Morgunblaðið - 09.07.1978, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 09.07.1978, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 1978 Evrópskt gjaldeyris- kerfi fyrir desember Bremen 7. júlí. Reuter. Forystumenn Efnahagsbanda- lagsins samþykktu í dag á fundi sfnum í Bremen að vinna að því að koma á laggirnar evrópsku gjaldeyriskerfi (EMS) með rúm- letca 50 milljarða dollara vara- ííjaldeyrisforða fyrir desember næstkomandi. Forseti stjórnarnefndar EBE, Roy Jenkins, sagði að hér væri á ferðinni víðtækara kerfi en Ai- þjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMh1) væri og áætlun sem væri „stærri í sniðum en nokkurt annað áform sem við höfum rætt.“ Helmut Schmidt kanzlari Vest- ur-Þýzkalands sagði að með EMS væri ætlunin að tryggja jafnvægi í gjaldeyrismálum allrar VesU ur-Evrópu. Leiðtogar allra aðildarlanda bandalagsins voru sammála um að þetta væri „mjög æskilegt takmark" að sögn kanzlarans. En James Callaghan forsætisráðherra Breta kvað áætlunina ekki viðunandi í núver- andi mynd og sjá yrði hver þróunin yrði fram í desember, 15 ára fangelsi fyr- irnjósniríUSA Washington, 8. júlí. Reuter. TVEIR menn hafa verið dæmdir til fimmtán ára fangelsis eftir að hafa verið fundnir sekir um njósnir fyrir Víetnam. Er þetta fyrsta mál sinnar tegundar sem upp kemur eftir sameiningu Víetnams. Annar maðurinn er bandarískur, Ilumphrcy að nafni og hefur starfað í Bandarísku upplýsingaþjónustunni, en hinn er víetnamskur og heitir Truong. Þeir neituðu báðir ákærunni og Eyrarbakka- kirkja fær gjafir Eyrarbakka, 7. júlí Eyrbekkingafélagið kom í heimsókn hingað laugardaginn 1. júlí og við það tækifæri færði það Eyrarhakkakirkju 300 þúsund krónur að gjöf. Einnig gáfu félagar frá Selfossi 40 þúsund krónur, og Aron Guðbrandsson gaf 250 þúsund krónur til minn- ingar um bróður sinn, Þorvarð Óskar Guðbrandsson. Ingimar Jóhannesson, kennari, og börn hans gáfu kirkjunni 100 þúsund krónur til minningr um konu Ingimars. Sólveigu Guðmunds- dóttur frá Háeyri. Fyrsta laugardag hvers mánaðar er samkoma fyrir eldri borgara Eyrarbakka og hefur svo verið undanfarin 3 ár, og það var einmitt á eina slíka samkomu sem gamlir Eyrbekkingar komu í heimsókn. — óskar. lögmenn þeirra segja að þcir muni áfrýja dómnum. Lögmenn Humphreys segja að hann hafi sent minniháttar upp- lýsingar til Truong í von um að það gæti bætt samskiptin milli ríkjanna tveggja og stuðlað að því að víetnömsk eiginkona hans fengi að fara úr landi. Hún kom til Bandaríkjanna í nóvember. Truong á að hafa komið upplýsing- um Humphreys á framfæri við sendinefnd Víetnams hjá Samein- uðu þjóðunum sem sendu þær áfram til sendiráðs landsins í París. Mennirnir tveir geta sótt um náðun eftir fimm ár. Dómarnir eru taldir vægir, þar sem hægt hefði verið að dæma þá í lífstíðarfang- elsi. Briúge Sænskur lands- liðsmaður spil- aði hjá Ásunum Sl. mánudag var sumarspila- mennsku Ásanna framhaldið. Þátttaka var ekki nógu góð. og er skorað á fólk að mæta vel næsta mánudag. Úrslit urðu þessi: 1. Sverrir Ármannsson — Bo Jonsson 201 stig 2. Einar Þorfinnsson — Sig- tryggur Sigurðsson 187 stig 3. -4. Jón Pálsson — Kristín Þórðardóttir 185 stig 3.-4. Valur Sigurðsson — Sigmundur Stefánsson 185 stig 5. Erla Sigurjónsdóttir — Sigurðuur Sigurjónss. 168 stig. Meðalskor var 156 stig. Bo Jonsson er margreyndur sænskur landsliðsmaður, og spilaði hann sem gestur félags- ins sl. mánudag. Hann spilaði m.a. fyrir hönd Svíþjóðar á Ól. 1974 á Kanari. Ásarnir spila í Félagsheimili Kópavogs á mánudögum. Allir eru að sjálfsögðu velkomnir. Keppnisstjóri er hinn kunni spilari Sverrir Ármannsson. ÓL. — Gengisspá... Framhald af bls. 2 ætti ekki að koma neinum á óvart, sem hefði fylgzt með þessum málum, gengisfellingar- þróun hefði allan tímann legið í loftinu. Hér á eftir birtist spáin um gengisbreytingar byggð á reikn- ingum frystingar í maí 1977 með hliðsjón af sáttatilboði sátta- nefndar, en endanlegir samn- ingar voru byggðir á því: Gengi breytist sem hér segin í dag ............................................... 192.50 1.7 ................................................ 199.20 1.8 ................................................. 206.80 1.9 ................................................. 214.90 1.10 ............................................ 223.50 1.11 ................................................ 230.20 1.12 ................................................ 236.85 1978 1.1 ................................................. 243.50 1.2 ................................................. 249.80 1.3:................................................. 259.60 1.4 ............................................... 269.40 1.5 ................................................. 279.40 1.6 ................................................. 290.30 1.7 ............................................... 301.30 1.8 ................................................. 312.50 1.9 ................................................. 324.60 1.10 ................................................ 336.90 1.11 ................................................ 349.50 Samtals .............................................. 82.0% frá upphafi samningstimabilsins til loka okt. 1978. þegar næsti leiðtogafundur EBE yrði haldinn. Giulio Andreotti forsætisráð- herra ltalíu sagði að koma yrði í ljós hvort pólitískur vilji ítala til að taka þátt í slíkri áætlun samrýmdist raunverulegri getu þeirra til að taka þátt í henni. Fyrirhuguð stofnun EMS er byggð á tillögum Frakka og Vestur-Þjóðverja og varaforði fyrirhugaðs bandalags mun afls jafngilda einum fimmta dollara- og gullvaraforða EBE-landanna og nema rúmum 15 milljörðum doll- ara auk sömu upphæðar frá aðildarlöndunum í gjaldmiðlum þeirra. Callaghan sagði að tilgangur EMS væri ekki aðeins sá að koma á gjaldeyrisjafnvægi heldur einnig sá að auka velsæld bandalagsins í heild. Hann kvað fundinn í Brem- en hafa bætt vonir manna um árangur af fundi æðstu manna sjö landa í Bonn eftir níu daga þar sem bandalagið hefði skuldbundið sig til að stefna að töluvert meiri hagvexti en gert hefði verið ráð fyrir. Fundinn í Bonn sækja Carter forseti og æðstu menn Japans, Kanada, Frakklands, Ítalíu og Bretlands. — Þjálfunar- námskeið Framhald af bls. 2 Með samþykki ríkisstjórnarinnar munu fyrstu styrkþegarnir koma hingað næsta vor og dveljast hér í sex mánuði. Fyrstu fjórar vikurnar fara í almenna fyrir- lestra, á Orkustofnun eða í Há- skóla Islands. Síðan mun styrkþegi velja sér námsbraut og vinna á því þrönga sviði sem hann velur sér með sérfræðingi frá fyrrnefndum stofnunum. Megin áherzla hér verður lögð á starfsreynslu. svo styrkþegi geti síðan farið til síns heima og unnið þar alveg sjálf- stætt að rannsóknum. — Líbanon Framhald af bls. 1 andi forsætisráðherra að hann vænti þess, sem flestir Líbanir, að Sarkis segði ekki af sér, því að það kynni að skipta sköpum hvort hann sæti áfram eða ekki. Hægrisinnaðir kristnir menn sögðu að afsagnarhótunin hefði verið sett fram vegna kröfu Sýrlendinga, því að Sýrlendingar hefðu nú í reynd öll völd í Líbanon og ráð forsetans sem annarra í hendi sér. Vestrænar heimildir herma að Sýrlendingar hafi hug á að fjölga í herliði sínu í Líbanon, ekki hvað sízt nú eftir að ísraelar hafa byrjað liðssafnað við landa- mæri Suður Líbanon. Áreiðanlegar heimildir í Mið- austurlöndum höfðu fyrir satt í dag að Sovétríkin hefðu fullvissað Assad Sýrlandsforseta um dyggan stuðning sinn ef til þess kæmi að Israelar myndu ráðast á sýrlenzk- ar hersveitir. ísraelar hafa nú, sem fyrr segir, mikinn viðbúnað við landamærin og vaxandi spennu gætir á þeim stöðum. Israelsk blaðakona, Beate Aamizrachi, fréttaritari Morgunblaðsins, sagði í símtali að af öllu mætti ljóst vera að Israelar gætu ekki setið aðgerð- arlausir hjá ef Sýrlendingar héldu áfram uppteknum hætti. Það væri allra dómur — og ekki sízt Líbana sjálfra — að þeir væru ekki í hópi fullvalda þjóða, meðan staða Sýrlendinga væri slík. Þætti Israelum eðlilegt að veita Líbönum þá aðstoð sem nauðsynleg væri. Ástandið hræðilegt í hverfum kristinna í Bcirut I fréttum frá austur Beirut í morgun, laugardag, sagði að ástandið í hverfum kristinna manna væri langtum ömurlegra nú eftir bardagana síðustu fjóra daga en eftir allt borgarastríðið 1975—76. Væri örvænting fólks ólýsanleg og margir reyndu að komast frá Beirut, þar af væru margir að reyna að komast til útlanda. Hins vegar var kyrrt í borgar- hlutanum í morgun og réði því að nokkru hótun Sarkis, sem mikil áhrif hefur haft. í vesturhluta Beiri. ., þar sem meirihluti íbúa er Múhameðstrúar, var allt með eðlilegum hætti, umferð svo sem venjulega og verzlanir opnar og fólk á ferli. I austurhlutanum, sem er draugaborg líkust, skutust skefldar verur á milli húsa og við þær fáu verzlanir sem voru opnar, myndaðist þröng manna að kaupa sér brýnustu matvæli. — Einróma stuðningur... Framhald af bls. 48 avneska stórmeistarann Gligoric, og sagði Einar það vera allmikið rit með texta á 7 tungumálum. Voru menn á einu máli um það að til að vinna að kjöri Friðriks væri nauðsynlegt að stofna til útgáfu á myndarlegu kynningarriti um framboð hans og gefa honum möguleika á að ferðast um og kynna sjálfan sig og framboð sitt. Friðrik Ólafsson heldur til Kanada í ágústlok í boði V-íslend- inga og síðan mun hann sitja í mótsnefnd Interpolis-skákmótsins sem nú verður haldið öðru sinni og mun Friðrik setja mótið með ræðu og slíta því einnig. „Líklega tefli ég nú lítið vegna framboðsanna fyrr en á Olympíu- mótinu sem hefst í októberlok, en forsetakjörið fer fram 7. nóvem- ber“, sagði Friðrik Ólafsson í samtalinu við Mbl. í gær. Auk þeirra Friðriks og Gligoric hefur Rabel Mendes frá Puerto Rico tilkynnt framboð sitt til forsetaembættis FIDE, en fram- boðsfrestur rennur út eftir mánuð. — Italía Framhald af bls. 1 inn er með kjöri hans tryggt að samsteypustjórn Kristilegra demókrata og fjögurra flokka, þar á meðal kommúnista, mun áfram vera við völd á Ítalíu. Pertini mun sverja embættiseið á morgun, sunnudag. — Gullflís... Framhald af bls. 13 verkinu hafði Þorkell Þorkelsson, þáverandi veðurstofustjóri, en við borinn vann Einar Leó Jónsson, sá sem unnið hafði við hann í Vatnsmýrinni. Lokið var við Laugaveituna sumarið 1930. Fyrsta húsið sem hitað var með heitu vatni frá þvottalaugunum var Austurbæjarskólinn, en 70 hús fengu þá heitt vatn, þar af um 60 íbúðarhús. Tveir fullorðnir starfsmenn Hitaveitu Reykjavíkur hafa síðan í vetur unnið við það að gera upp Gullborinn í Árbæ og ganga frá húsinu kring um hann. Þeir þekkja hann vel, Jón Hansson vann á bornum frá því byrjað var að bora fyrir Rafmagnsveituna 1928 og þá með Leó heitnum Jónssyni, sem hafði verið með hann frá byrjun, en Gunnar Sigurjónsson, sem hefur haft yfirumsjón með við- gerðinni og flutningnum á born- um, byrjaði nokkru seinna. Þeir sögðu að borinn hefði gengið fyrir rafmagni og verið með mótor í fyrstu við boranir við Þvottalaugarnar. Þar voru borað- ar nokkrar holur, 80—100 m djúpar, en þá kom vatn en ekki gufa eins og'menn höfðu vænzt. Sagði Jón að mikill áhugi hefði verið á borununum. Einkum hefðu þeir Steingrímur Jónsson og Þor- kell Þorkelsson alltaf verið að koma til að athuga hvernig gengi. En upp úr þessu var leitt vatn til upphitunar í fyrstu húsin, sem fyrr er sagt. Þegar hafnar voru boranir eftir heitu vatni fyrir Reykjavík á Suður-Reykjum í Mosfellssveit hinn 16. október 1933 var „Gull- borinn“ enn notaður en með honum var borað 1000 metra niður. Tveimur árum síðar var stærri bor, sem nefndur var „stóri borinn", keyptur frá Þýzkalandi og leysti þann gamla af hólmi. Ekki þó alveg, því Gullborinn var aftur tekinn í notkun ári síðar og var fyrst á Reykjum, en síðan uppi í Mosfellsdal. Á þessum árum hafði hitasvæðið við Reyki verið rann- sakað og framkvæmdar boranir, en hitaveituframkvæmdir hófust 1939. Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika vegna heimsstyrjaldarinnar voru framkvæmdir það langt á veg komnar árið 1943, að hægt var að hleypa heitu vatni á fyrsta húsið 1. des., Hnitbjörg, listasafn Einars Jónssonar, og um áramótin næstu á eftir var heitt vatn komið í 1300 hús. Árið 1955 var „Gullborinn“ fluttur til Reykjavíkur og byrjað að bora með honum við gömlu Sundlaugarnar. Var hann notaður til ársins 1965, en síðasta holan, sem boruð var með honum, var í Gufunesi. Þar var hann svo í mörg ár. Hitaveitan hafði boðið Árbæj- arsafni að taka hann, en ekki orðið af vegna fjárskorts safnsins. Nú í vetur lét Hitaveitan flytja Gullborinn í Árbæjarsafn. Húsið utan um hann var þá illa farið, búið að brjóta alla glugga í því o.fl. og borinn farinn á láta á sjá. Var húsið flutt, borinn tekinn í sundur og gerður upp og á föstudag setti Gunnar Sigurjónsson borinn í gang og mun nú í sumar halda honum gangandi á opnunartíma safnsins, til gamans og fróðleiks fyrir Reykvíkinga sem þangað koma. Hlutverki gullborsins er engan veginn lokið, þó aldrei læsti hann tönn sinni 1 hinn eðla gullmálm og sé hættur að dýfa henni í „gulls ígildi", heita vatnið. Héðan í frá flytur hann okkur og komandi kynslóðum væntanlega gullkorn í formi fræðslu um fyrri daga og forna tækni. - E.Pá. — Reykjavíkurbréf Framhald af bls. 25 Sjálfstæðisflokkurinn eigi ekki að taka þátt í ríkisstjórn, hvað sem á gengur. Það er afstaða út af fyrir sig en hún er í engu samræmi við sögu og feril Sjálfstæðisflokksins, sem jafnan hefur verið sú kjöl- festa í íslenzkum stjórnmálum, sem þyngst hefur verið, þegar erfiðleikar steðja að. Meðan stjórnmálaflokkarnir eru í einhvers konar sandkassaleik versnar ástandið í atvinnumálum þjóðarinnar dag frá degi og ekki má mikið út af bera á næstu vikum til þess að atvinnuleysi hefji innreið sína. Þeir flokkar, sem voru í stjórnarandstöðu á síðasta kjörtímabili, segja, að slíkur sé viðskilnaður núverandi ríkis- stjórnar. Þannig komst Lúðvík Jósepsson m.a. að orði í viðtali við Þjóðviljann í gær. Það eru mikil öfugmæli. Yfirvofandi stöðvun frystihúsanna og þar með atvinnu- leysi er verk þeirra Lúðvíks Jósepssonar, Guðmundar J. Guð- mundssonar og félaga þeirra í Alþýðubandalaginu og verkalýðs- hreyfingunni. Þessir kappar hafa hamazt við að telja fólki trú um, að atvinnuvegirnir geti auðveld- lega borgað fullar vísitölubætur á laun. Þeir hafa beitt verkalýðs- hreyfingunni til þess að knýja það fram með einum eða öðrum hætti. Þeir hafa beitt verkalýðshreyfing- unni til þess að valda útflutnings- atvinnuvegunum þungum búsifj- um með útflutningsbanni, sem haft hefur hin alvarlegustu áhrif á fjárhagsstöðu fiskvinnslunnar. Nú eru þeir Lúðvík Jósepsson og Guðmundur J. Guðmundsson að uppskera árangur erfiðis síns. Stöðvun frystihúsanna á næstu vikum er sérstakt afrek, sem þeir hafa unnið í sameiningu, Lúðvík, Guðmundur J. og félagar þeirra. Fólkið, sem getur orðið atvinnu- laust af þeim sökum ætti að senda þeim félögum sérstakar þakkir. I tvær vikur hafa stjórnmála- flokkar og stjórnmálamenn snúizt hver í kringum annan með það eitt markmið í huga að koma höggi hver á annan. Það er mál að þessari vitleysu linni og að þeir menn, sem kjósendur réðu í vinnu í þingkosningunum til þess að stjórna málefnum lands og þjóðar, taki til við það verkefni, sem þeir voru ráðnir til.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.