Morgunblaðið - 09.07.1978, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 09.07.1978, Blaðsíða 45
45 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 1978 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10 — 11 FRA MANUDEGI stutt held ég að þær þúsundir manna sem fylgdust með því hafi haft hina mestu ánægju af. Dettur manni ósjálfrátt í hug hvort ekki væri oftar hægt að bjóða uppá alls kyns útisýningar og leiki fyrir borgara. Ánægðir borgarar. • Fána málið Unnur Watson frá Winnipeg leit inn á ritstjórn Mbl. á föstudag og kvaðst ekki geta endað svo íslandsferð sína að hún vekti ekki athygli á „fánamálinu." „Við erum búnir að vera hér fjölmargir Vestur-íslendingar á ferð en hvergi hef ég séð kana- díska fánann og þykir mér það miður“, sagöi Unnur. Hún gat þess að víða væru fánar uppi og vantaði sjaldan bandaríska fánann en hvergi væri sá kanadíski. Sagðist Unnur vona að hér væri aðeins um athugunarleysi að ræða en ef kostnaður stæði í veginum kvaðst hún fús til að beita sér fyrir því vestra að hingað yrðu sendir kanadískir fánar. • Tilbreyting Nú er háannatími í sumarleyf- um, ef svo má að orði kveða, og án efa er drjúgur hluti landsmanna á faraldsfæti bæði erlendis og inn- anlands til að hvíla sig og hressa og kynnast nýjum stöðum og nýju fólki. Ferðamenn eiga vafalítið eftir að reka augun í sitthvað nýstárlegt og framandi hvort sem er heima á Fróni eða í útlandinu. Datt Velvakanda því í hug að minna á að það gæti verið tilbreyting hin mesta að því að fá sendar nokkrar línur um eitthvað sem menn kynnu að hafa upp- götvað á ferðum sínum, — í því væri nokkur tilbreyting frá hinu daglega og oft tilbreytingarlitla kvabbi um hina og aðra hluti, sem okkur þykir hafa farið miður. Þessir hringdu . . . • Af hverju alltaf sjónvarpið? Þessari spurningu varpaði fram maður á miðjum aldri sem hringdi fyrir stuttu í Velvakanda. Átti hann við hvers vegna alltaf ætti að benda á sjónvarpið, sem þann aðila er ætti að hafa ofan af fyrir gamla fólkinu, sérstaklega þegar starfsfólk þess fer í sumarleyfi. —' Stundum er rétt um það á sumrin, þegar sjónvarpið er að fara í frí, hvers vegna það geti ekki starfað áfram og menn skiptast á um að taka frí rétt eins og á öðrum vinnustöðum. Rætt er um í þessu sambandi að það sé sérstaklega gamla fólkið sem farið geti illa út úr sjónvarpsleysinu og vilji fá að hafa sitt sjónvarp. Vel má vera að eitthvað sé til í þessu, en ég vil samt sem áður spyrja hvers vegna á sjónvarpið alltaf að sinna gamla fólkinu? Til er fjöldi annarra aðila sem hefur ýmislegt á sinni dag- skrá fyrir gamla fólkið, t.d. félög og ýmis samtök og Reykjavíkur- borg og fleiri bæjarfélög sjá um tómstundastarf o.fl. og spyrja má hvort og þá hvers vegna þessir aðilar fari í sumarfrí einnig? Félag ísl. bifreiðaeigenda hefur a.m.k. stundum efnt til sumarferð- ar fyrir gamla fólkið og félags- menn þess þá ekið dagleið á einhvern fagran stað til að skoða SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á Moskvumeistaramótinu í ár kom þessi staða upp í skák þeirra Gutops og Vasjukovs, sem hafði svart og átti leik. 38... Hxb2! (Eftir 38... Bd8? 39. Hb4 - Hxb2, 40. Hxb7 - Hbl+, 41. Ke2 er hvítur langt frá því að vera glataður). 39. Hxa5 — Hxf2+! 40. Kxf2 — b2 og hér gafst hvítur upp. Vasjukov er núverandi skák- meistari Moskvu, hann hlaut 11 v. af 15 mögulegum á mótinu og sigraði. Annar varð Razuvajev með 9Vfe v. sig um og sýna gamla fólkinu. Mér finnst að þeir, sem starfa að ýmsum málum fyrir gamla fólkið, ættu bara að taka sig saman og skipuleggja það hvenær hver á að fara í sumarfrí til þess að alltaf sé örugglega einhver til að bjóða uppá eitthyað fyrir gamla fólkið. Hins vegar má auðvitað segja að sjónvarpið sé sá aðili sem ætti e.t.v. sízt að fara í algjört frí, þ.e. að loka alveg eins og nú er gert, en því verður sjálfsagt ekki breytt fyrr en það stækkar og verður öflugri stofnun með öflugri fjár- hag. HÖGNI HREKKVÍSI B3P SIG6A V/QGA g iiLVtVAU EF ÞAÐ ER FRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU UGLYSINGA- SÍMINN ER: 22480 nvTTFRámnn Sumar j akkarnir frá Max komnir aftur. SENDUM GEGN PÓSTKRÖFU ---------------------------\ Ath. breyttan opnunartíma Opiö alla Qj daga kl. mL !■ VeriÖ velkomin k i Blómaval.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.