Morgunblaðið - 09.07.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.07.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 1978 17 er nafn hennar og hún gefur sér lítinn tíma til að tala við okkur, en skýtur þó að okkur einni og einni setningu, milli þess sem hún gengur að réttinni og athugar hvað langt sé þangað til að hún komist að. „Ég hef aldrei komið hingað áður, en mér finnst skemmtilegt hérna og hefði ekkert á móti því að koma aftur. Skemmtilegast af öllu er að fara á hestbak, en þetta er samt ekki í fyrsta sinn, sem ég fer á bak. Einu sinni var ég í Danmörku og þá fékk ég nokkrum sinnum að fara á hestbak. Hestarnir þar eru miklu stærri og leiðinlegri. Ég veit ekki hver átti þá, þetta voru bara hestar í götunni. Ég hef aldrei farið í sveit og langar ekki neitt, ekki einu sinni þótt ég gæti farið þar á hestbak." Og nú sá hún að færi gafst á að söðla fákinn og dreif sig inn í réttina, til að sinna honum. Próf í hestafræðum Inni í gamla íbúðarhúsinu er að hefjast próf í hestafræðum, en slíkt próf gangast allir nemendur reiðskólans í Saltvík undir, er langt er liðið á námskeiðið. A prófinu er spurt um heiti hinna ýmsu líkamshluta hestsins, auk þess sem athugað er hvort nemendurnir kunna skil á gang- tegundum íslenzka hestsins og hvort þeir þekkja ýmsa hluti sem notaðir eru í hestamepnsku. Ekki eru allir jafn vel að sér í þessum fræðum og leita þá sum börnin á „Ég hef komið á hestbak nokkr- um sinnum áður,“ heldur Margarete áfram, „en það var í Kaliforníu og það er miklu auð- veldara að eiga við hestana þar en hér. Það reynir virkilega á mann að fara á bak þessum hestum. Til Saltvíkur hef ég aldrei komið áður og sé svo sannarlega ekki eftir að hafa farið hingað, það er að minnsta kosti skemmtilegra, en að sitja heima í stofu og láta sér leiðast. Munurinn á Islandi og Banda- ríkjunum er sá að hér er allt miklu bjartara og loftið hreinna. Þá þarf ég heldur ekki að óttast að á mig sé ráðizt, þótt ég fari ein út að ganga í Reykjavík seint um kvöld. Það eina sem er að, er veðrið, það er miklu kaldara hér en í Kali- forníu. En það verður ekki á allt kosið." Frá starfsvellinum í Saltvík heyrast nú hamarshögg, bygginga- framkvæmdir eru að hefjast þar einu sinni enn. Að sögn starfs- fólksins í Saltvík eru stelpurnar miklu duglegri en strákarnir við smíðarnar á starfsvellinum. Strákunum þykir mun skemmti- legra að rífa niður kofana, en að klambra þeim upp, en svo er ekki farið með stelpurnar, sem þykir mikið til þess koma að reisa sér hús. Ný hús rísa á hverjum degi í Saltvík og eru rifin daginn eftir, en Guðrún Jónsdóttir ætlar svo sannarlega ekki að rífa húsið sitt, þegar hún loks verður búin að koma því upp. „Húsið, sem ég er í götunni" Starfsfólkið í Saltvfk. SPILIN: Einfaidur krókur K>PPTF-í Læsing á kúiu Fest á venjulega 50 mm dráttarkúki SUNDABORG 25 SÍMI 36699 Blokk m/krók StJórnstöng i 3/16 v ir 50 Attt ad 4 tonna átak Loksins getum við nú boðió hin viðurkenndu Hl—Fl bílútvarps- og segulbandstæki Ótrúlega hagstætt verð náðir starfsfólksins, en önnur gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn og búa til nöfn og heiti, sem þau telja að geta gengið. En allt er gott, sem endar vel og þannig er um hnútana búið í prófinu að allir ná því og einkunnir eru yfirleitt frekar háar. Fyrir utan húsið eru nokkrir krakkar að ræða saman um gengið í prófinu og okkur rekur í rogastanz er við heyrum allt í einu mælt á tungu Engilsaxa í hópnum. „Ég heiti Margarete Johan Ermert," segir eigandi hinnar erlendu raddar, „og er hálf-banda- rísk, faðir minn er bandarískur en móðir íslenzk. „Margarete segist vera hér i fríi ásamt bróður sínum, en hann er einnig í reiðskólanum í Saltvík, þótt ekki sé hann við látinn þessa stundina. „Ég fæddist í Reykjavík fyrir tæpum 14 árum og hef komið til Islands nokkrum sinnum, en annars er ég alin upp í Bandaríkjunum og á nú heima í Kaliforníu. að smíða, á að vera það hátt að ég geti staðið í því,“ segir Guðrún, og sýnir okkur hve lítið vantar upp á að það sé fullgert. „Það á að vera einn gluggi á því og dyrnar eiga að vera þarna," heldur hún áfram og bendir á einn vegg hússins. „Ég veit ekki hvað ég ætla að gera í húsinu, ég bara smíða það af því mér finnst gaman að smíða. Það er samt skemmtilegast að fara á hestbak, en maður getur ekki alltaf verið í útreiðartúr og því verð ég að finna mér eitthvað að gera þess á milli. Mér finnst alveg jafngaman að leika mér inni og úti og svo er voða gaman í bíó“, segir Guðrún, um leið og hún mundar hamarinn til merkis um að sam- talinu sé lokið. Senn líður að því að krakkarnir fari að tygja sig heim, en áætlunarbifreiðin fer frá Saltvík klukkan fjögur. Og það er einnig tími til kominn að við höldum á brott, margs fróðari um starfsem- ina í Saltvík. Isetning samdægurs Gerið verð- samanburð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.