Morgunblaðið - 09.07.1978, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 1978
kenningu, að þó ekki dragi nema
örlítið úr geislun, þá geti það sett
af stað samverkandi öfl er mynda
ísskjöld. Það er skýrt með endur-
kasthæfni ákveðinna svæða á
jörðinni. Þar sem það er mikið,
endurkastast mestur hluti sólar-
geislanna, og fer aftur út í
geiminn, svo að lítið verður eftir
til að hita jörðina og lofthjúp
hennar. Og snjór og ís hafa mikla
endurkastshæfni. Þannig er því
haldið fram, að örlítið minni
geislun á viðkvæmri árstíð á
viðkvæmri norðlægri breiddar-
gráðu gæti valdið umfangsmeiri
og þaulsætnari snjóbreiðu. Það
mundi aftur hafa í för með sér
meira endurkast frá þessu land-
svæði, enn meiri lækkun á hita-
stigi með ennþá stærri snjóbreiðu
og svo framvegis.
Þessi rök eru góð, svo langt sem
þau ná. En vandinn er að greina
þessar viðkvæmu árstíðir og
breiddargráður, þar sem breyting-
ar á geisluninni, eins og þær koma
fram á svokallaðri Milankovich-
kúrfu, eru mismunandi eftir því
hvaða svæði og hvaða árstími
verður fyrir valinu. Dregnar hafa
verið upp og reiknaðar út margar
Fæðuöfhin er háð
veðri — en veður-
far getur breyst
LANDBÚNAÐUR er þegar til kastanna kemur, háður
veðri, allt frá hinni frumstæðu ræktun með haka og til
háþróaðrar landbúnaðartækni. Við getum brotið land,
ræktað nýjar plöntutegundir, fundið upp nýjar og betri
vélar — en ef ekki rignir eða kaldir vindar næða, þá
er öll okkar snilli og allt okkar erfiði unnið fyrir gýg.
Áveituræktun gæti virst undantekning frá þessari reglu
— en þótt áveituland þurfi ekki á regni að halda, þá
verða að vera fyrir hendi brunnar eða ár, sem eiga
uppruna sinn í regni, í allt að hundruð mílna fjarlægð.
Mögru árin sjö, sem Jósep safnaði til fyrningum af korni,
hafa áreiðanlega verið ár þegar lítið var í Níl, — sem
þá eins og nú veitti vatni á akrana í Egyptalandi, og
vatnið náði ekki nauðsynlegri hæð vegna of mikilla
þurrka í Eþíópíu og Mið-Afríku.
Það sem nýlega kom fyrir á
Sahel svæðinu í Afríku sýnir
glöggt, að smávægilegar breyting-
ar á veðri geta valdið hungurs-
neyð. Nokkru meiri breytingar,
sem næðu yfir nokkra áratugi,
mundu valda stórtjóni á fæðuöflun
heimsins, með því að iandbúnaður
legðist niður í Sahel og í miklum
hluta Pakistan, og hamla ræktun
mjög í ýmsum hlutum Banda-
ríkjanna norðanverðum, miklum
hluta Sovétríkjanna og Kanada.
Langtíma sveiflur á veður-
mynstri, sem við kölium venjulega
veðurfarsbreytingar, hafa hvað
eftir annað orðið á liðinni tíð, og
áhrifin stundum eyðilagt heil
samfélög. Þetta á áreiðanlega eftir
að koma fyrir aftur í framtíðinni
— og þá líklega hafa enn alvar-
legri afleiðingar. Vaxandi mann-
fjölgun, og útþensla á fæðufram-
leiðslunni til staða sem eru rétt á
mörkum þess að vera til þess hæfir
hafa gert mannkynið háðara en
nokkru sinni fyrr þessu sama
veðurfarsmynstri. Allar truflanir
á veðurbeltunum hljóta í besta
falli að hafa mjög truflandi áhrif,
en í versta falli valda eyðileggingu.
Þessi staðreynd hefur gert ennþá
brýnni en fyrr spurninguna: Að
hve miklu leyti vitum við í
rauninni hvernig veðurfarið kann
að hegða sér? Og hvað getum við
gert í málinu? Svarið við báðum
þessum spurningum er síður en
Eftir Robert
Claiborne
Minnstu breytingar á veður-
fari geta orsakað hungurs-
neyð. Höfundur þessarar
greinar, Robert Claiborne,
gerir hér grein fyrir beirri Mtlu
Þekkingu, sem vísindamenn
hafa aflað um veðurfarsbreyt-
ingar, og hvetur bæði til bess
að mannfólkið búi sig undir
mögru ðrin og að öflug rann-
sóknastarfsemi fari fram til að
afla bekkingar á áhrifum
veðurvélarinnar á hnettinum
öllum.
Robert Claiborne er blaða-
maður og vísindamaður og er
m.a. höfundur bókarinnar
„Climate, Man and History".
Hann er líka ásamt Reiner
Erhart, höfundur nýlegrar
‘handbókar um eðlisfræðílega
landafræði. Þessi grein birtist
í Saturday Review.
svo uppörvandi, en það er: —
Sáralítið!
Eins og í flestum vísindagrein-
um um jörðina, er fortíðin í
veðurfræðinni lykillinn að nútíð og
framtíð. Veðurfræðingar geta lýst,
í stórum dráttum að minnsta kosti
þremur tegundum veðurfarsbreyt-
inga í fortíðinni, vel afmörkuðum
í tíma.
Ekki þarf lengi að dvelja við þá
fyrstu, sem er hægfara kólnun og
hlýnun á jörðinni á tíma, sem
mældur er í milljónum ára. Það
hefur nokkrum sinnum komiö
fyrir í langri sögu jarðarinnar,
síðast á undanförnum fimmtíu
milljón árum, þegar hæg kólnun
bjó í haginn fyrir ísöldina. Talið er
að það sem ráðið hafi úrslitum
þar, séu breytingar á landsvæðum
á jörðinni er orsakast af landreki
samkvæmt flekakenningunni.
Breytingar sem við getum engin
áhrif haft á.
Jöklabreytingar
Önnur tegund veðurfarsbreyt-
inga verður við það að hinar miklu
jökulbreiður ganga fram og hörfa,
en þeir atburðir eru mældir í
tugum þúsunda ára í stað tugum
milljóna. Á síðustu milljón árum
hafa að minnsta kosti orðið fjögur
framskrið á jöklinum og kannski
yfir tuttugu. Veðurfræðingar geta
enn ekki orðið á eitt sáttir um
töluna og sýnir það best hve lítil
þekking er á þessum fyrirbærum.
Milankovich-kenninguna ber
hæst til skýringar á komu ísalda
og því að jökullinn hörfar aftur, en
hún er kennd við serbneska
stærðfræðinginn sem setti hana
fram fyrir 60 árum. Hún byggist
á því, að afstaða jarðar til sólar —
lögun sporbaugsins og hallinn á
möndlinum — breytist örlítið með
tímanum. Þessi hreyfing breytir
ekki þeirri heildargeislun frá
sólinni, sem jörðin fær á hverju
ári, en hún hefur í för með sér
svolitlar breytingar á geislun eftir
árstíðum og beltum á hnettinum.
Breytingarnar eru í sjálfu sér of
litlar til að valda ísöld, en
veðurfræðingar hafa sett fram þá
ólíkar kúrfur, sem ná mörg
hundruð þúsund ár aftur í tímann
og sumar þeirra falla vel að öðrum
kúrfum, er sýna, eða eiga að sýna,
raunverulegar breytingar á hita-
stigi á sama tímabili. Samt hlýtur
maður að veita því athygli, að
veðurfræðingum hættir til að velja
ákveðnar kúrfur, sem best henta
þeirra eigin túlkun á jöklabreyt-
ingum. Upprunaleg kenning
Milankovich sýndi fjórar meiri
háttar ísaldir. Svo vildi til að þetta
var nákvæmlega sú tala sem
flestir jarðfræðingar voru sáttir á.
Cesare Emiliani frá Miamiháskóla
sér fyrir sér að minnsa kosti 20
ísaldir á síðustu hálfri milljón ára.
Og hans uppáhalds útgáfa af
kenningum Milankovich fellur við
hans eigin uppdrætti eins og flís
við rass.
Nýlegar
veðurfars-
breytingar
Þriðja tegund veðurfarsbreyt-
inga tekur allt frá nokkrum
þúsundum ára niður í nokkra
áratugi. Lengsta tímabilið sem
náði frá því 6500 til 3500 fyrir
Krist, hefur verið kallað
Hlýviðrisskeið. En þá var mikill
hluti jarðarinnar bæði hlýrri og
rakari en nú er. Stórir hlutar
Sahara voru til dæmis grassléttur
með dýrum á borð við antílópur og
fíla. Um 3000 fyrir Krist hafði
Sahara þó þornað upp og þúsund
árum síðar • hafa sum svæðin
líklega verið orðin enn þurrari en
nú. Þær breytingar eru taldar að
r.okkru valdar að því að hin mikla
menning í dalnum við Indus leið
undir lok.
Aldirnar fyrir Krists burð
færðu Evrópu svalara loftslag og
svæðinu kring um Miðjarðarhafið
meiri raka. Því fylgdu betri
ræktunarskilyrði 1 Grikklandi og á
Ítalíu, sem hafa kannski verið einn
þátturinn í þeim einstaka fram-
gangi sem klassísk menning hafði,
alveg eins og afturhvarf til
þurrara loftslags- snemma í
Kristni getur líka hafa dregið úr
henni.
.t&ia’áúttí