Morgunblaðið - 09.07.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.07.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 1978 — Hvers vegna verða fátækari þjóðir heims alltaf fátækari og fátækari þrátt fyrir auknar peningagjafir hinna ríkari? Bangladesh er ein fátækasta þjóð heims. Samt þiggur hún aðstoð að andvirði eins milljarðs Bandaríkjadala árlega frá öðrum þjóðum. Þeir peningar lenda þó ekki þar sem þeirra er þörf: meðal blásnauðs almúgans, en stærstur hluti þjóðarinnar býr við eymd og volæði. Ríkir landeigendur, ríkisstarfs- menn og miðstéttarfólk í borgum tekur bróðurpartinn af fénu. Gamall þorpsbúi í Bangaldesh og aðrir yngri í Bangladesh eru landsmenn ekki aðeins vannærðir, peir búa líka við frumstæð skilyrði. Erlend aðstoð áþján íbúa Bangladesh Sveltandi börn í Bangladesh: Minnst af aðstoðinni fer til peirra Þessar upplýsingar eru fengn- ar úr skýrslu nefndar, sem starfar í Washington á vegum stofnunar um alþjóðastjórnmál, um fjárhagsaðstoð við þróunar- löndin. Niðurstöður nefndarinn- ar litu dagsins ljós í sama mund og forseti Bangladesh, Zia-ur Rahman yfirhershöfðingi sendi neyðarbeiðni til umheimsins um aukna fjárhagsaðstoð við Bangladesh og bað um nægilegt fé til aö þjóðin gæti kraflað sig upp úr volæðinu í eitt skipti fyrir öll og þyrfti ekki að vera öðrum háð eins og hingað til. Tveir Bandaríkjamenn, Betsy Hartmann og James Boyce, voru styrkt af Yale háskóla til að kanna ástandið í Bangladesh. Dvöldust þau í níu mánuði í smá þorpi í norð-vestur hluta iands- ins, bjuggu í bambuskofa, töluðu bengölsku og klæddust eins og innfæddir. Með tímanum tókst þeim að vinna traust þorpsbúa með því að koma fram við þá eins og jafningja. Lýsing sú er þau gefa af dvölinni í Bangladesh svarar allténd einni spurningu, sem margar ríku þjóðanna kunna að hafa velt fyrir sér, þ.e. hvers vegna eykst fátæktin meðal fátæku þjóðanna stöðugt, þrátt fyrir aukna fjárhagsaðstoð ár frá ári, sem til samans nemur milljörðum dollara. íbúar Bangladesh eru 83 milljónir og landið er eitt hið þéttbýlasta í heimi að frátöldum Singapore og Hong Kong. Árs- tekjur á mann eru u.þ.b. 26 þús. ísl. kr. Meðalaldur fólks er um 46 ár miðað við 70 ár hjá þróaðri þjóðum og tæplega einn af hverjum fjórum er læs. Helztu dánarorsakir í Bangla- desh eru næringarskortur og sjúkdómar. Fjórðungur barna deyr innan fimm ára aldurs. Meira en helmingur þjóðarinnar fær færri hitaeiningar úr fæðu sinni daglega en nemur lág- marksþörf, sem er 1500 hitaein- ingar, og tveir þriðju hlutar íbúanna þjást af skorti á eggjahvítuefnum og fjörefnum. Erlend aðstoð er á þrjá vegu: ríkisstjórnin fær hrísgrjón og hveiti sem hún síðan á að selja samkvæmt skömmtunarkerfi sínu; framleiðsluaðstoð sem á að gera Bangladesh kleift að flytja inn nauðsynjavörur eins og áburð, varahluti í vélar og hráefni til iðnaðar; fjárhagsað- stoð til framkvæmda í vélaiðn- aði, framleiðslutækja til vatns- veitu, vegalagninga og brúar- smíði. Næstum helmingur umræddr- ar aðstoðar kemur frá Banda- ríkjunum, eða 46 af hundraði og alþjóða lánastofnunum eins og Alþjóðabankanum sem aðallega byggir á bandarísku fjármagni og 24% frá vestur-Evrópu, brezku samveldislöndunum og Japan. Sovétríkin veita um 12% og Samtök olíusöluríkjanna 5%>. Stjórnin í Bangladesh selur hrísgrjónin og hveitið á niður- settu verði. 90% þjóðarinnar býr til sveita en aðeins þriðjungi hveiti- og hrísgrjónabirgðanna er dreift þangað og þá oft sízt til þeirra svæða, þar sem þörfin er mest, segir í skýrslunni. „Mest kaupa þeir sem gætu vel borgað markaðsverð svo sem fólk úr miðstéttum í borgum. Tuttugu og sjö af hundraði kornsins er úthlutað til her- manna, lögreglumanna og starfsmanna hjá hinu opinbera og hjá stórum fyrirtækjum. Önnur þrjátíu prósent fara til hinnar valdamiklu miðstéttar sem að mestu leyti sér um skömmtunina á borgarsvæðun- um en þau eru sex talsins. Níu af hundraði er úthlutað kornmyllum sem síðan selja bakaríum _ á borgarsvæðunum hveiti og það er ekkert leyndar- mál lengur aó . filgangur skömmtunarkerfisins er að halda verðinu niðri fyrir þá sem hafa völdin. Dreifingaraðilar út í á lands- byggðinni koma miklu af korn- vöru undan og selja hana síðan á svörtum markaði. Dreifingar- aðilar fá verkefnin fyrir pólitískan klíkuskap. Sá, er starfaði við dreifingu í héraðinu þar sem við dvöldumst, fékk stöðuna vegna þess að tengda- faðir hans var háttsettur í héraðsstjórninni. Þá níu mánuði sem við dveldumst í þorpinu fengu þorpsbúar aðeins fimm sinnum tækifæri til að kaupa korn og þá var skammturinn aðeins hálft pund á hverja fjölskyldu. Framkvæmdaaðstoðin fólst meðal annars í því að koma fyrir vatnslögnum sem veittu vatni á sextíu ekrur lands. Með vatnsveitunni geta bændur einnig ræktað hrísgrjón á veturna þegar þurrkar eru og verndað uppskeruna á vorin, og haustin þegar einnig má búast við úrkomuleysi. I opinberum skjölum stendur að vatnslögnin sé í þágu bænda, þótt það sé vitað mál að oftast er hún í einkaeign ákveðins aðila. I þorpinu þar sem við dvöldumst, segir í skýrslu greinarhöfunda, „var vatnsveit- an í eigu ríkasta jarðeigandans, manns að nafni Nafis. Nafis var að sjálfsögðu framkvæmdastjóri vatnsveitunnar og þeir sem skyldu sjá um hana voru aðeins það sem hann hafði smalað saman ti! að skrifa undir. Nafis erfði sjötíu ekrur lands frá föður sínum. Meðan hann var við nám gekk hann í flokk Mujibs Awami fursta og hlaut því skjótan stjórnmálaframa í héraði sínu. Skömmu eftir að sjálfstæði fékkst 1971 var hann útnefndur varaforseti héraðs- stjórnarinnar og notfærði sér stöðu sína meðal annars á þann veg að hann eignaði sér þau fáu hlífðarteppi og það bárujárn, sem barst til þorpsins eftir stríðið. Stærsti bitlingurinn sem hann fékk var þó vatnslögnin, sem kostar gefendur og stjórn- ina meira en tólf þúsund dollara erí Nafis slapp með að borga aðeins 300 dali með mútum. Vatnsveitan er á bezta svæði lands Nafis, sem þekur um 30 ekrur, en lögnin er gerð fyrir helmingi stærra svæði og þeir sem hvggjast hafa einhver not af henni verða að borga fyrir það. Gjaldið, sem Nafis setur upp, er svo hátt að það er á fæstra valdi að greiða það og því er vatnslögnin ekki nýtt til fulls. Þar sem uppskeran er yfir meðallagi hyggst Nafis eigna sér tvo þriðju hluta hennar í stað helmings sem tíðkast. Þá leggur Nafis ekki eins mikið upp úr uppskeru lands síns, þ.e. að nýta það til fulls, vegna þess að hann kemur ekki til með að svelta eins og flestir smábændur, þó hún bregðist." Því segja greinarhöfundar að það sé ekki aðeins óréttlátt að vatnsveitan skuli vera í höndum hans heldur einnig til mikils tjóns. Greinarhöfundar segjast í fyrstu hafa orðið hissa á því að aðstoð Álþjóðabankans færi til ríkasta mannsins í þorpinu en við nánari athuganir reyndist það ekki eins furðulegt. Við úthlutanir á lánsfénu frá bankanum sitja í fyrirrúmi þeir sem njóta pólitískrar fyrir- greiðslu, þ.e. dómarar, þing- menn og verkalýðsleiðtogar. Ef eitthvað er eftir skipta yfirvöld því á milli hinna. Ríkir landeig- endur bítast um afganginn og sá sem greiðir mestar mútur fær lánið. í skýrslu Washingtonnefndar- innar segir að erlend aðstoð komi fátæklingum í Bangladesh síður en svo að gagni og í raun og veru auki hún áþján þeirra þar sem fámenn valdaklíka fái í sinn hlut meira en henni ber af auðlindum þjóðarinnar, auk þess sem hún geti hæglega aflað sér dágóðra aukatekna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.