, að sögn Hjálmars. „Auk þess skrifaði Jakobsen mikið um Færeyjar, en hann var hagfræðingur að mennt og starfaði um skeið sem blaða- maður hjá Politiken," hélt Hjálm- ar áfram. „Ég mun lesa úr úrvali af bréfum sem Jakobsen skrifaði Heinesen og Heinesen gaf síðan út. I bréfunum er rakin ævisaga Jakobsens og meðal annars sagt frá því hvernig sagan „Barbara" verður til,“ sagði Hjálmar. „Ég býst við að þetta verði svona 10—12 lestrar, en þó er það ekki alveg komið á hreint ennþá", sagði Hjálmar að lokum. ITtvarp kl. 19:25: Eríndi um borgara- legar skáld- sögur Laxness í útvarpi í kvöld kl. 19.25 flytur Þorsteinn Antonsson rithöfundur síðara erindi sitt um borgaralegar skáldsögur Ilalldórs Laxness. Að sögn Þorsteins er þétta erindi í beinu framhaldi af erindinu sem hann flutti síðasta sunnudag. „Ég mun fjalla um þær I útvarpi í dag kl. 11.00 hefst messa í Kópavogskirkju. Prestur er séra Þorbergur Kristj- ánsson og organ- leikari Guðmundur Gilsson. Þorsteinn Antonsson rithöf- undur. skáldsögur Laxness sem út komu eftir 1960, eða eftir að hann gerðist fráhverfur kenn- ingum sósíalisma", sagði Þor- steinn. „í síðasta erindi fjallaði ég um skoðanir Laxness á skáldskap almennt, eins og þær koma fram í greinum eftir hann frá því í kringum 1960. í þessu erindi set ég fram þessar skoðanir í stuttu máli, eins og ég tel þær vera og fjalla síðan um skáldsögurnar „Kristnihald undir jökli" og „Innansveitar- króniku" á grundvelli þessara skoðana og reyni þar með að lesa þær niður í kjölinn," sagði Þorsteinn að lokum. Útvarp Reykjavík SUNNUD4GUR 9. júlí MORGUNNINN 8.00 Fréttir. 8.05 Morgunandakt. Séra Pétur Sigurgeirsson vígslubiskup flytur ritn- ingarorð og bæn. 8.15 Veðurfregnir. Forustu- greinar dagblaðanna (útdr.). 8.35 Létt morgunlög. Frank Mantis og hljómsveit hans leika. 9.00 Dægradvöl. Þáttur í umsjá Ólafs Sig- urðssonar fréttamanns. 9.30 Morguntónleikar. (10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir). a. Sónata í G-dúr op. 37 eftir Pjotr Tsjaíkovský. Miehael Ponti leikur á pi'anó. b. Sinfónía nr. 7 í A-dúr op. 92 eftir Ludwig van Beethoven. Fílhamóníusveit Berlínar leikur; Herbert von Karajan stj. 11.00 Mcssa í Kópavogskirkju. Presturi Séra Þorbergur Kristjánsson. Organleikarii Guðmundur Gilsson. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. SÍÐDEGIÐ____________________ 12.25 Veðurfrcgnir. Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 Fyrir ofan garð og neð- an. Hjalti Jón Sveinsson stýrir þættinum. 15.00 Miðdegistónleikar. a. Fantasi'a í C dúr op. 17 eftir Robert Schumann. Vladimír Ashkenazy leikur á píanó. b. Flautukonsert í G-dúr (k313) eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Hubert Barwahser og Sinfóníu- hljómsveit Lundúna leikat Colin Davis stjórnar. 16.00 Fréttir. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 „Áfram þýtur litla Löpp sem leiftri tundur“. Dagskrá um i'slenzkar kosta- hryssur, mestmegnis sam- kvæmt frásögn og lýsingu Ásgeirs Jónssonar frá Gottorp í bókum hans, „Horfnum góðhestum". Baldur Pálmason tók sam- an. Lesarar með honumi Guðbjörg Vigfúsdóttir og Helgi Tryggvason. 17.30 Létt lög. Harmónikukvartett Lars Wallenruds, Fischer-kórinn og hljómsveit Joe Fenders flytja. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. KVÖLDIÐ 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Um borgaralcgar skáld- sögur Halldórs Laxness. Þorsteinn Antonsson rithöf- undur flytur síðara erindi sitti Framkvæmd. 19.55 íslenzk tónlist. a. Requiem eftir Pál P. Pálsson. Pólýfónkórinn syngur. Söngstjórii Ingólfur Guðbrandsson. b. „Litbrigði“ fyrir kammer- sveit eftir Herbert II. Ágústsson. Félagar í Sinfóníuhljómsveit íslands Ieikat höfundurinn stjórnar. 20.25 Útvarpssagani „Kaup- angur“ eftir Stefán Júlfus- son. Höfundur les (18). 20.55 íslandsmótið, fyrsta deild. Hermann Gunnarsson lýsir leikjum í fyrstu deild. 21.45 Framhaldsleikritt „Leyndardómur leiguvagns- ins“ eftir Michael Hardwick byggt á skáldsögu eftir Fergus Ilume. Annar þáttur. Þýðandii Eiður Guðnason. Leikstjórii Gísli Alfreðsson. Persónur og leikenduri Sam Gorby rannsóknarlög- reglumaður/ Jón Sigur- björnsson, Duncan Calton/ Rúrik Haraldsson, Madge Frettleby/ Ragnheiður Steindórsdóttir, Mark Frettleby/ Baldvin Ilalldórs- son, Brian Fitzgerald/ Jón Gunnarsson, Guttersnipe/ Herdís Þorvaldsdóttir. Aðrir leikenduri Hákon Waage, Sigurður Skúlason, Jóhanna Norðfjörð, Auður Guð- mundsdóttir, Þorgrímur Einarsson og Valdemar Helgason. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.45 Kvöldtónleikar. a. Ljóðsöngvar eftir Richard Strauss. Evelyn Lear syng- ur. Erik Werba leikur á píanó. b. Sellókonsert í e-moll op. 85 eftir Edward Elgar. Jacqueline du Pré og Sinfóníuhljómsveit Lundúna Ieikat Sir John Barbirolli stjórnar. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. /VIN4UD4GUR 10. júlí. MORGUNNINN__________________ 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. 7.10 Létt lög og morgunrabb. 7.55 Morgunbæni Séra Þor- valdur Karl Helgason flytur (a.v.d.v.). 8.00 Fréttir. 8.10. dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. For ustugreinar landsmálablaða (útdr.). 8.35 Af ýmsu tagii Tónleikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnannai Gunnvör Braga byrjar að lesa söguna um „Lottu skottu“ eftir Karin Michaelis í þýðingu Sigurð- ar Kristjánssonar og Þóris Friðgeirssonar. 9.20 Tónleikar. 9.30 Tilkynn- ingar. 9.45 Landbúnaðarmál. Um- sjónt Jónas Jónsson. 10.00 Fréttir. 10.10. Veður- fegnir. 10.25 Hin gömlu kynnii Val- borg Bentsdóttir sér um þáttinn. 11.00 Nútímatónlisti Þorkell Sigurbjörnsson kynnir. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Við vinnunai Tónleikar. 15.00 Miðdegissagani „Angelína“ eftir Vicki Baum. Málmfríður Sigurðardóttir les þýðingu sína. (20). 15.30 Miðdegistónleikari fslenzk tónlist. a. Sónata fyrir klarínettu og píanó cftir Jón Þórarins- son. Egill Jónsson og Guðmundur Jónsson leika. b. „Endurskin úr norðri“, hljómsveitarverk op. 40 eftir Jón Lcifs. Sínfónihljómsveit íslands leikurt Páll P. Páls- son stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorni Þorgeir Ást- valdsson kynnir. 17.20 Sagani „Til minningar um prinsessu“ eftir Ruth M. Arthur. Jóhanna Þráinsdóttir þýddi. Helga Harðardóttir byrjar lesturinn. 17.50 „Það var ég hafði hárið“. Endurtekinn þáttur Gunnars Kvarans og Einars Sigurðssonar frá síðasta fimmtudegi. 18.05 Tónleikar. Tilkynningar. KVÖLDIÐ____________________ 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál. Gísli Jónsson flytur þáttinn. 19.40 Um daginn og veginn. Sigurður H. Þorsteinsson skólastjóri á Hvammstanga talar. 20.00 Lög unga fólksins. Rafn Ragnarsson kynnir. 20.55 „Maðurinn og hafið ‘78“ Dagskrá frá menningardög- um sjómanna og fiskvinnslu- fólks í Vestmannaeyjum um fyrri helgi. Umsjón. Ásta R. Jóhannesdóittir. 21.50 „Angelus Domini“ Tónverk fyrir mezzósópran og kammersveit eftir Leií Þórarinsson við texta eftir Halldór Laxness. Sigríður Ella Magnúsdóttir syngur, Kammersveit Reykjavíkur leikurt höfundurinn stjórn- ar. 22.05 Kvöldsagan. „Dýrmæta líf“, úr bréfum Jörgen Frantz Jakobscns. William Heincsen tók sam- an. Hjálmar Ólfsson byrjar lestur þýðingar sinnar. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.50 Kvöidtónleikar a. „Hugdcttur um einn herramann", tónverk fyrir gítar og hljómsveit eftir Joaquin Rodrigo. John Williams og Enska kammersveitin leikat Charles Groves stj. b. Trompetkonscrt í Es-dúr eftir Johann Nepomuk Hummel. Pierre Thibaud og Enska kammersveitin leikat Marius Constant stj. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.